Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 49 URSLIT HESTAR A-flokkur gæðinga ÞRIR viljagammar röðuðu sér í efstu sætin, frá vinstri Klakkur og Vignir, Sigurbjörn og Hylur og Þórður og Kjarkur. Klakkur og Vigriir tryg-gðu sigurinn í bráðabana HESTAR Andvaravellir í II a r ð a b ;r OPIÐ MEISTARAMÓT ANDVARA UNDANFARIN ár hafa ungir og áhugasamir keppnismenn haldið mót á Andvaravöllum, svokölluð metamót, en nú sá félagið Andvari um mótahaldið og nafngiftinni var breytt. Mikill fjöldi góðra hesta kom fram og tókst mótið hið besta í frá- bæru veðri og vafalaust hægt að segja mótið það veðursælasta á árinu. Síðasta keppni gæðinganna á árinu bauð upp á afbragðsgóða hesta, í góðu formi flesta hverja, og spenn- andi keppni þar sem enginn kepp- enda átti sigur eða sæti bókað fyrir úrslitin. Ei'fitt var að ráða í ninirn- ar hjá A-flokksgæðingum, enda voru dómarar langt í frá að vera einhuga um hvernig bæri að raða þeim átta sem kepptu til úrslita. Sá kunni og margreyndi gæðing- ur Váli frá Nýjabæ og Elías Þór- hallsson voru efstir eftir forkeppn- ina með 8,63 en fast á hæla þeim fylgdu Klakkur frá Búlandi og Vignir Jónasson og Kjarkur frá As- múla og Þórður Þorgeirsson með 8,59. Ekki langt þar á eftir komu svo Brynjar frá Argerði og Sveinn Ragnarsson með 8,56 og Hylur frá Efri-Múla og Sigurbjörn Bárðarson með 8,51. Keppnin fór fram eins og forkeppnin á beinni braut og var allt lagt undir, enda verðlaunin veg- leg eins og tíðkast hefur á þeim haustmótum sem haldin hafa verið á Andvaravöllum. Eins og á meta- mótunum var lögum og reglum kastað á glæ þótt vissulega væri í flestu stuðst við þær. Athygli vakti hversu margir knapar mættu með reiðhjálmana til leiks þótt hjálma- skylduákvæðinu væri ekki fylgt. Eftir upplestur röðunar virtust Vignir og Klakkur vera efstir en eftir að einn þríggja dómara hafði leiðrétt reikningsfeil vom Hylur og Sigur- bjöm jafnir þeim. Þurfti því bráða- bana til að útkljá málin en þar tóku þeir Vignir og Klakkur af öll tvímæli um hvoram megin liryggjar sigurínn lenti. Klakkur er afar athyglisverður hestui' og má gera ráð fyrir þeim Vigni sterkum á næsta ári þegar bar- áttan um landsliðssætin hefst. Hann hefur skemmtilegt svif og fjöðran á bæði brokki og tölti og svo þennan fítonskraft á skeiðinu. Váli, sem efst- ur stóð eftir forkeppni, er stórbrotinn gæðingur en að sama skapi erfiður þegar í úrslitin er komið. Ef minnið svíkur ekki greinarhöfund hefur Elí- asi aðeins einu sinni tekist að sigla honum i gegnum úrslitakeppni áfallalaust og var þá ekki að sökum að spyrja að sigurinn var öraggur. Kjarkur frá Ásmúla er einn af þessum bráðflinku íýmishestum sem virðast komast jafn mikinn á tölti, brokki eða skeiði og svipaða sögu má segja um Brynjar frá Ár- gerði sem sýnir feikna skeiðgetu eins og hann á kyn til bæði frá fóður og móður, sem era Kolfinnur frá Kjarnholtum og Snælda frá Árgerði. í forkeppninni mátti sjá góð til- þrif hjá flestum hrossunum sem þar komu fram. Hross eru almennt í góðu formi þessa dagana og eðlilegt að knaparnir hafí áhuga á keppni þegar hrossin eru hvað best. Valdimar Kristinsson A-flokkur 1. Klakkur frá Búlandi, eigandi og knapi Vignir Jónasson, 8,59. 2. Hylur frá Efri-Múla, eigandi og knapi Sigurbjörn Bárðarson, 8,51. 3. Kjarkur frá Ásmúla, eigandi Ragn- ar K. Árnason, knapi Þórður Þor- geirsson, 8,59. 4. Brynjar frá Árgerði, eigandi Ragn- ar Valsson, knapi Sveinn Ragnars- son, 8,56. 5. Váli frá Nýjabæ, eigandi og knapi Elías Þórhallsson, 8,63. 6. Bylur frá Skáney, eigandi og knapi Sigurbjörn Bárðarson, knapi í úr- slitum Sigurður V. Matthíasson, 8,46. 7. Rimur frá Ytra-Dalsgerði, eigandi og knapi Siguroddur Péturss., 8,49. 8. Sveifla frá Jaðri, eigandi og knapi Vignir Siggeirsson, 8,42. B-flokkur 1. Kjarkur frá Egilsstaðabæ, eigandi Ingi J. Áraason, knapi Vignir Sig- geirsson, 8,77. 2. Ás frá Syðri-Brekkum, eigandi Bjarni Frímannsson, knapi Sigi'ún Erlingsdóttii', 8,82. 3. Laufi frá Kolluleii-u, eigandi og knapi Hans Kjerulf, 8,71. 4. Snillingur frá Austvaðsholti, eigandi og knapi Gunnar Ai-nai'sson, 8,47. 5. Blikar frá Miðhjáleigu, eigandi Ragnar Hinriksson og Guðbjörg Friðjónsdóttir, knapi Ragnar Hin- riksson, 8,58. 6. Hasar frá Búð, eigandi Hrossa- ræktarbúið Króki, knapi Hallgrím- ur Birkisson, 8,46. 7. Galsi frá Ytri-Skógum, eigandi og knapi Elías Þórhallsson, 8,43. 8. Krapi frá Kirkjuskógi, eigandi Sig- urður Halldórsson, knapi Guð- mundur Einarsson, 8,48. Tölt 1. Hans Kjerulf á Laufa frá Kollu- leiru, 8,47/8,93. 2. Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá Blönduósi, 7,13/99,50. 3. Sævar Haraldsson á Glóð frá Akur- eyri, 7,40/7,53. 4. Hugrún Jóhannsdóttir á Blæ frá Sigluvík, 7,63/7,44. 5. Vignir Siggeirsson á Kjarki frá Egilsstaðabæ, 7,23/7,24. 150 metra skeið 1. Gráblesa frá Efstadal I, eigandi Sigurfinnur Vilmundarson, knapi Logi Laxdal, 13,72 sek. 2. Sóti frá Strönd, eigandi og knapi Guðmundur Jónsson, 13,74 sek. 3. Neisti frá Miðey, eigandi og knapi Sigurbjörn Bárðarson, 14,09 sek. Skeið 250 metrar 1. Glaður frá Sigríðarstöðum, eigandi Hafsteinn Jónsson, knapi Sigurður V. Matthíasson, 21,93 sek. 2. Framtíð frá Runnum, eigandi Ragnar Valsson, knapi Sveinn Ragnarsson, 22,32 sek. 3. Hnoss frá Ytra-Dalsgerði, eigandi Hugi Kristinsson, knapi Þórður Þorgeii-sson, 22,37 sek. Flugskeið 100 metrar 1. Sóti frá Strönd, eigandi og knapi Guðmundur Jónsson, 7,25 sek. 2. Tangó frá Lambafelli, eigandi Tryggvi Geirsson, knapi Vignir Sig- geirsson, 7,47 sek. 3. Lómur frá Bjarnastöðum, eigendui' Halldór Svanss. og Sigurður Hall- dórss., knapi Halldór Svanss., 7,47 sek. 52 □ HLUTIR SKEIFUNNI2,108 REYKJAVÍK SÍMI 588 2550 Eigum mikið úrval af boddíhlutum í flestar gerðir bifreiða. Nánari upplýsingar fást hjá sölu- mönnum okkar í síma 588 2550. Bílavörubúðin FJÖÐRIN ífararbroddi BODDÍ i Otrúlegt sértilboð í september! Brottför: 9., 16. og 23. september Innifalið: Flug og flugvallarskattar. Takmarkaður sætafjöldi. f Samvinnuferðir Landsýn v e r ð i f y r i r þ i g ! Svo er hann á sérlega ánægjulegu verði: SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sfmi 555 15 50. isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, sfmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. #SUZUKI NYR LIIXUSJEPPI Grand Vitara er alvöru jeppi. Sjálfstæð grindin og hátt og lágt drif tryggja að hann kemst þangað sem honum er ætlað að fara. Hann er byggður á traustum grunni Suzuki Vitara, bara enn betur útbúinn, breiðari og glæsilegri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.