Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR B-flokkur gæðinga SNILLING frá Austvaðsholti hefur skort herslu- muninn til að komast á toppinn en nú var hann hvað bestur og tryggði sér fjórða sætið í úrslitum, knapi er Gunnar Arnarsson. ÞRÁTT fyrir að vera í banastuði og Iíklega aldrei betri tókst Ási frá Syðri-Brekkum og Sigrúnu Erl- ingsdóttur ekki að tryggja sér efsta sætið í úrslit- um eftir að hafa verið efst í forkeppninni. Kjarkur og Vignir mörðu sigur í hnífjafnri keppni Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson KJARKUR frá Egilsstöðum og Vignir Siggeirsson hafa löngum heill- að hal og sprund og þrátt fyrir að klárinn væri ekki i' sínu allra besta formi leyndi sér ekki hvflíkur gæðingur er þar á ferð. ÞRÍR DÓMARAR sem dæmdu B- flokksgæðinga vildu hver sinn hest- inn í efsta sætið þegar kom að röð- un að loknum úrslitum. Segir það sína sögu um hversu jöfn keppnin var á toppnum en Kjarkur frá Egilsstöðum og Vignir Siggeirsson sigruðu naumlega, fengu 5 stig. Ás frá Syðri-Brekkum og Sigrún Erl- ingsdóttir komu næst með 6 stig en þau voru efst eftir forkeppnina með hvorki meira né minna en 8,82 en Kjarkur fékk 8,77. Laufí frá Kollu- leiru og Hans Kjerúlf voru í þriðja sæti með 7 stig en höfðu fengið 8,71 í forkeppni. Segja má með réttu að hver og einn þessara þriggja gæð- inga hefðu getað sómt sér í efsta sætinu og nánast spurning um smekk hvernig raðað var. Ás frá Syðri-Brekkum var feikna- góður að þessu sinni og líkast til hefur klárinn aldrei verið betri. Meira að segja hæga töltið sem ver- ið hefur veikasti hlekkurinn í ann- ars sterkri keðju var með allra besta móti. Sigurvegarinn Kjarkur er nýkominn frá hryssum og því ekki alveg eins góður og hann hefur sést bestur en samt sem áður með sinn gamla sjarma. Laufi var fas- mikill sem fyrr og hægatöltið hreint afbragð í úrslitunum. Þá má einnig geta Snillings frá Austvaðsholti sem Gunnar Amarsson sýndi að venju, sem var með besta móti að þessu sinni. Mun frjálsari en áður og þá nýtur tignarlegt fasið sín betur en þegar honum er riðið í spennu eins og oft hefur viljað brenna við. Athygli vakti hversu lepgi sumir B-flokkshestanna voru að ná góðri stillingu og að setjast almennilega á brokkið til að rýmið og krafturinn nyti sín. Flestir fundu þeir þó fjöl- ina að lokum og fóru mikinn. Á yfir- ferðinni hljóp knöpunum kapp i kinn og riðu nánast í einni bendu og vantaði þar betri stjórn þular þannig að hestarnir kæmu með hæfilegu milli bili inn á brautina. Dómarar í B-flokki voru mun samstæðari í röðun í úrslitum enda línur skýrari að undanskildum þremur efstu sætunum. Hestur í áttunda sæti hætti keppni í miðjum í klíðum þegar skeifa fór undan og sá sjöundi var öruggur með sitt sæti og sjötti hesturinn sömuleiðis og svo framvegis. En keppnin var skemmtileg og nutu hestarnir sín vel í blíðunni. Valdimar Kristinsson Skeiðkappreiðar Gráblesa frá Efsta- dal undir gamla met- inu í 150 m GÓÐIR tímar náðust í skeiðgrein- um mótsins enda aðstæður allar hinar bestu. Andvaramenn létu sig hafa það að leigja rásbása Fáks til að tryggja að aðstæður væru hinar bestu þótt þeir yrðu að greiða 50 þúsund krónur i leigu fyrir tækið. Má því með sanni segja að ekkert hafi verið til sparað að sem best tækist til. Logi Laxdal mætti til leiks með Gráblesu frá Efstadal I og gerðu þau sér lítið fyrir og fóru undir gamla met Leists frá Keldudal og það var gert gott betur þvi Sóti frá Strönd fór einnig á tíma undir metinu og voru allar aðstæður uppfylltar til að tryggja staðfestingu á meti að því er virtist. Ef svo færi að árangur Neista frá Miðey og Sigurbjöms á dögunum yrði ekki staðfestur sem MIKIÐ gas var á þeim í hugsanlegum metspretti, Gráblesa og Loga með örugga forystu þremur metrum frá endamarki, Neisti og Sigur- björn í miðjunni og Sóti og Guðmundur sjónarmun á undan. met vildu Andvaramenn ganga þannig frá hnútum að árangurinn sem nú náðist yrði þá staðfestur sem telja verður mjög hyggilegt því ýms- ir hafa látið í ljós efasemdh- um að árangur Neista verði staðfestur sem met. En tíminn leiðir það í ljós. í 250 metrunum fór Glaður frá Sigríðarstöðum undir 22, sekúnd- urnar, knapi var sem fyrr Sigurður V. Matthíassson. En það náðist einnig frábær tími í 100 metra flugskeiði og voru þar að verki Sóti frá Strönd og Guðmund- ur Jónsson. Tíminn var 7,25 sek- úndur og höfðu menn á orði að hér væri að öllum líkindum um heims- met að ræða. En þeir voru sem sagt í miklum ham vekringarnir og verð- ur spennandi að sjá hvað gerist á þeim tvennum kappreiðum Fáks sem eftir er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.