Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Spurt og svarað um neytendamál v/Nesveg, Sími 561 1680 Padano er ekki Parmi- giano ostur VIÐSKIPTAVINUR Nýkaups keypti nýlega Padano ost undir nafni Parmigiano osts eða parmes- an osts eins og hann er kallaður hér á iandi. Kílóverð er 3.085 krón- ur. Er Padano ostur ekki allt ann- að en parmesan ostur og ódýrari tegund? Finnur Ámason, framkvæmda- stjóri Nýkaups, segir að í Nýkaupi séu m.a. seldar tvær tegundir af ítölskum ostum, ekta parmesan ostm' og hins vegar Grana Padano ostur. „Parmesan osturinn er frá Parma-Reggiano á Italíu og er hinn eini sanni parmesan ostur. Parmes- an osturinn kostar meira en Grana Pedano enda verkaður á annan hátt. Grana Padano er ódýrari og á að vera ódýrari. Það eru því mannleg mistök af okkar hálfu að merkja Grana Padano ost sem parmesan ost.“ vörur Nýjar haust- Ný sending af drögtum frá LIBRA með 4 síddum á jökkum. Ennfremur ný sending af gallafatnaði frá ARIA. Nýkomnir ullarjakkar á frábæru verði, aðeins 13.900,-. Einnig komið mikið úrval af sportfatnaði, m.a. flíspeysur, ullarpeysur, bolir og gallar. Margir tugir bflalána til þinglýsingar daglega Afborganir af bíl oft hærri en af húsnæði Tvö raunhæf dæmi um bílalán frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna Bílalán, DÆM11: g§jj Kaupverð bifreiðar 2.000.000 Eigið fé 500.000 Lán til 7 ára Lántökugjald 3,2% Stimpilgjald 1,5% Þinglýsingarkostnaður Lánsfjárhæð 1.500.000 47.158 23.580 1.200 1.571.938 Ef miðað er við 7,8% vexti og 2% verðbólgu er kostnaður við þetta bilalán að 7 árum liðnum 2.171.186 Kostnaður vegna bifreiðakaupanna eftir 7 ár er því: Eigið fé Lánsfjárhæð SAMTALS B 500.000 2.171.186 2.671.186 Samkvæmt upplýsingum frá Bilaþingi Heklu má áætla afföll 10% á ári eða 70% yfir lánstímann. Söluverö bílsins að 7 árum liðnum er því kr. 600.000. Hreinn kostnaður vegna vaxta, verðbóta, lántöku- kostnaðar og affalla er því um kr. 2.000.000 Bílalán, DÆMI 2: Kaupverð bifreiðar 1.900.000 Eigið fé 380.000 Kostnaður vegna kaupleigusamnings Kostnaður vegna bifreiðarkaupanna 1.942.416 að 4 árum liðnum 2.322.416 Áætlað söluverð bifreiðarinnar 926.389 Hreinn kostnaður vegna bifreiðarkaupanna á 4 árum 422.416 Afskriftir 973.611 Hreinn kostnaður vegna kaupanna 1.396.027 DAGLEGA koma margir tugir bílalána til þinglýsingar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Að sögn Þóris Hallgrímssonar, lögfræðings hjá Sýslumannsembættinu, er ekki óalgengt að lánin séu veitt til 3 til 7 ára. Lánsupphæðirnar segir hann að séu mismun- andi, allt frá nokkrum hundruðum þúsunda og í sumum tilfellum nema þær milljónum króna. Elín Sigrún Jónsdóttir, forstöðumaður um fjármál heimilanna segir að bflakaup séu yfír höfuð ekki hagstæð fjárfesting. „Taki fólk bílalán er kostnaður í formi lán- tökugjalda gi-íðarlega mikill fyrir utan annan kostnað. Fólk þarf líka að taka með í reikn- inginn að fyrir utan vaxtakostnað og verð- tryggingu eru affóll að meðaltali um 10% á ári fyrir utan venjplegan rekstrarkostnað.“ Elín segir að FÍB hafi reiknað út að rekst- ur bíls kosti heimili um 18.000 krónur á mán- uði fyrir utan tryggingar. „Við höfum séð hjá okkar skjólstæðingum að fólk er að greiða allt að 40.000 krónur á mánuði af bílaláni. Þegar við það bætist rekstarkostnaður nemur upphæðin nálægt 60.000 ki-ónum á mánuði sem er jafnvel miklu meira en afborganir af húsnæði. í því dæmi sem við tökum hér til hliðar um bílakaup upp á tvær milljónir þar sem lán- taka var upp á eina og hálfa milljón króna kostar það fjölskyldu um tvær milljónir að nota bflinn í sjö ár og þá er tryggingar- og rekstarkostnaður ekki tekinn inn í dæmið.“ Þá standa líka til boða kaupleigusamningar. „Þá borgar fólk fasta afborgun á mánuði og eignast ekki bflinn fyrr en í lok samningsins." Elín segist vilja brýna fyrir fólki sem er að hugleiða bílakaup að skoða skilmálana vel og láta ekki blekkjast þótt vextir séu auglýstir lágir eða 7-8%. „Lántökugjaldið getur verið hærra en á öðrum lánum og það er nauðsynlegt fyrir lán- takendur að fá útprentun á því hver heildar- kostnaðurinn er og gleyma ekki að taka með í útreikningana tryggingar og beinan rekstar- kostnað.“ Bílakaup slæm fjárfesting - Hvernig lítur dæmið út ef viðkomandi hefur sparað fyrir bílnum? „Það kostar líka sitt að kaupa bfl þótt við- komandi eigi fyrir honum. I stað þess að kaupa bfl getur hann haft töluverðar tekjur af því að ávaxta þessa upphæð. Það er því mjög slæm fjárfesting að taka tvær milljónir út af sparnaði til bílakaupa því með þeim hætti gufa peningarnir upp á örskömmum tíma.“ - Hvaða kostur er þá hagstæðastur fyrir fólk í bílahugleiðingum? „Það er mjög mikilvægt að skoða alla kosti og að fólk gefi sér tíma til að fara milli stofn- ana og athuga hvaða kjör bjóðast. Það borgar sig að lesa vel alla skilmála, skoða vaxtapró- sentu og þann óbeina kostnað sem falinn er í lántökugjöldum. Síðast en ekki síst þarf fólk að athuga hvort samningur um afborganir samræmist greiðslugetu heimilisins svo og annar rekstrai'kostnaður bifreiðar." VEISLUR - TEITI - SAUMAKLUBBAR - ÓVÆNTIR GESTIR - BARA MEÐ FJÖLSKYLDUNNI LAUSNIN ER HJÁ OKKUR LA BAGUETTE franskar vörur - tilbúnir réttir, Glæsibær, sími 588 2759, Verslun og kaffihús í Tryggvagötu 14, sími 562 7364. www.mbl.is Opið á laugardögum 10:00-14:00. oTfnarion Reykjavíkurvegi 64 ■ Hafnarfirði • Sími 565 1147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.