Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 53
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 53 * Morgunblaðið/Golli EIGANDI verslunarinnar ásamt Svönu Ingvaldsdóttur. Bitte Kari Rand á íslandi VERSLUNIN Bitte Kari Rand var opnuð 15. ágúst sl. að Skóla- vörðustíg 38 í húsinu Bjargi við hliðina á Eggerti feldskera. Bitte Kai Rand er danskur hönnuður. Hún stofnaði fyrirtæk- ið 1982 og notar eingöngu há- gæða efni í sínar vörur. Vörur sínar selur hún víðsvegar í Evr- ópu og Skandinavíu. f versluninni fæst dömufatnað- ur, dragtir, kápur, prjónavörur úr 100% Merino ull, sjöl, slæður, belti, hanskar og veski. Eigandi verslunarinnar er Sol- vag Vágadal. Fjölbreytt námskeið í leiklist HLJÓÐSETNING ehf. sem á und- anfórnum áram hefur talsett fjölda teiknimynda og staðið í fremstu röð í vinnslu auglýsinga býður nú í lok september upp á fjölbreytt nám- skeið í leiklist. A hverju námskeiði verður m.a. boðið upp á leiktúlkun, spuna, tal- setningu teiknimynda, kynningu á förðun og myndbandagerð, upp- töku í hljóðveri og leik í tónlistar- myndbandi. Námskeiðin eru ætluð öllum 8 ára og eldri og verður þátttakendum skipt í hópa með til- liti til aldurs, segir í fréttatilkynn- ingu. Þá fá þátttakendur að njóta leið- sagnar nokkurra listamanna. Má þar nefna leikarana Örn Árnason, Sigurð Sigurjónsson, Jóhann Sig- urðsson, Jaköb Þór Einarsson og Guðfmnu Rúnarsdóttur, fórðunar- meistarana Sigríði Rósu Bjarna- dóttur og Önnu Maríu Einarsdótt- ur, kvikmyndagerðarmanninn Ósk- ar Jónasson og leikarann og tónlist- aiTnanninn Valgeir Skagfjörð. Skráning á námskeiðin fer fram 7.-11. september kl. 13-18. Kennsla hefst 21. september en hvert námskeið stendur í 8 vikur og lýkur síðan með skólaslitum þar sem þátttakendur fá afhent viður- kenningarskjöl ásamt myndbands- spólum með talsettri teiknimynd og tónlistarmyndbandi þar sem þeir eru þátttakendur. Námskeið í líföndun GUÐRÚN Arnalds verður með námskeið í lífóndun helgina 12. og 13. september. Námskeiðið verður í Sjálfefli, Nýbýlavegi 30. Líföndun er leið til að tengjast tilfmningum og finna fyrir andar- takinu sem er að líða. Með því að anda á ákveðinn hátt og losa um spennu og höft í líkamanum fáum við aukna orku og fínnum meiri lífs- gleði, segir í fréttailkynningu. Bókanir og allar nánari upplýs- ingar veitir Guðrún Arnalds, hómópati. Járnsuðunám- skeið í Garðyrkju- skólanum JÁRNSUÐUNÁMSKEIÐ verður haldið í Garðyrkjuskóla ríkisins í Reykjum í Ölfusi 15. og 16. septem- ber frá kl. 10-16 báða dagana. Námskeiðið er ætlað áhugafólki um blómaskreytingar ásamt fagfólki í greininni. Leiðbeinendur verða Uffe Bals- lev blómaskreytingameistari og Hilmii' Hinriksson, járnsmiður og starfsmaður á smíðaverkstæði skól- ans. Þátttakendur læra m.a. að sjóða og útbúa fætur undir skálar eða vasa, kertaskreytingar og vegg- mynd til að flétta í blöð og greinar. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Garðyrkjuskólans alla virka daga frá kl. 8-16. Rabbfundur hjá Foreldrafélagi misþroska barna RABBFUNDUR félaga verður hjá Foreldrafélagi misþroska barna miðvikudaginn 9. september kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Háteigskirkju og er gengið inn frá bílastæðinu bak viðkii'kjuna. Á dagskrá verða umræður um stöðuna hjá misþroska börnum í upphafi skólaárs í bæði grunn- og framhaldsskólum og hvaða leiðir eru færar til að vinna að úrbótum fyrir þennan hóp barna sem oft verður olnbogabarn í fjái-vana skólakerfi, segir í fréttatilkynn- ingu. Einnig verður rætt um starfsemi vetrarins hjá félaginu og áherslur í því. Stjórn FFMB hvetur alla áhugasama foreldra til að mæta. Listdansskóli íslands Inntökupróf fyrir stráka INNTÖKUPRÓF fyrir stráka verður í Listdansskóla Islands, Engjateigi 1, kl. 17.30 í dag, en sér- stakt þjálfunarkerfi í dansi fyrir stráka byi'jar nú á haustönn. Ramona Loewinski kennari við Sænska ballettskólann í Stokk- hólmi mun stjórna inntökupróflnu og kenna fyrstu tímana, en síðan mun hún þjálfa kennara Listdans- skólans til að taka við af sér. Nánari upplýsingar veitir Örn Guðmundsson skólastjóri Listdans- skóla íslands. Fyrsti nýi flokkur astmalyfja í 25 ár FYRSTI nýi flokkur astmalyfja í 25 ár er kominn á markað hér á landi. Þessi flokkur nefnist leukotríenvið- tækjablokkar að því er segir í fréttatilkynningu frá Farmasía ehf. Singulair tilheyrir þessum flokki FRÉTTIR Fjölmennt iið við gæslu á Laugardalsvelli DAGBÓK lögreglunnar 4. til 7. september. Óhætt er að fullyrða að vel á 13. þúsund hafi sótt Laugardalinn heim þegar landsleikm- stóð yfir í knatt- spyrnu á laugardag. Lögreglan hafði fjölmennt lið til öryggis og við umferðarstjórn. Umferð til og firá vellinum gekk með ágætum og gott að vita að flestir borgarbúa hafa þolinmæði með í för þegar svo fjöl- mennir atburðii- eiga sér stað. Stað- reyndin er sú að þrátt fyrir umferð- arstjórn lögreglu tekur vissan tíma að koma svo mörgum gestum til og frá dalnum. Ástand gesta var með ágætum og aðeins reyndist nauð- synlegt að fjarlægja einn einstak- ling vegna ölvunar og ónæðis. Flest- ir virtu hins vegar bann við neyslu áfengis meðan á kappieiknum stóð. Lestun og Iosun á vörum á Laugaveginum Lögreglan mun frá 14. september nk. framfylgja ft-ekar en gert hefur verið reglum um vörulosun á Laugaveginum. I þeim reglum er tiltekið að einungis sé heimilt að stunda vörulosun fyrir hádegi. Þessar reglur eru settar til hagræð- is fyrir þá sem sækja þá þjónustu sem boðin er á Laugaveginum og því mikilvæg fyrir verslun á staðn- um. Lögreglan hefur að undanfórnu komið þeim ábendingum til versl- ana og dreifmgaraðila að virða þess- ar reglur til að hindra óþarfa tafir á umferð og koma í veg fyrir óþæg- indi fyrir gangandi vegfarendur. Umferðarmálin Lögreglan hefur aukið verulega eftirlit sitt við gi'unnskóla umdæm- isins og mun það halda áfram nú hina fyrstu skóladaga. Mikilvægt er að foreldrar og aðrir vegfai'andur sýni gott fordæmi og virði í hví- vetna gildandi hraðamörk og önnur ákvæði umferðarlaga. Um helgina voru 62 ökumenn stöðvaðh- vegna hraðaksturs og auk þess voru 14 ökumenn sviptir ökui'éttindum vegna ölvunar við akstur, tólf höfðu ekki ökuskírteini meðferðis og 8 notuðu ekki öryggisbelti. Þá voru tilkynntir 43 árekstrar í borginni á tímabilinu. Loka varð Hvalfjarðar- göngum í um 15 mínútur á sunnu- dagsmorgun meðan ki'ani var dreg- inn upp sem hafði bilað í göngunum. U mferðaróhöpp Umferðarslys varð á föstudag er tvö ökutæki skullu saman á Langholtsvegi. Annar ökumanna fór á slysadeild vegna hálsmeiðsla. Bifreið var ekið á þósastaur á Bæjarhálsi eftir miðnætti á laugar- dag. Ökumaður hljóp af vettvangi en fannst skömmu síðar og er grunaður um ölvun við akstur. Ókumaður er einnig grunaður um að hafa rangt skráningarnúmer á bifreiðinni. Þrír 17 ára piltar voru handteknir eftii' að hafa lent í árekstri á stolinni bifireið að morgni laugardags. Engin slys urðu á mönnum en piltarnir voru vistaðir í fangahúsi lögreglu eftir viðkomu á slysadeild þar sem tekin voru blóð- og þvagsýni vegna ástands þeirra. 14 ára bam tók bifreið bróður síns ófrjálsri hendi eftir miðnætti á sunnudag. Bamið missti síðan stjóm á ökutækinu skömmu síðar, endaði á steinvegg og velti bílnum. Farþegi í framsæti fékk heilahristing og brákaði rifbein og var fluttur á slysa- deild. Tveir farþega hlupu brott en fundust skömmu síðar og vom einnig fluttir á slysadeild til skoðun- ar. Sá sem ók bifreiðinni vai' fluttui' á lögreglustöð og rætt við hann í við- urvist barnavemdaryfirvalda. Ökumaður sem virðist hafa sofnað undir stýi'i bifreiðar sinnar ók út af Suðurlandsvegi eftir miðnætti á mánudag. Ökumaður slasaðist ekki en bifreiðin er óökufær. Bifreið var ekið á hross á Hval- fjarðarvegi í Kjós eftir miðnætti á mánudag. Svo virðist sem hrossið hafi sloppið úr girðingu á svæði. Bifreiðin valt og lenti utan vegar. Ökumaður hlaut minniháttai' áverka sem gert var að á staðnum af sjúkra- liði. Lögreglan aflífaði hestinn. Hraðakstur Ökumaður var stöðvaður á Rima- flöt við Strandveg eftir að hafa mælst aka á 97 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km. Hann var fluttur á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum. Ökumaður var stöðvaður á Kringlumýrarbraut við Háaleitisbraut um miðnætti á sunnudag eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 114 km hraða. Hann var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum. Ökumaður var stöðvaður á sunnudagskvöld eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 102 km hraða á Rimaflöt við Strandveg en þar er 50 km hámarkshraði. Hann var fluttur á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum. Líkamsmeiðingar Til átaka kom milli ungi-a pilta utan við íbúðarhús í Breiðholti eftir miðnætti á laugardag. Reyndist nauðsynlegt að flytja þrjá þeirra á slysadeild til aðhlynningar með minniháttar áverka. Karlmaður var handtekinn eftir að hafa gengið berserksgang á veitingastað í mið- bænum eftir miðnætti á sunnudag. Eftir að hafa brotið stóla og glös var hann fluttur í fangahús lög- reglu. Afskipti voru höfð af tveimur 17 ára stúlkum í miðbænum eftir miðnætti á sunnudag. Hafði komið til átaka milli þeirra og önnur þá dregið upp hníf. Hafði önnur hlotið áverka á kálfa í átökunum. Innbrot - þjófnaðir Brotist var inn í veitingahús á sunnudag og þaðan stolið víni. Mál- ið er í rannsókn lögreglu. Brotist var inn í húsnæði á Seltjarnarnesi og þaðan stolið hljómflutningstækj- um og ýmsum öðrum húsbúnaði. Lögreglu var tilkynnt um þjófn- að á vindlingapakkningum úr sölu- turni að morgni mánudags. Fíkniefnamái Karlmaður var handtekinn að morgni laugardags í miðborginni og fundust á honum ætluð fíkniefni. Hann var fluttur á lögreglustöð og hald lagt á efnin. Handtekinn fastur í glugga Eftir miðnætti á fóstudag var karlmaður handtekinn er hann sat fastur í glugga á kvennadeild Land- spítala. Ekki liggur ljóst fyrir hvert erindi maðurinn átti á deildina en hann var fluttur í fangahús lögi’eglu þar sem konur hafa aldrei verið í meirihluta. Bifreið var stöðvuð á Selásbraut á laugardagskvöld eftir að tilkynnt hafði verið um hugsanlega sölu öku- manns á landa. I bifreiðinni fannst landi og var honum hellt niður. Lög- reglu bai'st tilkynning á sunnudag um að fólk væri í sjálfheldu í kletta- belti við Meðalfellsvatn. Ásamt lög- reglu fór neyðarsveit slökkviliðs á staðinn og björgunarsveitir. Kom í ljós að tvær stúlkur voi-u í vanda og var þeim hjálpað niður óslösuðum. Lögreglu bai'st tilkynning á laug- ai’dag um að ung stúlka hefði á föstudag orðið fyrir kúlu úr loftriffli. Stúlkan var flutt á slysadeild til að- hlynningar og síðan á Landspítala til aðgerðar. Láðst hafði að tilkynna lögreglu um málið og því hófst rann- sókn þess ekki fyrr en á laugardag. Þá hefur komið fram að skotið vai' með sams konar riffli á margar rúð- ur í Breiðholtsskóla um helgina. og var skráð hér á landi 1. septem- ber. Virka efnið heitir montelúkast. Singulair er mjög þægilegt í notk- un þar sem það er í töfluformi og er skammturinn 1 tafla fyrir svefn. Singulair þolist mjög vel og er tíðni aukaverkana sú sama og við gjöf sýndarlyfs. Singulair er ætlað full- orðnum en einnig 6-14 ára börn- um. Dansráðstefna öðru sinni ÖNNUR dansráðstefna Dansráðs íslands var haldin laugardaginn 29. ágúst. 22 danskennarar sóttu ráð- stefnuna, ségir í fréttatilkynningu frá ráðinu. Ráðstefnugestum var boðið upp á kennslu í ýmsum dönsum, svo sem samkvæmisdönsum, tísku- dönsum, jazzballet og „break“- dansi. Einnig vare rætt um dansana. Segir í fréttatilkynning- unni að ráðstefna á borð við þessa sé kjörinn vettvangur fyrir þá að þekkingu og efla fagmennsku. LEIÐRÉTT Franski spítalinn í MYNDATEXTA í grein um Franska spítalann á Fáskrúðsfirði sem birtist í Sunnudagsblaðinu, er getið um Georg Georgsson lækni og yfirhjúkrunarkonuna frönsku, en þriðja manneskjan á myndinni er Ástríður Torfadóttir hjúkrunarkona. „Hvað varð um skýrsluna" ÞANN 30. ágúst birtist í Bréfl til blaðsins frá undirrituðum bréf, sem bar yfirskriftina „Hvað varð um skýrsluna“? Fyrsta setningin byi'j- ar þannig: Fyrir 25 árum birtist í Morgunblaðinu frétt... o.s.frv. Þarna urðu mér á meinleg mistök. Setningin átti að vera svona: Fyrir 35 árum birtist í Morgunblaðinu frétt... o.s.frv. Þetta voru algjörlega mín mistök og biðst ég afsökunar, en fréttin birtist í Morunblaðinu 11. október 1963. Borgþór H. Jónsson, veðurfræðingur, Háteigsvegi 38, Reykjavík. Innritun og attar uppkjsingar ísíma 562 0091
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.