Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 53

Morgunblaðið - 08.09.1998, Page 53
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 53 * Morgunblaðið/Golli EIGANDI verslunarinnar ásamt Svönu Ingvaldsdóttur. Bitte Kari Rand á íslandi VERSLUNIN Bitte Kari Rand var opnuð 15. ágúst sl. að Skóla- vörðustíg 38 í húsinu Bjargi við hliðina á Eggerti feldskera. Bitte Kai Rand er danskur hönnuður. Hún stofnaði fyrirtæk- ið 1982 og notar eingöngu há- gæða efni í sínar vörur. Vörur sínar selur hún víðsvegar í Evr- ópu og Skandinavíu. f versluninni fæst dömufatnað- ur, dragtir, kápur, prjónavörur úr 100% Merino ull, sjöl, slæður, belti, hanskar og veski. Eigandi verslunarinnar er Sol- vag Vágadal. Fjölbreytt námskeið í leiklist HLJÓÐSETNING ehf. sem á und- anfórnum áram hefur talsett fjölda teiknimynda og staðið í fremstu röð í vinnslu auglýsinga býður nú í lok september upp á fjölbreytt nám- skeið í leiklist. A hverju námskeiði verður m.a. boðið upp á leiktúlkun, spuna, tal- setningu teiknimynda, kynningu á förðun og myndbandagerð, upp- töku í hljóðveri og leik í tónlistar- myndbandi. Námskeiðin eru ætluð öllum 8 ára og eldri og verður þátttakendum skipt í hópa með til- liti til aldurs, segir í fréttatilkynn- ingu. Þá fá þátttakendur að njóta leið- sagnar nokkurra listamanna. Má þar nefna leikarana Örn Árnason, Sigurð Sigurjónsson, Jóhann Sig- urðsson, Jaköb Þór Einarsson og Guðfmnu Rúnarsdóttur, fórðunar- meistarana Sigríði Rósu Bjarna- dóttur og Önnu Maríu Einarsdótt- ur, kvikmyndagerðarmanninn Ósk- ar Jónasson og leikarann og tónlist- aiTnanninn Valgeir Skagfjörð. Skráning á námskeiðin fer fram 7.-11. september kl. 13-18. Kennsla hefst 21. september en hvert námskeið stendur í 8 vikur og lýkur síðan með skólaslitum þar sem þátttakendur fá afhent viður- kenningarskjöl ásamt myndbands- spólum með talsettri teiknimynd og tónlistarmyndbandi þar sem þeir eru þátttakendur. Námskeið í líföndun GUÐRÚN Arnalds verður með námskeið í lífóndun helgina 12. og 13. september. Námskeiðið verður í Sjálfefli, Nýbýlavegi 30. Líföndun er leið til að tengjast tilfmningum og finna fyrir andar- takinu sem er að líða. Með því að anda á ákveðinn hátt og losa um spennu og höft í líkamanum fáum við aukna orku og fínnum meiri lífs- gleði, segir í fréttailkynningu. Bókanir og allar nánari upplýs- ingar veitir Guðrún Arnalds, hómópati. Járnsuðunám- skeið í Garðyrkju- skólanum JÁRNSUÐUNÁMSKEIÐ verður haldið í Garðyrkjuskóla ríkisins í Reykjum í Ölfusi 15. og 16. septem- ber frá kl. 10-16 báða dagana. Námskeiðið er ætlað áhugafólki um blómaskreytingar ásamt fagfólki í greininni. Leiðbeinendur verða Uffe Bals- lev blómaskreytingameistari og Hilmii' Hinriksson, járnsmiður og starfsmaður á smíðaverkstæði skól- ans. Þátttakendur læra m.a. að sjóða og útbúa fætur undir skálar eða vasa, kertaskreytingar og vegg- mynd til að flétta í blöð og greinar. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Garðyrkjuskólans alla virka daga frá kl. 8-16. Rabbfundur hjá Foreldrafélagi misþroska barna RABBFUNDUR félaga verður hjá Foreldrafélagi misþroska barna miðvikudaginn 9. september kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Háteigskirkju og er gengið inn frá bílastæðinu bak viðkii'kjuna. Á dagskrá verða umræður um stöðuna hjá misþroska börnum í upphafi skólaárs í bæði grunn- og framhaldsskólum og hvaða leiðir eru færar til að vinna að úrbótum fyrir þennan hóp barna sem oft verður olnbogabarn í fjái-vana skólakerfi, segir í fréttatilkynn- ingu. Einnig verður rætt um starfsemi vetrarins hjá félaginu og áherslur í því. Stjórn FFMB hvetur alla áhugasama foreldra til að mæta. Listdansskóli íslands Inntökupróf fyrir stráka INNTÖKUPRÓF fyrir stráka verður í Listdansskóla Islands, Engjateigi 1, kl. 17.30 í dag, en sér- stakt þjálfunarkerfi í dansi fyrir stráka byi'jar nú á haustönn. Ramona Loewinski kennari við Sænska ballettskólann í Stokk- hólmi mun stjórna inntökupróflnu og kenna fyrstu tímana, en síðan mun hún þjálfa kennara Listdans- skólans til að taka við af sér. Nánari upplýsingar veitir Örn Guðmundsson skólastjóri Listdans- skóla íslands. Fyrsti nýi flokkur astmalyfja í 25 ár FYRSTI nýi flokkur astmalyfja í 25 ár er kominn á markað hér á landi. Þessi flokkur nefnist leukotríenvið- tækjablokkar að því er segir í fréttatilkynningu frá Farmasía ehf. Singulair tilheyrir þessum flokki FRÉTTIR Fjölmennt iið við gæslu á Laugardalsvelli DAGBÓK lögreglunnar 4. til 7. september. Óhætt er að fullyrða að vel á 13. þúsund hafi sótt Laugardalinn heim þegar landsleikm- stóð yfir í knatt- spyrnu á laugardag. Lögreglan hafði fjölmennt lið til öryggis og við umferðarstjórn. Umferð til og firá vellinum gekk með ágætum og gott að vita að flestir borgarbúa hafa þolinmæði með í för þegar svo fjöl- mennir atburðii- eiga sér stað. Stað- reyndin er sú að þrátt fyrir umferð- arstjórn lögreglu tekur vissan tíma að koma svo mörgum gestum til og frá dalnum. Ástand gesta var með ágætum og aðeins reyndist nauð- synlegt að fjarlægja einn einstak- ling vegna ölvunar og ónæðis. Flest- ir virtu hins vegar bann við neyslu áfengis meðan á kappieiknum stóð. Lestun og Iosun á vörum á Laugaveginum Lögreglan mun frá 14. september nk. framfylgja ft-ekar en gert hefur verið reglum um vörulosun á Laugaveginum. I þeim reglum er tiltekið að einungis sé heimilt að stunda vörulosun fyrir hádegi. Þessar reglur eru settar til hagræð- is fyrir þá sem sækja þá þjónustu sem boðin er á Laugaveginum og því mikilvæg fyrir verslun á staðn- um. Lögreglan hefur að undanfórnu komið þeim ábendingum til versl- ana og dreifmgaraðila að virða þess- ar reglur til að hindra óþarfa tafir á umferð og koma í veg fyrir óþæg- indi fyrir gangandi vegfarendur. Umferðarmálin Lögreglan hefur aukið verulega eftirlit sitt við gi'unnskóla umdæm- isins og mun það halda áfram nú hina fyrstu skóladaga. Mikilvægt er að foreldrar og aðrir vegfai'andur sýni gott fordæmi og virði í hví- vetna gildandi hraðamörk og önnur ákvæði umferðarlaga. Um helgina voru 62 ökumenn stöðvaðh- vegna hraðaksturs og auk þess voru 14 ökumenn sviptir ökui'éttindum vegna ölvunar við akstur, tólf höfðu ekki ökuskírteini meðferðis og 8 notuðu ekki öryggisbelti. Þá voru tilkynntir 43 árekstrar í borginni á tímabilinu. Loka varð Hvalfjarðar- göngum í um 15 mínútur á sunnu- dagsmorgun meðan ki'ani var dreg- inn upp sem hafði bilað í göngunum. U mferðaróhöpp Umferðarslys varð á föstudag er tvö ökutæki skullu saman á Langholtsvegi. Annar ökumanna fór á slysadeild vegna hálsmeiðsla. Bifreið var ekið á þósastaur á Bæjarhálsi eftir miðnætti á laugar- dag. Ökumaður hljóp af vettvangi en fannst skömmu síðar og er grunaður um ölvun við akstur. Ókumaður er einnig grunaður um að hafa rangt skráningarnúmer á bifreiðinni. Þrír 17 ára piltar voru handteknir eftii' að hafa lent í árekstri á stolinni bifireið að morgni laugardags. Engin slys urðu á mönnum en piltarnir voru vistaðir í fangahúsi lögreglu eftir viðkomu á slysadeild þar sem tekin voru blóð- og þvagsýni vegna ástands þeirra. 14 ára bam tók bifreið bróður síns ófrjálsri hendi eftir miðnætti á sunnudag. Bamið missti síðan stjóm á ökutækinu skömmu síðar, endaði á steinvegg og velti bílnum. Farþegi í framsæti fékk heilahristing og brákaði rifbein og var fluttur á slysa- deild. Tveir farþega hlupu brott en fundust skömmu síðar og vom einnig fluttir á slysadeild til skoðun- ar. Sá sem ók bifreiðinni vai' fluttui' á lögreglustöð og rætt við hann í við- urvist barnavemdaryfirvalda. Ökumaður sem virðist hafa sofnað undir stýi'i bifreiðar sinnar ók út af Suðurlandsvegi eftir miðnætti á mánudag. Ökumaður slasaðist ekki en bifreiðin er óökufær. Bifreið var ekið á hross á Hval- fjarðarvegi í Kjós eftir miðnætti á mánudag. Svo virðist sem hrossið hafi sloppið úr girðingu á svæði. Bifreiðin valt og lenti utan vegar. Ökumaður hlaut minniháttai' áverka sem gert var að á staðnum af sjúkra- liði. Lögreglan aflífaði hestinn. Hraðakstur Ökumaður var stöðvaður á Rima- flöt við Strandveg eftir að hafa mælst aka á 97 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km. Hann var fluttur á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum. Ökumaður var stöðvaður á Kringlumýrarbraut við Háaleitisbraut um miðnætti á sunnudag eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 114 km hraða. Hann var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum. Ökumaður var stöðvaður á sunnudagskvöld eftir að hafa mælst aka bifreið sinni á 102 km hraða á Rimaflöt við Strandveg en þar er 50 km hámarkshraði. Hann var fluttur á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum. Líkamsmeiðingar Til átaka kom milli ungi-a pilta utan við íbúðarhús í Breiðholti eftir miðnætti á laugardag. Reyndist nauðsynlegt að flytja þrjá þeirra á slysadeild til aðhlynningar með minniháttar áverka. Karlmaður var handtekinn eftir að hafa gengið berserksgang á veitingastað í mið- bænum eftir miðnætti á sunnudag. Eftir að hafa brotið stóla og glös var hann fluttur í fangahús lög- reglu. Afskipti voru höfð af tveimur 17 ára stúlkum í miðbænum eftir miðnætti á sunnudag. Hafði komið til átaka milli þeirra og önnur þá dregið upp hníf. Hafði önnur hlotið áverka á kálfa í átökunum. Innbrot - þjófnaðir Brotist var inn í veitingahús á sunnudag og þaðan stolið víni. Mál- ið er í rannsókn lögreglu. Brotist var inn í húsnæði á Seltjarnarnesi og þaðan stolið hljómflutningstækj- um og ýmsum öðrum húsbúnaði. Lögreglu var tilkynnt um þjófn- að á vindlingapakkningum úr sölu- turni að morgni mánudags. Fíkniefnamái Karlmaður var handtekinn að morgni laugardags í miðborginni og fundust á honum ætluð fíkniefni. Hann var fluttur á lögreglustöð og hald lagt á efnin. Handtekinn fastur í glugga Eftir miðnætti á fóstudag var karlmaður handtekinn er hann sat fastur í glugga á kvennadeild Land- spítala. Ekki liggur ljóst fyrir hvert erindi maðurinn átti á deildina en hann var fluttur í fangahús lögi’eglu þar sem konur hafa aldrei verið í meirihluta. Bifreið var stöðvuð á Selásbraut á laugardagskvöld eftir að tilkynnt hafði verið um hugsanlega sölu öku- manns á landa. I bifreiðinni fannst landi og var honum hellt niður. Lög- reglu bai'st tilkynning á sunnudag um að fólk væri í sjálfheldu í kletta- belti við Meðalfellsvatn. Ásamt lög- reglu fór neyðarsveit slökkviliðs á staðinn og björgunarsveitir. Kom í ljós að tvær stúlkur voi-u í vanda og var þeim hjálpað niður óslösuðum. Lögreglu bai'st tilkynning á laug- ai’dag um að ung stúlka hefði á föstudag orðið fyrir kúlu úr loftriffli. Stúlkan var flutt á slysadeild til að- hlynningar og síðan á Landspítala til aðgerðar. Láðst hafði að tilkynna lögreglu um málið og því hófst rann- sókn þess ekki fyrr en á laugardag. Þá hefur komið fram að skotið vai' með sams konar riffli á margar rúð- ur í Breiðholtsskóla um helgina. og var skráð hér á landi 1. septem- ber. Virka efnið heitir montelúkast. Singulair er mjög þægilegt í notk- un þar sem það er í töfluformi og er skammturinn 1 tafla fyrir svefn. Singulair þolist mjög vel og er tíðni aukaverkana sú sama og við gjöf sýndarlyfs. Singulair er ætlað full- orðnum en einnig 6-14 ára börn- um. Dansráðstefna öðru sinni ÖNNUR dansráðstefna Dansráðs íslands var haldin laugardaginn 29. ágúst. 22 danskennarar sóttu ráð- stefnuna, ségir í fréttatilkynningu frá ráðinu. Ráðstefnugestum var boðið upp á kennslu í ýmsum dönsum, svo sem samkvæmisdönsum, tísku- dönsum, jazzballet og „break“- dansi. Einnig vare rætt um dansana. Segir í fréttatilkynning- unni að ráðstefna á borð við þessa sé kjörinn vettvangur fyrir þá að þekkingu og efla fagmennsku. LEIÐRÉTT Franski spítalinn í MYNDATEXTA í grein um Franska spítalann á Fáskrúðsfirði sem birtist í Sunnudagsblaðinu, er getið um Georg Georgsson lækni og yfirhjúkrunarkonuna frönsku, en þriðja manneskjan á myndinni er Ástríður Torfadóttir hjúkrunarkona. „Hvað varð um skýrsluna" ÞANN 30. ágúst birtist í Bréfl til blaðsins frá undirrituðum bréf, sem bar yfirskriftina „Hvað varð um skýrsluna“? Fyrsta setningin byi'j- ar þannig: Fyrir 25 árum birtist í Morgunblaðinu frétt... o.s.frv. Þarna urðu mér á meinleg mistök. Setningin átti að vera svona: Fyrir 35 árum birtist í Morgunblaðinu frétt... o.s.frv. Þetta voru algjörlega mín mistök og biðst ég afsökunar, en fréttin birtist í Morunblaðinu 11. október 1963. Borgþór H. Jónsson, veðurfræðingur, Háteigsvegi 38, Reykjavík. Innritun og attar uppkjsingar ísíma 562 0091

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.