Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 1
202. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Zjúganov leggur að Jeltsín að skipa nýjan mann í starf forsætisráðherra Tsjernomyrd- ín hafnað í annað sinn Moskvu. Reuters. DÚMAN hafnaði Viktor Tsjernomyrdín, forsætisráðherra- efni Borís Jeltsíns, forseta Rúss- lands, í annað sinn í gær. Atkvæði féllu þannig að 138 þingmenn voru fylgjandi embættisskipaninni en 273 voru á móti henni. „Neyðarástand í efnahagsmálum nálgast á ógnvekjandi hraða,“ sagði Tsjernomyrdín í ræðu í neðri deild- inni áður en gengið var til atkvæða. „Við stöndum á barmi hengiflugs og höfum ekki tíma til þess að þræta. Við þurfum að grípa til aðgerða." En ekki hafa þau orð hrifið á meiri- hluta þingmanna dúmunnar. Tsjernomyi'dín brást illa við höfn- uninni, sakaði þingmenn um hrossa- kaup og að láta sem efnahagskrepp- an kæmi þeim ekki við. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sagði Tsjernomyrdín nú gjalda mistaka sinna sem for- sætisráðherra Rússlands í meira en fímm ár. Zjúganov sagði frétta- mönnum að Jeltsín hefði gefið í skyn fyrir atkvæðagreiðsluna að hann myndi íhuga aðra kosti í stöð- unni, þ.e. áður en dúman fjallar um skipan forsætisráðherra í þriðja sinn. Nú hefði dúman gefíð forset- anum „umhugsunarfrest". Sumir þingmenn sögðu Jeltsín verða að fínna nýjan mann embættið til að forðast höfnun dúmunnar í þriðja og síðasta sinn. Rúblan hríðfellur Tvær vikur eru liðnar síðan Bor- ís Jeltsín rak Sergej Kíríjenkó úr embætti forsætisráðherra og setti Viktor Tsjernomyrdín í embættið. A þeim tíma hefur efnahagskrepp- an í Rússlandi aukist ískyggilega. Fyrir tveimur vikum kostaði einn bandaríkjadalur sex rúblur en í gærmorgun náði rúblan sögulegu lágmarki þegar láta varð 20 rúblur fyrir dollarann. Seðlabanki Rúss- lands stöðvaði gjaldeyrisviðskipti banka aftur í gær þegar ljóst varð að viðskiptavinir vildu aðeins kaupa dollara en ekki selja, en gjaldeyrisviðskipti fóru samt sem áður fram á götum Moskvuborgar. Búist var við því að gengið myndi lækka enn frekar og dollarinn kosta 30 rúblur í dag, þriðjudag. Seðlabankastjórinn hættur Sergej Dúbínin, seðlabankastjóri Rússlands, sagði af sér í gær eftir að hafa gegnt stöðunni í þrjú ár. Haft var eftir honum að hann hefði áður boðist til þess að láta af störf- um vegna efnahagsvandans en Jeltsín ekki viljað það. Talsmaður forsetans sagði hins vegar að Dúbínin hefði átt að láta af störfum fyrr. Að sögn Itar-Tass fréttastofunn- ar sakar Dúbínin dúmuna um að hafa brugðist skyldu sinni með því að samþykkja ekki lög, sem tryggt hefðu sparifé almennings í bönkum og gjaldeyrisforða ríkisins. Borís Jeltsín þarf að tilnefna forsætis- ráðherra og leggja tillögu þess efn- is fyrir dúmuna innan viku. Reuters Salernispappír dýrari en styrjuhrogn ALDRAÐUR Moskvubúi rýnir í verð matvæla í gegnum glugga kjötkaupmanns í gær. Auðar hillur í verslunum eru nú æ al- gengari sjón í Moskvu en þær hafa verið sjaldséðar á undan- förnum árum. Innfluttur salern- ispappír er nú dýrari en styrju- hrogn, en mjög gengur á birgðir ýmissa nauðþurfta, svo sem hveitis, matarolíu og smjörs í verslunum. Lýðveldið Kongó Friðar- samkomu- lag náðist Victoríufossum. Reuters. SAMKOMULAG um vopnahlé og kyrrsetningu hersveita í Lýðveldinu Kongó náðist á fundi leiðtoga í sunnanverðri Afríku í gær. Freder- ick Chiluba, forseti Zambíu, sagði fréttamönnum að samkomulagið yrði undirritað í dag. „Allir fundar- menn voru sammála um nauðsyn- legar aðgerðir í Kongó,“ sagði Chiluba, sem veitti ekki frekari upplýsingar um efni samkomulags- ins, en embættismaður greindi frá því að vopnahlé gengi strax í gildi og frekari viðræður deilenda væru fyrirhugaðar. -------------- Innrásarhætt- an liðin hjá? Dubai. Reuters. STJÓRNMÁLASKÝRENDUR virtust í gær á einu máli um að hættan á að Iranir réðust inn í Afganistan væri nú að mestu liðin hjá, eftir að Ayatollah Ali Khameini, leiðtogi Irans, neitaði þvi á sunnu- dag að innrás væri í undirbúningi. Enn ríkir þó mikil spenna i sam- skiptum ríkjanna, enda eru um 70 þúsund íranskir hermenn við æfing- ar nálægt landamærunum. Varnarmálasérfræðingur við International Institute for Strategic Studies í London sagði í gær að út- lit væri fyrir að íranir treystu sér ekki til að gera innrás í Afganistan. Aðrir stjórnmálaskýrendur segja óvíst að Iranir séu reiðubúnir að leggja i meiriháttar hernaðarátök, minnugir hörmunga átta ára stríðs við Irak, sem lauk árið 1988. Björgunarmenn nema hljóð frá hljóðrita Swissair-þotunnar Engar vísbendingar að fínna í flugritanum Halifax. Reuters. FLUGRITI MD-11 þotu sviss- neska flugfélagsins Swissair, sem fórst við strendur Nova Scotia í Kanada aðfaranótt sl. fímmtudags með 229 manns innanborðs, hefur ékki að geyma neinar upplýsingar um síðustu sex mínútur hins ör- lagaríka flugs. I gær tókst að nema hljóðmerki frá hljóðrita vélarinnar. Vonast er til að hann náist upp fljótlega en flugriti þotunnar náðist upp af hafsbotni á sunnudag. Hljóðritinn varðveitir, hafi hann ekki skemmzt, samtöl flugmanna þotunnar og er talið að hann geti varpað ljósi á hvað leiddi til þess að þotan fórst, hálfri annarri stundu eftir flugtak frá Kennedy-flugvelli í New York, en hún var á leið til Genfar í Sviss. Skrokkstykki og fleiri lík fundin Fundizt hafa þrjú stór stykki úr skrokk þotunnar skammt þar frá Reuters FLUGRITI Swissair þotunnar fannst eftir þriggja daga leit undan ströndum Kauada. sem hljóðritinn er talinn vera og í gær bjuggu kafarar kanadíska flotans sig undir að kafa niður að þeim og bjarga á land. Á vettvang var væntanlegt sérstakt björgun- arskip bandaríska flotans, USS Grapple, sem notað var í hitteð- fyrra við björgun braks úr Boeing 747-þotu bandaríska flugfélagsins TWÁ, sem splundraðist yfir sjó skömmu eftir flugtak í New York. Um það bil fjórðungur braks þotunnar var í gær kominn á land en langflestir þeirra 229 sem fór- ust liggja í votri gröf undan sjáv- arþorpinu Peggy’s Cove, sem er um 40 km sunnan Halifax, þar sem til stóð að reyna að nauðlenda vél- inni. Með hjálp sérstakra nema telja björgunarmenn sig vera búna að fínna tvær þyrpingar líka á botnin- um, um 5 km undan Peggy’s Cove. Freista átti þess í gær að ná þeim upp. Gaurar eru gungur Lundúnum. Daily Telcgraph. SVOKOLLUÐ „drengjamenn- ing“ er ekki öll sem hún sýnist ef marka má umfjöllun breskra vís- indamanna um fyrirbærið. Bjór- drykkja, fótbolti og kynlíf eru leiðarljós gauranna sem lifa lífi sínu í menningarkima kenndum við drengi. Bretarnir Paul Gascoigne, knattspyrnumaður, og Liam Gallagher í hljómsveit- inni Oasis eru átrúnaðargoðin. Aðal þeirra hefur til skamms tíma þótt vera ísmeygileg kald- hæðni, ekki síst í eigin garð og efni tímarita á borð við Loaded er sniðið að hinum hrokafulla töffara, sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna og þarfnast einskis nema félaga sinna. Nýjar rannsóknir breskra fé- lagsfræðinga hafa kippt grunnin- um undan ímyndarsmíð drengja- menningarinnar. Þeim er lýst sem viðkvæmum „karl-börnum“ sem þrái bai-a eina konu í lífínu, móður sína. Þeir séu ófærir um að mynda félagstengsl og gangi því illa að finna sér stað í þjóðfé- laginu. „Svo virðist sem gaurinn sé hálfgerð gunga, sem sé engan veginn í stakk búinn til þess að takast á við hinar hröðu samfé- lagsbreytingar sem nú ganga yf- ir,“ segir Angus Bancroft við há- skólann í Cardiff. „Drengjamenn- ingin er í raun veruleikaflótti en ekki kaldhæðin árás á bók- stafstrúaðan femínisma.“ Gazza og Gallagher eru full- komin dæmi um gaura, sem axla aldrei ábyrgð gjörða sinna, að sögn Bancrofts. Hér áður íýrr hafi flestir karlmenn vaxið upp úr slíku ábyrgðarleysi en nú virðist sem æ fleiri gangi drengjamenn- ingunni á hönd. Hverju er um að kenna? Bancroft segir vaxandi völd kvenna og það sem hann kallar lýðskrum tilfinninganna, sem Tony Blair forsætisráðherra Bretlands ástundi m.a., valdi því að körlum þyki sér ógnað og hverfi á vit drengjamenningar- innar í stað þess að takast á við lífið eins og flestar fullorðnar manneskjur geri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.