Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 45«
lausa stund kom hann gjarnan með
söngfólk eða hljóðfæraleikara með
sér og gerði stundirnar ógleyman-
legar. Ekki gleymdi Áslaug því að
hér var á ferðinni kh’kjulegt staif,
þar sem helgistundin átti sinn fasta
sess, ritningarlestur og bæn.
Þegar ég hélt til starfa á Seltjarn-
arnesi teygðist á tengslunum við
mína kæru vinkonu Áslaugu, en þeg-
ar við hittumst og þá oftast á kirkju-
legum vettvangi var einatt eins og að
hitta bernskuvinkonu. Þar voru
þræðir á milli, sem ekki slitnuðu.
Áður en ég hélt af landi brott í
ágúst síðastliðnum var ég svo
lánsöm að þræðirnir okkar gömlu
styrktust á ný. í júní greindist Ás-
laug með alvarlegan sjúkdóm. Þessa
tvo mánuði fékk ég að kynnast því
fyrir alvöru hversu gífurlega þýð-
ingu trúarstyrkur hennar hafði í
sjúkdómsstríðinu. Hún var æðrulaus
og róleg. Hún tók örlögum sínum
eins og sannri hetju sæmir. Þennan
tíma var líka ómetanlegt að sjá
hvernig dætur hennai- og barnabörn
stóðu um hana eins og skjaldborg.
Þegar Áslaug kvaddi þennan heim
veit ég að hún kvaddi sátt við Guð og
samferðafólk sitt. Ég bið góðan Guð
að styrkja dætur hennar og fjöl-
skyldur þehra og ég bið góðan Guð
að gefa kirkju sinni fleiri þjóna, sem
þjóna kh-kju sinni af sömu einlægni
og Áslaug Gísladóttir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Séra Solveig Lára
Guðmundsdóttir,
Bethel í Þýskaiandi.
Það er ætíð sárt að heyra um frá-
fall kæn-a vina. Jafnvel þótt vitað
hafi verið um erfíð veikindi og mikla
baráttu enim við ekki varin því
höggi, sem andlátsfregnin slær okk-
ur. Það átti ekki að koma mér í opna
skjöldu, þegar hringt var á miðviku-
dagsmorguninn sl. og mér tjáð að
Áslaug væri látin. En ég varð allt í
senn tómur í huga, þakklátur og
hryggur. Sóknarnefnd og starfsfólk
kirkjunnar hafði fylgst með Áslaugu
berjast við erfið veikindi sl. mánuði
af þrautseigju. Veikindin öftruðu
henni ekki frá að koma til guðsþjón-
ustu, því hvem sunnudag nema þann
síðasta var hún með dætrum sínum
við messu í kirkjunni sinni.
Áslaug Gísladóttir hafði verið í
forystu í öldrunarstarfi Bústaða-
kirkju í meira en tuttugu ár og farist
það ákaflega vel úr hendi. Öldrunar-
starf Bústaðakirkju hefur verið
þróttmikið og þai- hafa komið saman,
vikulega, yfir vetrartímann á annað
hundrað manns við ýmsa dægra-
styttingu. Hlýleiki hennar og hið
góða skap hjálpaði mörgum sem
komu í Bústaðakirkju í öldrunar-
starfið. Fólki leið þar vel og Áslaug
hugsaði vel um hópinn sinn. Farið
var í stutt ferðalög um nági-enni
Reykjavíkui' og var þátttakan jafnan
góð og þurfti oft mikinn undfrbún-
ing, en um hann sá Áslaug af kost-
gæjhi.
Ávallt hafði Áslaug samband við
mig varðandi þessi ferðalög og lét
mig fylgjast með því sem var á döf-
inni. Við fráfall Áslaugar verður
tómlegt um að litast í öldrunarstarf-
inu. En við í Bústaðakirkju eigum
því láni að fagna að þar er í starfi
mikið af hæfu fólki sem ætlar að
halda merki hennar á loft. En það
verður erfitt að fara í spor Áslaugar.
Þau voru mörkuð með þeim hætti að
þau gleymast engum, sem nutu sam-
ferðar með henni. Þannig mun minn-
ing hennai' lifa í starfinu og hjá þeim
sem að því koma um ókomna tíð.
Fyrir hönd sóknamefndar Bú-
staðakirkju vil ég þakka fyrir alla þá
umhyggju og hlýju sem Áslaug hafði
gefið starfinu í Bústaðakirkju Ég
sendi ástvinum Áslaugar innilegar
samúðai'kveðjui' og megi algóður
Guð yera með þeim og blessa minn-
ingu Áslaugar. Sé hún Guði falin.
Ögmundur Kristinsson,
formaður séknarnefndar.
• Fleiri minningargreinar um Ás-
laugu Gísladóttur b/ða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BALDVIN ÁRNASON,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 6. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Ólafur Ingi Baldvinsson, Margrét Héðinsdóttir,
Inga Lóa Baldvinsdóttir, Vilhjálmur Pétursson,
Valentínus G. Baldvinsson, Margrét Dögg Hreggviðsdóttir
og barnabörn.
t
Elskuleg amma okkar, móðir og tengdamóðir,
GUÐRÚN SIGFÚSDÓTTIR,
Dalalandi 9,
Reykjavík,
iést á Kvennadeild Landspítalans föstudaginn
4. september.
Jökull Úlfarsson,
Jón Heiðar Heigason, Guðrún Helgadóttir,
Helgi Jökulsson, Gréta F. Kristinsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda
faðir og afi,
ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON,
Melási 6,
Garðabæ,
lést á Eyri í Flókadai sunnudaginn 6. septem
ber.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir,
Áslaug Ólafsdóttir,
Arinbjörn Ólafsson,
Heiðbrá Ólafsdóttir,
Ágúst Heiðar Ólafsson,
Hinrik Gfslason,
tengdabörn og barnabörn.
t
Elskuleg móðursystir okkar og frænka,
SIGRÍÐUR BJARNEY ODDSDÓTTIR,
áður til heimilis
f Bólstaðarhlíð 45,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
24. ágúst sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þökkum innilega auðsýnda samúð.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir hlýhug og
góða umönnun.
Guðrún Oddný Gunnarsdóttir, Ólafur Jónsson,
Haukur Gunnarsson, Jón Gunnar Ólafsson,
Erla Ólafsdóttir, Guðmundur Helgi Sævarsson.
t
Móðir mín góð, tengdamóðir, amma
og systir,
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR
frá Bakka,
áður Grundartúni 2,
Akranesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn
6. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Birna G. Hjaltadóttir, Gísli H. Sigurðsson,
Hjalti, Þorbjörg og Halldór,
Halldór Einarsson.
Formáli minningargreina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar
komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun-
um sjálfum.
t
Okkar ástkæra
INGIBJÖRG KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Bjálmholti,
Holta- og Landsveit,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtudaginn
3. september.
Útförin fer fram frá Marteinstungukirkju í Floltum
laugardaginn 12. septemberkl. 14.00.
Vandamenn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur og tengdasonur,
ÓLAFUR SIGURÐUR GÚSTAFSSON,
Hringbraut 15,
Hafnarfirði,
andaðist á Landspítalanum sunnudaginn
6. september sl.
Útförin verður auglýst síðar.
Áslaug Kristín Pétursdóttir, Ágústa Guðrún Ólafsdóttir,
Sigurður Arnar Ólafsson, Heiða Guðrún Einarsdóttir,
Jóhanna Guðrún Bjarnadóttir,
Páll Oddsson.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
STEFÁN JÓN BJÖRNSSON
fyrrv. skrifstofustjóri,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
29. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Foss-
vogskapellu í dag, þriðjudaginn 8. september
kl. 15.00.
Hrafnhildur Elín Stefánsdóttir Cummings, Kenneth Cummings,
Björn Stefánsson, Hrefna Jónsdóttir,
Páll Magnús Stefánsson, Hildur Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar,
RAGNHILDUR JÓSEFSDÓTTIR,
fyrrverandi matráðskona,
sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 27. ágúst,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 9. september kl. 13.30.
Ari Gústavsson,
Gústav Hjörtur Gústavsson.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Kvisthaga 16,
Reykjavik,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, föstudaginn
4. september.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík, föstudaginn 11. september kl. 15.00.
Drifa Gunnarsdóttir, Einar Guðmundsson,
Valgarður Gunnarsson, Hrafnhildur Jóhannsdóttir,
Edda Gunnarsdóttir, Ronald Rowland,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við frá-
fall og jarðarför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
ÓLAFÍU SIGURÐARDÓTTUR.
Sigríður Anna Jóhannsdóttir, Pálmi Rögnvaldsson,
Haukur Jóhannsson, Emma Kristjánsdóttir,
Birgir Jóhannsson, Kolbrún Stella Karlsdóttir,
Garðar Jóhannsson, Svanhvít Árnadóttir
og ömmubörn.