Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 33
LISTIR
Risavaxn-
ar ráð-
gátur
KVIKMYNDIR
Regnboginn, Laugar-
ásbíó, Bíóhöllin
„X FILES - THE MOVIE“
Leikstjóri Rob Bowman. Handrit
Chris Carter, Frank Spitnitz. Tónlist
Mike Oldfield, Mark Snow. Kvik-
myndatökustjóri Ward Russell. Aðal-
Ieikendur David Duchovny, GiIIian
Anderson, Martin Landau, Armin
Mueller-Stahl, Blythe Danner, Willi-
am B. Davis, Terry O’Quinn. 121 mín.
Bandarísk. 20th Century Fox. 1998.
SJÓNVARPSÞÆTTIRNIR
Ráðgátur - The X Files byrjuðu
með látum. Náðu á undraverðum
hraða feikivinsældum um allan
heim. Leikföng, geisladiskar með
leikjum og tónlist, fjöldi bóka og
blaða fylgdi í kjölfarið. Ráðgátur
fjalla um hið óþekkta, leit manns-
ins útfyrir sjóndeildarhringinn,
mörk okkar jarðneska umhverfis.
Gáfu á blómatíma sínum sígildum
þáttum um hliðstætt efni, einsog I
ljósaskiptunum - Twilight Zone,
ekkert eftir. Döluðu um sinn niður
í hvimleiða naflaskoðun á aðalper-
sónunum, alríkisspæjurunum Fox
Mulder (David Duchovny) og
Dönu ScUlly (Gillian Anderson),
en eru að hressast við aftur.
Vinsælir sjónvarpsþættir enda
oft á hvíta tjaldinu, með misjöfn-
um árangri einsog gengur. Kvik-
myndin verður að bæta nýju við,
The X-Files - The Movie nær á
köflum að rífa sig uppá risatjaldið,
einkum í nokkuð tignarlegu loka-
atriði á Suðurskautslandinu (að
hætti The Thing), og eltingaleik
sem minnir á frægt atriði með
Cary Grant í Nort by Noi-th West.
Þá sprengja tölvumenn með til-
þrifum háhýsi í Dallas uppí heiðið
hátt. Annars er myndin risavaxið
sjónvarpsefni, enda standa sömu
menn að hvorutveggju, þáttunum
og kvikmyndinni. Leikararnir,
tónskáldið Mark Snow, handrits-
höfundurinn Chris Carter og síð-
ast en ekki síst leikstjórinn, Rob
Bowman. Hún minnir mann því
oftast á uppruna sinn. Líkt og í
þáttunum er farið frjálslega með
raunveruleikann og takmörkuð
virðing borin fyrir almennri skyn-
semi. Það er hluti af sýningunni,
og ekkert athugavert við það,
myndin gerð fyrst og fremst fyrir
aðdáendur þáttanna.
Þeir geta vel við unað og öðrum
þarf ekki að leiðast. Aldrei þessu
vant fær maður einhvern botn í
söguna, dulúðin svífur þó jafnan
yfir vötnunum og persónurnar
skemmtilega ábúðarmiklar sem
fyrr. Því miður verður áhangend-
um Mulders og Scully ekki að
þeirri ósk sinni að sjá þau í einni
sæmg, en þau eru komin að rúm-
gaflinum.
Hvað býður
LIFRÆNT
barninu br
fcragS háUúruiiIistr, og eíilíerl &lHia3
Höfuðborgarsvæðið: Lyfja, Lágmúla 5 - Ingólfs apótek, Kringlunni - Laugarness apótek, Kirkjuteigi 21 - Garðsapótek,
Sogavegi 108 - Hringbrautar apótek - Engihjalla apótek - Lyfja Setbergi - Rima apótek, Langarima 21
Hraunbergsapótek, Hraunbergi 4 - Lyfjakaup Mosfellsbæ
Landsbyggðin: Stjörnu-apótek, Akureyri - Selfoss apótek - Hveragerðis apótek - Lyfjaútibú Þorlákshafnar - Apótek Blönduóss
Apótek Vestmannaeyja - Apótek Ólafsvíkur - Apótek Austurlands, Seyðisfirði - Borgarness apótek - Akureyrar apótek
Apótek Keflavíkur - Stykkishólms apótek - Rangár apótek, Hellu og Hvolsvelli - Húsavíkur apótek - Siglufjarðar apótek
Árness apótek, Selfossi - Sauðárkróks apótek, - Dalvíkur apótek, - Akraness apótek - Nes apótek, Neskaupstað
Sæbjörn Valdimarsson
ttf/ct œuif
ISLENSKUR MJOLKURIÐNAÐUR