Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 25
Auðkýfingurinn Rupert Murdoch vill kaupa Manchester United
/
London. Reuters, The Daily Telegraph.
Ahangendur
afar ósáttir
væntingarfullt. Þykii’ þróun málsins
sanna þá gömlu kenningu að það sé
ekki sjálfur „glæpurinn" sem komi
forsetum í vanda heldur tilraunir til
að hylma yfir hann. Er nú mikið
rætt um það í Washington hvort að
Clinton hafi misnotað embætti sitt
og ríkisfé með því að nota stjórnar-
skrifstofur og embættismenn til að
koma ósannindum á framfæri. Er
Trent Lott, leiðtogi repúblikana í
öldungadeildinni, þeirrar skoðunar
að svo kunni að vera.
Auk þess að reyna að sýna fram á
að Clinton hafí framið meinsæri og
misnotað forsetaembættið er jafn-
framt talið að í skýrslu Starrs verði
reynt að sýna fram á að forsetinn
hafi hindrað framgang réttvísinnar
meðal annars með því afturkalla
gjafir er hann afhenti Lewinsky og
reyna að útvega henni starf á veg-
um hins opinbera. Sönnunargögn
eru hins vegar talin á reiki hvað
þetta varðar þar sem að vitnisburð-
ur lykilvitna stangist á.
Hver fær
skýrsluna?
Ekki hefur enn verið ákveðið
hverjir muni fá aðgang að skýrsl-
unni. Repúblikaninn Henry J.
Hyde, formaður dómsmálanefndar
þingsins, hyggst reyna að tryggja
að einungis nefndarmenn fái að-
gang að henni og segist ekki vilja
að hans verði minnst sem „Larry
Flynt þingsögunnar", en Flynt er
útgefandi klámblaðsins Hustler.
Aðrir þingmenn hafa látið þá
skoðun í ljós að skýrslan sé það
mikilvæg að henni beri að dreifa
víðar og jafnvel gefa hana út opin-
berlega um leið og hún liggur fyrir.
Einnig er talið hugsanlegt að Starr
skipti skýrslunni í þrennt, sam-
kvæmt Los Angeles Times. Sam-
antekt, sem dreift yi’ði opinber-
lega, sjálfri skýrslunni er einungis
þingmenn hefðu aðgang að og loks
viðaukum með ítarlegri sönnunar-
gögnum, sem mjög fáir hefðu að-
gang að.
Þessu til viðbótar er fastlega
búist við að Hvíta húsið muni
senda frá sér svarskýrslu til að
koma sínum sjónarmiðum á fram-
færi. Er lögmaðurinn David
Kendall sagður hafa unnið að und-
irbúningi hennar upp á síðkastið.
Hann stendur hins vegar frammi
fyrir þeim vanda að vita ekki hvaða
fullyrðingar munu koma fram í
skýrslu Starrs og þegar liggur fyr-
ir að forsetaembættinu verður ekki
afhent eintak af skýrslunni áður en
hún verður send til þingsins.
Nær engar líkur eru á því að
þingið muni taka skýrsluna til um-
fjöllunar þegar í stað. Flestir þing-
menn eru þeirrar skoðunar að
hyggilegra sé að bíða fram yfir
þingkosningar og hefja umfjöllun
um skýrsluna og þingyfirheyrslur
þegar þær eru yfirstaðnar. Þá hafi
þeir jafnframt svigrúm til að fylgj-
ast með viðbrögðum almennings
við innihaldi skýrslunnar.
GENGI hlutabréfa í breska knatt-
spyrnufélaginu Manchester United
hækkaði umtalsvert í gær eftir að
staðfest hafði verið af fulltrúum
gervihnattasjónvarpsstöðvarinnar
BskyB, sem er í eigu auðkýfingsins
Ruperts Murdochs, að kauptilboð
yrði gert í félagið í þessari viku.
Greindu dagblöðin The Sun og The
Times, sem bæði eru í eigu Mur-
dochs, frá því í gær að tilboð hans
myndi hljóða upp á 565 til 575
milljónir punda, sem samsvarar
tæplega 70 milljörðum ísl. kr.
Viðræður um kaup BskyB á
Man. Utd. hafa staðið yfír í fimm
mánuði en það var bandaríski fjár-
festingarbankinn Goldman Sachs
sem sá um undirbúninginn fyrir
hönd Murdochs. Talið er að BskyB
hyggist greiða eigendum hluta-
bréfa í Man. Utd. allt að 225 pens
fyrir hlutabréfið en verð hlutabréfs
var við lokun á föstudag 159 pens.
Fagna hluthafar því mjög enda
mega þeir eiga von á góðum gróða
verði af sölu félagsins. Aukinn
áhugi á hlutabréfum í Man. Utd.
olli því að gengi hlutabréfa í öðrum
knattspyrnufélögum á Bret-
landseyjum hækkaði einnig, ekki
síst Tottenham, sem talið er líklegt
að skipti um eigendur á næstunni.
Aukinn áhugi fjármálamanna
kemur einnig til af því að orðróm-
ur er á kreiki um að gagntilboð
berist í Man. Utd. The Financial
Times greindi frá því í gær að En-
ie-samsteypan, sem er eigandi
Vicenza á Italíu og AEK Aþenu í
Grikklandi auk þess sem hún á 25%
í skoska félaginu Glasgow
Rangers, hugleiddi nú að bjóða í
Man. Utd. Fréttaskýrendur telja
auk þess lfklegt að fjölmiðlasam-
steypur eins og Granada og
Carlton hugleiði tilboð í félagið,
eða önnur sem standa í fremstu
röð.
Áhyggjur vegna
áhrifa Murdoch-veldisins
Manchester United er frægasta
og ríkasta knattspyrnufélag á
Bretlandseyjum með 27,6 milljónir
punda, rúmlega þrjátíu milljarða
ísl. kr., í tekjur á síðasta fjár-
hagsári. Martin Edwards, sljórnar-
formaður félagsins, er stærstur
hluthafa, á um 14% í félaginu og er
talið að hann fengi um 80 milljónir
punda fyrir hlut sinn, tæplega 10
milljarða ísl. króna.
Mikill uppgangur liefur verið hjá
félaginu undanfarin tíu ár. Ekki er
langt síðan Edwards fékk tilboð
upp á 20 milljónir punda, rúmlega
tuttugu milljarða ísl. kr., en síðan
þá hefur félaginu bæði gengið afar
vel á vellinum og jafnframt tekist
að auka verulega tekjur sínar af
sölu ýmiss konar varnings tengd-
um félaginu. Tilkynnti félagið í
vikunni að það hygðist bæta við
áhorfendastæðum á velli sínum Old
Trafford þannig að rúmlega 67.000
manns rúmist þar.
Rupert Murdoch uppgötvaði fyr-
ir margt löngu að græða má af því
að eiga íþróttafélög, ekki síst þar
sem sjónvarpsútsendingar frá
íþróttakappleikjum hafa gerst æ
vinsælli, og þar með uppspretta
mikils gróða. Hann á þegar
íþróttafélög í Bandarikjunun,
hafnaboltafélagið Los Angeles
Dodgers, íshokkíliðið New York
Rangers og körfuknattleiksfélögin
Los Angeles Lakers og New York
Knicks. Umsvif Murdochs á Bret-
landi hafa hingað til að mestu
snúist í kringum fjöhniðlaveldi
hans og hefur Sky-sjónvarpsstöðin
haft einkarétt á sjónvai’psútsend-
ingum frá bresku úrvalsdeildinni
síðan 1992 og fyrir tveimur árum
endurnýjaði Sky samninginn til
2001. BskyB hefur jafnframt
einkarétt á beinum útsendingum
frá rugby og krikket í Bretlandi.
Fréttirnar af sölu Man. Utd. hafa
hins vegar síður en svo vakið hrifn-
ingu alls staðar. Með kaupunum á
Man. Utd. kæmi upp alveg ný staða
og að sögn The Daily Telegraph
myndi BskyB í raun hafa neitunar-
vald um framtíð úrvalsdeildarinnar
bresku og jafnframt lykilstöðu í
viðræðum um evrópska úrvals-
deild, sem mjög hefur verið rædd
meðal stærstu klúbba í Evrópu
undanfarin misseri.
Leiðarahöfundar The Guardian
vekja einnig athygli á að sem eig-
andi Man. Utd. myndi BskyB t.d.
þurfa að standa í viðræðum, ásamt
öðrum meðlimum ensku úrvals-
deildarinnar, við sjálft sig vegna
sjónvarpsréttarins. Blaðið spyr
hvort íþróttafréttamenn The Sun
muni í framtíðinni beita silkihönsk-
unum í umfjöllun um Man. Utd. og
Háþrýstidælur
Diesel, bensín og rafdrifnar.
„'-''X'lilboðsverð frá
©DæluwaO ehf
Ármúla 34, 108 Reykjavík
Sími: 533 4747 Fax: 533 4740
hvort þeir sem lýsa leikjum Man.
Utd. á Sky muni halla máli sínu.
Segir blaðið erfítt að sætta sig við
að sami aðili siLji beggja megin
borðsins og mælir gegn sölu
United til Murdochs.
Gífurlegar afleiðingar
Margir aðrir hafa látið í ljósi
áhyggjur og sagðist Tony Banks,
ráðherra íþróttamála á Bretlandi,
enga trú hafa á því að sala Man.
Utd. til Murdochs verði leyfð nema
að fyrst liafi farið fram nákvæm
rannsókn á innihaldi kaupsamning-
anna. „Þetta er ekki eitthvað sem
rennur auðveldlega í gegn eins og
um hverja aðra yfirtöku væri að
ræða, vegna þess að afleiðingarnar
verða svo gífurlegar, ekki aðeins
fyrir íþróttina heldur einnig fyrir
samkeppni fjölmiðlanna. fþróttir,
og þá sérstaklega knattspyrna,
gegna lykilhlutverki við sölu
auglýsinga og rekstur sjónvarps-
stöðva." Peter Mandelson,
ráðherra viðskipta og iðnaðarmála,
tók í sama streng og sagði öruggt
að fylgst yrði vel með framgangi
mála, tryggja yrði að öllum lögum
yrði hlýtt.
Áhangendur Man. Utd. hafa
brugðist ókvæða við fregnum af
sölu félagsins til Murdochs og
sagði Andy Walsh, talsmaður
félags stuðningsmanna United, að
stuðningsmenn yrðu afar ósáttir ef
Edwards tæki tilboði Murdochs.
Mótmælaaðgerðir voru í gær
skipulagðar fyrir framan leikvang
félagsins og var andrúmsloft í
Manchester heldur fjandsamlegt
Murdoch. Virðast áhangendur
Man. Utd. óttast að liðið muni fjar-
lægjast rætur sinar við söluna og
verða að „fyrirtæki" líkt og raunin
hefur orðið með mörg lið t.d. á
Italíu og í Þýskalandi og þar með
tapa sálu sinni. „Rupert Murdoch
er alveg sama um Man. Utd.,“
sagði einn aðdáandi félagsins.
„Hann sér bara gróðavon með
þessum kaupum."
Stuðningsmenn Man. Utd. óttast
einnig að sala félagsins leiði til
hærra miðaverðs og þess að félagic
segi sig úr bresku knattspyrnu-
deildinni, til að taka þátt í væntan-
legri Evrópudeild, en sú hugmynd
hefur ekki enn unnið hug og hjörtu
breskra knattspyrnuáhugamanna
þótt eigendur félaganna telji sig
þar eygja enn frekari gróðavon.
Það er auðvitað vísbending um að
viðskiptahagsmunir hafi í seinni tíð
skipt æ meira máli við rekstur
knattspyrnufélaganna en mörgum
finnst að við kaup BskyB á Man.
Utd. sé endanlega gert út af við þá
stöðu sem bresk knattspyrna hefur
haft í menningarlífínu sem íþrótt
almúgans. I staðinn yrði enski bolt-
inn kominn í hendur fjármála-
mannsins Murdochs sem stendur
nákvæmlega á sama um þjóð-
aríþrótt Breta og sögu hennar en
lætur sig einungis varða um gróða
og afkomutölur.
©iöí?s0(B§
Magnadir
bílar
á mögnuðu
verði