Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞROUNARSAMVINNA PRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 27 Þróunarsamvinnustofnun styður starfsemi æskulýðssam- taka í einu af fátækrahverfum Maputo BÖRNIN í Bairro Aeroporto. Menntun og breytt hugarfar unga fólksins mikilvægast í FÁTÆKRAHVERFINU Bair- ro Aeroporto í Maputo, höfuð- borg Mósambík, hefur Þróunar- samvinnustofnun undanfarin misseri stutt við bakið á æsku- lýðssamtökunum Arco Iris, eða Regnboganum. Markmið Arco Iris er að aðstoða börn og ung- linga, sem hafa lent utan skóla- kerfisins, meðal annars með starfsmenntun, að stofna fé- lagsmiðstöð og hvetja unglinga í hverfinu til þátttöku í íþrótt- um, listiðkun og umhverfis- vernd. Bairro Aeroporto er u.þ.b. 20.000 manna hverfí við alþjóða- flugvöllinn í Maputo og varð eins og mörg önnur fátækrahverfí borgarinnar til þegar fólk flúði þangað af landsbyggðinni á tíma borgarastyrjaldarinnar í Mósam- bík. í litlum bárujárns- eða strá- húsum búa gjarnan átta til tíu manna stórfjölskyldur saman, án rennandi vatns eða eiginlegs gatnakerfís, enda telst svæðið óskipulagt. Islendingar fjármagna byggingu félagsmiðstöðvar ÞSSÍ hefur reynt að aðstoða Arco Iris við að framkvæma eigin hugmyndir, fremur en að beina samtökunum inn á ákveðnar brautir, að sögn Ágústu Gísladóttur, sem lagt hefur samtökunum lið. Stofnun- in hefur meðal annars lagt til verðlaun til þeirra, sem tekið hafa þátt í íþróttakeppni, sund- föt handa þeim sem sækja sundkennslu, efni í búninga handa unglingum sem hafa lagt stund á mósambíska dansa og kostað smiði á hefðbundnum afrískum trumbum, sem notað- ar eru í tóulistarnámi. Þá hefur náðst samkomulag um að ÞSSÍ muni leggja fram fé til að unnt verði að reisa félagsmiðstöð fyrir samtökin. Ágústa segir að upphaflega hafi átt að reyna að finna eldra húsnæði, sem gera mætti upp, en það hafi reynzt ókleift og því verði líkast til reist nýbygging, „engin höll en þó það sem nauðsynlegt er til að hafa aðstöðu bæði fyrir fræðslu og menningarstarf- semi.“ Kynnti sér félagsmiðstöðvar í Reykjavík Stuðningur stofnunarinnar hefur meðal annars verið í því AÐSTÆÐURNAR í fátækra- hverfínu eru víða ömurlegar. Þessi ungi maður, sem var iðju- laus og langt frá því að vera allsgáður, er væntanlega ekki sú fyrirmynd, sem forsvars- menn Arco Iris vilja sýna ung- Iingunum í hverfinu. fólginn að einum af forystu- mönnum samtakanna, Josua Mavelane, var boðið til Islands í fyrra og kynnti hann sér starf félagsmiðstöðva í Reykjavík. „Ég get vonandi nýtt reynslu mina frá íslandi til að vinna með ungu fólki hér og kenna því að gera hlutina á réttan hátt,“ segir Mavelane. „Unga fólkið er framtíð þessa lands og mikilvægast af öllu er að það fái menntun og að hugarfarið breytist." A meðal verkefna Arco Iris hefur verið að skipuleggja hreinsun á nokkru af þeim ókjörum af rusli, sem hrúgast upp í fátækrahverfinu. „Það er hluti af samfélagslegri ábyrgð ungs fólks að vinna með borgarstofnunum að því að hreinsa umhverfið,“ segir Mavelane. Hann segir að stuðningur Þróunarsamvinnustofnunar ís- lands hafi greitt mjög götu samtakanna. „Við erum með mikið af hugmyndum, en ef enginn er til að styðja við bakið á okkur, einkum með fjárfram- lögum, er engin leið að koma þeiin í framkvæmd," segir Ma- velane. Morgunblaðið/Ólafur Þ. Stephensen I OPINBERRI heimsókn sinni til Mósambík skoðuðu Ilalldór Ásgríms- son utanríkisráðherra og Siguijóna Sigurðardóttir m.a. Iistsýningu, sem Arco Iris setti upp þeim til heiðurs. Einnig dönsuðu krakkarnir, sem stunda nám í mósambískum dönsum, fyrir ráðherrahjónin. ...breytist með einu handtaki í.... Amerísku svefnsófarnir eru frábær lausn þegar sameina þarf fallegan sófa og gott rúm. cÆf. urvt ar mttémz wmMé mgiiám* Wéré fté 79ÆMl'>- Raðgreiðslur í ogr< allt ao 36 mánuði ; “CE velkomin HÚSGAGNAHÖLUN Bfldshöfðl 20-112 Rvík - S:510 BOOO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.