Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kristján Jóhannsson ánægður eftir frumsýningu á Turandot í Kína
Ævintýri
líkast
Meðal frumsýning-
argesta í Peking á
----------7--
laugardag voru Olaf-
KRISTJÁN Jóhannsson og Sharon Sweet stilltu sér upp með hermönnum fyrir frumsýninguna.
Einn af hápunkt-
um ferils míns
„ÞETTA var ótrúleg upplifun og
tvímælalaust einn af hápunktum
ferils míns,“ segir Kristján Jó-
hannsson tenórsöngvari um frum-
sýninguna á Turandot eftir Puccini í
Forboðnu borginni í Peking á laug-
ardag. Söng hann þar aðalkarlhlut-
verkið, Calaf prins.
Kristján segir að viðtökur hafi
ekki getað verið betri. Mikið hafí
verið hrópað og klappað og frum-
sýningargestir greinilega verið
ánægðir. Og söngvarinn er ánægð-
ur með sína frammistöðu. „Ég náði
góðri einbeitingu og fannst mér
takast vel upp. Sýningin er auðvit-
að ákaflega umfangsmikil og þess
vegna vorum við með hljóðnema í
hárkollunum til að koma söngnum
til skila, og tónlistinni almennt, og
fyrir vikið verður þetta aldrei eins
og í konsertsal eða leikhúsi. Þegar
allt er saman tekið fannst mér
þetta eigi að síður takast vel - held
að tónlistin hafí skilað sér vel til
fólksins."
Kristján fullyrðir að engin sýn-
ing, sem hann hefur tekið þátt í,
hafi vakið jafn mikla athygli á
heimsvísu og Turandot nú. „Heims-
pressan var á staðnum og sýndi
sýningunni mikinn áhuga, þar á
meðal 150 sjónvarpsstöðvar. Áhug-
inn var reyndar svo mikill að gera
þurfti hlé á æfíngum út af darraðar-
dansinum. Lætin minntu einna
helst á atganginn í stærstu kaup-
höllum. Ég hef aldrei kynnst öðru
eins!“
Aftur til Kína
Svo virðist sem sýningin á
Turandot ætli að vinda upp á sig því
í gær sat Kristján á fundi með ráða-
mönnum menningarmála í Kína
sem lýst hafa miklum áhuga á því
að fá hann aftur til landsins, hugs-
anlega strax á næsta ári eða árið
2000. „Hugmyndin er sú að ég fari í
tónleikaferð um Kína, til þriggja
eða fjögurra borga, með annaðhvort
ítalskri eða kínverskri sinfóníu-
hljómsveit. Ég hef reyndar vitað af
þessum áhuga Kínverja um tíma en
ætli sýningin í Forboðnu borginni
hafí ekki riðið baggamuninn. Þetta
er auðvitað stórmál og getur orðið
alveg ofsalega gaman!“
Verði af þessu hefur, að sögn Kri-
stjáns, komið til tals að fá undan-
þágu til að halda stóra tónleika und-
ir berum himni í Forboðnu borginni
í Peking en á öðrum stað en sýning-
in á Turandot fer fram.
Kristján hefur ekki í annan tíma
dvalist í Kína. Hefur honum líkað
vistin vel. „Kínverjar eru óskaplega
elskulegir og broshýrir og vilja allt
fyrir mann gera. Ég hef auðvitað
reynt að skoða mig um í Peking
þegar tími hefur gefist til og líst af-
ar vel á það sem ég hef séð. Hér er
glæpum haldið niðri og maður finn-
ur engan skjálfta þegar maður labb-
ar um borgina, jafnvel þótt það sé
seint um kvöld.“
Kristján mun syngja tvær eða
þrjár sýningar á Turandot til við-
bótar í Forboðnu borginni en þá
liggur leið hans til Munchen. Til Is-
lands kemur hann svo í október-
byrjun og syngur á minningartón-
leikum um fóður sinn á Akureyri.
Síðar í haust snýr söngvarinn aftur
til Asíu, þegar hann fer í tónleika-
ferð um Japan ásamt starfsbræðr-
um sínum Ben Heppner og Roberto
Alagna.
ur Egilsson, sendi-
herra, kona hans,
Ragna Ragnars, og
Ragnar Baldursson
sendiráðsstarfsmað-
ur. Olafur Egilsson
segir hér frá.
„Þetta verður ógleymanlegt kvöld
fyrir alla, sem voru á þessari ein-
stæðu þperusýningu og ekki síst
okkur Islendingana. Það hríslaðist
um mann stoltið og gleðin að heyra
Kristján Jóhannsson hefja upp
rödd sína frá þessu mikla ópera-
sviði með eina af keisrahöllunum
sem bakgramnn. Hin þroskaða og
þróttmikla tenórrödd Kristjáns
naut sín þarna forkunnarvel, þar
sem hún barst út yfir þúsundirnar,
sem á hlýddu. Enda var honum af-
ar vel tekið. Okkur, sem höfum
fylgzt með Kristjáni gegn um árin,
var unun að heyra ekki einasta ör-
yggi hans og raddfegurð á háu
nótunum, þegar styrkurinn var
hvað mestur - en fyrir þær er hann
víðfrægur -, heldur líka hve milt og
nærfærnislega hann söng, þar sem
það átti við í þessari stundum
átakanlegu ópera.
Raddir þeiira Kristjáns og
Sharon Sweet, sópransins, sem fór
með hlutverk Turandot prinsessu,
áttu einnig mjög vel saman og það
var auðskilið, að Zubin Mehta
hljómsveitarstjóri, sem þekkir ná-
ið til allra fremstu óperasöngvara
heims, skuli hafa valið þau tvö til
að syngja framsýninguna af gengj-
unum þremur, sem fara með aðal-
hlutverkin til skiptis á sýningunum
átta.
Fólk kom til okkar eftir sýning-
una til að láta í ljós hrifningu sína
yfir frammistöðu Kristjáns.
Þess má geta að hin bandarísk-
fædda Barbara Hendricks, sem fór
með þriðja aðalhlutverkið, hlut-
verk Liu, er sænskur ríkisborgari,
svo það má segja að norræna
framlagið til þessarar heimsóperu-
sýningar hafi verið töluvert.
Það var ævintýri líkast að upp-
lifa þessa sýningu á staðnum, þar
sem Puccini lét óperana gerast.
Það var líka afgerandi fyrir hinn
kínverska blæ, að einn allra
fremsti kvikmyndaleikstjóri Kína,
Zhang Yimou, skyldi fást til að
setja hana á svið. Frjó hugsun
hans og hinn litskrúðugi klæðnað-
ur keisaratímans áttu mjög ríkan
þátt í því hversu mikilfengleg sýn-
ingin var.
Keisarans hallir skinu sem sagt
skært á laugardagskvöldið, senni-
lega skærar en Tómas skáld Guð-
mundsson hefur granað, þegar
hann orti sitt fræga kvæði. Eflaust
hefur hann heldur ekki órað fyrir
að í þeim ljóma miðjum ætti eftir
að standa - og auka við skinið -
fyrrum vélsmiður fi-á Akureyri,
orðinn fyrir eigið atgervi einn af
fremstu listamönnum veraldar á
sínu sviði.
Það vár fyrir okkur Rögnu alveg
sérstakt að gleðjast með Kristjáni
og konu hans, Sigurjónu Sverris-
dóttur. Fanney Oddgeirsdóttir,
móðir Kristjáns, má enn einu sinni
vera stolt af syni sínum og ekki fer
hjá því, að manni verði á svo stórri
stund líka hugsað til föður hans,
Jóhanns Konráðssonar, þess mikla
söngmanns."
TURANDOT æfð í Forboðnu borginni. Fremst er hljómsveitin undir stjórn Zubin Mehta, þá kór og aukaleik-arar upp tröppurnar að aðalsviðinu.