Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 43^ STEFAN JON BJÖRNSSON + Stefán Jón Björnsson, fyrr- verandi skrifstofu- stjóri á Skattstofu Reykjavíkur, fædd- ist að Þverá í Hallárdal hinn 22. september 1905. Hann Iést á Hjúkr- unarheimilinu Eir í Grafarvogi þann 29. ágúst síðastliðinn. Stefán var sonur hjónanna Björns Arnasonar hrepp- stjóra og Þóreyjar Jónsdóttur, á Þverá, síðar á Syðri-Ey í Vind- hælishreppi. Þórey var dóttir séra Jóns Austfjörð Jónssonar prests á Klyppstað í Loðmund- arfirði. Björn var sonur Arna Jónssonar frá Helgavatni í Vatnsdal og Svanlaugar Björns- dóttur, Þorlákssonar hrepp- stjóra á Þverá. Systkini Stefáns voru: 1) Sigurlaug, f. 3.6. 1896, d. 16.1. 1929, hennar maður var Þorsteinn Johnsen stórkaupmð- ur í Vestmannaeyjum. Þau áttu eina dóttur. 2) Arni Stefán, f. 14.4. 1898, d . 31.3. 1978, trygg- ingafræðingur, eftirlifandi kona hans er Sigríður Björns- dóttir, þau áttu tvo syni. 3) Þórarinn, f. 27.6. 1903, d. 24.12.1967, skipherra hjá Landhelgisgæsl- unni, hann var fyrst kvæntur Láru Haf- stein og áttu þau tvær dætur, seinni kona hans var Rut Björnsson. 4) Olafur Austfjörð, f.29.4. 1912, d. 22.2. 1958, ski'ifstofustjóri hjá Skeljungi, eftirlifandi kona lians er Ingi- björg Þorsteinsdóttir, þau áttu einn son. Stefán kvæntist 7.10. 1932 Láru Pálsdóttur frá Gerðarkoti í Mið- neshreppi, f. 6.12. 1908, d. 10.5. 1953, dóttir Páls Tómassonar stýrimanns frá Vælugerði í Flóa og Önnu Jóhannsdóttur, frá Efri- Hömrum í Holtum. Börn Stefáns og Láru eru: 1) Hrafnhildur Elín, f 21.5. 1941, gift Kenneth Cumm- ings, þau búa í Flórida og eiga þijú börn og sjö barnabörn. 2) Björn., f. 28.10. 1943, yfirflugum- sjónarmaður, kvæntur Hrefnu Jónsdóttur kennara, þau eiga Qögur börn og fjögur barnabörn. 3) Páll Magnús, f. 16.3. 1949, Þeir stóðu í fjörunni við Sauðár- krók, Björn Árnason bóndi í Syðri- Ey, Vindhælishreppi og næstyngsti sonur hans. Úti fyrir beið skipið sem flytja átti drenginn í fóstur til frændfólks í annan landsfjórðung. „Stattu þig strákur" voru kveðjuorð Björns bónda, sem trúlega var jafn- dapur í sinni og glókollurinn hans litli. Drengurinn var Stefán tengda- faðir okkar sem við kveðjum í dag. Samkvæmt því sem Stefán sagði seinna á ævinni bærðust blendnar tilfinningar í brjósti hans á þessari kveðjustund. Annars vegar kvíði fyrir því ókomna og hins vegar til- hlökkun yfir væntanlegri siglingu. Hingað til hafði hann aðeins séð skip í fjarska, en nú átti hann að fá að sigla sjálfur, aðeins átta ára. Þórey Jónsdóttir í Syðri-Ey hafði látist um vorið frá fimm börnum þeirra Björns. Vilborg, systir Þór- eyjar, sem bjó á Þorvaldsstöðum í Skriðdal, hafði þá misst einkason sinn, sem einnig hét Stefán. Við lát systur sinnar vildi Vilborg létta á heimili mágs síns og taka að sér eitt barnanna. Hún bað um barnið sem bar nafnið Stefán. Fyrir áttu þau hjónin á Þorvaldsstöðum fjórar dætur, sem allar voru eldri en Stefán. Oft er það svo í lífinu að við missi kemur eitthvað annað í staðinn. Sú varð reyndin með Stefán því við móðurmissinn eignaðist hann nýja fjölskyldu og sú var ekki af verri endanum. Á Þorvaldsstöðum í Skriðdal bjuggu þá rausnarbúi Vil- borg Jónsdóttir, sem áður er nefnd, og Benedikt Eyjólfsson ásamt dætrum sínum. Það er skemmst frá því að segja að uppvaxtarárin í Skriðdal vorum Stefáni heilladrjúg. Hann naut nafns síns og var umvaf- inn elsku frænknanna góðu alla tíð. Það lá ekki fyrir Stefáni að gerast bóndi og lá leiðin í Samvinnuskól- ann, hvar hann kynntist Eysteini, Jónasi og Samvinnuhreyfingunni. Um þetta leyti varð samgangur bræðranna frá Syðri-Ey meiri þeg- ar þeir voru allir komnir til Reykja- víkur. Hjá Þórarni kynntist Stefán ungri fallegri stúlku, Láru Pálsdótt- ur frá Gerðakoti í Miðneshreppi. Lára og Stefán gengu í hjónaband hinn 7. október 1932. Eftir nokkurra ára starf á Skatt- stofu Reykjavíkur var Stefán send- ur til Danmerkur til að kynna sér skattamál. Þar bjuggu þau Lára í eitt ár og var það í minningunni skemmtilegur og uppbyggilegur tími. Þarna var lagður grunnur að framtíðarstarfi hans á Skattstofu Reykjavíkur. Að námsdvölinni lok- inni fluttu þau heim aftur og bjuggu lengst af í Mávahlíð 23. Árið 1953 urðu straumhvörf í lífi fjölskyldunnar þegar Lára féll frá aðeins 44 ára. Eins og geta má næi-ri gjörbreytti fráfall Láru lífinu í Mávahlíðinni, kjölfestan var horfin og kúrsinn ekki alltaf rétt tekinn. Við tóku erfið ár fyrir ekkjumann- inn Stefán og ekki síður fyi-ir börnin þrjú. Stefán var mjög náinn fóstur- systrum sínum, sérstaklega Þor- björgu og Þórunni. Eftir konumiss- inn reyndust þær honum og börn- unum afar vel. Þá tryggð endurgalt hann þegar aldurinn færðist yfir þær. Þegar við kynntumst sonum Stefáns vor komið nokkurt logn á líf hans. Hann undi glaður við sitt í Mávahlíðinni en dvaldi löngum uppi í Úthlíð hjá vinkonu sinni Svövu Valfells. Þegar yngri sonurinn, Páll, flutti að heiman þótti Stefáni einnig kominn tími til að staðfesta ráð sitt að nýju og giftu þau Svava sig á Þorláksmessu 1973. I hönd fóru góðir tímar. Komið var að starfslok- um á Skattstofunni og þau Svava ferðuðust víða. Svava átti soninn Bjarnþór af fyi-ra hjónabandi. Bjarnþór lést árið 1986 en Svava árið 1992. Það var aðdáunarvert hve vel Stefán sinnti mæðginunum í veikindum þeirra. Á þessum árum nutum við hjálp- semi og umhyggju Stefáns. Börnin hans öll hafa dvalið erlendis með fjölskyldum sínum um lengri eða skemmri tíma. Gætti Stefán þá allra þeirra mála af ráðdeild og víst er að bókhaldið var í góðum höndum. Sem betur fer kemur lífið oft skemmtilega á óvart. Okkur þótti einkar athyglisvert þegar Stefán tók allt í einu upp á því á áttræðis- aldri að leggja stund á heilbrigt lí- ferni. Ekki var laust við að sumum þætti það dálítið fyndið. Hann tók að stunda sundlaugarnar, keypti sér gönguskíði og gekk á Miklatún- inu hvenær sem færi gafst. Stefán lifði breytingar heillar aldar og stóð sig vel í að tileinka sér nýjung- ar en ýmislegt í nýjustu tækni gat hann alls ekki skilið eins og t.d. símsvara: „Það er bara einhver vit- leysa sögð og manni ekki svarað,“ sagði hann ergilegur eitthvert sinn þegar hann hafði reynt árangurs- laust að ná sambandi við dóttur sína í Flórída. Stefán hélt heimili allt fram að 91. aldursári. Það sem fyrst og fremst gerði honum það kleift var árleg heimkoma Hrafnhildar, en hún birt- ist alltaf eins og vorboðinn í byrjun maí og dvaldi hjá pabba sínum fram eftir sumri. Síðustu tvö árin naut læknir, kvæntur Hildi Sigurðar- dóttur kennara, þau eiga fjóra syni. Önnur kona Stefáns var Anna Lovísa Pétursdóttur, f. 30.3. 1917, hún er látin, þau skildu. Þriðja kona Stefáns var Svava Fanndal, f. 5.9. 1913, hún lést 1992, dóttir Sigurðar kaup- manns og Soffíu Gísladóttur frá Siglufirði. Svava átti einn son, Bjarnþór Valfells. Stefán ólst upp á Þverá og Syðri-Ey til átta ára aldurs, er hann missti móð- ur sína, eftir það fór hann í fóst- ur til móðursystur sinnar Vil- borgar Jónsdóttur og manns hennar Benedikts Eyjólfssonar á Þorvaldsstöðum í Skriðdal í Suður-Múlasýslu. Þeirra dætur voru Jónína kennari, Sigríður ljósmóðir, Þórunn klæðskeri og Þorbjörg kennari við barna- skóla Austurbæjar, þær eru all- ar látnar. Stefán stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum og Samvinnuskólann í Reykjavík. Stefán var starfsmaður Skatt- stofu Reykjavíkur frá 1930 og skrifstofustjóri frá 1941 til 1975 að hann lét af störfum fyr- ir aldurssakir. Stefán bjó lengstum í Mávahlíð 23, síðan að Úthlíð 3 í Reykjavík, en síð- ustu tvö árinn dvaldi hann á Hjúkrunarheimilinu Eir í Graf- arvogi. Stefán verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. hann góðrar umönnunar á Hjúkrun- arheimilinu Eir og viljum við fyrir hönd fjölskyldu hans þakka starfs- fólkinu þar hlýlega aðhlynningu. Eins og mörgu eldra fólki er títt sagði Stefán oft sögur úr fortíð sinni. Sagan hér í upphafi er sagan sem hann sagði oftast og ljóst er að kveðjustundin í fjörunni bjó með honum alla tíð. „Stattu þig strákur" segjum við gjarnan við piltana okk- ar þegar mikið liggur við, minnnug- ar orða Björns bónda, langafa þeirra. Stefán tengdafaðir okkar hefur nú verið ferðbúinn um hríð, tilbúinn að sigla á ókunna strönd. Líkt og forðum er áfangastaðurinn óræð gáta. Spurningu okkar um eilífðina er enn ósvarað en gaman væri ef Stefáni hefur orðið að ósk sinni um líf fyrir handan. Þá er ekki nokkur vafi að heimkoman hefur orðið hon- um góð. Að leiðarlokum þökkum við Stefáni tengdaföður okkar sam- fylgdina. Hildur Sigurðardóttir og Hrefna Jónsdóttir. Þegar ég sá þig síðast elsku afi minn þá grunaði mig að ég ætti ekki eftir að sjá þig aftur á lífi. Eg strauk þér um ennið og þú leist á mig eins og þú vildir segja mér eitt- hvað. Eg gleðst yfir því að þú sért nú loksins frjáls ferða þinna, laus úr prísundinni. Ég veit að þú hefðir sjálfur kosið að fá að fara sem fyrst á vit nýrra ævintýra eða gamalla og ég veit að nú ertu aftur orðinn eins og þú áttir að þér. Stefán afi minn eins og ég kallaði hann alltaf var glæsilegur maður, hár og grannur. Hann var að nálg- ast 93. aldursárið þegar hann lést en ennþá var hann með þykkt og fallegt hár, óaðfinnanlega greitt. Afi var einstaklega mikið snyrtimenni og klæddist ávallt jakkafötum og frakka ásamt hatti og leðurhönsk- um þegar hann fór út úr húsi. Hann gleymdi aldrei að setja vasaklútinn í jakkavasann. Hann keyrði bíl til 86 ára aldurs og sá um sig sjálfur til níræðs og aldrei kvaitaði hann. Hann vildi öllum alltaf vel og reynd- ist foreldrum mínum og bömum sínum ákaflega vel. Ég minnist þess þegar afi heimsótti okkur fjölskylduna þeg- ar við bjuggum á Flórída. Ég var þá tólf eða þrettán ára gömul og afi upp á sitt besta. Ég man að hann hafði mikinn hug á því að láta SIGRÍÐUR RA GNARSDÓTTIR + Sigríður Ragn- arsdóttir fædd- ist á Hrafnabjörg- um í Lokinhamra- dal í Arnarfírði 13. september 1924. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 30. ágúst síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 7. september. Móðursystur mín, Sigi'íður Ragnarsdótt- ir, er án nokkurs vafa magnaðasti persónuleiki sem ég hef kynnst. Svipmikil, skaprík og sjálfstæð, en þó fyrst og næm og tilfinningarík kona sem lét engan ósnortinn; hjartahlý og skemmtileg. Sigga var hreinskilnasta manneskja sem ég hef kynnst og alltaf var hún trú sjálfri sér. Eins og allir, mótaðist Sigga af umhverfi sínu en hún bjó allt sitt líf í Lokinhamradal, ef undan eru skildir tveir vetur. Sigga leitaði oft skýringa á atburð- um í lífinu út frá einhverjum huld- um öflum enda ekki fráleitt búandi á stað þar sem náttúruöflin ráða svo miklu. En ef til vill var það vegna þess að hún var manneskja sem hafði misst mikið í lífinu. Sigga hafði mikinn áhuga á fólki og þykir það ef til vill nokkuð sér- stakt af einbúa á einum af- skekkasta sveitabæ í landinu. Hún bjó ein a.m.k. í sjö mánuði á ári seinustu sautján ár lífs síns, en hún sagði að sér liði vel í einver- unni. Sigga var mikil mannvinur og fylgdist vel með öllu sem mann- legt var og eitt sinn sagði hún við mig, þegar ég sagði að hún þyrfti nú ekki að vera að hafa óþarfa áhyggjur: „Já, en mig varðar um alla menn.“ Sigga var bóndi af lífi og sál, og í raun erfitt að ímynda sér meiri fjárbónda enda átti hún mjög góðan fjárstofn. Eins og sjálfsagt öllum bænd- um í landinu með ein- hvern metnað fannst henni Island vera besta land í heimi og sárnaði henni hve lítill- ar virðingar íslenskir bændur nutu í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir að vera mikil bóndi þá keyrði Sigga aldrei dráttarvél, enda góð bú- mennska ekki í vélum falin, hjá henni voru það eingöngu skepnurn- ar sem skiptu máli. Aðeins einu sinni sá ég Siggu keyra dráttarvél og þá með mann sér við hlið og ekki var það langur akstur, örfáir metr- ar. Búskapurinn byggðist því að miklu leyti á vinnufólki en hún sá ein um féð yfir veturinn. Sjálfsagt er kjarninn í uppeldi mai'gra kom- inn frá því að hafa dvalið í sveit á Hrafnabjörgum. Nær allt það fólk sem dvalið hefur þar í sveit hélt einstakri tryggð við Siggu svo ára- tugum skiptir. Þau skipti sem ég hef dvalið er- TöuumAi) opuíflMJí um atiMM TIÖTÍL flöflc iíiTÍHIMm • (fllí Upplýsingar í s: 551 1247 mig skrifa ævisögu sína. Hann hafði trú á því að ég gæti skrifað þar sem mér gekk vel í skóla og fannst mér það mikil upphefð. Það verður víst ekk.ert úr því úr þessu en á síðastliðnum tveimur árum*' hrakaði afa mjög skyndilega og þekkti jafnvel ekki lengur sín eigin barnabörn. Það var sárt að horfa upp á. Mér fannst alltaf svo spennandi þegar við heimsóttum afa í Út- hlíðina þegar ég var lítil að fá að glamra á píanóið hans og var það aldrei nema sjálfsagt. Heimili hans var einstaklega glæsilegt miðað við þennan tíma og skartaði fallegum húsgögnum frá Ameríku. Það var með forvitnum huga sem maður tiplaði um íbúðina hans og þorði varla að snerta á neinu. Ég kynntist aldrei Láru ömmu minni sem lést langt fyrir aldur fram. Afi mátti þola mikið eftir lát hennar, þá einn með þrjú börn. Lífshlaup hans var oft á tíðum erfitt en einhver hlýtur tilgangurinn að hafa verið. Vonandi tekur Lára amma á móti þér elsku afi minn. Þegar ég kom til þín í vetur þá endurtókst þú nafn hennar hvað eftir annað. Þú varst ávallt glaður og einstak- lega ljúfur. Mér er minnisstætt hvernig þú brostir ætíð við öllu og hlóst við. Ég þakka þér fyrir hve hjálpsamur þú varst þegar ég var í menntaskóla. Þá voru tölvur ekki. . orðnar almenningseign en þú vildir endilega flýta fyrir mér með því að fá manneskju til að vélrita fyrir mig stóra ritgerð sem ég þurfti að skila og svo vildirðu endilega halda einu eintaki sjálfur. Einu sinni fórstu líka með mér í atvinnuviðtal til manns sem þú þekktir vel og hældir mér í hástert svo að ég roðnaði. Ég þakka þér elsku afi minn fyrir að sýna mér gildi prúð- mennsku og hógværðar en það var einmitt það sem einkenndi þig^ Hvíl þú í friði. Þín sonardóttir Berglind. lendis til lengri tíma og hugurinn leitar heim til íslands, þá hefur maður nánast undatekningalaust hugsað vestur til Siggu á Hrafna- björgum, enda er einungis hægt að sakna þess sem skiptir máli í lífínu. Oft var gaman að tala við hana um lífið og tilveruna, sérstaklega þó lífið í sveitinni og þá hvernig lífið var í gamla daga. Þrátt fyrir að Lokinhamradalur sé afskekktur staður og fámennt orðið í sveitinni var maður við hverja dvöl á Hrafnabjörgum kominn inn í heilan - heim fullan af lífi og sögu. Ég hef oft hugsað til þess þegar ég ferðast um eyðilegar sveitir landsins, að kannski eigi þessi sveit sér ein- hverja merkilega sögu sem ef til vill sé horfin í gleymsku. Það er ekki ofsögum sagt að í upphafi hvetrar dvalar hjá Siggu hafi maður fengið það á tilfinninguna að vera kominn nokkra áratugi aftur í tímann. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast manneskju eins og Sigríði frá Hrafnabjörgum og því lífi sem hún lifði og vera þátttak- andi í þvi. Einu sinni þegar ég og Sigga töluðum um líf eftir dauðann ^ sagðist hún ekki trúa heldur vita að til væri annað líf og annar heimur eftir þetta líf. Það er mikill söknuður við fráfall Sigríðar Ragnarsdóttur frá Hrafnabjörgum. Blessuð sé minning hennar. Eyjólfur Ármannsson. H H H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.