Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Cameron og Kóngulóar- maðurinn Hvað tekur James Cameron sér fyrir hendur nú þegar hann hefur sigrað heim- inn með stórmyndinni Titanic? Hann mun framleiða og skrifa handrit endur- gerðar Apaplánetunnar frá 1968 en það sem hann vildi helst fást við er sennilega Kóngulóarmaðurinn að sögn Arnaldar Indriðasonar. Það gæti orðið bið á að sá draumur hans rættist. FLÆKTUR í kóngulóarvefnum; Cameron vildi gjarnan kvik- mynda Kóngulóarmanninn. hikar við að gera myndina vegna óhemju kostnaðar en verði hún ein- hverntíman að raunveruleika mun Tim Burton leikstýra og Nicholas Cage skrýðast skikkjunni góðu. Fjórða hasarblaðamyndin sem rætt er um að gera vestra heitir X- mennirnir eða „X-Men“ og segir af ofurmennum sem bjarga heimin- um. Mun myndin eiga að vera tilbú- in fyrir sumarmyndaslaginn 1999 og ætlar Bryan Singer, sem gerði þá frábæru sakamálamynd Góð- kunningjar lögreglunnar eða „The Usual Suspects", að leikstýra. Ang- elea Bassett og Patrick Stewart fara með aðalhlutverkin ásamt jafnvel Russell Crowe. Konungurinn og kóngulóin En aftur að kónginum Cameron. Sagan um Kóngulóarmanninn segii- af menntaskólastráknum Peter Parker sem bitinn er af geislavirkri kónguló og verður maður bæði og kónguló, klifrar upp veggi og gríp- ur glæpahyskið í vef sinn. Cameron hefur verið orðaður við Kóngulóar- manninn frá því löngu áður en hann kafaði niður að flaki Titanic með myndavélar. Segir frá því í nýlegu hefti bandaríska kvikmyndatíma- ritsins Premiere að í upphafi þessa áratugar hafi kvikmyndafyrirtækið Carolco greitt Cameron að minnsta kosti þrjár milljónir dala til þess að leikstýra mynd um Kóngulóar- manninn. Hún var aldrei gerð. Höf- undur sagnabálksins um Kónguló- armanninn, Stan Lee, sagði hug- mynd Camerons að handriti mynd- arinnar „snilldarlega". „Jim er mik- Konungur heimsins, eins og bandaríski leikstjórinn James Cameron hefur lýst sér sjálfum, á sér eitt uppáhalds- verkefni sem hann hefur árum saman reynt að gera að veru- leika. Hann dreymir um að kvikmynda söguna um Kóngulóarmanninn eða „Spiderman“. Hún gæti orðið hans næsta mynd á eftir Titanic, sem gert hefur Cameron að eftirsóttasta leik stjóra draumaverksmiðjunnar vestra, en svo getur líka farið að hún verði aldrei nokkumtíma gerð. Hugmyndin fær ef- laust hjörtu markaðs- fræðinga kvikmynda- borgarinnar til þess að slá örar: Fremsti hasar- leikstjóri heims- ins kvikmyndar eina vin- sælustu hasarblaðahetju heimsins. Setjum Jim Cai-rey í titilhlutverkið og milljónirnar streyma í kassann. Ofurhetjurnar vinsælar Kvikmyndaverin í Hollywood hafa löngum verið hrifin af ofur- hetjum hasarblaðanna enda hafa þær margar skilað góðri ávöxtun. Ofurmennið og Leðurblökumaður- inn eru líklega þær hasarblaða- hetjur sem helst hafa malað gull á hvíta tjaldinu síðustu áratugina og alltaf eru nokkrar ofurhetjumynd- ir á teikniborðinu vestra. Þær helstu sem talað er um nú um stundir eru eflaust vel kunnar þeim sem hafa ánægju af hasar- blaðalestri. Ein þeirra er um Hulk hinn óg- urlega. Rætt er um Bill Paxton í titilhlutverkið en myndin mun aldrei kosta undir 100 milljónum dala. Universal er framleiðandinn og hefur þegar eytt 20 milljónum í hönnun tæknibrellna, sem að megninu til eru gerðar í tölvum. Sagan um Hulk greinir frá vísinda- manninum Bruee Banner og hvern- ig hann breytist í fimmfaldan Arnold Schwarzenegger íyrir sakir gammageislunar. Járnmaðurinn eða „Iron Man“ mun eiga að fara í tökur á næsta ári. Segir hún af einstæðingnum og drykkjumanninum Tony Stark, sem er milljónamæringur og berst gegn glæpahyski klæddur mjög tæknilegum búningi úr járni. Vinnu við handritið er ekki lokið. í fyrstu var Nicholas Cage orðaður við hlut- verkið en á síðari stigum kom Tom Cruise að myndinni sem hugsanleg- ur framleiðandi auk þess sem svo gæti farið að hann tæki aðalhlut- verkið að sér. Þá mun eitthvert stopp vera komið á Ofurmennið lifir eða „Superman Lives“. Hún segir af því þegar Ofurmennið missir mátt sinn, lætur lífið og endurfæðist til þess að mæta óþokkanum Brainiac í lokabardaganum. Warner Bros. BIL PAXTON hefur verið orð- aður við hiutverk Hulks hins ógur- lega. TOM CRUISE svo gæti farið að hann léki Járnmanninn. NICHOLAS CAGE þykir tilvalinn í hlutverk Ofur- mennisins en Ofurmennið lifir hefur verið sett í biðstöðu. ANGELA BASSETT gæti orðið ein af X-mönnunum í samnefndri hasarblaðamynd. ill aðdáandi Kóngulóarmannsins og ber mikla virðingu fyrir Stan Lee,“ er haft eftir talsmanni kvikmynda- fyrirtækis Camerons, Lightstonn Entertainment. „En það er óvíst hvort hún verður nokkurtíma gerð.“ Eitt af því sem tefur mjög fyrir því er sú staðreynd að flestöll kvik- myndaverin í Hollywood telja sig eiga kvikmyndaréttinn eða eitthvað í honum og hafa sett lögfræðinga sína í málið. Kvikmyndasaga Kóngulóarmannsins hófst árið 1985 þegar rétthafinn, Marvel Enterta- inment Group, seldi réttinn Cann- on, kvikmyndafyrirtæki þeirra Menahem Golan og Yoram Globus, einhveiTa ski'autlegustu B-mynda- framleiðenda níunda áratugarins. Golan hvarf frá fyrirtækinu árið 1989 og tók Kóngulóarmanninn með sér enda segist hann nú hafa verið staðráðinn í að kvikmynda söguna fyrir nýtt fyrirtæki sem hann stofnaði, 21. Century. Steph- en Herek var ráðinn leikstjóri. Til þess að afla fé í framleiðsluna seldi Golan Columbia/TriStar mynd- bandaréttinn og Paramount sjón- varpsréttinn utan Bandaríkjanna en ekkert dugði og á endanum eignaðist kvikmyndafyrirtækið Carolco Kóngulóarmanninn. Þá hafði Leðurblökumaðurinn verið gerð og notið gn'ðarlegra vinsælda og svo virtist sem Kóngulóarmað- urinn gæti orðið næsti sumarsmell- ur. Carolco setti 11 milljónir dollara í undirbúningsvinnu. Cameron, sem gerði Tortímandann 2 fyrir Carolco, fékk greitt fyrii- að fram- leiða, leikstýra og skrifa handrit myndarinnar. Nafn Ai-nolds Schwarzeneggers var nefnt í tengslum við hlutverk ill- ingja myndarinnar, Kol- krabbans. Enn varð ekk- ert úr framleiðslunni. Alls vofðu fimm málsóknir yfir Carolco vegna myndarinnar og þrátt fyrir miklar vinsæld- ir Tortímandans 2, fór fyrir- tækið á hausinn. Eftir gjald- þrotið lenti Kóngulóarréttur- inn hjá Metro-Goldwyn-Meyer, eftir því sem segir í Premiere. Aðrir halda því fram að fyrirtækið hafi alls ekki réttinn. Fulltrúar Marvel segja að þegar Carolco varð gjaldþrota hafí rétturinn lent á ný hjá þeim. „Þetta er flóknari vefur en Kóngulóar- maðurinn hefði nokk- urtíma getað ofið,“ segir einn af lög- fræðingunum sem að málinu koma. „Næstum öll stóru kvikmyndaverin eiga hagsmuna að gæta.“ Of margir um hituna Þegar á allt er litið eru það vin- sældir Kóngulóarmannsins sem eru aðalorsök þess að myndin hefur enn ekki verið sett í framleiðslu „Astæðan fyrir því að myndin hefur enn ekki verið gerð er sú að það eru svo margir sem vilja gera hana,“ segir talsmaður fyrirtækis Camer- ons. „Allir drepa yndið sitt og það gæti sem best átt við hér.“ Þegar búið verður að greiða úr öllum lagaflækjunum er því spáð að kvikmyndarétturinn muni kosta svo mikið að fæstir munu hafa efni á honum; hann gæti jafnvel hlaupið á tugum milljónum dala. „Það versta við þetta alltsaman er að Kóngulóarmaðurinn er verðmæt eign sem enginn getur notfært sér“, er haft eftir einum lögfræð- ingnum, sem að málinu kemur. „Enginn veit hvað verður um hana.“ Cameron hefur enn ekki lýst því yfir hver verði hans næsta bíó- mynd. Hann skrifar handritið og framleiðir endurgerð Apaplánet- unnar en hvað Konungur heimsins tekur sér fyrir næst sem leikstjóri er með öllu óvíst. Miðað við alla lagaflækjuna sem Kóngulóarmað- urinn er lentur í getur orðið bið á að hann komist í uppáhaldsverk- efnið sitt. Jafnvel Konungur heimsins verður stundum að sætta sig við að fá ekki allt sem hann vill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.