Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1998 23 Skýrsla um framtíð konungdæmisins veldur deilum Lagt til að laun drottn- ingar verði lækkuð London. The Daily Telegraph. SKÝRSLA um framtíð breska kon- ungdæmisins, sem unnin er af Demos-hugmyndabankanum, hefur valdið deilum í Bretlandi undan- farna daga. Þar eru settar fram ýmsar róttækar hugmyndir og með- al annars lagt til að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um næsta þjóðhöfðingja. Þá skýrðu breskir fjölmiðlar frá því í gær að til stæði að lækka laun drottningarinnar, en endurskoðun á núgildandi launa- reglum konungsfjölskyldunnar hefst á næsta ári. í skýrslunni er Iögð áhersla á að nútímavæða þurfi konungdæmið, en sett er spurningamerki við ráðn- ingu ímyndarráðgjafa og varað við aukinni tilhneigingu konungsfjöl- skyldunnar til að láta stjómast af fjölmiðlaumfjöllun. Lagt er til að samin verði ný löggjöf sem kveði á um hlutverk konungdæmisins. Sam- kvæmt tillögunum yi-ði stjórnmála- legt vald þjóðhöfðingjans fært á hendur forseta neðri deildar þings- ins og fjárreiður konungdæmisins jafnframt færðar undir þingið. Konungsfjölskyldan sýni samhug sinn Hlutverk þjóðhöfðingjans sem sameiningartákns þjóðarinnar á samkvæmt skýrslunni að vera í Tony Blair Elísabet forsætisráðherra Englandsdrottning brennidepli. Konungsfjölskyldan er í því skyni hvött til að sýna almenn- ingi samhug sinn með því að not- færa sér hina ríkisreknu heilbrigð- isþjónustu og senda börn sín í al- menningsskóla frekar en rándýra einkaskóla eins og Eton, þar sem prinsarnir William og Harry stunda nú nám. Þá er lagt til að tengsl þjóðhöfðingjans við ensku biskupa- kirkjuna verði afnumin, enda geti konungdæmið ekki talist fulltrúi allrar þjóðarinnar á meðan það tengist einum trúarbrögðum með þessum hætti. _ Þingmenn Ihaldsflokksins hafa fordæmt skýrsluna sem tilraun til að spilla hefðbundnum stofnunum samfélagsins með hugmyndum „Nýja Verkamannaflokksins". Tals- maður konungsfjölskyldunnar fagn- aði hins vegar tillögum hugmynda- bankans sem áhugaverðu innleggi í umræðuna. Sterk tengsl við V erkainannaflokkinn Ríkisstjórnin hefur reynt að þvo hendur sínar af skýrslunni og í yfir- lýsingu frá skrifstofu Tonys Blairs forsætisráðherra segir að hún end- urspegli ekki viðhorf ríkisstjórnar- innar og að enginn ráðherra hafi tekið þátt í samningu skýrslunnar. Þó er ekki nema eðlilegt að spurn- ingar vakni um það hvort ríkis- stjórnin eigi hlut að máli, því Demos-hugmyndabankinn hefur sterk tengsl við Verkamannaflokk- inn. Einn af stofnendum Demos var til dæmis Geoff Mulgan, sem nú er meðlimur í ráðgjafanefnd Blairs. Ljóst er að innan Verkamanna- flokksins eru háværar raddir sem ki'efjast endurskoðunar á hlutverki konungsfjölskyldunnar. Rhodri Morgan, formaður stjórnsýslu- nefndar neðri deildar þingsins, sagði í viðtali við The Daily Tel- egraph að meðal þingmanna flokks- ins væri það viðhorf útbreitt að til- raunir ríkisstjórnarinnar til nú- tímavæðingar væru ótrúverðugar ef konungdæmið væri þar undan- skilið. skóli ólafs gauks Innritun er hafin og fer fram í skólanum, Síðumúla 17, daglega kl. 14-17, sími 588-3730, fax 588-3731. Eftirtalin námskeið eru í boði á haustönn, en nánari upplýsingar er að fá í skólanum á innritunartíma eða í ítarlegum bæklingi um skólann, sem við sendum þeim sem þess óska, hvert á land sem er: LETTUR UNDIRLEIKUR 1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjendakennsla, undirstaða, léttur undirleikur við alþekkt lög. 2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla, sama og, Forþrep fullorðinna. 3. LÍTIO FORÞREP ^ Splunkunýtt, spennandi námskeið fyrir börn að 10 ára aldri. 4. FORÞREP II Beint framhald Forþreps eða Forþreps 3 - meiri undirleikur, einkum „plokk" o.m.fl. 5. FORÞREP III Beint framhald Forþreps eða Forþreps 2, dægurlög undanfarinna 20-30 ára, byrjun á þvergripum o.m.fl. 6. BÍTLATÍMINN Eitt af Forþrepunum. Aðeins leikin lög frá bftlatímabilinu, t.d. lög Bítlanna sjálfra, Rolling Stones, vinsæl íslensk lög o.fl. Á 7. PRESLEYTÍMINN Einkum leikin lög sem Elvis Presley gerði fræg um alla heims- byggðina, ásamt alþekktum lögum íslenskra og erlendra flytjenda frá sama tíma. Afbragðs þjálfun 8. TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorðinna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri í samvinnu við Tómstundaskólann. HEFÐBUNDINN GÍTARLEIKUR 9. FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriði nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því að leika léttar laglínur á gitarinn o.m.fl. Forstig tónfræði. Próf. 10. ANNAÐ ÞREP Framhald fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 11. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verkefnin þyngjast smátt og smátt. Framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 12. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gftarkennsluefni eftir þekkt tónskáld. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 13. FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjóröa þreps. Leikið námsefni verður fjölbreyttara. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. HÆGT AÐ FA LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 1500 Á ÖNN Sendum vandaöan upplýsingabækling ONNUR NÁMSKEIÐ 14. JAZZ-POPP I Þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljómsveitarleikur o.m.fl. Nótnakunnátta áskilin. 15. JAZZ-POPP II / III Spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur, tónsmíð, útsetning. 16. TÓNSMÍÐAR I / II Byrjunarkennsla á hagnýtum atriðum varðandi tónsmíðar. Einhver undirstaða nauðsynleg. 17. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN l/ll Innifalin í námi. 18. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN FYRIR ÁHUGAFÓLK Fyrir þá, sem langar að kynna sér hið einfalda en fullkomna kerfi nótnanna til þess m.a. að geta sungið/ leikið eftir nótum. 19. KASSETTUNÁMSKEIÐ Námskeið fyrir byrjendur á tveim kassettum og bók, tilvalið fyrir þá, sem vegna búsetu eða af öðrum ástæðum geta ekki sótt tíma í skólanum en langar að kynnast gítarnum. Sent f póstkröfu. © 588-3730 INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 Motorola StarTac -frægur símil Síminn sem hefur Skammvalsminni í síma fyrir íoo númer og nöfn, endurvalsminni fyrir ío siðustu númer, númerabirtingaminni geymir síðustu ío númer sem hringdu, stillanleg hringing, stillanlegur styrkur í hlust, sjálfvirkt endurval og hraðval fyTstu 9 númera í skammvalsminni. Komdu og skoðaðu Motorola StarTac GSM símann hjá Símanum Kringlunni og Ármúla 27. 100 fyrstu sem mæta fá miða fyrir tvo á ævintýra- myndina Thk Mask of Zorro, með Antonio Banderas og Anthony Hopkins í aðalhlutverkum. Miðarnir gilda á sérstaka forsýningu í Stjörnubíói kl.21 10. september. ÓVÆFJT ZORRO SÝNlNGUt verið í aðalhlutverki ífjölda mynda, m.a, Game, One Fine Day og Broken Arrow ---------■«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.