Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Hefur setið héraðs-
fundi í 60 ár
FRÍÐUR hópur nýútskrifaðra nemenda á Hólum.
Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Stærsta brautskránmg
í 120 ára sögu skólans
STÆRSTI hópur nemenda var
brautskráður 30. ágúst sl. frá Hóla-
skóla í hartnær 120 ára sögu hans
en skólinn var stofnaður 1882.
Fjölmargir gestir sóttu. Hólastað
heim í tilefni útskriftar og skólan-
um bárust kveðjur víða að. Ræður
og ávörp fluttu m.a. þeir Guðni
Agústsson, formaður landbúnaðar-
nefndar, Guðmundur Sigþórsson,
skrifstofustjóri og formaður bú-
fræðslunefndar, og Ari Teitsson,
formaður Bændasamtaka Islands.
Samkvæmt venju fór útskrift Hóla-
skóla fram í Hóladómkirkju og
flutti prófastur Skagfirðinga, sr.
Dalla Þórðardóttir, hugvekju.
I brautskrárræðu sinni kom
skólastjóri Hólaskóla, Jón Bjarna-
son, inn á þær áherslubreytingar
sem átt hafa sér stað í starfi skól-
ans á undanförnum árum. Metnað-
ur Hólaskóla væri nú að hlúa að
vaxtarsprotum nýrra atvinnu-
greina og lögð væri áhersla á beit-
ingu nýjustu tækni og vísinda til
eflingar atvinnulífs og tómstunda-
starfs í fullri sátt við umhverfi með
virðingu fyrir sögu, menningu og
fjölþættum náttúruauðlindum
landsins.
Skólastjóri og formaður
Búfræðslunefndar viku báðir að
þeirri endurskoðun af hálfu stjórn-
valda á stöðu og hlutverki stofnana
landbúnaðarins sem átti sér stað á
sl. vetri. Sagðist skólastjóri ekki
leyna því að hann hefði viljað sjá í
þeim tillögum miklu metnaðarfyllri
sýn, sú vinna sem átt hefði sér stað
í vetur hefði ekki leitt til neinnar
niðurstöðu en þó náð að trufla ann-
að brýnt þróunarstarf þjónustu-
stofnana landbúnaðarins. Guð-
mundur Sigþórsson hrósaði for-
ráðamönnum Hólaskóla fyrir frum-
kvæði og áræði í starfi sem hann
sagði sýna að ef ætti að færa frum-
kvæði stofnana til miðlægrar
stjómar yfir þeim samruna þeirra í
eina stofnun þá verði fyrst að fara
fram nákvæm skoðun á kostum
þess og göllum í stað þess að vinna
eftir alhæfðri formúlu um að sam-
runi sé hin eina sanna lausn.
Nám við Hólaskóla er eitt heilt
ár, bóklegt og verklegt nám á Hól-
um yfir veturinn og þá verknám í 3
mánuði á viðurkenndum verk-
námsbýlum. Að þessu sinni útskrif-
uðust 22 nemendur af almennri
hrossabraut, 5 af fiskeldisbraut, 7
af ferðamálabraut og 4 af reið-
kennarabraut. Hæstu einkunn á
búfræðiprófi hlaut að þessu sinni
Guðmundur Ingi Bjömsson af fisk-
eldisbraut. Af þeim sem útskrifast
af hrossabraut em 12 með erlent
ríkisfang og sagði skólastjóri þessa
nemendur vera mikilvæga mark-
aðsfulltrúa íslenskrar hrossarækt-
ar. Hólaskóli og Félag tamninga-
manna hafa átt gott samstarf um
þróun náms í hestamennsku og
fengu 15 nemendur nú inngöngu í
FT sem tamningamenn eða C-reið-
kennarar. Sigurbjörn Bárðason,
formaður reiðkennslunefndar Fé-
lags tamningamanna ávarpaði
nemendur og afhenti þeim merki
félagsins. Skólastjóri gat þess
einnig að fyrir skömmu hefðu
Hólaskóh og Landbúnaðarskólinn
á Hvanneyri gengið frá samkomu-
lagi um að þjálfara- og reiðkenn-
aranám við Hólaskóla geti veiið
metið sem val og fullgildur hluti
háskólanáms við Landbúnaðar-
skólann á Hvanneyri. Hliðstætt
samkomulag er einnig við Háskól-
ann á Akureyri en nemendur af
ferðamálabraut Hólaskóla geta
fengið nám sitt metið sem hluta há-
skólanáms við Rekstrardeild HA
og nú þegar hafa tveir nemendur
nýtt sér það. Formlegir samtarfs-
samningar um fjölþætt menntun-
ar-, rannsókna- og þróunarstarf
hafa einnig verið gerðir við aðra
skóla og rannsóknastofnanir hér-
lendis sem erlendis.
Hellissandi - Síðastliðinn sunnu-
dag var haldinn héraðsfundur
Snæfellsnes- og Dalaprófasts-
dæmis á Ingjaldshóli. Fundurinn
hófst með messu þar sem sóknar-
presturinn í Búðardal, sr. Óskar
Ingi Ingason, predikaði.
Að loknum hádegisverði setti
prófasturinn sr. Ingiberg J.
Hannesson héraðsfundinn og
flutti skýrslu um störf kirkj-
unnar í prófastsdæminu á árinu.
Miklar umræður urðu um mál-
efni kirkjunnar, einkum þær
breytingar sem eru að verða á
stöðu hennar, stjóru og starfs-
háttum. Greinilega kom fram
að margir leikmenn eru fast-
heldnir á þau réttindi safnað-
anna að fá að velja sér presta
sjálfir og vilja jafnvel fremur
hverfa að fyrra fyrirkomulagi,
þ.e. ahncnnum prestskosningum
en að gefa þau réttindi í eins
eða fárra manna hendur.
Þá spunnust allmiklar umræð-
ur um það hvernig kristnitöku-
afmælis skyldi minnst í prófasts-
dæminu á næsta ári. Um það
voru þó engar ákvarðanir
teknar.
Elstur héraðsfundarmanna var
vafalaust Finnbogi G. Lárusson á
Laugarbrekku sem setið hefur
héraðsfundi í 60 ár, jafnframt því
að vera formaður Hellnasóknar
jafnlangan tíma. Finnbogi verður
89 ára í liaust og er engan bilbug
á honum að finna eða sjá. Þessi
ötuli talsmaður kristni á Snæ-
fellsnesi dregur hvergi af sér við
að vekja athygli á málefnum lít-
illi sókna og benda á að fyrir því
séu engin fullgild rök, hvorki
guðfræðileg né trúfræðileg að
þær njóti ekki líkrar þjónustu og
fjölmennar sóknir. Finnbogi lýsti
því skörulega yfir úr ræðustól á
Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson
FINNBOGI G. Lárusson á
Laugarbrekku sem setið hefur
héraðsfundi í 60 ár jafnframt
því að vera formaður Hellna-
sóknar í jafnlangan tíma.
Ingjaldshóli að hann væri reiðu-
búinn að sitja lengri fundi en
þennan ef það mætti verða Guðs
kristni til eflingar. Aður hefðu
héraðsfundir alltaf staðið í tvo
daga og hann minntist þess ekki
að nokkur maður hefði talið það
eftir sér.
Finnbogi er löngu orðinn þjóð-
kunnur fyrir óeigingjörn störf
sín fyrir Hellnakirkju og Hellna-
sókn. Hann hefur gegnt þar öll-
um embættum eftir því sem þörf
hefur krafið og lagði jafnvel á
sig að læra á orgel á fullorðins-
aldri svo lialda mætti uppi góð-
um sálmasöng í kirkjunni. Það er
því ekki að ófyrirsynju sem hann
er stundum nefndur höfðingi
Hellnara. Er það vissulega að
verðleikum eins og hann hefur
gengið fram í því að þjóna
byggðinni í hinum forna Breiðu-
víkurhreppi.
FRÁ héraðsfundi Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmis á Ingjaldshóli.
Alþýðubandalagið á Norðurlandi vestra
Samþykkt að hefja við-
ræður um samfylkingu
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Bíða færis
Vaðbrekka, Jökuldal - Þeir eru
ekki árennilegir bræðurnir
Kristmundur og Rósmundur
Skarphéðinssynir þar sem þeir
liggja og bíða færis gráir fyrir
járnum að hreindýrahjörðin
komi í skotfæri og þeir geti fyllt
veiðikvóta sinn á þessu hausti.
Byssan sem Kristmundur er með
er af Sako-gerð, kalíber 308, en
Rósmundur með Krag Jörgen-
sen-riffil, kalíber 7x57.
Á AÐALFUNDI kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins á Norðurlandi
vestra sem haldinn var á Siglufirði
6. september sl. var samþykkt
samhljóða að ganga til viðræðna
við Alþýðuflokk og Kvennalista um
sameiginlegt framboð þessara
stjómmálasamtaka til Alþingis-
kosninga vorið 1999.
Þá var kosin ný þriggja manna
stjórn kjördæmisráðsins. Formað-
ur hennar er Björgvin Þór Þór-
hallsson, Blönduósi.
Samfylkingarviðræðum
verði hraðað
Ályktun fundarins um sameigin-
legt framboð vinstri manna er
svohljóðandi:
„Fundur kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins á Norðurlandi vestra
haldinn á Siglufirði 6. september
1998 felur stjórn kjördæmisráðsins
að hefja nú þegar viðræðm- við
væntanlega samstarfsaðila um til-
högun sameiginlegs framboðs í
komandi alþingiskosningum.
Fundurinn leggur áherslu á að
viðræðum þessum verði hraðað svo
að ákvarðanir um framboðslista geti
legið fyrir eigi síðar en í lok októ-
ber. Jafnframt verði þá undirbúin
útgáfa sameiginlegs málgagns.
Sameinaður listi félagshyggju-
fólks sem boðinn er fram af fólki
með sömu grundvallarhugsjónim-
ar er fyrsta skrefið í þá átt að fé-
lagshyggjuöflin taki við forystu-
hlutverki í íslenskum stjórnmálum.
Jafnframt lýsir fundurinn yfir full-
um stuðningi við stjórn flokksins
við þá vinnu sem framundan er í
samningaviðræðum Alþýðubanda-
lagsins, Alþýðuflokksins og
Kvennalista og ítrekar að þeirri
vinnu verði flýtt.“
Hugmyndum um breytta
kjördæmaskipan mótmælt
Fundurinn samþykkti jafnframt
ályktun, þar sem hugmyndum sem
fram hafa komið um breytingar á
kjördæmaskipan er mótmælt. „I
þeim er lítið tillit tekið til land-
fræðilegra aðstæðna né þess fé-
lagslega samstarfs sem fram fer út
um byggðir landsins. Fyrirhuguð
stækkun dreifbýliskjördæma og
fækkun þingmanna þar mun gera
þingmönnum illmögulegt að rækja
störf sín með eðlilegum hætti úti í
kjördæmunum," segir í ályktun-
inni. „Fundurinn mótmælir sér-
staklega fram komnum hugmynd-
um um að skipta Norðurlandskjör-
dæmi vestra á önnur kjördæmi."