Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Hefur setið héraðs- fundi í 60 ár FRÍÐUR hópur nýútskrifaðra nemenda á Hólum. Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Stærsta brautskránmg í 120 ára sögu skólans STÆRSTI hópur nemenda var brautskráður 30. ágúst sl. frá Hóla- skóla í hartnær 120 ára sögu hans en skólinn var stofnaður 1882. Fjölmargir gestir sóttu. Hólastað heim í tilefni útskriftar og skólan- um bárust kveðjur víða að. Ræður og ávörp fluttu m.a. þeir Guðni Agústsson, formaður landbúnaðar- nefndar, Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri og formaður bú- fræðslunefndar, og Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Islands. Samkvæmt venju fór útskrift Hóla- skóla fram í Hóladómkirkju og flutti prófastur Skagfirðinga, sr. Dalla Þórðardóttir, hugvekju. I brautskrárræðu sinni kom skólastjóri Hólaskóla, Jón Bjarna- son, inn á þær áherslubreytingar sem átt hafa sér stað í starfi skól- ans á undanförnum árum. Metnað- ur Hólaskóla væri nú að hlúa að vaxtarsprotum nýrra atvinnu- greina og lögð væri áhersla á beit- ingu nýjustu tækni og vísinda til eflingar atvinnulífs og tómstunda- starfs í fullri sátt við umhverfi með virðingu fyrir sögu, menningu og fjölþættum náttúruauðlindum landsins. Skólastjóri og formaður Búfræðslunefndar viku báðir að þeirri endurskoðun af hálfu stjórn- valda á stöðu og hlutverki stofnana landbúnaðarins sem átti sér stað á sl. vetri. Sagðist skólastjóri ekki leyna því að hann hefði viljað sjá í þeim tillögum miklu metnaðarfyllri sýn, sú vinna sem átt hefði sér stað í vetur hefði ekki leitt til neinnar niðurstöðu en þó náð að trufla ann- að brýnt þróunarstarf þjónustu- stofnana landbúnaðarins. Guð- mundur Sigþórsson hrósaði for- ráðamönnum Hólaskóla fyrir frum- kvæði og áræði í starfi sem hann sagði sýna að ef ætti að færa frum- kvæði stofnana til miðlægrar stjómar yfir þeim samruna þeirra í eina stofnun þá verði fyrst að fara fram nákvæm skoðun á kostum þess og göllum í stað þess að vinna eftir alhæfðri formúlu um að sam- runi sé hin eina sanna lausn. Nám við Hólaskóla er eitt heilt ár, bóklegt og verklegt nám á Hól- um yfir veturinn og þá verknám í 3 mánuði á viðurkenndum verk- námsbýlum. Að þessu sinni útskrif- uðust 22 nemendur af almennri hrossabraut, 5 af fiskeldisbraut, 7 af ferðamálabraut og 4 af reið- kennarabraut. Hæstu einkunn á búfræðiprófi hlaut að þessu sinni Guðmundur Ingi Bjömsson af fisk- eldisbraut. Af þeim sem útskrifast af hrossabraut em 12 með erlent ríkisfang og sagði skólastjóri þessa nemendur vera mikilvæga mark- aðsfulltrúa íslenskrar hrossarækt- ar. Hólaskóli og Félag tamninga- manna hafa átt gott samstarf um þróun náms í hestamennsku og fengu 15 nemendur nú inngöngu í FT sem tamningamenn eða C-reið- kennarar. Sigurbjörn Bárðason, formaður reiðkennslunefndar Fé- lags tamningamanna ávarpaði nemendur og afhenti þeim merki félagsins. Skólastjóri gat þess einnig að fyrir skömmu hefðu Hólaskóh og Landbúnaðarskólinn á Hvanneyri gengið frá samkomu- lagi um að þjálfara- og reiðkenn- aranám við Hólaskóla geti veiið metið sem val og fullgildur hluti háskólanáms við Landbúnaðar- skólann á Hvanneyri. Hliðstætt samkomulag er einnig við Háskól- ann á Akureyri en nemendur af ferðamálabraut Hólaskóla geta fengið nám sitt metið sem hluta há- skólanáms við Rekstrardeild HA og nú þegar hafa tveir nemendur nýtt sér það. Formlegir samtarfs- samningar um fjölþætt menntun- ar-, rannsókna- og þróunarstarf hafa einnig verið gerðir við aðra skóla og rannsóknastofnanir hér- lendis sem erlendis. Hellissandi - Síðastliðinn sunnu- dag var haldinn héraðsfundur Snæfellsnes- og Dalaprófasts- dæmis á Ingjaldshóli. Fundurinn hófst með messu þar sem sóknar- presturinn í Búðardal, sr. Óskar Ingi Ingason, predikaði. Að loknum hádegisverði setti prófasturinn sr. Ingiberg J. Hannesson héraðsfundinn og flutti skýrslu um störf kirkj- unnar í prófastsdæminu á árinu. Miklar umræður urðu um mál- efni kirkjunnar, einkum þær breytingar sem eru að verða á stöðu hennar, stjóru og starfs- háttum. Greinilega kom fram að margir leikmenn eru fast- heldnir á þau réttindi safnað- anna að fá að velja sér presta sjálfir og vilja jafnvel fremur hverfa að fyrra fyrirkomulagi, þ.e. ahncnnum prestskosningum en að gefa þau réttindi í eins eða fárra manna hendur. Þá spunnust allmiklar umræð- ur um það hvernig kristnitöku- afmælis skyldi minnst í prófasts- dæminu á næsta ári. Um það voru þó engar ákvarðanir teknar. Elstur héraðsfundarmanna var vafalaust Finnbogi G. Lárusson á Laugarbrekku sem setið hefur héraðsfundi í 60 ár, jafnframt því að vera formaður Hellnasóknar jafnlangan tíma. Finnbogi verður 89 ára í liaust og er engan bilbug á honum að finna eða sjá. Þessi ötuli talsmaður kristni á Snæ- fellsnesi dregur hvergi af sér við að vekja athygli á málefnum lít- illi sókna og benda á að fyrir því séu engin fullgild rök, hvorki guðfræðileg né trúfræðileg að þær njóti ekki líkrar þjónustu og fjölmennar sóknir. Finnbogi lýsti því skörulega yfir úr ræðustól á Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson FINNBOGI G. Lárusson á Laugarbrekku sem setið hefur héraðsfundi í 60 ár jafnframt því að vera formaður Hellna- sóknar í jafnlangan tíma. Ingjaldshóli að hann væri reiðu- búinn að sitja lengri fundi en þennan ef það mætti verða Guðs kristni til eflingar. Aður hefðu héraðsfundir alltaf staðið í tvo daga og hann minntist þess ekki að nokkur maður hefði talið það eftir sér. Finnbogi er löngu orðinn þjóð- kunnur fyrir óeigingjörn störf sín fyrir Hellnakirkju og Hellna- sókn. Hann hefur gegnt þar öll- um embættum eftir því sem þörf hefur krafið og lagði jafnvel á sig að læra á orgel á fullorðins- aldri svo lialda mætti uppi góð- um sálmasöng í kirkjunni. Það er því ekki að ófyrirsynju sem hann er stundum nefndur höfðingi Hellnara. Er það vissulega að verðleikum eins og hann hefur gengið fram í því að þjóna byggðinni í hinum forna Breiðu- víkurhreppi. FRÁ héraðsfundi Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmis á Ingjaldshóli. Alþýðubandalagið á Norðurlandi vestra Samþykkt að hefja við- ræður um samfylkingu Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Bíða færis Vaðbrekka, Jökuldal - Þeir eru ekki árennilegir bræðurnir Kristmundur og Rósmundur Skarphéðinssynir þar sem þeir liggja og bíða færis gráir fyrir járnum að hreindýrahjörðin komi í skotfæri og þeir geti fyllt veiðikvóta sinn á þessu hausti. Byssan sem Kristmundur er með er af Sako-gerð, kalíber 308, en Rósmundur með Krag Jörgen- sen-riffil, kalíber 7x57. Á AÐALFUNDI kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra sem haldinn var á Siglufirði 6. september sl. var samþykkt samhljóða að ganga til viðræðna við Alþýðuflokk og Kvennalista um sameiginlegt framboð þessara stjómmálasamtaka til Alþingis- kosninga vorið 1999. Þá var kosin ný þriggja manna stjórn kjördæmisráðsins. Formað- ur hennar er Björgvin Þór Þór- hallsson, Blönduósi. Samfylkingarviðræðum verði hraðað Ályktun fundarins um sameigin- legt framboð vinstri manna er svohljóðandi: „Fundur kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi vestra haldinn á Siglufirði 6. september 1998 felur stjórn kjördæmisráðsins að hefja nú þegar viðræðm- við væntanlega samstarfsaðila um til- högun sameiginlegs framboðs í komandi alþingiskosningum. Fundurinn leggur áherslu á að viðræðum þessum verði hraðað svo að ákvarðanir um framboðslista geti legið fyrir eigi síðar en í lok októ- ber. Jafnframt verði þá undirbúin útgáfa sameiginlegs málgagns. Sameinaður listi félagshyggju- fólks sem boðinn er fram af fólki með sömu grundvallarhugsjónim- ar er fyrsta skrefið í þá átt að fé- lagshyggjuöflin taki við forystu- hlutverki í íslenskum stjórnmálum. Jafnframt lýsir fundurinn yfir full- um stuðningi við stjórn flokksins við þá vinnu sem framundan er í samningaviðræðum Alþýðubanda- lagsins, Alþýðuflokksins og Kvennalista og ítrekar að þeirri vinnu verði flýtt.“ Hugmyndum um breytta kjördæmaskipan mótmælt Fundurinn samþykkti jafnframt ályktun, þar sem hugmyndum sem fram hafa komið um breytingar á kjördæmaskipan er mótmælt. „I þeim er lítið tillit tekið til land- fræðilegra aðstæðna né þess fé- lagslega samstarfs sem fram fer út um byggðir landsins. Fyrirhuguð stækkun dreifbýliskjördæma og fækkun þingmanna þar mun gera þingmönnum illmögulegt að rækja störf sín með eðlilegum hætti úti í kjördæmunum," segir í ályktun- inni. „Fundurinn mótmælir sér- staklega fram komnum hugmynd- um um að skipta Norðurlandskjör- dæmi vestra á önnur kjördæmi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.