Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 44
fc 44 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ „AFI MINN FÓR Á HONUM RAUГ „Fyrir utan hinn skammsýna markaða baug“ GÓÐI Hesta-Bjarni og virðuleg- ur Ásgeir frá Gottorp. Ég ætla að leyfa mér að ávarpa ' ykkur tvo, heiðursmenn, og tileinka ykkur tveim og öðrum góðum, sem forðum voru snillingar meðal jafningja, þetta greinarkorn. Þá verð ég, líkt og Jón Helga- son, prófessor, sem sendi höfundi Hungur- vöku línu endur fyrir löngu, að sætta mig við, að naumast veit ég, hvort þetta kemur nokkurn tíma fyrir augu ykkar, né hvort við nokkurn tíma finn- umst. Ég ætla þó að láta sem svo verði og lifa í þeirri trú. Það hentar mér nú, því að til ykkar leitar mjög hugur minn um þessar Guðmundur Óli Ólafsson orðagleði, sem birtist í reglum „hrossaræktaryfirvalda" Bænda- samtakanna um sýningarhald í hrossarækt 1998. Enda hafa reglur þær reynzt með þeim hætti, sem mig grunaði, þegar til átti að taka. Ekki fæ ég betur séð né skilið. í þriðja lagi þótti mér svo út úr flóa svo um munaði, þegar ég las nýlega pistil í tíma- ritinu „Eiðfaxa", sem ég vona, að þið þekkið og sjáið, þarna fyrir handan. Pistillinn var eftir ritstjórann og var fyrirsögnin: „Bestur af þeim verstu." Þar var í raun komin sú niður- staða, hrein og klár, sem ég hef verið að bú- ast við í þó nokkur ár. Einhvem tíma í mundir með þökk fyrir margar góð- ar stundir. Oft hef ég unað við skrif þín, Ásgeir, sögurnar allar af góð- hestum í bland við kyndugar kerl- ingar og karla og kúnstir þeirra, og þá ekki sízt þann minnisvarða, sem þú reistir Bjarna Jóhannessyni. Raunar verð ég að nefna Theódór Ambjörnsson í ykkar flokki. Brodda Jóhannesson og Sigurð á Brún mætti einnig nefna, því að ekki sé ég, að aðrir hafi ritað betri bókmenntir um íslenzka hestinn í seinni tíð en þið, gömlu karlarnir. Allmörg ár eru nú mnnin, frá því að ég brá síðast stílvopni til þess að fást við hesta og hestamennsku. Taldi ég raunar, að ég hefði lokið dagsverki mínu á þeim velli. Nú bregður hins vegar svo við, síðustu daga og misseri, að hin fornu hugð- arefni leita mjög á. Og þrennt knýr mig einkum til pennans: Er þá fyrst að telja, að Andrés á Kvíabekk er fallinn í valinn. Hann taldi ég manna vaskastan, vopn- fimastan og skarpastan meðal hestamanna, þótt aldrei kynntist ég honum í návígi. Minningu hans votta ég virðing mína og fjölskyldu hans samúð mína. Það, sem hann reit í Bændablaðið, ekki alls fyrir löngu, til Kristins Hugasonar, var að sönnu óvægið og blandað nokk- urri beiskju. Eg las það með athygli og hugðist senda honum línu og taka undir sumt af því, sem hann þar sagði. Það dróst þó úr hömlu. í öðm lagi stendur mér ógn og stuggur af þeirri hæpnu og mér liggur við að segja gmnnfæru boð- Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi fyrra hafði ég orð á því við sveit- unga og góðan vin, að senn kynni svo að fara, að körlum, eins og okk- ur, yrði bannað að eiga hross, hvað þá að rækta hross eða sýna þau. Hann reyndist sama sinnis. Þau * Islenzki hesturinn er, að mati Guðmundar Ola Ólafssonar, ein elzta og helzta þjóðar- gersemi okkar. teikn, sem ég var að telja hér að framan, em mér skýr og umbúða- laus merki þess, að nú er þegar komið að þáttaskilum í sögu ís- lenzkrar hestamennsku. Hér hljóta leiðir senn að skiljast. Landsmót eru ekki fyrir afa gamla Áður en lengra er haldið vil ég, þegar í hlaðvarpa þessa bréfa- korns, geta þess, að ekkert á ég sökótt við „Éiðfaxa“, né ritstjóra hans. Ég met báða mikils. Eiðfaxi þykir mér sómaklár. Nokkurra þreytumerkja þótti mér að vísu gæta, áður en Jens Einarsson kom til sögu. En nú er klárinn hress og sællegur. Vil ég þá einnig og eink- um þakka ritstjóranum vandaða fræðsluþætti hans og þá dirfsku hans að koma við á bæjum, sem ekki eru í alfaraleið glæsiriddara og auðmanna, svo sem á Minni-Völlum á Landi. Mjög þótti mér einnig verðugt að helga einfaranum Braga Andréssyni, vini mínum, og merk- um hrossum hans forkunnar vel gerðan þátt í ritinu. Af pistlinum um þann „Besta af þeim verstu“ mátti ráða, að „gamli ungmennafélagsandinn“ með höf- uðáherzlu á þátttöku allra væri nú fáfengilegur orðinn og harla úrelt- ur. Af því mati leiðir þá einnig, að sjálfsögðu, að öll þátttaka alþýðu manna, áhugamanna og einkum sveitamanna eða strjálbýlisfólks er óæskileg, klaufaleg og einskis verð á landsmótum. Landsmótin ei'u ekki fyrir slíkt fólk. Þau eru m.ö.o. að segja haldin fyrir erlenda gesti, auðuga kaupendur, til þess að ís- lenzkir „atvinnumenn", nýríkir kvótajöfrar og duglegir hrossa- kaupmenn geti selt vöru sína. Þau eiga að vera kaupstefna með svokölluðu „alþjóðlegu" yfirbragði, einhvers konar frauði, plastskrauti eða „kruðeríi" líklega. Ég tel þakkarvert og harla tíma- bært, að þessi sjónarmið komi fram svo umbúðalaus og kviknakin. En ég rita ykkur, heiðursmenn, þessa kveðju, vegna þess að mér stendur mesti stuggur af slíkum hugsjón- um, og raunar hef ég fulla óbeit á þeim. Það merkir hins vegar ekki, að ég telji öðrum óheimilt að halda þeim fram, ellegar halda landsmót af slíku tagi. Það er þeim velkomið mín vegna, sem það kjósa. En hitt hljóta þeir að skilja og sætta sig við, að hér munu skiljast leiðir. Boðorðagleðin eða staglið, sem ég áður nefndi, er ekki rismikil stefnuskrá, virðist mér. Raunar eru markmið öll í íslenzkri hrossarækt óglögg og erfitt að henda reiður á þeim. Hið sama er að segja um framkvæmdina, dómana, sem grundvallast á boðorðunum. Svo hlaut að verða. Reglurnar, sem settar voru fyrir Landsmót á þessu ári, bættu harla lítið um. Mér koma þær svo fyrir sjónir, að þar hafi verið reynt að setja saman eins konar skilvindu, sem gi-eindi ríka frá fátækum, atvinnumenn svokall- aða frá áhugamönnum, kaupmenn- ina frá draumóramönnunum til frambúðar. Hér eftir skal enginn komast með sýningarhross á lands- mót nema hann hafi fúlgur fjár. Sé hann nógu ríkur til þess að geta keypt nógu dýrt hross, sem slysast hefur upp í dómakerfi hæstráð- enda, sé hann nógu loðinn um lóf- ana til þess að geta látið einhvern, sem er hæstráðanda þóknanlegur, þjálfa hrossið og sýna það eftir for- skrift sama ráðanda, þá blessi Guð hann og geri hann frjósaman í hrossaræktinni. Hafi hann hins vegar ekki efni á að vera með, þá getur hann étið sín hross á eigin kostnað með öllum erfðakostum, hversu góð, sem þau eru, og dáið síðan Drottni sínum sem hver önn- ur hrossaketsæta. Mér er spurn, gömlu snillingar: Er einhver vit- glóra í þessu? Listamenn einir rækta hross Oft þykir mér á seinni árum því líkast sem gert sé ráð fyrir, að þjóðin lifi hér áfram um ókomnar aldir sem eins konar safngripur úr fortíð, hætti að búa við sjálfstæða og skapandi hugsun og hugsjónir, vonir og þrár. Allt virðist eiga að vera „alþjóðlegt", nema það, sem selja má sem minjagripi úr fortíð- inni forvitnum ferðalöngum. Ég vona, að þeir séu enn fáir, sem líta á íslenzka hestinn sem slíka markaðsvöru. Forðum var hann „þarfasti þjónninn". Og enn er hann þjóðargersemi, hvorki meira né minna, og því einnig þjóð- areign og arfur. Það vissuð þið manna bezt, gömlu kempurnar. Hestamennska atvinnumanna á Islandi er hins vegar ekki gömul í landinu. Hún er ekki íslenzk nema að litlu leyti og þá einkum í því, að viðfangið er íslenzki hesturinn. Hugsjónin virðist hins vegar byggð að mestu á erlendum markaðshorf- um. Hætt er við, að slíkar hugsjónir geti orðið skammgóður vermir. Is- lenzkir hestar eru og verða engin þjóðargersemi í Danmörku, Þýzka- landi eða Bandaríkjunum. Á þeim slóðum eru einnig hrossakaupmenn og framleiðendur. Og enginn þarf að velkjast í vafa um, að þeir muni reyna að rækta hrossin eftir hug- sjónum sínum, þ.e.a.s. eftir mark- aðshorfunum einum. Um íslenzka atvinnuhestamenn má að sjálfsögðu margt og gott segja. Þeir hafa komið íslenzkum hrossum á erlendan markað undir forustu Gunnars Bjarnasonar og þar með stuðlað að því, að hrossa- rækt varð sæmilega lífvæn búgrein hér á landi um sinn. Hins vegar eru þar ekki nein gróin háskólavísindi á ferð í tamningum og reiðlist, og enn síður er þar nokkur fullkomnun eða alvizka höndluð. Islenzkir atvinnu- menn hafa fram að þessu, flestir farið eftir þýzkum fyrirmyndum, knöpum, sem hér hafa komið og stofnað til viðskipta. Kunnátta þeirra og list er misjöfn og fyrst og fremst komin úr þýzkum reiðskól- um. En hestamennska og hrossa- vísindi eru stunduð miklu víðar. Því er þörf á að senda ungt fólk og efni- legt í aðrar áttir til að afla þekking- ar. En jafnframt er brýnt, að það leggi rækt við íslenzka kunnáttu, sögu og reynslu og hefðir. Því fagna margir, að Ingimar Sveins- syni hefur tekizt að fara nýjar slóð- ir við kennslu sína á Hvanneyri. Mér er ekki grunlaust, að ykkur, gömlu mönnunum, kynni að vera margt að skapi, sem þar hefur gert verið. Og nú eru horfur á, að ung kona, vel menntuð taki þar við taumum og haldi fram á leið. Gangi henni vel. Hrossarækt er ekki búgrein ein- ungis. Ég hef ætíð litið svo á með sjálfum mér, að þeir menn, sem ræktuðu bezt og fegurst hross, hlytu að vera listamenn. Þannig mat ég Jón í Garðsauka, vin minn. Fáir bændur bjuggu við svo víða völlu sem hann, og hann horfði langt í fjarskann. Þó hafði hann einnig meira innsæi í hestsauga en margur annar og kunni flestum betur að lesa í háttu, dansa og valsa hrossa. Ég sakna hans og storms- ins og frelsisins í faxins hvin, þar austur á völlum. Of sjaldan sé ég nú glóandi gleðina í óbuguðu auga, of sjaldan gæðing, sem leikur við taum af gáska og funandi hlaupa- gleði. Hestamennirnir með prófin sitja margir fallega hest. Sumir virðast að vísu helzt ríða í „lífstykki“, og öðrum virðist stundum líða illa yfir einhverju, sem er í buxunum þeirra. Öllum er þeim það sameig- inlegt, þegar mikið liggur við og þenja skal gæðingana, að þeir halda höndum uppi undir geirvörtum, líkt og karlinn, sem Halldór Pétursson teiknaði með Hestakaupavísunum forðum. Þó hafa þeir ekki slaka tauma, eins og hann, heldur harð- strengda. Ég held ég þurfi ekki að vera með neinar getsakir um það við ykkur, hvers konar samband eða leyniþráð þar er verið að strengja eða tengja. Þið vitið allt um það. Ekki fárra ára starf, heldur kynslóða Um hrossaræktina er það hins vegar að segja, sem margir hafa bent á, að kyngæði hrossa erfast ekki frá snjöllum knapa. Þau erfast ekki heldur frá góðum hrossarækt- an-áðunautum, þótt þeir kunni miklu að ráða. Þó vil ég geta þess, að ekki er ég í vafa um, að þakkar- skuld íslenzkra hestamanna við Theódór Ambjörnsson, ráðunaut, er mikil. Hann var vitur maður, kunnáttumaður og naut trausts og virðingar bænda og hestamanna. Því tókst honum á fám árum að ryðja þær brautir, sem farsælar hafa reynzt. Fleiri koma þar að sjálfsögðu við sögu. Og svo má stundum skilja sem takmarkinu sé næstum náð. En hrossarækt er ekki fárra ára verk né heldur fári'a áratuga. Hún er án efa ærið verkefni mörgum kynslóðum listamanna. En tvö ís- lenzk dæmi þekki ég, sem ættu að geta orðið einhverjum að lærdómi sem vildi læra. Sveinn Guðmundsson á Sauðár- króki hefur reynzt flestum mönn- um farsælli við hrossarækt hér á landi seinni hluta þessarar aldar. Hann hefur verið svo virkur í sam- tökum hestamanna, að auðvelt er að rekja feril hans og árangur af skrám og myndum. Og þar mun vera margt fróðlegt að sjá. Ekki trúi ég öðru, en einhverjum þyki harla athyglisvert að sjá myndir af þeim hrossum, sem hann kom fyrst með á sýningar fyrir tæpri hálfri öld. En hver er galdur Sveins? Mér sýnist hann blasa við augum: Hann var aldrei að elta neina tízkuhesta. Hann vissi alla tíð, að hverju hann stefndi og var ótrauður við að leita leiða að því marki. Hitt verður svo ljóst, þegar fram líða stundir, hversu vel tekst að varðveita og ávaxta það, sem áunnizt hefur. Sauðárkrókshrossin hafa þó náð slíkum vinsældum og komizt það víða til áhrifa, að aðstaðan til varð- veizlu góðra kosta þeirra er ákjós- anleg. Hrafn frá Holtsmúla í Skagafirði er annað dæmi. Hvorki var hann af ætt sinni né fegurð eða atgervi um- fram fjölmörg önnur íslenzk hross. Einhver atvik ollu því þó, ellegar einhver glögg listamannsaugu, að hesturinn var reyndur til kynbóta og fékk sannað gildi sitt. Hann varð einn hinna vinsælustu kyngæðinga þessarar aldar á Islandi. Svo skammt getur orðið milli slyss og ávinnings í hrossarækt. En víst er, að ekki hefði Hrafni orðið greið leið á landsmót í sumar, hefði hann nú verið ungur hestur í höndum sveitamanns í snauðara lagi. Það skal aldrei verða Skáldið Jón Helgason ræddi við hinn gamla mann í jörðu, höfund Hungurvöku. Ekki er ég slíkt skáld, en hef þó af dirfsku ávarpað ykkm', heiðursmenn og horfna snillinga. Þið eruð ekki gamlir menn í jörðu í huga mínum. Orð ykkar og sögur eru grópuð í minni mitt og gróin í vitund mína, meðan ég er og hrærist. Þið áttuð fákana ykkar með sama hætti og ég mína, dáðuð þá og unnuð þeim. Þið áttuð vonir, hugsjónir og þrár, sem þeim voru bundnar. Þar voru tákn og birting hins fegursta og bezta í sköpun Guðs, arfur ykkar. Islenzkur hestur er ein elzta og helzta þjóðargersemi Islendings. Hann var þarfasti þjónninn um ald- ir. Hann er ekki einungis Skáldfák- urinn. Hann er af himni kominn, í ætt við himintungl og sól og allar höfuðskepnur, draumur, hugsjón og von kynslóða, jafnt barnsins sem öldungsins, hins snauða og hins ríka, fatlaða og heila, fangans og hins frjálsa. Hann er í sögum þjóð- arinnar, kvæðum hennar og söngv- um. Sami arfur kom einnig í hlut okk- ar, sem vorum og hétum hesta- menn á fyrstu árum Landssam- bands hestamanna. Það var stað- föst von okkar allra og trú, að ís- lenzki hesturinn varðveittist og þjóðin öll fengi notið hans, sér til yndis og sálubótar. Það var einnig trú okkar, að hrossin yrðu æ betri og hestamennskan æ vinsælli al- þýðulist og gaman á íslandi. „Afi minn fór á honum Rauð“ segir í þjóðvísunni. Ekki ber ég neinn kinnroða fyrir afa minn og Rauð hans né heldur brauðstrit beggja. En í þeirra félagi vildi ég helzt vera, fara með þeim um sveit- ir og heiðar á góðum dögum, þar sem maður og hestur eru eitt „fyrir utan hinn skammsýna markaða baug“ spjátrunga og peninga- manna, sem halda, að allt sé einskis vert nema heimsmet heiti og heimsmót. Nú vildi ég, að þið gætuð tekið til máls, gömlu mennirnir og skáldin og kallað til þings: Nú er þörf að rísa upp og stíga á stokk. Hér þarf að stofna hagsmunasamtök og félag sveitafólks og alþýðumanna. Það skal aldrei verða, að börnum á Is- landi verði neitað um að þekkja hesta og njóta hestsins. Það má aldrei verða, að hestar verði ein- ungis eign ríkra og forréttinda- manna. Hér skulu verða hestar við hæfi hvers manns, jafnvel haltra og blindra. Og mót skulu haldin, barnamót, fjölskyldumót, og þang- að skulu þeir verstu af þeim verstu koma og vaxa að manndáð og verða ríkari að vonum. Þangað skulu þeir listamenn koma, sem rækta vilja og sýna hina fegurstu og beztu hesta, jafnvel þótt snauðir séu að öðrum veraldar auði, frjálsir menn í frjálsu landi, óháðir, öllu einræði og skilvindum. Höfundur er prófastur í Skálholti og fyrrum ritstjóri Hestsins okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.