Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998
MARGMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ
Pýðingar í
sviðsljósi
„Fámennum hópi þýðencLa úr íslensku
fer fjölgandi. Fornar og nýjar bók-
menntir eru þýddar, skemmst er að
minnast samræmdra þýðinga Islend-
ingasagna, en óvenju mikið er þýtt af
íslenskum samtímabókmenntum. “
Þyðendaþing í
Skálholti og Reykja-
vík á vegum Bók-
menntakynningar-
sjóðs og Stofnunar
Sigurðar Nordals hefur staðið
frá 9. september og lýkur hinn
14. Átján þýðendur íslenskra
bókmennta sitja þingið. Á þing-
inu eru þýðingar ræddar, hlýtt á
fyrirlestra um íslenskar sam-
tímabókmenntir, rithöfundar
sækja þingið heim og þýðinga-
smiðja er opin svo að fátt eitt sé
talið.
Fámennum hópi þýðenda úr
íslensku fer fjölgandi. Fornar og
nýjar bók-
VIÐHORF
Eftir Jóhann
Hjálmarsson
menntir eru
þýddar,
skemmst er að
minnast sam-
ræmdra þýð-
inga Islendingasagna, en óvenju
mikið er þýtt af íslenskum sam-
tímabókmenntum. Bókmennta-
kynningarsjóður, Norræni þýð-
ingasjóðurinn, Ariane-áætlun
Evrópusambandsins og ýmsir
aðrir opinberir sjóðir hafa veitt
þýðendum og útgefendum góðan
stuðning. Nauðsynlegt er að með
einhverjum hætti verði þessi
starfsemi efld. Talað hefur verið
um bókmenntaskrifstofu eða
stofnun eins og í flestum ná-
grannalöndum okkar. Bók-
menntakynningarsjóður er vísir
að slíkri stofnun, en hefur ekki
mikla fjárhagslega getu. Stofnun
Sigurðar Nordals sinnir einkum
fræðimönnum en meðal þeirra
eru vitanlega þýðendur og ýmsir
aðrir sem starfa í þágu íslenskra
bókmennta, fornra og nýrra.
Ekki fjölmennur, en þó tölu-
verður hópur, íslenskra rithöf-
unda hefur náð að verða kunnur
á Norðurlöndum, Þýskalandi,
Englandi og jafnvel víðar. Þetta
er áfangi sem náðst hefur með
ötulu kynningarstarfí og með
hjálp erlendra útgefenda og
þýðenda. Ráðstefnur og þing,
m.a. alþjóðlegar bókastefnur,
hafa átt sinn þátt í þessu og líka
vaxandi áhugi sem sýndur er ís-
lenskum bókmenntum.
Á Norðurlöndum hefur þessi
áhugi verið fyrir hendi og alltaf
forvitni þar að frétta af fleiri rit-
höfundum en Snorra Sturiusyni,
Agli Skallagrímssyni, Gunnari
Gunnarssyni og Halldóri Lax-
ness. I Þýskalandi er þessi
áhugi endurvakinn nú eftir
myrka tíma og er svo komið að
mönnum er óhætt að horfa í
norður án þess að vera bendlað-
ir við þjóðemis- eða kynþátta-
stefnu. Stríðið fór illa með
orðstír margi-a íslenskra rithöf-
- unda.
I Suðurlöndum, Frakklandi,
Italíu og Spáni, hafa íslenskar
samtímabókmenntir ekki náð
verulegri athygli, en ýmslegt
bendir til þess að úr því geti
ræst. I þessum löndum er lagt
mikið upp úr þýðingum klass-
ískra fombókmennta og era
þess mörg dæmi að Islendinga-
sögur njóti þess.
En svo aftur sé vikið að ís-
lenskum bókmenntum í Þýska-
landi og Mið-Evrópu fyrir stríð
rifjast upp fyrir mér frásögn
Guðmundar Gíslasonar Hagalíns
í ævisögu hans Þeir vita það fyr-
ir vestan sem kom út 1979.
I upphafí fjórða áratugar seg-
ist Hagalín hafa orðið þess vís
að bækur hans höfðu vakið tals-
verða athygli hjá erlendum
fræðimönnum sem gátu lesið ís-
lensku. Hann nefnir sem dæmi
að í Svíþjóð hafi birst tvær af
smásögum hans, Tófuskinnið og
Hákarlaveiðin, og víðkunnur
málfræðingur og bókmennta-
maður, Gustav Neckel, prófess-
or í norrænum og frumger-
mönskum fræðum í Berlín, hafi
skrifað og hælt sögum sínum og
viljað stuðla að því að safn smá-
sagna hans kæmi út á þýsku.
Þeir höfðu bréfaskipti út af
þessu og fleira „og nokkra áður
en styrjöldin mikla brauzt út,
hafði hann látið þýða úrval úr
smásögum mínum og Ullsteins
bókaútgáfa lofað að kosta útgáfu
sagnanna. Síðan hvorki heyrði
ég né sá neitt frá honum eða
þýðandanum, en frétti, að Hitler
hefði mislíkað við Neckel, svipt
hann embættinu í Berlín, en af
náð leyft að hann yrði prófessor
við háskólann í Bonn.“
Einnig getur Hagalín hol-
lensks prófessors í norrænum
fræðum sem hafði bréfaskipti
við hann og kvaðst láta nemend-
ur sína nota sem lesbók Veður
öll válynd, en það var ekki síst
málfarið íslenska sem hreif pró-
fessorinn.
I framhaldi af bréfí hollenska
prófessorsins fékk Hagalín bréf
frá Onnu Kersbegen, dr. phil. og
skjalaverði í Rotterdam sem bað
um leyfi til að þýða smásögur,
bæði úr Strandbúum og Veður
öll válynd. Sögurnar birtust og
þóttu vel þýddar. Hún vann síð-
an að þýðingu á Þætti af Nes-
hólabræðram sem hún kallaði
snilldarverk og kom til íslands í
því skyni m.a. til að sjá álíka
húsakunni og lýst var í sögunni.
Þeirri ferð og kynnum þeirra
Hagalíns er lýst á kostulegan
hátt. „Stormen kom út á hol-
lenzku 1933, og ég fékk senda
svo lofsamlega ritdóma, að ég
varð meira en lítið hissa ...“,
skrifar Hagalín. Þau höfðu
bréfaskipti nokkrum sinnum uns
heimsstyrjöldin dundi yfir.
Þetta er svona dálítið innskot
um hvernig farið getur fyrir rit-
höfundum þegar um kynningu
og útbreiðslu verka þeirra er-
lendis er að ræða. Heimsstyrj-
öldin var enn miskunnarlausari í
þessum efnum en dæmi Haga-
líns sýnir, en ljóst er að vegna
stríðsins og ýmislegra ytri að-
stæðna fóra meginlandsbúar að
mestu á mis við sagnameistar-
ann íslenska.
Oft heyrist því fleygt erlendis
að ungir íslenskir rithöfundar
séu meira íyrir frásögnina en
erlendir kollegar þeirra. Þær
raddir koma ekki síst frá Þýska-
landi þar sem menn eru dugleg-
ir að lesa og svelgja í sig þykka
rómana. Mér hefur þá stundum
dottið Hagalín í hug þótt nöfn
þeirra Gunnars Gunnarssonar
og Halldórs Laxness, jafnvel
Kristmanns Guðmundssonar
(Gyðjan og uxinn) hafí kannski
verið nærtækari vegna þess að
þau eru kunnari erlendis.
NINTENDO*4
Ljósmynd/Ingvi
NINTENDO hefur ekki sinnt ECTS-sýningunni af neinu viti, en í takt við breyttar áherslur mættu þeir tíl
leiks með látum að þessu sinni.
Otrúleg stemmning
SIÐASTLIÐINN sunnudag hófst í
Olympia-sýningarhöllinni í Ken-
ington í London hin árlega ECTS-
leikjasýning. Sýningin er svonefnt
Trade Show eða sýning aðeins ætluð
fyrir þá sem starfa innan leikjaiðn-
aðarins og blaðamenn, en þar sýna
allir helstu framleiðendur nýjustu
vörur sínar, en meginþemað er alltaf
leikir.
Tölvuleikir verða sífellt vinsælli
hvort sem er fyrir leikjatölvur eða
einkatölvur. Leikjatölvan hefur vinn-
inginn og þannig leikir hafa selst
miklu betur undanfarin ár enda voru
stærstu básarnir á ECTS leikja-
tölvubásar, Sony og Nintendo, og
stórir leikjaframleiðendur sýndu líka
PlayStation-leiki. Búist var við að
Sega myndi forkynna Dreamcast-
leikjatölvu sína, aðeins var sagt frá
henni í sérstöku sjónvarpi sýningar-
innar en ekki sást af henni snifsi.
Framleiðendur eru alltaf í mikilli
samkeppni um sviðsljósið og keppast
um að vera með sem stærstan bás og
mikið af óvæntum uppátækjum til að
ná sem mestri athygli. Til að mynda
kom sjálf Lara Croft í Eidos-básinn
og leyfði áhugasömum karlmönnum
að láta taka mynd af sér með henni
sem margir vildu gera. Allt varð líka
vitlaust þegar Michael Owen kom á
staðinn að kynna nýjan fótboltaleik
sem hann gerir með Eidos. Einnig
komu söguhetjumar í Daikatana,
leik frá Ion Storm sem Eidos dreifir.
Patricia Ford og önnur fyrirsæta
leyfðu sömuleiðis myndatöku í
Eidos-básnum.
Mesta athygli vakti líklega Sony-
básinn enda var hann stærstur allra
á sýningunni. Þar var hægt að
rekast á ýmsar furðufígúrur, meðal
annars Crash Bandicoot sjálfan sem
birtist senn í þriðja sinn á PlaySta-
tion-skjánum, í þetta sinn með fleiri
félögum sínum og lofar Sony að mik-
ið af nýjungum verði í leiknum.
Einnig var hægt að sjá og prófa alla
nýjusta PlayStation-leikina eins og
Tekken 3 og Tom raider III. Salur-
ORMURINN
Jim var á sínum stað og
reyndar var fólk í gúmmíbúningum úti
um allt.
Tölvuleikir sækja sífellt
í sig veðrið og leikja-
tölvumarkaðurinn held-
ur áfram að vaxa. Ingvi
M. Arnason brá sér á
ECTS-leikjasýninguna
í Lundúnum.
inn var allur þakinn hvítu efni sem
myndvarpar skinu á og bjuggu þeir
þannig til afar flott umhverfí.
Lita Gameboy
Nintendo 64 var einnig með afar
stóran sýningarsal og þar var hægt
Castelvania endurgerður, Bomber-
man Hero og Zelda 64 sem Nintendo
hefur endurgert. Margir efast um að
Nintendo nái að koma Zelda 64 á
markað fyrir jólasöluna, en Nin-
tendo lofar öllu fögra og verður at-
hyglisvert að sjá hvernig þeim tókst
að lappa upp á þennan klassíska leik.
Mikið bar líka á Gameboy, enda er
loksins kominn lita Gameboy sem
hægt er að tengja við sjónvarp og
myndavél og fjöldi leikja var kynnt-
ur fyrir Color Gameboy.
SCI-básinn vakti einnig mikla at-
hygli því þar stóðu bæði karl- og
kvenkynshetjurnar í Carmageddon
frekar illilegar á svip við hlið upp-
runalega Carmageddon-bílsins.
Fleiri fyrirtæki tóku þátt í sýning-
unni að þessu sinni en í fyrra en sýn-
ingin hefur átt vaxandi vinsældum
að fagna seinustu ár. Leitt er að
almenningi skuli
að prófa hvern einasta Nintendo 64
leik sem kominn er út til þessa og
alla þá sem eru væntanlegir í bráð.
Þar á meðal eru margir endurgerðir
klassískir Nintendo-leikir eins og
ekki vei’a seldur aðgangur að sýn-
ingunni því stemmningin á stórri
leikjasýningu sem þessari er ótrúleg
og margt skemmtilegt ber fyrir
augu.
Hjaðninga-
víg bann-
árabófa
FYRIRTÆKI grípa til ýmissa
meðala til að kynna varning sinn
og stundum reynist þeim erfltt að
greina á milli snjallra