Morgunblaðið - 12.09.1998, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 12.09.1998, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: IUTSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Islensk þátttaka í lyfjaframleiðslu á Möltu? FJÁRFESTAR frá Bretlandi og Kanada hafa síðustu daga verið að kanna áhuga lyfjaframleiðenda hér- lendis á samstarfi um lyfjafram- leiðslu á Möltu. Er þessi athugun til komin í framhaldi af samstarfs- samningi sem heilbrigðisráðherrar Islands og Möltu undirrituðu íyn- á árinu, varðandi hugsanlegt sam- starf á ýmsum sviðum í heilbrigðis- málum. Einar Magnússon, skrifstofu- stjóri heilbrigðisráðuneytisins, upp- ^Jýsti Morgunblaðið um það í gær að tveir fulltrúar fjárfesta frá Bret- landi og Kanada hefðu óskað eftir viðræðum við Islendinga í því skyni að kynna sér hugsanlegt samstarf á sviði lyfjaframleiðslu. Dvöldu þeir hér í nokkra daga og héldu af landi brott í gær. Ráðuneytið hafði milli- göngu um að koma þeim í samband við Samtök iðnaðarins og heimsóttu þeir Omega-Farma, Lyfjaverslun Islands og Delta. Engar sérstakar hugmyndir voru lagðar fram í þess- ari heimsókn en von er á tillögum frá hinum erlendu fjárfestum eftir tvær til þrjár vikur og munu fyrr- greindir lyfjaframleiðendur þá kanna þær. Áhugi á markaðssetningu í Evrópulöndum Einar Magnússon sagði að Malt- verjar hefðu áhuga á ýmsu sam- starfi við íslendinga, þeir hefðu sótt um aðild að Evrópusambandinu og væru aðstæður þeirra á margan hátt svipaðar aðstæðum hérlendis. Um væri að ræða litla eyþjóð í út- jaðri stórs markaðar og hefðu þeir áhuga á að kynna sér hjá Islending- um hvernig hægt væri að markaðs- setja framleiðslu t.d. í Evrópulönd- um. Nýr heimur opnast Keikó ÞJÁLFARAR háhym- ingsins Keikós eru ánægðir með það hvern- ig honum gengur að laga sig að nýju umhverfí. Fyrsta nótt Keikós í Klettsvík reyndist tíð- indalítil. Jeff Foster, þjálfari Keikós, sagðist ánægður með ástand hvalsins, hann virtist fullur af orku og hefði synt vel. Hann væri tilbúinn að takast á við næsta verkefni. Að sögn þjálfarans át Keikó 30 kfló af sfld og loðnu fyrsta dag- inn. Sagði hann að fara þyrfti ró- lega af stað vegna þess að hann hefði ekkert étið meðan á flutn- ingnum stóð. Skammturinn yrði aukinn smátt og smátt. Jeff Foster sagði að sex manns hefðu verið í kvínni yfír nóttina auk öryggisvarðar. Háhyming- urinn hefði verið forvitinn um umhverfi sitt, fylgst vel með öll- um bátsferðum við kvína og mannaferðum innan hennar. Dave PhiIIips, sljórn- andi Keikó-stofnunarinn- ar, var staddur í kvínni og sagði að það hlyti að vera eins og nýr heimur opnaðist fyrir háhymingnum við það að komast úr lokaðri laug í víðáttu Klettsvíkur. Þorsteinn Sigfússon, formað- ur samstarfsnefndar Háskóla fs- lands og Vestmannaeyja, segir erfíð og spennandi verkefni framundan í rannsóknasetri Há- skólans í Eyjum. „I dag, daginn eftir Keikó, erum við að ræða við kennslufræðistofnanir víða um heim, sem eru hér hjá okk- ur, um miðlun upplýsinga og hvers kyns samvinnu," sagði hann. ■ Keikó í Eyjum/6/10 I afplánun fyrir að neyta vímuefna UNGUR piltur var hnepptur í fang- elsi í gær eftir að hann braut skil- yrði skilorðs vegna dóms sem hann hlaut í sumar. Pilturinn hefur alloft gerst brotlegur og var dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar, m.a. vegna líkamsárásar, þjófnaðar og fíkni- efnamála. Framkvæmd dómsins skyldi frestað í þrjú ár héldi pilturinn al- mennt skilorð og auk þess var skil- yrt að hann neytti hvorki áfengis né fíkniefna þann tíma. Pilturinn braut hins vegar af sér fyrir nokkru og var handtekinn. Lét lögreglan þá taka úr honum blóðsýni og kom í ljós að hann hafði neytt vímuefna. Var hann færður fyrir dómara til að fá úr því skorið hvort hann teldist hafa brotið skilyrðið. Urskurður dómara var að svo væri og var hann því hnepptur í fangelsi til að afplána fyrri dóminn. -------------- Damon og Einar Örn semja kvik- myndatónlist EINAR Orn Benediktsson og Damon Albarn, söngvari bresku sveitarinnar Blur, hafa tekið að sér að semja tónlist myndar- innar 101 Reykjavík. Baltasar Kor- mákur er leik- stjóri myndar- innar og höf- undur handrits og er það laus- lega byggt á skáldsögu Hallgríms Helgasonar. Tökur á mynd- inni hefjast í janúar. Aðstandend- ur myndarinn- ar hafa enn- fremur leitað til erlendrar stór- leikkonu og boðið henni aðal- hlutverkið, þótt ekki vilji þeir gefa upp nafn hennar að svo stöddu. ■ Damon og Einar Örn/60 --------------- Marin eftir bílbeltin HARÐUR árekstur varð við vega- mót Ólafsvíkui'vegar og Borgar- nesvegar í gærkvöldi. Tveir bílar, sem voru að koma að vestan og riorðan, rákust harkalega á. Sex manns voru í bílunum og allir í beltum. Að sögn lögreglu komu beltin í veg fyrir alvarleg slys á fólki, en áreksturinn var það harður að sumir voru illa marðir eftir beltin og eitthvað var um rifbeins- og við- beinsbrot. Fólkið var flutt á heilsu- ^æslustöðina í Borgarnesi til skoð- unar. Bílamir eru ónýtir. Morgunblaðið/Ásdís Fastir á Fjarðarheiði 15-20 bílar sátu fastir á Fjarðarheiði í gær, en mjög hvasst var í veðri á Norður- og Austurlandi og talsverð úrkoma. Færð spilltist á fjallvegum. Þungfært var á Öxarfjarðarheiði og Lágheiði og Hellisheiði eystri var ófær. Hálka var sumstaðar á vegum norðanlands og á Vestfjörðum. Reiknað er með að veður gangi nið- ur í dag. Hvasst var einnig á Suðurlandi í gær. Fleki af gám fauk t.d. á lítinn bát á Höfn í Hornafirði og er bátur- inn talinn ónýtur. -----♦-♦“♦--- Fyrsta saia á kvótaþingi FYRSTU viðskiptin á kvótaþingi á þessu fiskveiðiári voru í gær, þegar sex tonn af þorski voru seld, og var svokallað viðskiptaverð 85 kr. á kíló. Hæsta kauptilboð í ýsu var 25 kr., en sölutilboð lá ekki fyrir. Sænskar rannsóknir um nýjungar frá Ossuri hf. Sparnaður í sænska heil- brig’ðiskerfínu 720 millj. SÝNT hefur verið fram á að með notkun tvenns konar tækninýjunga frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri hf. hefur tekist að gera mun fleiri sjúk- lingum, sem hafa þurft að gangast undir aílimunaraðgerð, fært að ganga á ný. Fram- leiðsla Össurar sparar að auki miklar fjárhæðir í sænska heilbrigðiskerfinu. Hópur lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkra- þjálfara og stoðtækjafræðinga við stofnanir í Kristianstad og Hássleholm í Svíþjóð hefur unnið að rannsókn, sem miðaði að því að bæta meðferð sjúklinga eftir aflimun. 103 sjúklingar voru í úrtaki rannsóknarinnar og leiddu niður- stöðurnar í ljós að sílikonhulsa frá Össuri sem sett var upp á stúf sjúklings fljótlega eftir aflimun bætti líðan hans og kom í veg fyrir bólgumyndun. Ennfremur var með sílikonhuls- unni mögulegt að setja IceX-hulsu á fót sjúk- lings innan þriggja vikna. Áður tíðkaðist að vefja plástri og grisju um stúfinn, en sá umbún- aður lagaði sig ekki að stúfnum eins og sílikon- hulsan. Margir sjúklingar þurftu því að liggja á sjúkrahúsi í kjölfar aflimunar og að meðaltali lá hver sjúklingur 75 daga. Með nýju aðferðinni var legudögum fækkað niður í 54 eða um 28%. 24 þúsund á dag sparast Sjúkrakostnaður vegna hvers sjúklings á dag í sænska heilbrigðiskerfinu er tæpar 24 þúsund krónur þannig að með fækkun legudaganna sparast um hálf milljón króna á hvern sjúkling. Sé miðað við fjölda sjúklinganna, sem tóku þátt í rannsókninni, er sparnaðurinn um 50 milljónir króna. Við yfirfærslu þessarar tölu á alla Sví- þjóð nemur sparnaðurinn 720 milljónum króna á ári. Við meðferð sjúklinga er lögð áhersla á mannlega þáttinn, hvað snertir þjálfun sjúk- lings og fræðslu og ekki síst er hvatning mikil- væg til að hann megi takast á við lífið á nýjan leik. 59% ganga á ný Icecross-sílikonhulsan og IceX-hulsan hafa verið þróaðar af íslenska stoðtækjaíyrirtækinu Össuri hf. og hefur sænski rannsóknarhópurinn sýnt fram á að með notkun þessara nýjunga hafi tekist að auka hlutfall þeirra sem geta gengið á ný eftir aflimun úr 39% í 59%. Rann- sóknarhópurinn hefur nú hafið kynningu á nýj- unginni innanlands og utan. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar á alþjóðlegi’i ráðstefnu í Hollandi og nú eru stjórnendur rannsóknar- hópsins staddir hér á landi til að hitta íslensk starfssystkini sín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.