Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 39 ,
MARGMIÐLUN
AÐSENDAR GREINAR
Corel
í kreppu
EITT SINN var helsta rit-
vinnslukerfí hér á landi Word-
Perfect sem var meira að segja
til á íslensku. WordPerfect var
framleitt í Utah og var helsta
ritvinnsluforrit heims fyi’ir
einkatölvur á sinni tíð. Helsti
keppinauturinn var Word frá
Microsoft og þegar Microsoft
kynnti Windows notendaskilin
fylgdi Windows-útgáfa af Word
þar skammt á eftir. WordPer-
fect-stjórum fannst aftur á móti
ekkert liggja á að elta nýjustu
tísku og héldu áfram að þróa
DOS-útgáfu af WordPerfect.
Þegar þeir loks tóku við sér var
Windows orðið allsráðandi og
tíminn of naumur til að setja
saman almennilega Windows-
útgáfu. Fyrsta Windows-útgáf-
an af WordPerfect þótti ekki vel
heppnuð og smám saman fjar-
aði undan fyrirtækinu þar til
það þraut örendi og framleiðslu-
leyfið að WordPerfecrt fór á
flakk.
Undanfarin ár hefur
kanadíska fyrirtækið Corel átt
WordPerfect og þróað og gekk
því harla vel framan af. Corel
framleiðir helsta teikniforrit
PC-heimsins, CorelDraw, og að
auki ýmsan hugbúnað annan.
Eins og getið er gekk fyrirtæk-
ið ágætlega og til að mynda var
það í sterkri stöðu á vöndla-
markaði þar sem það atti kappi
við Office-vöndul Microsoft.
Eftir því sem Microsoft hefur
vefvæðst hefur Corel aftur á
móti tapað áttum og smám sam-
an dregið úr því þrótt.
Á síðastliðnum tólf mánuðum
hefur veltuhutdeild Corel á hug-
búnaðarmarkaði minnkað um-
talsvert, úr hálfu þriðja prósenti
í hálft annað. Að sögn er sölu-
samdráttur helsta skýringin,
meðal annars virðist sem skrif-
stofuvöndull Corel, sem inni-
heldur meðal annars WordPer-
fect, Quattro Pro, Corel Pres-
entations, Borland Paradox,
Corel Time Line, GroupWise,
Envoy og svo má telja.
Corel hefur farið halloka fyrir
Windows Offíce og spá mark-
aðsfræðingar að enn muni
harðna á dalnum þegar Office
2000 kemur út snemma á næsta
ári. Forstjóri Corel, Michael
Cowpland, er aftur á móti bratt-
ur og segist ekki hafa áhyggjur
af stöðunni og þótt hlutabréf í
Corel hríðfalli í verði tákni það
aðeins að nú sé rétti tíminn til
að kaupa hlut; bréfin eigi eftir
að hækka gríðarlega á næst-
unni.
Vefur
um veg
VEFUR helgaður verslunum við
Laugaveginn var opnaður sl.
laugardag, en í frásögn af honum
misritaðist slóð vefsins. Rétt slóð
á vefnum, sem hefur að geyma
heimasíður um helmings versl-
ana og fyrirtækja við Laugaveg,
er www.laugavefur.is.
Örbylgju-
banki
í eldhúsið
ÞEGAR tölvufróðir og -framleið-
endur hafa rætt nettengingu heimil-
isins hafa þeir helst horft til sjón-
varpsins eða jafnvel símans. Þegar
er hægt að stunda bankaviðskipti
yfir netið og einnig er hægt að gera
ýmislegt í gegnum símann. Nú hef-
ur NCR séð sér leik á borði og
hyggst fella samskiptabúnað inn í
örbylgjuofna. I gegnum ofninn
mætti þá sinna bankareikningnum,
gi-eiða reikninga og kaupa inn. Bún-
aðurinn byggist á snertiskjá, sem er
um leið framhlið ofnsins. Öryggi
verður tryggt með raddsjá eða
fingafaralesara, en einnig verður í
tólinu strikamerkjalesari til að auð-
velda innkaupin. Ofninn verður út-
sendari eigandans á Netinu og leit-
ar að hagstæðasta verðinu um leið
og búið er að slá inn hvað eigi að
kaupa.
Talsmaður fyrirtækisins segir að
það sé ekki nema rökrétt að koma
slíkum búnaði fyrir í því herbergi
sem fólk eyðir mestum tíma í dag
hvern.
hugmynda og smekkleysu. Fyrir
skemmstu lét Eidos undan þrýst-
ingi með nýjan leik sinn, en fyrir-
tækið hugðist nota dæmdan morð-
ingja sem aðalpersónu í auglýs-
ingaherferð sinni.
Eidos kynnti á ECTS-sýning-
unni í London í vikunni nýjan leik
sem hlotið hefur nafnið Gangsters
og gerist á bannárunum vestur í
Chicago. I leiknum beijast bófa-
flokkar um völdin og hjaðninga-
vígin ganga á víxl. Til að kynna
leikinn gengu menn á vegum
Eidos um sali ECTS klæddir eins
og bannárabófar vopnaðir vél-
byssum. Fyrirtækið hugðist
ganga enn lengra í auglýsingum
og þannig réð það morðingjann
„Mad“ Frankie Frazer til að vera
aðalnúmer í auglýsingaherferð-
inni. Margur urðu til að mótmæla
þessu tiltæki Eidos og eftir nokkr-
ar bréfaskriftir í tímaritið CTW,
þar sem auglýsingastjóri fyrir-
tækisins sagði í einu bréfanna að
það væri bara að svala forvitni
fólks um glæpamenn og lífsháttu
þeirra ákvað það að hætta við
herferðina.
Gangsters, sem vakti mikla
hrifningu á ECTS-sýningunni,
kemur á markað í lok október, en
með í pakkanum verður bókin
Scarface sem segir frá varmenn-
um í Chicago á fyrri hluta aldar-
innar.
Tveir skýrir kostir
FYRIR nokkru var
ritað undir samning
milli ríkisins og Hafn-
arfjarðarbæjar um
svonefnda einkafram-
kvæmd vegna Iðn-
skólans í Hafnarfirði.
Skólinn hefur lengi
búið við þröngan
húsakost. Er ætlunin
að bæta úr honum
með því að fara inn á
nýjar brautir. Einka-
aðili tekur að sér að
hanna, byggja og reka
skólahúsið auk þess
sem hann sér um ör-
yggisgæslu þess og
rekstur tölvubúnaðar
skólans. Ríkið og Hafnarfjarðar-
bær greiða umsamda þóknun fyrir
afnot af þessari þjónustu.
Með þessum samningi er brotið í
blað, þegar litið er til fjármögnun-
ar skólabygginga. I sjálfu sér
breytist ekkert annað í umhverfi
skólastarfsins en að með skjótum
og markvissum hætti er stuðlað að
umbyltingu í húsakosti þess.
Ótrúleg afturhaldssemi
Samningurinn um þessa ný-
breytni í ríkisrekstri var undirrit-
aður við hátíðlega athöfn í Hafnar-
borg. Allir, sem til málsins þekkja,
eru sáttir við þessar málalyktir.
Gangi málið eftir eins og að er
stefnt ætti Iðnskólinn í Hafnai-firði
að búa við nýjar og miklu betri að-
stæður strax haustið 1999.
Nú nokkrum vikum
síðar hafa hins vegar
birst tvær greinar hér í
Morgunblaðinu um
þessa framkvæmd,
sem einkennast af mik-
illi skammsýni.
Fyn-i greinin er eftir
Drífu Snædal, formann
Iðnnemasambands Is-
lands og stjómarmann
í Stefnu, hinu vinstri-
sinnaða stjórnmálafé-
lagi Ögmundar Jónas-
sonar. Síðari greinin
var eftir Sigríði Jó-
hannesdóttur, þing-
mann Alþýðubanda-
lagsins í Reykjanes-
kjördæmi.
Það eitt, að þær stöllur skuli
finna hjá sér þörf fyrir að hallmæla
aðgerðum til að stórbæta aðstöðu
Iðnskólans í Hafnarfirði, vekur í
sjálfu sér furðu. Hitt, að þær skuli
gera það af pólitískri hugsjón, lýsir
ótrúlegri afturhaldssemi.
Nýir tímar
Eftir lok kalda stríðsins höfðu
margir áhyggjur af því, að skilin í
stjórnmálum yrðu ógleggri. Erfið-
ara yrði að draga mörkin milli
stjórnmálaflokka vegna þess að
engir þyrðu lengur að verja sjónar-
mið ríkisforsjársinna og sósíalista.
Við þurfum ekki að hafa þessar
áhyggjur hér á landi. Hér eru
vinstrisinnar enn að bögglast við
að sanna, að best sé að setja allt
traust sitt á afskipti ríkisins og
eign þess jafnt á byggingum sem
stofnunum.
Fortíðarþrá þessa fólks tekur á
sig ýmsar myndir. Verulega verður
hún þó sérkennileg, þegar lagst er
gegn samskiptum einstaklinga og
opinberra aðila til að bæta hag
skólastofnana.
Tímarnir hafa breyst. Á lokaára-
Ahyggjur manna yfir
því, segir Björn
Bjarnason, að kostir í
stjórnmálum myndu
hverfa með kalda stríð-
inu, eru óþarfar.
tug aldarinnar hefur tekist undir
öruggri forystu Sjálfstæðisflokks-
ins að færa Island frá stöðnum til
mikilla framfara. Þjóðin er í
fremstu röð, þegar lagt er alþjóð-
legt mat á styrk þjóðfélaga. Hald-
ist hefur í hendur styrk stjórn á
sameiginlegum málum og eindreg-
in viðleitni til að skapa einstakling-
um og fyrirtækjum þeirra meira
svigi’úm.
Á hinum nýju tímum hefur eitt
þó ekki breyst. Við eigum enn um
tvo kosti að velja. Frjálsræði og
framfarir undir merkjum sjálf-
stæðisstefnunnar og ríkisforsjá og
afturfór á vegum vinstrisinna.
Höfundur er menntamiílaráðherra.
Björn
Bjarnason
Selstöðu-álver og hags-
munir Landsvirkjunar
LANDSVIRKJUN
hefur einokunarstöðu í
framleiðslu rafmagns
hér á landi. Stofnunin
hefur hingað til neitað
öllum tilmælum ann-
arra aðila um raf-
magnsframleiðslu
hingað til, aðila sem
telja sig geta framleitt
mun ódýrari orku en
Landsvirkjun.
Markaður fyrir raf-
magnsorku innanlands
og til innlendra fyrir-
tækja og einstaklinga
er mjög lítill, íbúatala
hér á landi telst
270.000. Landsvirkjun
framleiðir raforku sem skiptist
nokkurn veginn jafnt milli almenn-
ingsveita og erlendra aðila og er
selstöðuálverið ISAL drýgst
þeirra. Verðlag orkunnar er mjög
mismunandi, ISAL kaupir orkuna
á lægsta raforkuverði sem þekkist
í Evrópu, en almennir notendur
borga drjúgum hærra verð fyrir
iðnaðarorku og orku til heimilis-
nota. Utkoman er því þannig að
helmingur allrar orku og vel það,
nú eftir stofnun Norðuráls, er seld-
ur erlendum fyrirtækjum á öi-verði
en Islendingar greiða margfalt
verð. Þannig borga landsmenn nið-
ur orku til erlendra fyrirtækja og
arður þeirra verður því meiri sem
orkan er ódýrari. Þetta kemur
fram í hinni ágætu afkomu ÍSALS,
sem er arðmesta álbræðsla Alu-
swiss í heiminum og er rekin með
miklum hagnaði þótt önnur fyrir-
tæki álhringsins berjist í bökkum.
Forsenda þessarar góðu afkomu
er okurverð á raforku frá Lands-
virkjun til íslenskra aðila. Lýsandi
dæmi um þessa raforkupólitík
Landsvirkjunar var frétt í kvöld-
www.mbl l.is
fréttum Sjónvarpsins
15. ágúst sl. um orku-
verð á raforku til garð-
yrkju- ylræktar-
bænda, sem töldu sig
ekki vera samkeppnis-
færa við erlenda aðila
sökum orkuokurs
Landsvirkjunar. Þetta
er aðeins eitt dæmið, í
athugun Háskólans á
Akureyri á búsetu og
búsetusamdrætti . á
landsbyggðinni kom
glöggt fram að megin
ástæða byggðaflótta
væri orkuokur Lands-
virkjunar.
Arðurinn af sölu áls
rennur því beint til erlendra hlut-
hafa þótt reynt sé að beita barna-
legum blekkingum í hagskýrslum
Seðlabankans með flokkun áls sem
íslensks útflutnings.
Með okurverði raforku og
greiðslu stórskulda fyrri ára vegna
virkjanaframkvæmda Landsvirkj-
unar greiða íslenskir skattborgar-
ar óhemju fjárhæðir vegna stór-
iðjustefnu ríkisstjórnar og Lands-
virkjunar, en stóriðjustefnan er
forsenda reksturs Landsvirkjunar
í því formi og með þeim tilgangi
sem sú stofnun er rekin. Þessi
stefna orsakar gífurlegt fjárhags-
legt tap fyrir þjóðarbúið sem heild,
auk byggðaröskunar og grófasta
vandalisma í framkvæmdum
Landsvirkjunar, sem er þegar að
Forsendan er, að mati
Siglaugs Brynleifsson-
ar, afnám orkueinokun-
ar Landsvirkjunar.
gera þessa þjóð að viðundri meðal
siðaðra þjóð.
Og hver er tilgangur Lands-
virkjunar? Hann er að halda uppi
miklum umsvifum í virkjana- og
uppistöðulóna framkvæmdum og
orkuvera gerð, svo að starfslið
stofnunarinnar og hagsmunaaðilar,
vinnuvélafyrirtæki og skurðgi’afar-
ar geti nýtt verkfæri sín.
Tilgangurinn er áframhaldandi
vinna við framkvæmdir sem eru
gerðar með ágóða selstöðufyrir-
tækja að leiðarljósi og kaffæringu
sérstæðustu víðerna Evrópu. Ef
þessari plágu yrði létt myndu hug-
kvæmir einstaklingar ekki verða í
neinum vandræðum með að stofna
til atvinnufyrirtækja um allt land í
landbúnaðar og sjávarútvegs úr-
vinnslu svo ekki sé minnst á ferða-
þjónustuna. Þar munu skapast
meira en 12.000 ný störf. En for-
senda þessa er til að byrja með af-
nám orkueinokunar Landsvirkjun-
ar og bann við öllum vandalisma
fnimstæðra tæknikrata og starfs-
liðs Landsvirkjunar á hálendi ís-
lands.
Höfundur er rithöfundur.
Glæsilegur fatnaður í miklu úrvali í haust- og vetrarlistanum.
Frábært verð. Mikið úrval af litlum og stórum stærðum.
Listinn fæst í öllum helstu bókaverslunum
símj 565 3900
' Fax 565 201 5
Siglaugur
Brynleifsson