Morgunblaðið - 12.09.1998, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 45 *
+ Eiríkur Þorkels-
son var fæddur
á Eskifirði hinn 23.
október 1920. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Nes-
kaupstað 2. septem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Helga Þuríð-
ur Indriðadóttir f.
1892, d. 1964 og
Þorkell Eiríksson, f.
1886, d. 1972. Þau
voru frá Vattamesi
við Reyðarfjörð.
Eldri systkini hans
voru: Björn Guðmundur, f. 1916,
d. 1979 og Elín, f. 1917, yngri,
Guðbjörg, f. 1929 og Ingvar
Bergur, f. 1932, d. 1934. Árið
1944 fæddist á heimilinu elsta
barn Elínar, Ingvar Þórhallur
Gunnarsson, og ólst hann upp
þar. Ingvar er giftur Huldu
Bryndísi Hannibalsdóttur frá
Hanhóli við Bolungarvík. Þau
em búsett á Eskifirði. Dætur
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem)
Elsku besti frændi. Við trúum
varla að þú sért farinn frá okkur.
Þú sem varst alltaf svo hraustur
og hress og kenndir þér aldrei
neins meins. Það er kannski þess
vegna sem við eigum svo erfitt
með að sætta okkur við fráfall þitt,
en svona er víst lífið, við vitum
ekki fyrirfram hvenær kallið kem-
ur.
Eiki minn, við kveðjum þig með
miklum söknuði og það er erfitt að
hugsa til þess að þú sért ekki leng-
ur hjá okkur. Þú varst okkur
systrum ávallt eins og afi, og þið
báðir bræðurnir, og þú reyndist
föður okkar sem sannur faðir. Það
þeirra em: Sigríður
Kristín, Helga
Þuríður, Berglind
Steina og Inga
Bryndís. Arið 1962
eignaðist Eiríkur
dóttur, Jóhönnu,
með Ingibjörgu Kri-
stjánsdóttur frá
Skuld, Eskifirði. Jó-
hanna er gift Ragn-
ari Jóhanni Boga-
syni frá Djúpavogi,
þau eiga synina
Boga, Eirík og Inga
Davíð og era búsett
í Reykjavík.
Eiríkur ólst upp á Eskifirði,
hann bjó lengst af á Strandgötu
90 og eftir andlát foreldra sinna
bjó Eiríkur þar ásamt Sigurði
bróður sínum til síðasta dags.
Eiríkur var sjómaður og seinni
ár starfsævinnar vann hann ým-
is störf tengd sjómennsku.
títför Eiríks fer fram frá
Eskifjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin kl 14.
eru svo margar góðar minningar
sem koma upp í hugann. Minning-
ar úr æsku þegar við trítluðum
niður brattann í heimsókn til þín
og Sigga. Alltaf var jafn notalegt
að koma til ykkar bræðranna á
Strandgötunni og einnig að fá að
fylgjast með ykkur beita og fella af
netum í sjóhúsinu. Þá lékum við
okkur oft á meðan í gullabúinu á
loftinu eða dorguðum á bryggj-
unni. Alltaf varstu jafn þolinmóður
og góður við okkur. Þær voru ekki
ófáar bílferðirnar sem þú fórst
með okkur systurnar og gjafírnar
sem þú og Siggi gáfuð okkur. Allar
fengum við að njóta góðmennsku
þinnar og aldrei var gert upp á
milli. Alltaf komst þú til bjargar ef
einhver okkar var með sprungið
dekk á hjóli og alltaf vildir þú lána
okkur bílinn þegar við komum
austur. Þær voru heldur ekki ófáar
ferðirnar sem þú gerðir þér að
heimili okkar til að fylgjast með
bílunum sem voru í hlaðinu, athug-
aðir hvort ekki vantaði olíu eða
minntir okkur á ef frekari skoðun-
ar væri þörf. Já þú varst alltaf til-
búinn til að gefa af þér en sjaldnar
að þiggja og studdir okkur í öllu
því sem við tókum okkur fyrir
hendur, bæði í vinnu, námi og
íþróttum. Við minnumst þess þeg-
ar við vorum í fótboltanum, þá
komuð þið bræður ávallt til að
horfa á okkur og þegar leikurinn
var búinn spjölluðum við um úr-
slitin. Eitt er víst að fótboltinn var
í miklu uppáhaldi hjá þér og Sigga
og ávallt vissuð þið hvernig hver
einasti leikur fór, ekki þurfti annað
en að hringja í ykkur til að fá frétt-
ir af úrslitum leikja. Þú varst alltaf
svo duglegur að ferðast og ganga.
Gekkst daglega út í sveit
„kransæðina" eins og þú kallaðir
leiðina. Oft fórum við systurnar
með þér í þessar gönguferðir og
mátti ekki á milli sjá hver væri
aldursforsetinn í hópnum, svo létt-
ur varstu á fæti. I þessum göngu-
ferðum fræddir þú okkur oft um
þín uppvaxtarár á þessum slóðum,
en þá var m.a. heyjað úti á Svína-
skála. Þú hefur alla tíð unnið hörð-
um höndum og því reyndist það
þér erfitt að þurfa að hætta vinnu
sökum aldurs. Okkur þótti einnig
voða vænt um þegar þú komst suð-
ur í giftinguna til Siggu og Skúla
fyrir mánuði. Það var einmitt svo
líkt honum að mikla slíkt ferðalag
ekki fyrir sér til að geta glatt sína
nánustu, en ekki datt okkur í hug
að það ætti eftir að verða okkar
síðasta stund saman á lífsleiðinni.
Elsku Eiki minn, það er svo margs
að minnast. Við viljum þakka þér
fyrir yndislegar samverustundir
og allt sem þú gerðir fyrir okkur
systurnar og fjölskyldu okkar.
Minningin um þig verður ávallt í
hjörtum okkar og við biðjum góð-
an Guð að varðveita þig. Elsku
Siggi minn, við vitum að þetta er
sárast fyrir þig. Þið bræðurnir
voruð alltaf saman og gátuð aldrei
hvor án annars verið. Við biðjum
Guð að styrkja þig, Jóhönnu dótt-
ur Eika, pabba, Helgu frænku,
Ellu ömmu og aðra aðstandendur í
sorg ykkar.
EIRÍKUR
ÞORKELSSON
GUÐRUN SOLEY
KARLSDÓTTIR OG SIGRÍÐUR
JÓNA ALBERTSDÓTTIR
+ Guðrún Sóley
Karlsdóttir
fæddist á ísafirði
hinn 11. september
1950. Hún lést 19.
febrúar síðastliðinn
og fór útför hennar
frain í kyrrþey 3.
mars.
Sigríður Jóna Al-
bertsdóttir fæddist í
Reykjavík 25. janú-
ar 1973. Hún lést í
Reykjavík 9. júní
siðastliðinn og fór
útför hennar frarn
frá Fossvogskirkju
19. júní.
Þetta er kveðja frá móður,
stjúpföður og systkinum. Sóley,
eins og hún var alltaf kölluð, er nú
hjá föður sínum sem dó þegar hún
var 19 ára, ári seinna byrjuðu veik-
indi hennar og ekkert lát var á því
sem hún þurfti að ganga í gegnum.
Hún átti yndislegan sambýlismann
sem Gunnlaugur Sigurgeirsson
heitir og gerði hann allt fyrir hana
í veikindum hennar. Sjálfur var
Gulli búinn að fá sinn skerf í lífinu,
var búinn að missa nánustu ætt-
ingja sína og heilsu. Við í fjölskyld-
unni þökkum Gulla fyrir allt það er
hann gerði fyrir Sóleyju.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V- Briem)
Einnig kveðjum við ömmubarn
okkar og frænku, Sigríði Jónu Al-
bertsdóttur, sem alltaf var kölluð
Sigga Lóa, en hún lést 9. júní 1998.
Sigga Lóa var aðeins 25 ára gömul,
margs er að spyrja en fátt er um
svör. Við kveðjum ykkur með þess-
um orðum, og þökkum öllum er
sýndu okkur samúð og hlýju á þess-
um sorgarstundum.
Hví var þessi beður búinn
bamið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: Kom til mín.
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(B. Halld.)
Sigríður Sæmundsdóttir,
Klara Fjóla Karlsdóttir,
Sigurgeir Einar Karlsson,
Birgir Karlsson, Karl
Þór Karlsson og Gunnar
Einarsson.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi), er
skilafrestur sem hér segir: I
sunnudags- og þriðjudagsblað
þarf grein að berast fyrh- hádegi
á föstudag. í miðvikudags-,
fimmtudags-, föstudags- og laug-
ardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrir birtingardag. Berist
grein eftir að skilafrestur er út-
runninn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum bh-tingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþú ífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Saknaðarkveðja og góða nótt.
Hlíðarendasysturnar
Sigríður Kristín, Helga
Þuríður, Berglind Steina
og Inga Bryndís.
Elsku Eiki. Nú ertu farinn okk-
ur frá. Þú sem hefur verið órjúfan-
legur hluti af tilveru okkar frá því
að við fæddumst. Mesta tilhlökkun-
arefni okkar systkinanna á leið til
Eskifjarðar, fyrst sem börn, síðar
sem unglingar og allt fram á þenn-
an dag, var að hitta þig og Sigurð,
bróður þinn. Heimili ykkar bræðra
hefur ætíð staðið okkur og foreldr-
um okkar opið og hjá ykkm’ eydd-
um við fjölmörgum sumrum auk
þess sem eitt okkar hefur átt þess
kost að umgangast ykkur svo til
daglega síðustu ár. Missir Sigga er
hvað mestur en saman hafið þið
staðið í gegnum ævina og veitt
hvor öðrum stuðning.
Þær voru margar samveru-
stundimar sem við áttum með ykk-
ur bræðrum. Eiki, þú varst ótrú-
lega glettinn og jafnvel stríðinn og
þú áttir í okkur hvert bein. Þú áttir
líka til að vera dyntóttur og þá gat
nú hnussað í þér. Stundum lastu
okkur lífsreglumar, sérstaklega
þegar fram kom á unglingsárin, þú
vildir ekki að neitt slæmt henti
okkur. Ást þín á bömum hefur
alltaf fylgt þér enda hafa þau alla
tíð hænst að þér. Jóhanna dóttir
þín átti allan þinn hug og af henni
varstu stoltur.
Elsku Eiki, þú veittir okkur
mikla væntumþykju og hlýju sem
við munum njóta um ókomna fram-
tíð. Við erum þakklát fyrir að hafa
átt þig að og við viljum þakka þér
fyrir allar þær góðu stundir sem
við höfum átt með þér í gegnum
tíðina. Jóhönnu, Ragnari og son-
um, Ingu móður hennar, eftirlif-
andi systkinum og öðrum aðstand-
endum vottum við okkar dýpstu
samúð. Við biðjum góðan guð um
að veita Sigga styrk í sorg hans.
Elín, Kristinn og Þorkell.
Friðrik Guðleifsson, Jóhanna Óskarsdóttir,
Guðmundur Guðleifsson, Kolbrún Bjarnadóttir,
Sigurður Guðleifsson,
Nína Guðleifsdóttir, Guðmundur Eyjólfsson,
Unnur Brynjólfsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN HJÖRDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR,
Arnarsmára 2,
Kópavogi,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn
10. september.
Vilhjálmur Ólafsson,
Birna Þóra Viihjálmsdóttir, Guðmundur Ólafsson,
Ólafur Svavar Vilhjálmsson, Sigrún Steingrímsdóttir,
Þórður Örn Vilhjálmsson, Jóhanna Ólafsdóttir,
Sigurlaug Vilhjálmsdóttir, Ágúst Einarsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Ástkær faðir okkar,
+
Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir,
HANSÍNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hrafnistu,
Reykjavík,
áður Ljósheimum 2,
lést fimmtudaginn 10. september.
RAGNAR ÞORSTEINSSON,
Reynir, Þorsteinn, Valdís,
Guðrún Salome og fna Sóley
Ragnarsbörn.
+
Móðir okkar,
LILJA JÚLÍUSDÓTTIR,
Sogavegi 146,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
fimmtudaginn 10. september sl.
Útförin auglýst síðar.
Ásdís Ólafsdóttir,
Ingibjörg Ólafsdóttir og
Kristján ólafsson.
andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, miðviku-
daginn 9. september.
Fyrir hönd systkina, tengdabarna, afabarna og
langafabarna hins látna,