Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 61
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 61 FÓLK í FRÉTTUM LAUGARDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Stöð 2 ► 13.10 Þumalína (Thumbeline, ‘94). Sígilt ævintýi-i eftir H.C. Andersen fær líflausa meðhöndlun hjá Warner bræðrum í Disney stellingum. Vel gerð tæknilega af Don Bluth og félögum, en engir töfrar.A'*' Stöð 2 ► 15.00 Spilavítið (Four For Texas, ‘63). Þessi fannst manni svöl og rosalega fyndin í den. Drykkjubræðurnir Frank Sinatra og Dean Martin uppá sitt besta sem óvinir sem snúa bökum saman til að ná sér niðri á bankamanninum Victor Buono (What Ever Happened to Baby JaneT), í ósviknum gamanvestra. Ursula Andress og Anita Ekberg, brjóstgóðar og lokkandi, þorpararnir; Charles Bronson, Mike Mazurki, Richard Jaeckel og Jack Elam, par exellence, og gott ef aulabárðarnir The Three Stooges komu ekki við sögu. Spurningin er hvernig hún hefur staðist tímans tönn. Leikstjórinn, Robert Aldrich, ekki af verri endanum. ★★★ Sýn ► 21.00 í skuggasundum (Mean Streets, ‘71), er myndin sem vakti athygli á einum besta leikstjóra samtíðarinnar, Martin Scorsese. Það má líta á hana sem æfingu fyrir þær gæðamyndir sem fylgdu í kjölfarið, og ber flest einkenni meistarans. Harvey Keitel og Robert De Niro leika vini í Litlu Italíu-hverfmu á Manhattan. De Niro er í klandri og Keitel reynir að hjálpa honum úr klóm okurlánara. Keitel er magnaður. Góð en ofmetin. ★★★. Sjónvarpið ►21.10 Titanic , annar og síðasti þáttur, (‘96). Sjá kynningu 11. sept. Stöð2 ► 21.05 Kona klerksins (The Preachcr’s Wife, ‘96), er óskemmtileg gamanmynd um engla, klerka og fagrar konur. Leikstjórinn, Penny Marshall (Big), og stjarnan, Denzel Washington í vondum málum. Með Whitney Houston. Sjónvarpið ► 22.45 Ritgerðin (Tesis, ‘95), er spænsk sakamálamynd um háskólanema sem er að stúdera ofbeldi og þarf ekki að leita þess um langan veg. Með Önu Torrent og Fele Martinez. Leikstjóri Alejandro Amenábar. Stöð 2 ► 23.10 Tveir sólarhringar (48 Hours, ‘82), er ein af fyrstu löggufélagamyndunum sem drekktu á endanum níunda áratugnum og sannarlega ein af þeim bestu. Nick Nolte leikur þreytulega og eiturpirraða löggu sem verður að fá smákrimmann Eddie Murphy, í sinni fyrstu bíómynd, í lið með sér til þess að hafa uppá gersamlega snarbiluðum morðingja. Mjög skemmtilegt sambland af giúni og spennu og frábæru samspili aðalleikaranna undir ágætri hasarstjórn Walter Hills, gerir myndina að bestu skemmtun. Murphy sló eftirminnilega í gegn. Roger Spottiswoode er einn af handritshöfundunum. Stöð 2 ► 0.45 Sporfari (Blade Runner)Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 2 ► 2.40 Spilavítið (4 for Texas, ‘63) - sjá umfjöllun kl. 15.00, í dag. Sæbjörn Valdimarsson Firnasterkur framtíðartryllir Stöð 2 ► 0.45 Sporfari (Blade Runner) -k-kirk Annar firnasterkur framtíðar- tryllir eftir leikstjórann Ridley Scott frá hans blómaskeiði. Hef- ur ómælt afþreyingargildi, gefur Alien lítið eftir og á mikið fylgi vítt um lönd. Gerist í Los Angel- es á öndverðri, komandi öld. Sviðsmyndin er hráblaut, myrk og ógnvekjandi. Innan um mannsora borgarinnar spíg- spora vélmenni í ýmsum útgáf- um til mismunandi brúks. Þeirra á meðal eru snilldarverk úr röð- um róbóta, komin um langan veg utan úr geimnum. Einkar hættuleg sökum ofurhæfileika sinna og ekki síst vegna þess að þau vilja „lifa“, í bága við gjör- eyðinguna sem þeim er ætluð. Sem betur fer fyrir mannkynið er ofurmennið Harrison Ford til staðar til að berja á þessum ill- vígu vágestum. Framvindan er feikihröð, áhorfandinn hefur oft- ast nóg um að hugsa og hefur nóg með að falla ekki út úr at- burðarásinni. Ógnarkraftur og spenna er aðall þessarar einstöku hasar- myndar, sem líkt og Alien, eldist ekki hætis hót með tímanum. Fordinn er fjórhjóladrifinn jaxl, með veikan punkt fyrir glæstum vélpíum. Rutger Hauer í sínum besta djöflamergsham og Sean Young augnayndi í öllum grám- anum og ljótleikanum. Ekki má gleyma straumlínulagaðri inn- komu Darryl Hannah. Algjör- lega ómissandi. MYNDBÖND Hver er sekur? Lygari________________________ (Liar) Draina / glæpir ★★% Framleiðsla: Pcter Glatzer. Handrit og leikstjórn: Jonas og Josh Pate. Kvikmyndataka: Bill Butler. Tónlist: Harry Gregson-Williams. Aðalhlut- verk: Tim Roth, Michael Rooker, Chris Penn og Renee Zellweger. 98 mín. Bandarísk. Myndform, septem- ber 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. MYRKT um og mann sem átakamikið drama tekinn er til yfir- ■ hpvrslu bar sem gengur lygapróf. lögreglu- menn leggja gildrur fyrir hinn grunaða sem smám saman flækist inn í mál- ið. Handritið á að halda myndinni uppi með sterkri persónusköpun og flæktri byggingu, en nær ekki alveg að halda nauðsynlegum trú- verðugleika. Aðalleikarar standa sig vel og ná að túlka spennuna sem myndast milli mannanna þriggja þegar skuggaleg leyndar- mál koma upp á yfirborðið og bylta leikfléttunni. Myndataka er stíl- færð og flott, en fer stundum yfir strikið og truflar atburðarásina. Myndin er í heild nokkuð yfir með- allagi. Guðmundur Ásgeirsson. Prúttsala ÍUNO Opið íia Kl. 10-12 aðeins í rtan iaugardag L-NO D A N M A R K Fylgstu með Jóni Arnari í tugþrautinni og taktu þátt í léttri þríþaut. í boði Símans-GSM getur þú fylgst með gengi Jóns Arnars Magnóssonar tugþrautarkappa í beinni útsendingu alla helgina á mbl.is. Talence mótið fer fram í samnefndri borg í Bordeaux í Frakldandi og allir helstu tugþrautarkappar heims mæta til leiks. Því verður við ramman reip að draga fyrir Jón. Taktu þátt í léttri þríþraut á netinu og þú getur unnið Eriesson SH 888 GSM-síma frá Símanum. Ericsson SH 888 ► Fyrir bæöi GSM 900 og GSM 1800 kerfin ► Innbyggt samskiptaport meö innrauöu Ijósi SÍMINN -GSM www.mbl.is Skyldi Jón ná verðlaunasæti? Vinnur þií GSM-símá?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.