Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 60
* 60 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM _ ___________________ •• Damon Albarn og Einar Orn með tónlistina í 101 Reykjavík „ER ÉG að hringja á óviðurkvæmi- legum tíma?“ spyr blaðamaður og reynir að vera kurteis. „Pú greipst mig nú ekki á klósettinu en ég get farið þangað ef þú vilt,“ svarar Ein- ar Örn Benediktsson og vel má ímynda sér að hann hafi brosað að minnsta kosti út í annað munnvikið. Til stendur að Einar Örn semji tónlistina við myndina 101 Reykja- vík ásamt Damon Albarn, söngvara bresku sveitarinnar Blur. Baltasar Kormákur er leikstjóri myndarinn- ar og höfundur handrits og er það laúslega byggt á skáldsögu Hall- giíms Helgasonar. Tökur á mynd- inni hefjast í janúar. Aðstandendur myndarinnar hafa ennfremur leitað til erlendrar stór- leikkonu og boðið henni aðalhlut- verkið, þótt ekki vilji þeir gefa upp nafn hennar að svo stöddu. Tónlist við mynd sem gerist í Reykjavík í dag „Ef allt gengur upp ætti þetta að vera hið besta mál,“ segir Einar Örn. „Handritið er fínt og myndin ætti að verða mjög góð þannig að þetta gæti orðið...“ Það kemur þögn í símann. „Ég verð bara kjaftstopp," heldur Einar áfram. Blaðamanni líður eins og hann hafi orðið vitni að sögulegum við- burði. „Ef þetta gengur allt upp á ég von á skemmtilegu verkefni,“ segir Einar og nær sér á strik. Aðspurður um hvernig samstarfinu verði háttað segir hann engar reglur hafa verið settar í því sambandi. „Við ætlum að hrúga okk- ur inn í hljóðver þegar nær dregur, setjast niður og byrja að skrifa og semja.“ En hvernig kom samstarfið til? „Drengirnir í 101 komu að máli við okkur og báðu okkur að sjá um tón- listina, sem okkur fannst ekkert til- tökumál," svarar Einar Örn. „Við höfðum báðir lesið handritið og fannst mjög spennandi að gera tón- list við mynd sem gerist í Reykjavík EINAR Orn Benediktsson og Hilmar Orn Hilmarsson luku ný- lega upptökum á breiðskífu með hljómsveitinni Grindverkinu. ur svo gefin ut 1 London 1 januar DAMON Albarn átónleikum Morgunblaðið/As*s með Blur í LaugardalsholL í dag. Við Damon höfum þekkst í fjölda ára eða alveg síðan við hitt- umst í Boston fyrir... níu árum á tónleikum Sykurmolanna." Breiðskífa hérlendis í október og um áramót í London Bæði Einar Örn og Damon Al- barn eru önnum kafnir í öðrum verkefnum eins og stendur, en ætla að hella sér út í samstarfið um áramótin „samkvæmt stundaskránni". Damon Albam vinnur nú að næstu breiðskífu Blur, eins og komið hefur fram í en auk þess sér hann um tónlistina í stór- myndinni „Buffalo Soldi- ers“ ásamt Óskarsverð- launalagahöfundinum Michael Nyman. Robert Carlyle, sem lék í Train- spotting og Með fullri reisn, fer með aðalhlut- verk í myndinni. Einar Örn lauk hins vegar nýlega upptökum á breiðskífu með hljóm- sveitinni Grindverkinu, sem sam- anstendur af honum, Hilmari Erni Hilmarssyni, Sigtryggi Baldurssyni og Markúsi Dravs. Platan verður gefin út af Fat Cat Records og von- ast er til að hún komi á markað hér- lendis í október. Þá kemur einnig út fyrsta smáskífan. Breiðskífan verð- Danstónlist fyrir fólk sem kann ekki að dansa „Við höfum kallað þetta danstón- list fyrir fólk sem kann ekki að dansa,“ segir Einar Öm. „Það gildir um meginþorra allrar heimsbyggð- arinnar. Tónlistin er gjörsneydd allri melódíu og byggist upp á takt- föstum rytma. Það er enginn söng- ur. Hann kemur síðar meir.“ Einar Örn segir að platan hafi orðið til á fundi þeirra í London. „Hilmar Örn býr í Danmörku, Sig- tryggur í Bandaríkjunum og ég á Islandi þannig að okkur fannst kjör- ið að hittast í London," segir hann. „Við lokuðum okkur inni í hljóðveri í sjö daga og skrifuðum og sömdum plötuna." Eitthvað að lokum? „Nei, mér dettur ekkert í hug. Ég hef ekkert að segja. Þannig að það er mjög bagalegt þegar þú hringir í mig,“ svarar Einar Órn. DJASSHATIÐ REYKJAVIKUR Stórsveitar- sveifla á Sögu DJASSVEISLAN heldur áfram í Reykjavík og í kvöld geta unnend- ur stórsveitarsveiflunnar fengið eitthvað við sitt hæfi, því Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika á Hótel sögu kl. 21 í kvöld. Einleik- ari er Sigurður Flosason saxófón- leikari, en átján tónlistarmenn eru í hljómsveitinni. Svíinn Daniel Nolgárd er gestastjórnandi, en að- alstjórnandi Stórsveitarinnar er Sæbjöm Jónsson og frumkvöðull- inn að starfi sveitarinnar. Efnis; skrá hljómleikanna er tviþætt. í fyrri hlutanum verður leikin tón- list eftir trompetleikarann Thad Jones, einn merkilegasta höfund „big-band“-tónlistar í heiminum. I síðari hluta dagskrárinnar era leikin fimm lög eftir Sigurð Flosa- son í útsetningu Daniel Nolgárds. Sigurður segist vera mjög spenntur yfir tónleikunum því út- setningar Daniels séu „frábærar“ og þetta sé í fyrsta skipti sem lög- in era flutt í þessari útsetningu. „Ég samdi lögin upphaflega fyrir kvintett en Daniel útsetur lögin fyrir stórsveit og það var virkilega gaman að heyra hversu skemmti- legan svip Daniel setur á lögin.“ Kraftmikil sveifla Leiðir Daniels Nolgárd og Sig- urðar lágu saman í samtökum nor- rænna tónlistarháskóla, og kom Daniel hingað til lands fyrir ári sem gestakennari í djassdeild Tónlistarskóla FÍH sem Sigurður veitir forstöðu. „Ég fór til tónlist- arháskólans í Arvika í desember 1997 sem gestakennari. Þar er Daniel yfir djassdeildinni og þar fæddist þessi hugmynd um sam- starf okkar,“ segir Sigurður. „Við hugsum þessa tónleika sem fyrsta skrefið í því að setja saman dag- skrá sem er alfarið með lögum eft- ir mig í útsetningum Daniels, og halda þá fleiri tónleika hérlendis með Stórsveit Reykjavíkur. Síðan höfum við hug á að flytja dag- skrána í Svíþjóð með sænskri stór- sveit og fara í hljómleikaferð þar.“ En hvemig skyldi Daniel lýsa lögum Sigurðar? „Það er nú erfitt að lýsa því með hann sitjandi hérna við hliðina á mér,“ segir Daniel og hlær, en bætir við að án gríns séu lögin nútímaleg, án þess að vera algjörlega frjáls eða bein- línis framúrstefnuleg. „Lögin era melódísk og höfða til breiðs áheyr- endahóps. Þeir sem hafa fengið að hlýða á tónlistina í Svíþjóð eru mjög hrifnir og telja hana hafa alla burði til að ná miklum vinsæld- um,“ segir Daniel. Hann bætir því við að tónleikamir leggist mjög vel í sig, æfmgarnar séu búnar að vera góðar og mikill kraftur í hljómsveitinni. Það má því búast við kraftmikilli stórsveitarsveiflu í kvöld á Hótel Sögu. Morgunblaðið/Kristinn DANIEL Nolgárd og Sigurður Flosason lofa hörkutónleikum á Sögu í kvöld þar sem stórsveitarsveiflan mun ráða rfkjum. Fólk Móa fær góða dóma í Bretlandi ►SMÁSKÍFAN Memory Cloud með samnefndu lagi af plötunni Universul var gefin út í ágúst og hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi. Á smáskífunni eru einnig endur- hljóðblandanir af laginu gerðar af J Magik frá Metalheadz og Attica Blues. Smáskífan hefur hlotið lofsamlega dóma hjá breskum tónlistartíma- ritum. DJ- og klúbbatímaritið Mixmag gefur laginu 4'A stjörnu af fimm mögulegum og segir lagið í „mjög snjöllum drum’n’bass-stíl“ og telur það „mjög sterkt". Record Mirror/Music Week gefur laginu hæstu mögulega einkunn, fimm stjörnur, og segir að Móa syngi frábærlega þetta „djassrafmagn- aða“ lag. New Musical Express á litríkustu lýsinguna, en þar segir að í laginu sé „djassi blandað sam- an við tilfinningaríka soul-laglínu sem renni inn í meðvitundina og hljómi síðan í draumum hlustand- ans“. Viðtöl við Móu hafa þegar birst í tímaritunum Face og Attitude og á næstunni birtist viðtal í Esquire. Næsta smáskífa Móu af Universal verður „Joy and Pain“ og verða einnig á smáskífunni endurhljóð- blandanir gerðar af Dimitri from Paris, en hann er einn virtasti end- urhljóðblandari Evrópu um þessar mundir. Universal verður gefin út um allan heim í nóvember næst- komandi. Nýr staður fyrir sam- kynhneigða ►í GÆRKVÖLDI var opnaður nýr staður fyrir samkynhneigða, Spotlight, á Hverfisgötu 10. Haf- steinn Þórólfsson, talsmaður skemmtistaðarins, seg'ir að þetta sé í fyrsta skipti á Islandi sem opnaður er bar og dansstaður sér- staklega fyrir samkynhneigða, og munu skreytingar og umgjörð höfða sérstaklega til þeirra. Stað- urinn er skreyttur með regnboga- fánanum, tákni samkynhneigðra, og myndir af þekktu samkyn- hneigðu fólki þrýða veggina. Stað- urinn mun þróast á næstu vikum, en graffiti-listamenn hafa verið fengnir til að skreyta innanhúss, og munu gestir geta fylgst með þróun listaverka þeirra á komandi vikum. Hafsteinn segir að þótt reynt sé að höfða sérstaklega til samkynhneigðra muni þó ekki verða spurt um kynhneigð við dyrnar, en handhafar félagsskír- teina Samtakanna ‘78 og sér- stakra VlP-skírteina munu þó ganga fyrir. Til að byrja með verður skemmtistaðurinn Spotlight op- inn fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Ráðgert er að hafa rólega bartónlist framan af kvöldi en þegar líða fer að mið- nætti mun dúndrandi danstónlist taka við. Síðan eru margar hug- myndir á döfinni eins og þema- kvöld, þar sem diskó, eða önnur sérstök tónlistarstefna, verður allsráðandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.