Morgunblaðið - 12.09.1998, Síða 32
VIKU
m
MORGUNBLAÐIÐ
32 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998
ÞEGAR ÉG VERÐ STÓR. . .
Ætlar að
verða frægur
teiknimynda-
höfundur
Sumir krakkar eru ekki búnir að ákveða
hvað þeir ætla að verða þegar þeir eru
orðnir stórir, en aðrir eru alveg vissir í
sinni sök. Tómas A. Rizzo er ekki í neinum
vafa. Hann sagði Sveini Guðjónssyni að
hann hefði ákveðið strax fjögurra ára gam-
all, að verða frægur teiknimyndahöfundur.
Morgunblaðið/Emilía
TÓMAS A. Rizzo var ekki lengi að hrista nýja söguhetóu fram úr erminni, Óskar blaðamann.
TÓMAS A. Rizzo er 11 ára og
hefur teiknað síðan hann man
eftir sér. Hann hefur nú þeg-
ar samið sex langar teiknimynda-
sögur, um 40 til 50 blaðsíður að
lengd, og auk þess óteljandi smá-
sögur. Og draumurinn er að gefa út
bók og verða frægur.
„Ég var fjögurra ára þegar ég
ákvað að verða teiknimyndahöfund-
ur,“ sagði Tómas þegar hann leit við
á ritstjórn blaðsins með nokkrar af
teikningum sínum. „Ég byrjaði að
teikna fígúnir sem ég sá í sjónvarp-
inu, svo sem Fred Flintstone og
Tomma og Jenna og svo fór ég að
búa til mínar eigin fígúrur. Fyrsta
fígúran sem ég bjó til var Arni álf-
ur. Það tók mig dálítinn tíma að
þróa hann og hann var alltaf að
breytast. Ég bjó til smásögur af
honum í skólanum og kennarinn var
mjög hrifínn og hvatti mig til að
halda áfram. Síðan hef ég búið til
margar fígúrur og söguhetjur."
Tómas tók þátt í teiknimynda-
samkeppni í tilefni af 100 ára af-
mæli barnablaðsins Æskunnar og
hlaut 1. verðlaun. Hann sagðist oft
teikna fyrir krakkana í skólanum
þegar tilefni gefst til.
Oskar blaðamaður
Tómas notar yfírleitt þá aðferð
að semja söguþráð á tölvu og teikna
svo myndirnar jafnóðum. Og hann
getur verið býsna snöggur þegar
andinn kemur yfir hann. Hann
samdi til dæmis eina fyrir okkur á
staðnum og þá fæddist ný sögu-
hetja, Óskar blaðamaður. Sagan er
svona:
Á frábærum mánudagsmorgni,
klukkan tuttugv mínútur í níu voru
allir blaðamennirnir á heimleið.
Einn þeiira hlakkaði mikið til að
komast heim. Hann hét Oskar og
var venjulega kallaður Óskar blaða-
maður í vinnunni. Og einmitt á
þessari stundu var hann brunandi
eftir veginum á rauða bílnum sín-
um. Pegar hann var kominn heim
gerði hann ekkert annað en að hátta
sig og skríða upp í rúm.
Næsta dag var sólin komin upp
og Óskar aftur kominn í vinnuna.
Um leið og hann fór tók sér kaffihlé
tók hann eftir vini sínum, honum
Jóa. Óskar leit á hann og sá aðhann
var kominn með ný gleraugu. Óskar
spurði hvort þau væru ný, en áður
en Jói svaraði heyrðist hrópað: Ósk-
ari Petta var örugglega ritstjórinn
sem hrópaði. Hann spurði hvort
Óskar hefði heilt kaffi á blöðin
hans? „Nei, nei, það var hann Jói
sem gerði það. Hann var að fá sér
ný glcraugu, “ sagði Óskar. Þetta
var ekki gott fyrir Jóa, því líklega
hafði hann fengið vitlaus gleraugu
og sá illa vegna þess.
Næsta dag var mikið að gera á
golfvellinum. Það varmót ogauðvit-
að tók Óskar þátt í því, þótt hann
væri alls ekki klár í golfi. Það var
næsta víst. Þegar hann var búinn að
Svefnþörf og aldur
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Ég hef fundið fyrir því
hjá sjálfri mér að ég sef minna nú
en áður og ég man að fóstri minn
vaknaði alltaf klukkan fímm á
morgnana þegar hann var farinn
að eldast, og hann hélt því fram að
þetta væri eðlilegt. Vinkona mín,
sem er á sama aldri og ég, segir
hins vegar að þetta sé bull og vit-
leysa og að hún þurfí síst minni
svefn nú en áður. Þess vegna vil ég
gjarnan fá svör frá lækninum um
hvort það sé eðlilegt að fólk þurfí
minni svefn eftir því sem aldurinn
færist yfír það.
Svar: Eðlileg svefnþörf er mjög
einstaklingsbundin. Talið er að fólk
á miðjum aldri þurfi yfirleitt frá 4
og upp í 9 klst. svefn á sólarhring.
Flest ef ekki öll dýr (a.m.k. hrygg-
dýr) sofa á nóttunni og svefninn er
okkur lífsnauðsynlegur en ekki er
Svefn
vitað með vissu hvers vegna svo er.
Lengd svefnsins og sú hvfld og end-
urnæring sem hann gefur okkur fer
eftir ýmsu, m.a. hugarástandi
hverju sinni. Svefninum má skipta í
tvær gerðir sem m.a. einkennast af
mismunandi dýpt. Þegar við sofnum
byrjar venjulega gnmnur svefn af
gerð sem kallast NREM (norapid-
eye-movement) en þessi svefngerð
skiptist í fjóra flokka eftir dýpt (1—4
þar sem 4 er dýpsti svefninn).
Spenna í vöðvum, hjartsláttartíðni,
öndunartíðni og blóðþrýstingur
lækka eftir því sem svefninn verður
dýpri og á 4. stigi er erfitt að vekja
viðkomandi einstakling. Þessi svefn-
gerð (NREM) nær venjulega yfír
75-80% af svefntímanum en afgang-
urinn fer í þá svefngerð sem köfluð
er REM (rapid-eye-movement).
REM svefn einkennist af enn slak-
ari vöðvum en eru á 4. stigi NREM
svefns en aftur á móti verður önd-
unin dýpri og hraðari og einkenn-
andi fýrir þessa svefngerð eru hrað-
ar augnhreyfingar. Þegar við sofum
gengur svefninn frá einu stigi til
annars og einni svefngerð til ann-
an-ar. Okkur dreymir aðallega í
REM svefni og 3. stigi NREM
svefhs, en martraðir, svefngöngur
og tal upp úr svefni eiga sér stað á
3. og 4. stigi NREM svefns. Það
svefnmunstur sem hér hefur verið
lýst breytist með aldrinum en eins
og flest í lífinu er það ákaflega ein-
staklingsbundið. Það er afar al-
gengt, en ekki algilt, að svefntíminn
Heilabólga
styttist með aldrinum. Stig 4 í
NREM svefni hverfur oft alveg og
svefninn verður oft órólegri. Þetta
verður að teljast eðlilegt og ekkert
bendir til að slíkar svefnbreytingar
hafí slæm áhrif á heilsufar. Sumum
finnst þessar eðlilegu breytingar
óþægilegai-, áh'ta að þeir þjáist af
svefnleysi og leita að ástæðulausu
eftir meðferð. Bréfritarinn og vin-
kona hennar hafa því báðar rétt fyr-
ir sér vegna þess hve breytileikinn
milli einstaklinga er mikill.
Spurning: I júlí sl. fékk ég
vírusbakteríu í miðtaugakerfið. Ég
fór á bráðamóttöku og læknir þar
taldi að það tæki mig um þrjár vik-
ur að komastyfir þetta. Nú er lið-
inn mánuður og ég er ekki orðin
góð. Getur tekið marga mánuði að
vinna bug á þessu eða er jafnvel
möguleiki á að þetta verði varan-
legt ástand?
Svar: Hér hefur vafalítið verið
um veirusýkingu að ræða í mið-
taugakerfinu. Veirusýkingar í mið-
taugakerfi eru nokkuð algengar en
bakteríusýkingar eru mjög sjald-
gæfar. Bréfritari lýsir ekki sjúk-
dómseinkennum sínum en einkenni
við svona sýkingar geta verið
margvísleg og misslæm. Langflest-
ir þeirra sem fá veirusýkingu í
miðtaugakerfíð ná sér að fullu en
það getur tekið mislangan tíma,
allt frá fáeinum vikum upp í marga
mánuði. Ef einkennin fara ekki að
lagast ætti bréfritari að fara til
læknis og láta meta ástandið.
•Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á
hjarta. Tekið er á móti spurningum á
virkum dögum milli klukkan 10 og 17
í síma 569 1100 og bréfum eða
símbréfum merkt: Vikulok, Fax:
569 1222.