Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Fjölbreytt starfsemi kynnt á Degi hafsins í dag Fræðsla er mikilvæg í umræðunni um skynsam- lega nýtingu auðlinda ALMENNINGI gefst kostur á að kynna sér í dag ýmsa þá starfsemi, sem tengist hafínu. Ríkisstjórnin ákvað í ái’sbyrjun, að tillögu sjávarútvegsráðuneytisins, að 12. september yrði dagur hafsins hér á landi, en eins og kunnugt er hafa Sameinuðu þjóðimar tileinkað árið 1998 Ári hafsins. Opið hús verður í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, í dag frá klukkan 10.00 til 18.00 þar sem starfsemi Hafrannsóknastofn- unar og Rannsóknastofnunar fískiðnaðarins verður kynnt almenn- ingi með ýmsum hætti. Auk þessara stofnana mun Fiskistofa kynna söfn- FASTEIGNASALA Armúla 1. sími 588 2030 - fax 588 2033 TIL SOLU - OPIÐ HUS JÖKLASEL 5 - RAÐHÚS Til sölu er glæsilegt endaraðhús í Jöklaseli 5 í Reykjavík. Húsið er 216 fm, fjögur svefnherberg.i þar af eitt forstofu- herbergi, stórt eldhús og rúmgóð stofa. Mjög glæsilegt viðarklætt baðstofuloft í risi. Innbyggður bílskúr. Öllu innra skipulagi hússins er mjög vel fyrir komið. Húsið er í góðu ástandi. Verð kr. 13,2 millj. Lísa og Helgi bjóða áhugasama velkomna á milli kl. 14 og 17 bæði laugardag og sunnudag 12. og 13. september. Nánari upplýsingar veita Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 EIGMMIÐIIMN _________________________ Startsmenn: Sverrir Kristinsson lögg. Þorlelfur St.Guömundsson.B.Sc.. sölum., Guömundur " Stefán Hrafn Stefánsson lögfr., sölum.. Magnea S. Svt Stefán Áml Auöólfsson. sölumaöur, Jóhanna Valdimarsdóttir, ai _. slmavarsla og ritari. Olðl Stelnarsdóttir. öflun skjala og gagna, Ragr Kristmsson lögg. fasteignasali, sölustióri, ndur Sigurjónsson lögfr. og Iðgg.fasteignasali. skjalagerö. I. Sverr&dóttir, Iðgg. fasteignasali, sölumaður, 1, Inga Hannesdóttir, JEm D. Agnarsdóttir,skrifstofustðrt. B Sími .">}>}{ 9090 • l ;ix .">}{}{ 9(I9,> • SíiluniiiLi 2I Þjónustuíbúð við Hrafnistu Reykjavík Glæsileg og rúmgóð 2ja herb. íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi fyrir eldri borgara. Glæsileg sameign, samkomusalur o.fl. Verð tilboð. 8143 VANTAR - VANTAR Höfum ákveðna kaupendur að eftirtöld- um eignum. Sterkar greiðslur í boði fyrir rétta eign, jafnvel staðgreiðsla. Einb. í Þingholtum, vesturborginni eða miðbænum (allt að 30 millj.) x Einbýli, parhús eða raðhús í Fossvogi. Einbýli, parhús eða raðhús á Seltjarnarnesi. y Sérbýli í vesturborginni um 150 fm. Sérbýli í Smáíbúðahverfi. 90-140 fm íbúð í Leitum, vesturbæ eða Seltjarnarnesi. x Hæð og ris í vesturborginni, 130-160 fm. X Hæð í vesturbæ, Hlíðum eða austurbæ. x 4ra-5 herb. íbúð í Háaleitishverfi. x Höfum kaupendur að íbúðum í Smára- og Lindahverfi. ATVINNUHUSNÆÐI OSKAST Vegna mikillar sölu á atvinnuhúsnæði undanfarið vantar okkur nú flestar gerðir af atvinnuhúsnæói. í sumum til- vikum er um fjárfesta að ræða sem eru tilbúnir að kaupa eign er má kosta allt að kr. 500 millj. Staðgreiðsla kemur til greina. un og varðveislu gagna um afla og kvótastöðu. Rannsóknastofnun fískiðnaðarins Hjá Rannsóknastofhun fiskiðnaðar- ins fá gestir að skyggnast inn í helstu þætti starfsemi stofnunarinnar. Gest- um gefst m.a. kostur á að kynnast þáttum eins og skynmati þar sem fólki er boðið upp á smakk, fersk- leikamati fiskafurða, skoðun örvera úr okkar nánasta umhverfi og taka þátt í getraun þar sem ýmis verðlaun verða í boði. Þá mun RF kynna áform stofn- unarinnar um að bjóða upp á nám- skeið með fjarkennslufyrirkomulagi og verður gestum í því skyni boðið að taka þátt í fjarfundi ásamt þremur útibúum stofnunarinnai-. Hafrannsóknastofnun A Hafrannsóknastofnun verður starfsemin útskýrð ítarlega í máli, myndum og með skoðun lífvera. Lögð verður áhersla á að kynna al- menningi það viðamikla og fjöl- breytta starf sem er undirstaðan að ráðgjafarhlutverki stofnunarinnar. Slík kynning og fræðsla er mjög mik- ilvæg í tengslum við alla umræðu um skynsamlega nýtingu auðlinda sjáv- ar, að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar. I anddyri verða m.a. veggspjöld sem kynna skipulag stofnunarinnar, meginþættina í rannsóknastarfsem- inni og skipakosti. Þar gefst gestum einnig tækifæri til þess að horfa á kvikmynd sem stofnunin hefur nýlega látið gera um haf- og fiskirannsóknir við Island. Loks verður þar kynning á útkomu nýrrar bókar á vegum Máls og menningar í samvinnu við Haf- rannsóknastofnun um sjávamytjar við ísland eftir þrjá af sérfræðingum stofnunarinnar, þá Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson og Ólaf Karvel Páls- son. Bókin er eitt yfirgripsmesta verk um sjávarfang og útveg sem út hefur komið þar sem stuðst er við nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Morgunblaðið/Halldór UNNIÐ að uppsetningu kynningarefnis í Sjávarútvegs- húsinu á Skúlagötu 4. í bókasafni á þriðju hæð verða m.a. sýndar kvikmyndir um veiðarfæra- rannsóknir og atferli fiska gagnvart veiðarfærum. Þar verður einnig kynnt fjölþætt útgáfustarfsemi Haf- rannsóknastofnunarinnar. Á fjórðu hæð gefst gestum tækifæri til þess að kynnast rannsóknum á eðlis- og efna- fræði sjávar, svo og á þörungum, átu og fisklirfum. Þar verður hægt að skoða í smásjá hinar ýmsu lífverur sjávarins og einnig verða þar til sýnis í sjóbúrum lifandi nýklaktar þorsklirfur. Á fimmtu hæð verða kynntar vinnuaðferðir við fiski- rannsóknir. Þar verður m.a. greint frá þeim aðferðum sem notaðar eru við stofnstærðarútreikninga svo og aldursákvarðanir á fískum og rannsóknir á fæðu fiska. Einnig verða þar til sýnis ýmsir sjaldgæfir og furðulegir fiskar af íslandsmiðum. Rannsóknaskipið Bjami Sæmunds- son, sem nýlokið hefur sjórannsókna- leiðangri þar sem gögnum var safnað í tengslum við tvö evrópsk samstarfs- verkefni um straumakerfi Norður- hafa, verður opið almenningi við Ingólfsgarð. Áhöfn skipsins, vísinda- menn sem þátt tóku í leiðangrinum svo og aðrir starfsmenn stofnunar- innar verða þar um borð og munu þeir kynna skipið, rannsóknaverkefni og rannsóknatæki. í haust er íyrirhugað að hluti af því efni, sem kynnt verður af Haf- rannsóknastofnuninni á Degi hafsins í Reykjavík, verði síðan sýndur í útibú- um hennar í Vestmannaeyjum, Ólafsvík, á ísafirði, Akureyri og Höfn. í tengslum við þær sýningar er einnig fyrirhugað að kynna hið mikil- væga hlutverk útibúanna, starfsemi stofnunarinar og halda fyrii'lesfra um valin rannsóknaverkefni tengd starf- seminni á hverjum stað. Aðrar uppákomur Við Miðbakkann verður sýning á tillögum í hönnunarsamkeppninni „Hafið - líf á okkar ábyrgð“ og þar verður jafnframt efnt til getraunai' þar sem reynir á þekkingu á lífverum hafsins. Hollustuvemd ríkisins kynnir nýjungar í mengunarvömum um borð í Tý við Ægisgarð. Sjóminjasafnið í Hafnarfirði verður opið frá kl. 13-17 og munu aldraðir sjómenn kynna verklega sjóvinnu. Á Háskólabóka- safninu verða sýnd nokkur handrit og prentaðar bækur sem tengjast hafinu. Botndýrarannsóknastöðin í Sandgerði verður opin frá 13-17 þar sem gefst kostur á að skoða áður óþekktar teg- undir lífvera í smásjá. Fræðslusetrið í Sandgerði verður opið frá 13-17, en þar era lifandi fiskar í búrum, hvala- safn og steingervingasafn. Fiska- og náttúmgripasafn Vestmannaeyja verður opið frá 13-17 og Eyjabátamir Guðrún og ísleifur verða opnir al- menningi. Loks verður grunnskóla- nemum á Tálknafirði boðið um borð í fiskiskipið Bjarma klukkan 17. Þar verða möguleikar alnetsins kynntir. Að því loknu gefst fólki kostm- á að kynna sér starfsemi saltfiskverkunai' Þórsbergs. „Fjölbreyttari umfjöllun en áður hefur tíðkast“ Mál og menning gefur út bókina Sjávarnytjar við ísland í samvinnu við hafrannsóknastofnun BÓKAÚTGÁFAN Mál og menning gefur í dag út bók- ina Sjávarnytjar við ísland, eftir þá Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson og Ólaf Karvel Pálsson. Bókin er yfirlitsrit um sjávarfang og útveg við Island, þar sem stuðst er við nýjustu rannsóknir færustu vísinda- manna. Meginstofn bókarinnar er ítarlegar lýsingar á sér- hverri lífveru í sjónum sem íslend- ingar hafa nytjað sér til lífsviður- væris. Þar er fjallað um alla nytja- fiska við ísland, þöranga, hrygg- leysingja og spendýr. Lýst er sér- kennum þeirra, útliti og fæðu, hegðun, útbreiðslu og nytjum, bæði í máli og fjölda mynda af ýmsu tagi með það fyrir augum að efnið verði sem aðgengilegast almenningi. Jón Baldur Hlíðberg hefur málað mynd af sérhverri sjávarlífveru sem við sögu kemur, sérstaklega fyrir þessa útgáfu. I bókinni eru einnig kaflar um einkenni hafsins umhverfis Island, og þá einkum svifið sem er sjálf undirstaða lífríkisins. Rakin er saga Karl Gunnarsson Gunnar Jónsson Ólafur Karvel Pálsson fiskveiða og sjávarútvegs við landið, saga rannsókna á því sem í sjónum býr og sú þróun sem prðið hefur í stjómun á veiðum við ísland. Þá er ítarlegur kafli um þau veiðarfæri sem Islendingar nota til að ná í lífs- björgina í hafinu. „Hér er því loks komið rit þar sem unnt er að kynn- ast fjölbreyttari umfjollun um ís- lenskar sjávarnytjar, og það vist- kerfi sem plönturnar og dýrin lifa í, en áður hefur tíðkast" segir Jakob Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, í for- málsorðum. Bókinni, sem gefin er út í sam- vinnu við Hafrannsóknastofnunina, er ætlað að vera í senn eigulegur fyrr prentgripur byggður á ein- stæðri myndrænni fram- setningu, og traust fræði- legt uppflettirit um „þá auðlind sem við öll lifum á beint eða óbeint", eins og Jakob Jakobsson kemst að orði. Höfundarnir eru allir sérfræðingar við Haf- rannsóknastofnunina og hafa skrifað fjölda greina og bóka um sín fræði. Sem segir málaði Jón Baldur Hlíðberg myndir af sjávarlífverum í bókina, Höskuldur Björnsson og Jóhanna Erlingsdóttir tölvuteikn- uðu kort og llnurit, Halldór Bald- ursson teiknaði veiðarfæri og Jean Pierre Biard vann útbreiðslukort. Fjöldi manna á ljósmyndir í bók- inni, en kápu og útlit bókarinnar hannaði Margrét E. Laxness hjá Máli og menningu. Prentvinnsla fór fram í Prentsmiðjunni Odda hf. Bókin Sjávarnytjar við ísland er 282 blaðsíður í stóm broti og öll prentuð í fullum litum. Leiðbein- andi útsöluverð hennar er 8.980 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.