Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 31
Dansað og sungið
Það væri líklega hægt að stilla
klukkur eftir spádómum Stefáns,
svo nákvæmar eru kenningar hans
um komu- og brottfarartíma gest-
anna. Einhverjir hafa sig á brott og
Erna Sóley þýtur á vettvang til að
þurrka af og gera klárt fyrir þá
næstu. Ekki líður á löngu áður en öll
borð eru upptekin á nýjan leik og
fleiri andlit birtast við barborðið.
Smekkur fastagestanna er ósköp
hefðbundinn og krefst lítillar sér-
fræðikunnáttu. Þó reynist einn vera
007 og biður um „einn hristan, en
ekki hrærðan," en eyðileggur síðan
allt með því að óska eftir tveimur
sítrónum út í glasið. Blaðamaður
lætur ekki á neinu bera, en er innra
með sér viss um að Ian Fleming, rit-
höfundur og skapari njósnara henn-
ar hátignar, hefði sopið hveljur yfir
tiltækinu. Hraðinn í tónlistinni hef-
ur aukist til muna og það virðist
hafa ágæt áhrif á suma gesti, ein-
hverjir eru þegar staðnir upp og
teknir að dilla sér.
Hljómflutningstækin standa
saman af fimm diska geislaspilara
með „magasíni", eins og Stefán kall-
ar það, og lögin á diskunum fímm
eru síðan leikin í handahófskenndri
röð. Það virðist virka ágætlega;
sumar hljómsveitir vekja fögnuð og
uppskera klapp og aukna fótamennt
inni á milli borða og stóla, aðrar
þykja síðri og fá stundum jafnvel
ekki að klára sitt númer. Páll Oskar
og hljómsveitin Casino eru vinsæl á
Sóloni, Stuðmenn sömuleiðis og
franska HM lagið gerir allt vitlaust.
Kryddpíurnar ættu hins vegar að
róa á önnur mið með tónsmíðar sín-
ar, ef marka má stunur og hneyksl-
unartón þeirra framhleypnustu, lík-
lega þykir þeim ekki „fínt“ að
krydda tilveruna með poppinu
stúlknanna, en slá líklega taktinn í
laumi.
Er klukkan orðin
svona margt?
Dagur er vitanlega fyrir löngu að
kveldi kominn þegar slökkt er á tón-
listinni á slaginu þrjú. Hefðbundinn
undrunarsvipur kemur á viðstadda
þegar tónlistin skyndilega þagnar og
rammgerðir rimlar eru settir fyrir
framan barhillurnar. „Er klukkan
orðin svona margt?“, eða „Er ekki
hægt að vera svolítið lengur?" spyr
fólkið og hryllir eflaust við regn-
blautum veruleikanum utandyra og
niðdimmri nóttinni. Viðbrögðin eru
þó engin af hendi starfsfólksins og
aldrei þessu vant er ég því sammála,
enda í öðru hlutverki en vanalega.
Við þessum reglum eru engar und-
antekningar, lögin eru skýr og
ströng og ekkert veitingahús vill
hætta skemmtanaleyfí sínu.
Guðmundur dyravörður er kom-
inn af neðri hæðinni og hvetur fólkið
til dáða, en þó aðallega brottfarar.
Undirtektirnar eru misgóðar, enda
ástandið ekki með besta móti á sum-
um bæjum, en allt hefst þetta þó að
lokum. Röðin silast niður stigann og
gegnum neðri hæðina og að lokum
eru allir komnir út. Hefðbundinni
skemmtanavakt er lokið, aðeins er
eftir að ganga frá.
Aðeins já. Talsverð hreinsunar-
störf fylgja hressilegum helgarnótt-
um og þetta föstudagskvöld er engin
undantekning. Askan er út um allt
og bendir ýmislegt til þess að fólki
hafi hugnað lítt til losunar þar til
gerðir bakkar. Einhverjir listamenn
hafa búið til skúlptúra úr kertavaxi,
Ernu Sóleyju til mikillar hrellingar
og hún sækir hníf til öflugri hreins-
unarstarfa.
Aðkomumaðurinn lætur sér
léttari aðgerðir nægja, smellir einum
og einum stól upp á borð á milli þess
sem hann þurrkar svitann af enninu
og dæsir, enda kúguppgefinn eftir
törnina. Enn ein helgarvaktin er að
baki hjá hinum reyndari og stutt til
þeirrar næstu. Öðru máli gildir um
blaðamanninn er staðið hefm- vakt-
ina með prýði, að sögn Stefáns, sem
minnist á kosti þess að hafa reynda
menn til taks í forföllum. „Ætli það,“
hugsar maður með sér en svarar
engu. Líklega fer betur að maður
standi hinumegin borðsins og láti al-
vöru barþjóna um starfann.
H
SPURT ER
Hvað er mers?
Menning - listir
1. Spurt er um skáldsögu þar sem
„stóri bróðir“ hefur gætur á
fólki. Hvað heitir sagan og hver
er höfundurinn?
2. Fyrir hvaða konung orti Egill
Skallagrímsson kvæðið Höfuð-
lausn?
3. Spurt er um rithöfund sem
samdi m.a. skáldsöguna
„Kristrún í Hamravík"?
Saga
4. Hvenær ríkti Jörundur hunda-
dagakonungur yfír íslandi og
hvað hét hann fullu nafni?
5. Hvenær og með hvaða atburði
hófst heimskreppan mikla?
6.1 hvaða landi gerðu „Boxarar“
uppreisn um síðustu aldamót?
Landafræði
7. Hvaða ríki hét áður Sáttar-
strandaríkin?
8. Fornt heiti landsins þýðir „landið
á milli fljótanna“. Hvað hét land-
ið, milli hvaða fljóta er það og
hvað heitir landið nú?
9. Hvar er Morsárdalur?
íþróttir
10. Hvaða íþróttafélag í Reykjavík
verður 100 ára á næsta ár og
hvað hét það upprunanlega?
11. Hver skoraði mark íslands í
landsleiknum gegn Frökkum
og með hvaða liði leikur leik-
maðurinn nú?
12. Mikið fjaðrafok varð á Englandi
nýverið vegna sölu á knatt-
spyrnufélagi. Hvaða félag var
selt og hver keypti félagið?
Ýmislegt
13. Hver smíðaði fyrsta kaf-
bátinn og fyrir hvaða þjóð-
höfðingja?
14. Hvað þýðir mers á sjómanna-
máli?
15. Hvað er hegranet?
puaeS!S0j6E|q
je jjnr 'SI 'ed!>jse|60S ejjojs ni&SJjpun b jsja
jn||Ed 'jnnEdni&s js sj9|ai '6unuo>|spue|
-6ug 'J qo>|Bí' juAj 0S9J QM? 'gejB>| ijBq ge
j0 pejjA LU0S uujjBq bjsjAj igBgiuus isqqsja si
-isujoo uuun6uipu8||OH 'SJ 'qoopjniAj psdna
uinu|6u9>|B|g!UJ|gJ j|9S jba psjiun JSlssqouEjAl
'zi u6ubabjs bjj 6u|>ha gauj nu jn>ns| uueq
6o spuB|S| >|jbuj igjs6 uosegeQ jngjEq>ua ' j j
jrouAeMÓH 6B|sjej|oqjp3 jsuAj jsq 6o 6661
EJB 00 J JngJ9A a>J '0L e||B[jS||S}BJJB>|S 6o JE
-gisqs||sjBjjE>is iiiiuj "lje>|S-v! JS jn|epjESJO|A|
'6 '>|ej| i ejniq ujnjssuj pe nu js-6o su6ii
6o sjBjjg euuejofij I||ilu ? jn6&| 'eiujetodoseiAl
'8 'uiuieepBjsjnj n>|S!qBJB ngnuisuiBs 'L 'eui»
'9 '626 J Jeqopio ZZ >fJOA "isn i |uu||igqdnB>|
! .lunjqgjsA gsui jsj9q uBddsj>|suJ!SH 'S '608 J
jsn6e '02 m j|ní ■ j j gjj ivhjj 6o spuB| 6o spfs
III BpuBpBJjsæq &s |jsÁ| ussus6jgr us6jgp
'V 'U!|b6bh 'O Jnpunuigno ■£ 'xog9iq >ujg z
IISaajq s6joso jijjs js „t>86J“ ub6bs 'JJJOas
Konunglegur bíll
Peugeot 406 7 manna skutbíll
Glœsilegur, fullvaxlnn 7 manna fjölskyldubíll þar
sem öryggi og þœgindi eru í fyrirrúmi. Þetta er
ríkulega utbúinn eðalvagn fyrir fólk sem er með
þroskaðan smekk og velt hvað sklptlr móli.
Settu hlutina í rétta forgangsröðl
Verð aðeins
Randyra
góðu verði!
Fágað villidýr!
Peugeot 406 4 dyra
Glœsilegur og tignarlegur bíll, ríkulega útbúinn og
með ótrúlega Ijúfa aksturseiginleika. Sannkallaður
eðalvagn, bíll sem gerir þig stoltan.
Sleþþtu dyrinu í þér lausu!
Verð aðeins
1.730.
PEUGEOT
LJÓN A VEGINUM!
Peugeot 406 eru stórglœsilegir og vel útbúnir fólksbílar
með öflugar 112 hestafla, 1800cc vélar og ABS
1800cc vél. 16 ventlar. 112 hestötl, ABS hemlakerfi, vökva- og veltistýri, snúnlngshraöamœlir,
loftpúðar fyrir ökumann og farþega, fjarstýrðar samlœslngar, þjófavörn, rafdrlfnar rúður að
framan, stiglaus hraðastilllng á mlðstöð, hœðarstllling á aðalljósum, hœðarstlllt bílbelti.
bílbeltastrekkjarar, þrjú þrlggja punkta bílbeltl I aftursœtum, niðurfellanleg sœtisbök að aftan
40/60, armpúði I aftursœti, lesljós fyrir farþega I aftursœtum, hemlaljós I afturglugga,
hliðarspeglar stlllanlegir Innan frá, bensínlok opnanlegt Innan frá, útvarp og segulband,
stafrœn klukka, aurhlífar o.fl.
NVBYLAVEGI 2
SÍM 1: 554 2600
0PIÐ LAUGARDAG
KL. 13-17