Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 27 ERLENT Israelskir hermenn drápu tvo íslamska öfgamenn nærri Hebron Hamas heitir hefndum Gaza. Reuters. LÖNG biðröð eftir mjólk á lágu verði myndaðist í miðborg Moskvu í gær. Reuters Kommúnistar liasla sér völl við stjórnarskipti í Rússlandi Skiptar skoðanir um ágæti nvrra manna Moskvu. Reuters. HAMAS, samtök íslamskra öfga- trúarmanna, hétu í gær að hefna grimmilega dauða tveggja grun- aðra höfuðpaura samtakanna sem ísraelskir hermenn skutu til bana nærri borginni Hebron á Vestur- bakkanum á fimmtudag. Hefur ísr- ael þegar lokað landamærum sínum á Vesturbakkanum og á Gazasvæð- inu og sagt herliði sínu að vera við- búið hefndarárásum palestínsku samtakanna. Mikil spenna rikir nú í Miðaust- urlöndum enda stóð Hamas íyrir sprengjuherferð árið 1996 sem olli dauða 57 manna eftir að Yahya Ayyash, sprengjusérfræðingur Hamas, var myrtur. Israel hefur lengi reynt að hafa hendur í hári bræðranna Imad og Adel Awadallah vegna aðildar þeirra að ódæðisverkum Hamas- samtakanna. I kjölfar dauða þeirra nú hittust leiðtogar Hamas til að SAMDRÁTTUR varð í japönsku efnahagslífi frá apríl til júní á þessu ári, þriðja ársfjórðunginn í röð, að því er japönsk stjómvöld greindu frá í gær. Ytir það enn undir svart- sýni um að takast muni að leysa efnahagsvanda Japans í bráð. Gengi hlutabréfa hríðlækkaði einnig á japönskum mörkuðum í gær. Verg landsframleiðsla féll um 0,8% frá byrjun apríl til júníloka, en það samsvarar 3,3% lækkun á ári. Samdrátturinn var jafnvel meiri en svartsýnustu hagfræðingar höfðu spáð. Taichi Sakaiya, ráðherra efna- hagsáætlana, sagði í gær að ljóst væri að því takmarki stjórnarinnar að verg landsframleiðsla hækkaði um 1,9% á áiánu yrði ekki náð. Hann tjáði fréttamönnum að líklegt væri að efnahagsspá fyrir júlí til september yrði endurskoðuð með tilliti til hagtalna mánaðanna á und- an. Aldrei hefur orðið samdráttur í japönsku efnahagslífi þrjá ársfjórð- unga í röð síðan stjórnvöld tóku upp ræða viðbrögð sín og lofaði Sheikh Ahmed Yassin, andlegur leiðtogi samtakanna, skjótum hefndum sem dynja myndu yfir „eins og jarðskjálfti yfir Zíonista", og minna á sjálfsmorðsherferðir Hamas árið 1996, í kjölfar morðs- ins á Ayyash. Um 300 meðlimir Hamas sóttu mótmælafund á Gaza í gær og brutust út óeirðir á nokkrum stöð- um. Særðust fimm Palestínumenn á Vesturbakkanum þegar ísraelsk- ar hersveitir skutu á samkomu Hamas-manna. Ahmed Abdel-Ra- hman, einn talsmanna palest- ínskra stjórnvalda, sakaði Israel um „ríkisrekin hryðjuverk" sem ætlað væri að draga úr líkunum á því að heimsókn Dennis Ross, sendimanns Bandaríkjastjórnar, mjakaði áfram friðarviðræðum sem um nokkra hríð hafa legið niðri. núgildandi reikningsaðferð árið 1955. Ekki líkur á bata í bráð Hagfræðingar telja að ástæður samdráttarins megi fyi'st og fremst rekja til minnkandi eftirspurnar og neyslu. Ekki er talið líklegt að ástandið fari batnandi á þriðja árs- fjórðungi, en vonast er til að áhrifa efnahagsaðgerða stjórnarinnar fari að gæta á síðasta fjórðungi ársins. Hagfræðingar leggja áherslu á að leysa verði vanda japönsku bank- anna hið snarasta, en þeir eru mjög skuldsettir, eigi að vera hægt að snúa efnahagsþróuninni við. Gengi hlutabréfa hríðlækkaði á japönskum mörkuðum í gær. Nikkei-vei'ðbréfavísitalan var í 13.916,98 stigum við lokun í gær, og var það rúmlega 5% lækkun frá deginum áður. Seðlabankastjóri Japans, Masaru Hayami, sagði í gær að lækkun á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hefði gífurleg áhrif á fjármálamarkaðinn í Japan. JEVGENÍ Prímakov, nýskipaður forsætisráðherra Rússlands, hefur tilnefnt Júrí Masljúkov félaga í Kommúnistaflokknum í embætti að- stoðarforsætisráðherra, með ábyrgð á efnahagsmálum. I gær af- greiddi Dúman skipan annars kommúnista, Viktors Gerashtjenkó, í embætti seðlabankastjóra, en því embætti gegndi hann fyrir hrun Sovétríkjanna. Tilnefningarnar hafa vakið blend- in viðbrögð heima fyrir og á Vestur- löndum, þar sem sérfræðingar á sviði efnhagsmála vara við hættunni á afturhvarfi til tilskipana og mið- stýringar í rússnesku efnahagslífi. Aðrir segja ekkert benda til að horfið verði aftur til gamalla tíma og stjórnunarhátta. Pað sjónarmið ítrekaði hinn nýi forsætisráðherra í ræðu sinni í neðri deild rússneska þingsins í gær er hann sagði: „Við verðum að halda áfram á braut um- bóta, þær eru eina færa leiðin út úr ógöngunum." Gamalreyndir kerfiskarlar Báðir tveir, Gerashtjenkó og Masljúkov, eru gamalreyndir emb- ættismenn úr sovétkerfinu. Viktor Gerashtjenkó bar ábyrgð á ótæpi- legri prentun peningaseðla, sem olli óðaverðbólgu þegar hann var seðla- bankastjóri árin 1992-1993. Masljúkov var áður yfirmaður Gos- plan, hins mikla bákns sem stýrði til- skipanahagkei'finu á tímum Sovét- ríkjanna. Kíríjenkó gerði hann að viðskipta- og iðnaðarráðherra í júlí síðastliðinn, í tilraun til að koma til móts við kröfur kommúnista um völd og áhrif í skammlífri stjórn hans. Tilnefning Masljúkovs hefur vakið blendin viðrögð. „Masljúkov stjóm- aði Gosplan, eins og allir vita, og ég held það sé hægara sagt en gert fyr- ir hans líka að breyta Hugsunarhætti sínum,“ sagði Sergej Shatalov, yfir- maður skattamála hjá fjánnálafyiir- tækinu Price Waterhouse í Moskvu. Júri Masljúkov, sem er 61 árs að aldri, á dæmigerðan starfsferil að baki innan hins gamla Kommúnista- flokks. Míkhaíl Gorbatsjov, þáver- andi leiðtogi Sovétríkjanna, gerði hann að yfirmanni Gosplan árið 1988 og ári síðar tók Masljúkov sæti í stjórnmálaráðinu og sat þar uns Sovétríkin féllu árið 1991. Fréttaskýrendur telja Masljúkov hófsaman kommúnista. Hann gekk til dæmis þvert gegn vilja flokks síns með því að styðja Sergej Kíríj- enkó í þriðju og úrslitaatkvæða- greiðslunni um skipan hans í emb- ætti forsætisráðherra. Bankastjóri snýr aftur Fjögur ár eru liðin síðan Viktor Gerashtjenkó var rekinn úr stöðu seðlabankastjóra í kjölfar „Svarta þriðjudagsins“, er gengi rúblunnar lækkaði um 30% á einum degi. Til- nefning hans hefur vakið litla hrifn- ingu meðai hagfræðinga á Vestur- löndum en í tilkynningu frá Kreml segir að Gerashtjenkó sé „raunsær maður í starf seðlabankastjóra." Hann tekur sæti Sergejs Dúbíníns sem sagði störfum sínum lausum fyi'r í vikunni vegna falls rúblunnar. Gerashtjenkó, sem er jafnaldri Masljúkovs, hefur alla tíð starfað innan bankakerfisins, og nýlega gagnrýnt Kíríjenkó, fráfarandi for- sætisráðherra, opinberlega fyrir að fara sér óðslega við markaðsvæð- ingu efnahagslífsins. Rússneskir bankamenn fagna til- nefningu Gerashtjenkós en erlendir sérfræðingar benda á að hann hafi litla yfirsýn yfir rússnesk efnahags- mál og hagstjórnarþekking hans dugi ekki til við þær neyðaraðstæð- ur sem nú ríki í Rússlandi. „Rauðliðar í Hvíta húsinu“ Dagblaðið Sevodnya sló í gær upp fyrirsögninni „Rauðliðar í Hvíta húsinu", með tilvísun í stjórnarráðið í Moskvu, í umfjöllun sinni um til- nefningarnar tvær. Blaðið spáir því að forráð Masljúkovs yfir efnahags- málum þýði að skammt sé að bíða þess að eldri stjórnarhættir verði teknir upp í Rússlandi: „Allir sem hafa gleymt gömlu sovésku efna- hagsstjórninni munu bráðlega fá tækifæri til þess að rifja hana upp á ný,“ mátti lesa í Sevodnya í gær. Fréttaskýrendur telja hins vegar að Prímakov muni leita jafnvægis í skipan í ríkisstjórnina, m.a. með því að tilnefna ráðherraefni úr Jabloko- flokknum, sem er harður andstæð- ingur kommúnista. Þeir benda einnig á að nú þurfi kommúnistar loks sjálfir að axla ábyrgð á hinum gífurlega efnahagsvanda Rússlands. Blikur á lofti í japönskum efnahagsmálum Samdráttur þriðja ársfjórðunginn í röð Tókýd. Reuters. Stjórnarskipti eftir kosningar í Svíþjóð? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. STJÓRNARSKIPTI ber hæst i umræðunni fyrir kosningarnai' í Svíþjóð 20. september. Þá kemur í ljós hvort hægri stjórnin 1991-1994 var aðeins ein fárra undantekninga undanfarna áratugi, eða hvort Jafn- aðarmannaflokkurinn hafi misst fót- festu og von sé örari stjórnarskipta. Eins og er bendir fátt til að hægri- flokkunum takist aftur að mynda stjórn, þó skoðanakannanir sýni að meirihluti vilji fá Carl Bildt leiðtoga Hægriflokksins sem forsætisráð- herra, því í heild eflist hægrivæng- urinn ekki nóg til að stjómarskipti séu líkleg. Einstök fótfesta sænskra jafnaðarmanna Sænski Jafnaðarmannaflokkur- inn hefur haft fádæma fótfestu í sænskum stjórnmálum. Frá 1932 til 1976 var valdatími flokksins órof- inn, að undanteknum nokkrum mánuðum og fylgi hans hefur iðu- lega verið í kringum eða rétt undir 50 prósentum. Frá 1976-1982 voru mið- og hægriflokkar við stjórn og svo aftur 1991-1994, en að öðru leyti hafa Jafnaðarmenn verið í stjórn. Boðskapur Jafnaðarmanna til kjósenda nú er að erfiðleikar í efna- hagsmálum séu að baki, en hægri- menn benda á að atvinnuleysið sé enn hrikalegt og lítt gangi að búa í haginn fyrir atvinnusköpun. Hægri- flokkurinn vill að Svíar verði aftur jafn umsvifamiklir á alþjóðavett- vangi og þeir voru á árum áður. Það er áberandi að í kosningastefnuskrá jafnaðarmanna em utanríkis- og Evrópumál varla nefnd á nafn, með- an Hægriflokkurinn leggur mikla áherslu á þau. Sænska utanríkisstefnu vanti í grein í þýska blaðinu Frank- furter Allgemeine Zeitung var því nýlega haldið fram að Svíar hefðu enga utanríkisstefna, en í viðtali við sænska útvarpið sagði Lena Hjelm- Wallén utanríkisráðherra þetta al- rangt og benti á umsvif stjórnarinn- ar í málefnum Eystrasaltsins. Carl Bildt hefur hins vegar kvartað sár- lega yfir litlum metnaði stjórnarinn- ar í Evrópumálum. Gagnrýnendur hans segja hann leggja of mikla áherslu á utanríkismál og sýna inn- anríkismálum of lítinn áhuga. Bildt nýtur mikilla persónulegra vinsælda og trausts. Hann sendir vikulega út fréttabréf til rúmlega 20 þúsund áskrifenda sem að mestu fjalla um utanríkismál. Bréfin má nálgast á heimasíðu flokksins, www.moderat.se og enginn leiðtogi hefur jafn mikinn fjölda móttak- enda. Bildt verst allra frétta um fyr- irætlanir sínar, ef ekkert verði af hægristjórn, en hann leggur áherslu á að það séu stjórnartaum- arnir, sem hann sækist eftir og ann- að ekki. Vinstriflokkurinn í sljórn? Helsta hreyfingin í hópi kjósenda frá því í sumar er straumur til litlu flokkanna eins og Vinstriflokksins undir forystu Gudrun Schyman og til Ki'istilegi'a demókrata, meðan stóru flokkarnir tveir, Jafnaðar- mannaflokkurinn og Hægrifiokkur- inn hafa heldur misst kjósendur. Þessar hreyfingar eru á bilinu 2-4 prósent. Umhverfisflokkurinn, sem flokkaður er til vinstrivængsins, er hins vegar í fallhættu. Jafnvel þó Hægriflokkurinn fái betri kosningu en síðast er hann fékk 22,4 prósent þá dugir það ekki til, því fylgisaukning Ki'istilegra demóki'ata virðist koma frá Hægi'i- flokknum og hinir flokkarnir tveir, sem sátu í hægristjórninni 1991- 1994, Þjóðarflokkurinn og Mið- flokkurinn, bæta ekki við sig. Vand- inn er því að hægrivængurinn stækkar ekki heldur flyst fylgið bara til innan hans. Ef svo fer sem horfir að Um- hverfisflokkurinn falli út, þjappast vinstrafylgið á tvo flokka, Vinstri- flokkinn og Jafnaðarmannaflokk- inn, sem væri þeim síðarnefndu mjög til hagræðis, þar sem þá væru færri að starfa með. Miklar bolla- leggingar eru uppi um hvort Vinstriflokkurinn muni í raun fara í stjórn, hvort hann vilji það og hvort jafnaðarmenn kjósi það. Spurst hefur til flokksstarfs- manna Jafnaðarmannaflokksins hafi óspart ferðast til London til að læra af sigurgöngu systurflokksins þar, en í fljótu bragði er erfitt að sjá hvaða lærdómur hefur verið dreginn af þeim ferðum. Carl Bildt hefur fleygt því við blaðamenn að jafnaðarmenn hafí reynt að fá Tony Blair leiðtoga breska Verkamanna- flokksins í heimsókn, en það ekki tekist. Hópur óákveðinna kjósenda er stór, einkum óákveðinna ungi'a kjósenda, en í þeim hópi á Hægri- flokkurinn mikil ítök. Það er því enn of snemmt að útiloka að sagan frá 1991 endurtaki sig. Ef leiðtogar hægi’iflokkanna eiga ekki einhver góð laumuspil á endasprettinum eru þó meiri líkur á að það verði sagan frá 1994 sem endurtaki sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.