Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.09.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR hljóta að vera meira en lítið spennandi þessir gúmmíhringir hann kíkir ekki svo mikið sem með öðru á okkur skvfsurnar. Starfsmenn Armannsfells fylgja fjall- göngugarpi SAMSTARFSMENN Árna Eð- valdssonar, leiðangursstjóra ís- lenska leiðangursins sem ætlar að klífa fjallið Ama Dablam, fóru á laugardaginn með honum í „sfðustu" æfingaferðina áður en hann og hópurinn heldur til Nepal í iok mánaðarins. Að þessu sinni var klifíð fjallið Ár- mannsfell ofan við Þingvelli, en Árni starfar sem trésmiður hjá Ármannsfelli hf. Gangan á Ármannsfell þótti mörgum erfið en fjallið er þó ekki nema 1/9 af hæð Ama Dablam, sem er 6.856 m hátt. Til að Árni fengi sem mesta æfingu út úr göngunni var hann látinn bera nesti allra göngumanna á toppinn auk þess sem þeir yngstu fengu öðru hverju að hvíla sig á öxlum Árna. Þegar upp var komið var sest að snæðingi og notið útsýnisins yfir Þingvallasveitina í yndislegu Morgunblaðið/Jón Pálsson MENN hvfldu lúin bein þegar upp á Ármannsfellið var komið. veðri á meðan Árni fræddi leiðangursmenn um helstu kennileiti, jarðfræði og sögur svæðisins. Ferðin var í alla staði vel heppnuð og óskuðu samstarfs- menn Árna og fjölskyldur þeirra honum og félögum hans góðrar ferðar til Himalajafjallgarðar- ins. Ármannsfell hf. styrkir leiðangurinn með aðstoð við kaup á búnaði. Gevalia, cappucino, 125 g Túnfiskur í olíu og í vatni Kavli kavíar, Kavli kavíar, léttur 95 g léttur 150 g Isensk kjötsúpa Gevalia, instant, mqjwrnig kjötsúpa kjötsúpa íI HEIM • UM LAND ALLT KCMMJI C. /VTPR00 Grafarvogshátíð haldin 12. september Hundruð manna standa að dagskránni IBÚAR í Grafarvogi ætla að efna til hátíðar í hverfinu í dag, laugar- daginn 12. september, og hefst dagskráin klukkan tíu árdegis með guðsþjónustu í Grafarvogskirkju fyrir alla fjölskylduna. Klukkustundu síðar verður þjóðsögu- og ævintýraganga um Grafar- vog, klukkan tólf á hádegi hefst Grafarvogsglíma á íþróttasvæði Fjölnis og Torgshlaup við verslunar- miðstöðina Torgið hefst klukkan 14. Milli klukkan 14 og 18 verður menningar- dagskrá í Rimaskóla, sund- laugarpartí með diskótón- list hefst klukkan 15 og klukkan 18 taka íbúar sig saman og grilla. Klukkan 20 verður síðan varðeldur á Gylfaflöt og flugeldasýning og endahnútur verður bundinn á dagskrána klukkan 21 með tón- leikum og balli í félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Yfíi'skrift hátíðarinnar er Mátt- ur og menning, sameining og samheldni í leik og starfí, segir Elísabet Gísladóttir, sem sæti á í framkvæmdanefnd hátíðarinnar fyi'ir hönd samtaka foreldrafélaga leikskóla í hverfinu. - Hvernig er Grafarvogs- hátíðin til komin? „Síðastliðið haust var stofnað svokallað Grafarvogsráð hér í hverfinu þar sem eiga sæti full- trúar allra skóla, foreldrafélaga, íþrótta- og líknarfélaga eða ann- arrar starfsemi í hverfmu. I ráðinu sitja að minnsta kosti 100 manns. Sú hugmynd kom upp að nýta allan þann kraft sem býr hér í hverfmu. Hér er geysilega mikið að gerast og i Grafarvogi býr fjöldi listafólks, svo dæmi sé tekið. Ibúar í hverfinu eru rúmlega 15.000 og allir sem taka þátt í dagskránni búa hér, nema Páll Óskar sem kemur fram á tónleik- um um kvöldið. Þeir gefa jafn- framt vinnu sína og mjög gaman hefur verið að finna hversu jákvætt fólk er og hversu mikill áhuginn er fyrir því að gera hátíðina að veruleika. Þátttakend- ur munu skipta hundruðum.“ Undirbúningur hefur staðið frá því í vor segir Elísabet þegar und- irbúningshópurinn var skipaður. I honum eiga sæti auk hennar Guðrún Snorradóttir frá Hamra- skóla, Hallgrímur Sigurðsson, fulltrúi íbúasamtaka í hverfinu, Aðalsteinn Snorrason, fulltrúi hlaupahóps í Grafar- vogi, Óskar Dýrmund- ur, fulltrúi Miðgarðs, og Anna Gunnarsdóttir, fulltrúi soroptimista. - Hvað getur þú sagt nánar um dagskrána? „I guðsþjónustunni “1““““ verður ljósamessa þar sem útbúin verða borð og raðað upp í kross. Hver og einn kirkju- gestur kveikir síðan á kerti sem bæn. Eitt barn frá hverjum skóla mun líka lesa sérstaka bæn og í einni þeirra er til dæmis beðið fyrir öllum börnum í hverfinu, sem og öllum börnum heimsins. Einnig verðum við með þjóðsögu- og ævintýragöngu því í hverfinu er mikið af markverðum stöðum að þessu leyti. Bárður Snæfellsás átti dóttur sem hét Helga, Hún fékk ekki að eiga manninn sem hún vildi og settist því að ein uppi á svokölluðum Helgustekk _ í Foldahverfi. Anna Lísa frá Ár- bæjarsafni mun ganga um og segja fólki slíkar sögur. Klukkan tólf á hádegi verður Elísabet Gísladóttir ► Elísabet Gísladóttir fæddist í Reykjavík árið 1959. Hún lauk prdfi í iðnrekstrarfræði frá Tækniskóla íslands árið 1992 og hefur stundað nám í guðfræði við Háskóla Islands með áherslu á sálgæslu og félagsfræði und- anfarin ár. Hún var búsett í Svíþjóð í tvö ár og hefur gegnt sölu- og markaðsstarfi og unnið við bókhald og endurskoðun í áranna rás. Undanfarið hefur hún starfað á Reykjalundi og er nú framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar í Mos- fellsbæ. Hún er jafnframt for- maður Reykjavíkurdeildar Landssamtaka foreldrafélaga leikskóla. Maki Elísabetar er Arndr Valdimarsson flugvél- stjóri og eiga þau börnin Gisla Berg, sem fæddur er 1983, Kristinu Björk, sem fædd er 1989, og Eirík Björn, sem fædd- ur er 1993. líka karamelluregn úr flugvél yfir svæðið og mun borgarstjóri ávarpa viðstadda að því búnu. Formaður hverfisnefndar mun líka flytja ávarp og afhenda mátt- arstólpann. Vonast er til að mátt- arstólpinn verði afhentur árlega hér eftir en hann hlýtur félags- skapur sem náð hefur árangri í einhvers konar sköpun eða upp- byggingu, öðrum íbúum til góða. Einnig má nefna grillveisluna sem halda á klukkan 18. Þar er hugmyndin sú að allir íbúar geti lagt sitt af mörkum þótt þeir taki sig ekki saman og komi út á götu. Þeir geta grillað úti á svölum hjá sér og verið með þannig. Þema dagskrárinnar er að kraftinum sem felst í samheldni íbúanna sé varið í að skapa menn- ingu hér í hverfinu. Þetta viljum við byggja upp í þjóðfélagi þar sem allir eru á stöðug- um hlaupum." - Hvaða sjóður er Náungakær- leikasjóður sem getið er í dag- skránni? „Þorbjörn glímukappi var bú- settur hér og í Grafarvogs- glímunni munu sex fyrirtæki í hverfinu glíma og taka þátt í alls kyns spaugilegum uppákomum. Þessi fyrirtæki munu leggja fé í Náungakærleikasjóðinn, því þó svo að margir í hverfinu búi vel vitum við af mörgum sem eiga um sárt að binda. Kirkjan og soroptimistar munu síðan útdeila fénu.“ - Er hátíðin opin Öði'um en íbú- um Grafarvogs? „Við viljum hvetja alla til þess að koma í heimsókn til okkar og taka þátt í Grafarvogs hátíð in n i. “ Páll Óskar sá eini sem ekki er úr Grafar- vogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.