Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gamli prests-
bústaðurinn
í uppruna-
lega mynd
VERIÐ er að gera upp gamla
prestsbústaðinn á Landakoti
þessa dagana. Húsið, sem
stendur við Túngötu, hefur
staðið autt undanfarin ár en
verður í framtíðinni notað und-
ir hluta af starfsemi Landakots-
skóla.
Að sögn séra Iljalta Þorkels-
sonar, skólastjóra Landakots-
skóla, var ákveðið í samráði við
húsafriðunarnefnd að húsið
yrði gert upp sem næst þeirri
mynd, sem það hafði eftir að
það var hækkað um eina hæð
árið 1896. Neðri hæð hússins er
hins vegar byggð 1838 og það
er því með eldri húsum í borg-
inni að stofni til. Tvær viðbygg-
ingar, sem reistar voru við
fram- og bakhlið hússins í
kringum 1930, hafa verið rifn-
ar.
Bekkjum fjölgað í
Landakotsskóla
Sr. Hjalti segir að á neðri
hæð hússins verði bókasafn
Landakotsskóla en á efri hæð-
inni kennslustofa og vinnu-
stofa fyrir eldri nemendur.
„Gamla prestshúsið mun síðan
tengjast nýbyggingu, sem reist
verður austan við það, við
Túngötu. Það verður álma,
sem bætist við húsnæði Landa-
kotsskóla og gerir okkur kleift
að bæta við þremur bekkjum
og bjóða þannig upp á allan
grunnskólann," segir sr.
Hjalti.
Bústaður dómkirkjupresta
úr tveimur kirkjudeildum
Prestsbústaðurinn við Tún-
götu hefur m.a. þá sérstöðu að
hafa verið bústaður dóm-
kirkjupresta úr tveimur
kirkjudeildum, bæði lúterskra
og kaþólskra. Séra Helgi G.
Thordersen, þáverandi prestur
við Dómkirkjuna í Reykjavík
og síðar biskup, keypti Landa-
kot 1837 og reisti prestsbú-
staðinn, sem þá var einlyft
timburhús með risi, árið eftir.
Á eftir Helga bjó séra Ásmund-
ur Jónsson dómkirkjuprestur í
Landakoti. Árið 1859 keypti
hins vegar franskur trúboðs-
prestur, séra Bernharður,
Landakot af séra Ásmundi og
varð staðurinn upp úr því mið-
stöð kaþólsks trúboðs á Is-
landi. Þar var síðar reist kaþ-
ólsk dómkirkja og höfðu prest-
ar hennar aðsetur í húsinu við
Túngötu til 1983.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
BÚIÐ er að rífa síðari tíma viðbyggingar við prestsbústaðinn og
verður hann gerður upp sem næst þeirri mynd, sem hann hafði
1896, en þá var húsið hækkað um eina hæð.
Brenndist í
vinnuslysi
STARFSMAÐUR í malargryfju í
Lambafelli við Þrengslaveg
brenndist í andliti í gær, þegar olíu-
tunna sprakk í námunda við hann.
Verið var að brenna rusli í gryfj-
unni, sem er suðaustan í
Lambafelli. Kviknaði í olíumettuð-
um jarðvegi og hljóp eldurinn beina
leið í tunnuna, sem stóð skammt
frá, með þeim afleiðingum að hún
sprakk.
Sjúkraflutningamenn frá Reykja-
vík tóku við hinum slasaða við Litlu
kaffistofuna af sjúkraflutninga-
mönnum frá Selfossi og var hann
fluttur á Landspítalann. Var hann
lagður inn á handlækningadeild til
meðferðar og líður eftir atvikum
vel.
--------------
Öryrkjar í Reykjavík
Undirbúa fram-
boð til Alþingis
ÁKVEÐIÐ hefur verið að vinna að
sérstökum framboðslista öryrkja
við alþingiskosningamar næsta vor,
að sögn Jóhannesar Þórs Guð-
bjartssonar, formanns Sjálfsbjarg-
ar, samtaka fatlaðra á höfuðborgar-
svæðinu.
Tekin var ákvörðun um framboð-
ið á fundi svonefnds samstarfshóps
fatlaðra í Reykjavík í gærkvöldi en í
honum sitja 18 helstu forsvarsmenn
öryrkja á höfuðborgarsvæðinu og
landinu öllu.
Hópurinn hyggst vinna að fram-
boði í Reykjavík en Jóhannes sagði
að öryrkjum annars staðar á land-
inu stæði til boða aðstoð hópsins ef
þeir íhuguðu framboð í heimabyggð.
Tvíprentun
rafmagns-
reikninga
SUMIR rafmagnskaupendur
á orkuveitusvæði Rafmagns-
veitu Reykjavíkur hafa fengið
senda tvo eins rafmagns-
reikninga vegna sama tíma-
bils og með sömu upphæð.
Ástæða þess er sú, að mis-
tök urðu við útskrift reikn-
inganna sem Rafmagnsveitan
og Skýrr hf. sjá um. Verið er
að grafast fyrir um orsakir
þessara mistaka, en fyrir
liggur að á sjötta þúsund
reikninga hefur verið tví-
prentað.
Rafmagnskaupendum er
óhætt að fleygja öðrum
reikningnum. Rafmagnsveit-
an hefur jafnframt haft sam-
band við banka og sparisjóði
vegna þeirra rafmagnskaup-
enda sem nýta sér greiðslu-
þjónustu bankanna og gert
viðvart um þessi mistök.
Launþegar utan Evrópska efnahagssvæðisins sem greiða í lífeyrissjóði
Geta fengið stærstan hluta
iðgjaldsins endurgreiddan
SAMKVÆMT nýjum lögum um starfsemi líf-
eyrissjóða geta útlendingar, sem starfa hér á
landi tímabundið, fengið endurgreitt iðgjald úr
lífeyrissjóði, bæði þann hluta sem launþeginn
greiðir og einnig stærstan hluta af því sem at-
vinnurekandinn greiðir. Þetta á þó ekki við
launþega sem koma frá löndum sem eru aðilar
að Evrópska efnahagssvæðinu. Þeir öðlast rétt-
indi í sjóðunum eins og íslenskir launþegar.
Samkvæmt eldri lögum um starfsemi lífeyris-
sjóða átti útlendingur sem starfaði hér tíma-
bundið rétt á að fá endurgreitt frá viðkomandi
lífeyrissjóði þau 4% sem hann greiddi í iðgjald
meðan hann starfaði hér. Hann átti hins vegar
ekki rétt á þeim 6% sem atvinnurekandinn
greiddi í iðgjald.
1. júlí sl. tóku ný lög um starfsemi lífeyris-
sjóða gildi, en þar segir: „Heimilt er að endur-
greiða iðgjöld til erlendra ríkisborgara þegar
þeir flytjast úr landi enda sé slíkt ekki óheimilt
samkvæmt milliríkjasamningi sem ísland er að-
ili að. Óheimilt er að takmarka endurgi-eiðsluna
við tiltekinn hluta iðgjaldsins nema á trygginga-
fræðilega réttum forsendum."
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Sam-
bands almennra lífeyrissjóða, sagði að sam-
kvæmt þessu ákvæði ættu útlendingar frá öðr-
um löndum innan EES ekki rétt á endur-
greiðslu á iðgjöldum þegar þeir færu úr landi,
en hins vegar öðluðust þeir réttindi í sjóðunum
eins og íslenskir launþegar.
Þurfa að greiða skatt af
endurgreiðslunni
Hrafn sagði óeðlilegt að erlendir launþegar
fengju allt iðgjaldið, þ.e. 10%, endurgreitt því að
meðan þeir störfuðu hér nytu þeir trygginga-
verndar. Þeir ættu rétt á örorkulífeyri og hefðu
makalífeyrisréttindi. Einnig væri eðlilegt að
þeir tækju sinn þátt í rekstri sjóðanna. Þess
vegna væri í lögunum talað um endurgreiðslu á
tryggingafræðilega réttum forsendum.
Hrafn sagði að lífeyrissjóðimir hefðu hugað
að þessu, en sagðist ekki vita hvort reynt hefði á
þetta ennþá. Tryggingafræðingar þyrftu að
leggja fram sitt mat á hver endurgreiðslan ætti
að vera, en það væri þó ljóst að lífeyrissjóðunum
væri heimilt að greiða mun meira en sem næmi
4% iðgjaldi launþegans.
Hrafn benti á að líklega yrðu launþegar sem
fengju iðgjaldið endurgreitt að borga skatt af
endurgreiðslunni því skv. núgildandi lögum væri
iðgjald launþega í lífeyrissjóð skattfrjálst.
Hrafn sagði að sér væri ekki kunnugt um að
lífeyrissjóðir í nokkru öðru landi í heiminum
endurgreiddu iðgjald til útlendinga þegar þeir
færu úr landi. Víða erlendis væru nokkurra ára
biðtímaákvæði varðandi lífeyrisréttindi, en hér
öðluðust menn lífeyrisrétt um leið og þeir
greiddu sína fyrstu krónu í lífeyrissjóð.
I Sérblöð í dag
VIÐSiaPTI AIVINNULÍF
íslendingar skelltu Finnum
í Smáranum 27:19/C1
Þorkell með stórskotahríð í
Þýskalandi - 18 mörk! / B3
BAKKAVÖR
BRAUTARHOLT
Kavíar-
Svína-
framleiðsla
rækt
Fyrir ísland og
Skandinavíu/B1
1000 tonn á
ári/B4
MEÐ blaðinu í dag á Akureyri •
og nágrenni fylgir auglýsinga-.
blað frá BYKO.