Morgunblaðið - 24.09.1998, Side 6

Morgunblaðið - 24.09.1998, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórn veitustofnana fjallar um skýrslu sérfræðinga um Nesjavallavirkjun Samþykkt að hefja und- irbúning að stækkun STJÓRN veitustofnana samkkti í gær að hefja undirbúning að stækkun Nesjavallavirkjunar þannig að uppsett rafafl aukist um 30 megawött. Stjómin samþykkti einnig að skipa stýri- hóp til að vinna að undirbúningi verkefnisins í samræmi við niður- stöðu í skýrslu um stækkun Nesjavallavirkjunar, sem lögð var fram 21. september. Verða tillögur stýrihópsins lagðar fyrir stjóm veitustofnunar til endan- legrar afgreiðslu. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar veitustofnana, sagði í gær að undirbúningurinn hefði verið samþykktur einróma og gert væri ráð fýrir að ljúka mætti honum eftir eitt til tvö ár. Hann benti á að ákvörðun um núver- andi raforkuvinnslu hefði verið ákveðin í desember 1996, fyrir tæpum tveimur ámm. Því þyrfti ekki langan tíma, auk þess, sem nú hefði fengist góð reynsla. Til dæmis þyldí núverandi h'na þá viðbót, sem hér væri gert ráð fyr- ir. Samið við sömu framleiðendur? „Við munum geta samið við sömu framleiðendur ef þeir bjóða okkur hagstætt verð,“ sagði hann. „Að öðra leyti getum við farið í útboð.“ Hann sagði að sennilega væra tímafrekustu þættir undirbúnings samningar við Landsvirkjun og gerð um- hverfísmats. Skýrsluna gerðu Valdimar K. Jónsson prófessor, Benedikt Steingrímsson, sérfræðingur Orkustofnunar, Hreinn Frí- mannsson, yfirverkfræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, og Einar Gunnlaugsson, yfirmaður rannsóknardeildar Hitaveitunn- ar. Þar era bomir saman þrír kostir og gerð grein fyrir áhrifum þeirra á svæðið. I fyrsta lagi er gengið út frá 200 megawatta varmavinnslu og 60 megawatta raforkuvinnslu, í öðra lagi 90 megawatta raforkuvinnslu og til- svarandi varmavinnslu og í þriðja lagi 120 megawatta raforku- vinnslu og tilsvarandi varma- vinnslu. Með aðstoð hermilíkans komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að fyrsti kosturinn leiddi til þess að þrýstingur lækkaði að meðaltali um fimm bör á svæðinu á næstu 30 áram, sem væri svipað og síð- ustu 15 ár. Bora þyrfti fjórar nýj- ar borholur á næstu 30 áram, þrjár vegna þrýstingslækkunar og eina vegna lækkandi vermis. Sá kostur stendur nú nánast full- búinn á Nesjavöllum. Annar kosturinn kallar þegar á boran fjögurra holna til að ná fullum afköstum og myndi á 30 árum leiða til þess að þrýstingur lækkaði um sjö bör. Bora þyrfti átta vinnsluholur til viðbótar á næstu 30 áram til að halda fullum afköstum. I þriðja tilfellinu, sem væri tvöfóldun núverandi virkjunar, yrði sennilega að bora um átta nýjar holur og mætti gera ráð fyrir 10 bara niðurdrætti á næstu 30 áram. Þyrfti um 15 holur til viðbótar til að mæta rýrnandi af- köstum vinnsluholna. Vatnsforði endurnýjast hraðar við meiri vinnslu í skýrslunni segir að hermi- reikningar og vinnslugögn frá Nesjavöllum sýni að svæðið sé í góðu sambandi við grunnvatns- kerfi og endurnýist vatnsforði þess því hraðar sem meira sé unnið úr svæðinu. Það dragi úr lækkun þrýstings vegna jarðhitavinnslunnar, en á móti komi að svæðið kólni því að að- streymið sé kaldara en jarðhita- vökvinn. Nefndin telur að tvöföldun virkjunarinnar sé ekki raunhæfur kostur miðað við núverandi þekk- ingu á svæðinu þar sem við boran 23 nýrra holna þurfi að bora mun þéttar en hingað til hafi verið gert. Hins vegar bendi niðurstöður hermireikninga til þess að hægt sé að stækka virkjunina í sam- ræmi við annan kostinn, að bæta 30 megawatta raforkuvinnslu við þá virkjun, sem nú sé að hefja rekstur á svæðinu. Þó er mælt með því að aflgeta svæðisins verði staðfest með boranum, vinnsluprófunum og frekari hermireikningum. Segir að mestu skipti að boraðar verði ein tO tvær vinnsluholur syðst á núver- andi vinnslusvæði, jafnvel að borað verði á ská inn undir Hengilinn. Það verði hægt að gera strax á næsta ári. í skýrslunni er reiknuð arð- semi af stækkun Nesjavallavirkj- unar í 90 megawött miðað við sennilegan kostnað. Ef gengið er út frá því að kostnaður verði 2,7 milljarðar yrði arðsemin 13,3% ef rafmagn yrði eingöngu selt til Reykjavíkur. Yrðu þá aðeins framleiddar 105 gígawattstundir af raforku, sem gengju beint inn í Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Nýting yrði 3.500 klukkustundir á ári miðað við full afköst og þriðja vélin yrði aðeins í gangi yf- ir vetrarmánuðina. Arðsemi yfir 10% Arðsemin yi-ði 13,0% ef raf- magn yrði bæði selt Rafmagns- veitu Reykjavíkur og Landsvirkj- un, segir í skýrslunni. Þá yrði þriðja vélin nýtt í 8.000 klukku- stundir á ári, sem væri svipaður rekstur og á hinum vélunum, en Reykjavík myndi smám saman kaupa hærra hlutfall raforkunnar þar til borgin nýtti hana alla árið 2024. í samantekt er bætt við: „Út- reikningar sýna að hagkvæmni stækkunar um 30 MWe er mjög góð eða vel yfir 10% á ári, jafnvel þó þriðja vélin sé ekki í rekstri nema yfir vetrarmánuðina. Þannig er hægt að vinna mjög skynsamlega með þriðju vélinni án þess að ganga mikið á jarðhitasvæðið umfram það sem núverandi virkjun gerir.“ Varkárni í tölum? Alfreð Þorsteinsson sagði að gætt hefði verið ákveðinnar varkárni í þeim tölum, sem geng- ið hefði verið út frá þegar arð- semi var reiknuð. Verið gæti að framkvæmdin kostaði tvo til 2,5 milljarða, en engu að síður væri arðsemi góð. Taldir eru upp níu þættir, sem hefja þurfi undirbúning að nú þegar, og segir að verði vel hald- ið utan um hann verði hægt að ljúka undirbúningnum og taka ákvörðun um stækkun virkjun- arinnar innan eins til, tveggja ára. I skýrslunni er ekki spáð fyrir um endingu Nesjavallasvæðisins miðað við mismunandi álag. Sagði Alfreð að margir óvissuþættir gerðu erfitt fyrir um slíka út- reikninga auk þess sem Island virtist hafa sérstöðu, sem gerði málið enn flóknara. Morgunblaðið/RAX KVÍSLAR Þjórsár austan Hofsjökuls, rétt vestan við 5. áfanga Kvísla- veitu. Með 6. áfanga Kvíslaveitu yrði kvíslunum efst á myndinni veitt í Kvxslavatn og þaðan í Þórisvatnsmiðlun. Hugmyndir um 6. áfanga Kvíslaveitu Skoða þarf áhrif á Þjórsárver FORSTJÓRI Náttúruverndar Ríkis- ins, Árni Bragason, segir að 6. áfangi Kvíslaveitu muni koma til með að skerða rennsli Þjórsár um Þjórsár- ver og skoða þurfi áhrif veitunnai' á vatnsbúskap svæðisins í heild. Árni sagði í samtali við Moi'gun- blaðið að 6. áfanginn hefði ekki verið kynntur formiega fyrir Náttúruvemd ríkisins. „Sjötti áfangi Kvíslaveitu mun taka 20% af því vatni sem eftir er í Þjórsá þegar hún rennur um Þjór- sárver. Það þaif að skoða hvaða áhrif þetta hefur til þurrkunar í veranum og hvort því fylgi gröðureyðing. Það er öruggt að með minnkandi vatns- rennsli í Þjórsá þá mun uppblástur úr árfarveginum aukast og það mun hafa áhrif á gróðurlendi Þjórsárvera. Auk þess mun vatnsrennsli um fossinn Dynk og fleiri fossa i Þjórsá einnig minnka," segir Ami. Frekari i-annsókiiir ekki fyrr en næsta sumar Árni segir að þótt kvíslai'nar sem veitt yrði í Kvíslavatn renni ekki um friðlandið í Þjórsárverum muni brottnám þein'a hafa áhrif þar sem rennsli Þjórsár skerðist. Segir hann að skoða þurfi áhrif breytinganna á vistkerfið í heild. „Það sem ekki má gleyma í umræðu um Þjórsárver er að 5. áfangi Kvíslaveitu tók hluta af gróðurlendi hálendisins. Gróðurlend- ið er hluti af heild og búið er að skerða heilmikið af því. Um 5 km2 af samfelldu gróðurlendi hafa farið undir Kvíslavatn og 6. áfanginn myndi skerða eitthvað gróðurlendið en hve mikið veit ég ekki.“ Ámi segir það ekki slæman kost hjá Landsvirkjun að ætla að láta framkvæma mat á umhverfisáhrifum 6. áfanga Kvíslaveitu um leið og um- hverfismat vegna Norðiingaöldumiðl- unar verði framkvæmt, en það geti ekki gengið efttr í vetur. „Við erum ekki sáttir við að heyra af þessaii um- ræðu þegar komið er fram á haust. Við höfum í rauninni engar foi'sendur til þess að afgreiða mál eins og Kvísla- veitu 6 núna í vetur, því ef nauðsyn- legt er að framkvæma einhverjar viðbótarrannsóknir þá er ekki hægt að gera þær á þessum árstíma." Skoða þarf vistkerfið sem heild , . í LV Arnl'Jpegir að skoða þurfi fram- kvæmdir Landsvirkjunar á hálend- inu í samhengi við aðrai- fram- kvæmdir þar, jafnvel þó þær séu víðs fjarri. „Öll skerðing á gróðurlendi á þessu svæði, hvort sem það heitir friðland eða ekki friðland er skerðing. Hvorki gæsirnar né lífríkið sjá mun á því hvað er innan friðlands og hvað er utan þess. Þetta er eitt samhangandi vistkeiil og öll skerðing hefur áhiif á lífríkið. Það sem líka þarf að taka inn í um- ræðuna er að á sama tíma og verið er að tala um Norðlingaöldumiðlun og Kvíslaveitu 6, er verið að tala um Fljótsdalsvirkjun, sem myndi sökkva annarri hálendisvin, Eyjabökkum. | Þeir eru hins vegar líka hluti af þess- ari sömu heild, því geldgæsir halda sig á Eyjabakkasvæðinu í fiðurfell- ingu. Ef búið er að sökkva þeim, hvert eiga þær gæsir þá að fara? Það er ekki hægt að skoða þetta sem ein- angruð .svæði, við verðum að skoða vistkerfið á hálendinu sem eina sam- eiginlega heild,“ segir Ái-ni Braga- son að lokum. Náttúruvernd ríkisins hefur um- sjón, sér um rekstur og eftirlit með náttúruverndarsvæðum og að þeim sé ekki spillt með athöfnum, fram- kvæmdum eða rekstri. í lögum um Náttúruvernd segir að virkjanir, verksmiðjur og önnur mannvirki skuli hönnuð í samráði við Náttúru- vernd ríkisins. Náttúruvernd ríkis- ins er einnig umsagnaraðili varðandi friðlýsingu svæða, og raski vegna framkvæmda. Sýnikennsla íVolusteini Janet Bauer er sérfræðingur frá Duncan í Bandaríkjunum í meðferð lita. Janet ætlar að vera með sýnikennslu í Völusteini fram á laugardag. Tré- og keramikmálun Ýmsar aðferðir og nýjungar í tækni. Sýnikennslan stendur yfir milli 15.00 og 17.00 fimmtudag og föstudag, en milli 13.00 og 16.00 laugardag. Mörkin 1 • 108 Reykjavík • Sími 588 9505 TVær stöðvar TVÆR íslenskar sjónvarpsstöðvar hefja útsendingar á næstunni, en um er að ræða afþreyingarrásir sem reknar verða án innlendrar dagskrárgerðar. Þegar hefur verið ákveðinn fyrsti útsendingai-dagur annarrar stöðvarinnar, Bíórásar- iimar, sem verður annað kvöld, föstudagskvöid 25. september kl. 2°. Bíórásin er rekin af íslenska út- varpsfélaginu hf. og munu stjórnendur hennar leggja áherslu á að sýna kvikmyndir með islensk- um texta allan sólarhringiim alla daga vikunnar. Til sýninga á Bfórásinni verða valdar kvikmyndir frá öllum stærstu dreifingaraðilum heims og segir Hreggviður Jónsson forstjóri Bíórásarinnar að fjöl- breytnin verði meiri en áður hafi þekkst því að meðaltali verða um 170 kvikmyndir sýndar mánaðar- nýjar sjónvarps- hefja útsendingar lega. Stefna Bíórásarinnar er að bjóða upp á mikið úrval kvikmynda úr öllum áttum á þeim tímum sem hentar fólki best. f því skyni verður hver mynd endursýnd einu sinni til tvisvar sinnum á sólarhring. Sent verður út á örbylgju og þvi verður útsendingarsvæðið fyrst um sinn bundið við útsendingarsvæði Fjölvarpsins. Dagskrá Bíórásarinn- ar verður öllum opin til I. október uns henni verður læst. Mánaðar- gjaldið verður 1190 krónur. Hin sjónvarpsstöðin heitir Skjár 1 og segir Ilólmgeir Baldursson sjónvarpsstjóri, að út- sendingar hefjist fyrstu vikuna í október. Útsendingar Skjás 1 verða í opinni dagskrá og rekstur- inn fjármagnaður með auglýsingum. Utsendingarsvæði Skjás 1 verður fyrst um sinn á Faxaflóasvæðinu, Suðurlandi og í Vestmannaeyjum en siðar er þess vænst að unnt verði að senda út f öllum helstu þéttbýliskjörnum landsins. Á Skjá 1 verður sýnt íslenskt efni í bland við erlent efni, bæði þættir og kvikmyndir, en ekki verður farið út í framleiðslu á nýju efni. Sent verður út um helgar, en að sögn Hólmgeirs er líklegt að send- ar verði út kvikmyndir á hveiju kvöldi fyrsta mánuðinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.