Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hafnfírskir fiallgöngumenn á leið til Himalayafjalla Klífa 6.856 metra háan tind Ama Dablam TINDUR íjallsins Ama Dablam. Hægra megin á myndinni sjást fjór- ir litlir deplar í röð og það eru fjallgöngumenn. SJÖ fjallgöngumenn úr undan- farahóp Björgunarsveitar Fiskakletts í Hafnarfirði leggja af stað í dag í ferð til Nepals, þar sem fimm þeirra ráðgera að klífa fjaliið Ama Dablam, sem er 6.856 metra hátt. Nafn fjallsins merkir „Skartgripa- skrín móðurinnar". Leiðangursmennirnir fljúga fyrst til London, en fara þaðan hinn 26. áfram með millilend- ingn við Persaflóa tif Kathmandu, höfuðborgar Nepal. Síðasta flugferðin verð- ur frá Kathmandu til fjallaþorpsins Lukla með þyrlu 29. september. Lukla er í um 2.800 metra hæð. Frá Lukla ganga þeir eftir sömu slóð og Everestfarar fylgja, en beygja af henni í austur við þorpið Pangboche inn í Mingbodal. Þar, í um 4.800 metra hæð, jafnhátt Mont Bianc, hæsta fjalli Vestur-Evr- ópu, eru grunnbúðir fjallgöngu- manna sem ætla á Ama Dablam. Næstu dagana eftir komuna þangað munu þeir nota til að venjast þunna loftinu, ganga til ítrekað upp að búðum eitt og niður aftur. Þeir miða við að hafa að jafnaði einn dag til að venjast hveijum 300 metrum hæðarmismunar. Frá og með búðum tvö verð- ur þó stefnt beint á tindinn án krókaleiða, ef veður og aðstæð- ur leyfa. Dagsganga er milli búða tvö og þrjú og annar dag- ur fer í að ganga á tindinn og aftur niður í búðir þrjú. íslensku leiðangursmennirn- ir verða að ná tindinum fyrir 31. október, því þá rennur út leyfi þeirra frá nepölskum stjórnvöldum, og þá telst enda haustinu lokið og vetur geng- inn í garð í Himafayafjöflunum. Þeir taka þó fram að ekki sé vist að allir nái tindinum, og ekki endilega allir á sama tfma. Morgunblaðið/Golli FJALLGÖNGUMENNIRNIR Símon Halldórsson, Örvar Atli Þorgeirsson, Júlíus Gunnarsson, Árni Eð- valdsson og Pálmi Másson. Á myndina vantar Svein Þorsteinsson. Fallegt og tignarlegt fjall „Ama Dablam er mjög þekkt fjall í Himalayafjallgarðinum, það er tignarlegt og fallegt og sést víða að,“ segir Pálmi Másson, einn aðstoðar- mannanna í leiðangrinum. „Það er gefið mál að mynd af því er að finna í myndasafni allra ferðamanna sem þangað hafa komið.“ Margir fjallgöngumenn klífa Ama Dablam á hverju ári. Síðastliðið haust fóru þangað til dæmis tólf leiðangrar, þar af tókst ellefu að koma einhverj- um leiðangursmanna á tindinn. „Þetta er tæknilega mjög erfitt fjall og krefst mikils kletta-, ís- og snjóklifurs, en leiðin sjálf telst nokkuð örugg hvað varðar grjóthrun og snjóflóð,“ segir Valgarður Sæmundsson. Hann segir að leiðin niður sé hættulegri en leiðin upp, þvi þá séu menn yfirleitt kærulausari og þreyttari, sfðustu orkunni hafi í raun verið eytt til að komast á tindinn. Fjallgöngugarparnir úr Hafnarfirðinum segja að ís- lensku Everestfararnir séu ekki beinlínis fyrirmynd þeirra, en þeir hafi þó greitt leið leiðangra sem þessa. „Vinnan sem þeir eru búnir að vinna hjálpar okkur, sérstaklega í tæknimálum, til dæmis varðandi íjarskiptabúnað. Þeir hafa líka verið okkur innan handar við undirbúninginn." Landssfminn er meginstyrkt- araðili leiðangursins, en auk fjárhagsstuðnings leggur hann til öll fjarskiptatæki hópsins og heldur uppi heimasfðu hans, en tenging á hana er frá www.simi.is. Flugfélagið Atl- anta greiðir flugferðir hópsins en 66°N leggur til fatnað sem hannaður er í samstarfi við fjallgöngumennina og verður grunnurinn að sérstakri Ama Dablam-línu fyrirtækisins. Vilja Keili heim! NEMENDUR og starfsfólk Fjöl- brautaskóla Suðurnesja efna til mót- mælagöngu í dag, fimmtudag, við fjallið Keili á Reykjanesi. Nemendui’ og kennarar vilja með göngunni vekja athygli á því að þeir vilja fá Keili heim! „Það er í umræðunni að selja Keili tO Reykjavíkm- og því vilj- um við mótmæla. Keilir er Suður- nesjabúi og við viljum alls ekki að hann fari. Keilh- er aðalfjallið okkar hér á Suðurnesjum og við viljum ekki að hann verði ein af blokkunum í Reykjavflí. Hvert eitt og einasta Suðurnesjabarn hefur alltaf álitið að hinir einu sönnu jólasveinar búi í Keili. Hver í ósköpunum ætlar að vera svo vondur að eyðileggja jólastemmningu Suðurnesjabarna og flytja jólasveinana til Reykjavíkur?“ segir Viktoría Osk Almarsdóttir, rit- ari nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Farið verður með langferðabíl frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja að Keili um klukkan 10 í dag og stendur gangan til klukkan 14. Við Keili munu þátttakendur mótmælagöng- unnar sýna tilfmningar sínar í garð Keilis, og þeir sem vilja geta gengið á hann. „Sumir munu klappa og kyssa Kefli en aðrir munu flytja ræð- ur og ýmsan áróður,“ segir Viktoría, sem er um þessar mundir að vekja athygli á málstað Suðurnesjabúa í Keilismálinu. --------------- Samkfíppnisstofniin Barra heimilt að kaupa Fossvogsstöð SAMKEPPNISSTOFNUN hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrir- huguð kaup gróðrarstöðvarinnai’ Barra á Fossvogsstöð í Reykjavík, muni ekki leiða til markaðsyfirráða og kaupin séu því ekki andstæð markmiðum samkeppnislaga. Sam- keppnissstofnun mun því ekki grípa til íhlutunar vegna kaupanna. Forsagan er sú að Barri óskaði eftir áliti samkeppnisráðs á fyrirhug- uðum kaupum á grundvelli sam- keppnislaga en í lagaákvæði segir að aðilar sem hyggja á samruna eða yf- irtöku geti leitað álits samkeppnis- ráðs fyrirfram á því hvort hinn fyrir- hugaði gjörningur leiði tfl markaðs- yfirráða, dragi verulega úr sam- keppni og sé andstæður markmiðum samkeppnislaga. í úrskurði samkeppnisráðs er bent á að rfldð sé stærsti kaupand- inn að skógarplöntum en kaupin eru gerð á grundvelli útboða. Því geti markaðshlutdeild breyst verulega milli ára enda hafi hlutdeild Bai’ra dregist saman á þessu ári miðað við undanfarin ár. Engar aðgangshindr- anfl’ séu inn á þá markaði sem um ræðir og ekki þurfi að leggja í mikla fjárfestingu til að komast inn á markaðinn. Loks er þess getið að Barri og Fossvogsstöðin starfi aðeins að hluta á sama markaði. -----------♦-♦-♦----- Starfar fyrir þingflokk öháðra ÞINGFLOKKUR óháðra hefui’ ráðið Steinþór Heiðarsson til starfa fyrir þingflokkinn á komandi vetri. Steinþór er 24 ára og frá Tjörnesi í S-Þingeyjarsýslu. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1994 og brautskráðist með BA-próf í sagnfræði frá Háskóla ís- lands í sumar. Steinþór hefur starfað að ýmsum félagsmálum á síðastliðn- um árum, aðallega á vettvangi stjórnmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.