Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 35

Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 35
34 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 35,- STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BLIKUR í SÖLU SJÁVARAFURÐA YMSAR BLIKUR eru á lofti í markaðsmálum sjávarút- vegsins um þessar mundir, sem gera það eðlilegt að staldra við og átta sig á hugsanlegum áhrifum á efnahags- þróunina hér á landi. íslendingar hafa búið við mikið góð- æri undanfarin misseri og allar spár hafa bent til áfram- haldandi hagvaxtar næstu árin. Verð á sjávarafurðum hef- ur almennt verið mjög hátt og í sögulegu hámarki á sum- um tegundum eins og t.d. mjöli og lýsi, en aftur á móti hef- ur verð lækkað á öðrum tegundum eins og t.d. á rækju í sumar. Sala á sjávarafurðum hefur gengið mjög vel og eft- irspurn víða meiri en framboðið, sem skýrir að sjálfsögðu hið háa afurðaverð. Mikil óvissa ríkir á síldarmörkuðum í upphafi haustver- tíðar. Sölufyrirtækin segja nú útlit fyrir verðlækkanir á freðsíld og saltsíld. Ástæðan er fyrst og fremst hörmulegt efnahagsástand í Rússlandi, sem hefur verið stærsti mark- aðurinn fyrir síldina. Norðmenn hafa selt mikið magn þangað, en eiga nú í erfíðleikum með það vegna þess, að Rússar hafa einfaldlega hvorki fjárhagslegt bolmagn til að kaupa jafnmikið og fyrr eða greiða jafnhátt verð og áður. íslenzkir framleiðendur óttast, að þetta verði til þess að Norðmenn reyni að afsetja síldina á aðra markaði í Evr- ópu og stóraukið framboð muni leiða til lækkunar verðs. Það hjálpar norskum síldarseljendum, að norska krónan hefur fallið um ca. 10% á árinu og auðveldar þeim að lækka verðið. Jafnframt má benda á, að afturkippurinn í efnahagslífi Asíulanda eykur enn á vandann, því hann veldur þrýstingi til lækkunar afurðaverðs þar og dræmari sölu. Almennt má segja, að efnahagssamdrátturinn í Asíu og ástandið í Rússlandi hafí neikvæð áhrif á aðra markaði. Á það má benda, að forustumenn norskra mjöl- og lýsisframleiðenda spá lækkandi verði á mjöli, m.a. vegna þess að Kínverjar, sem verið hafa stórir kaupendur mjöls, þurfa ekki á því að halda vegna aukningar á jurtamjölsframleiðslu sinni. Aft- ur á móti reikna Norðmenn með svipuðu verði áfram á lýsi. Þessar blikur í markaðsmálum síldar og loðnuafurða minna okkur íslendinga enn og aftur á það, að veður geta skipast fljótt í lofti í markaðsmálum sjávarútvegsins. Af- urðaverð er enn hátt á flestum tegundum sjávarafurða og engin ástæða til svartsýni. Allur er þó varinn góður eins og reynsla landsmanna sýnir. BROTGJARNT GÓÐÆRI GÓÐÆRI ríkir í landinu, en samt hafa skuldir heimil- anna aukizt um 43 milljarða króna á einu ári. Sé litið til síðustu tveggja ára nemur skuldaaukningin við opinber- ar lánastofnanir, lífeyrissjóði, tryggingafélög og banka- kerfi 71 milljarði. Skuldaaukningin er svo mikil þrátt fyrir mestu hækkun ráðstöfunartekna á síðari tímum. Þau þáttaskil eru orðin í ríkisrekstrinum, að skuldir eru greiddar niður, en landsmenn sjálfir halda áfram að binda sig á skuldaklafa. Góðærið, sem nú ríkir, getur verið stopult og þá er gott að eiga í handraðanum til þess að fleyta sér yfír erfiðleik- ana, sem fyrr en síðar fylgja í kjölfarið. Ymsar blikur hafa verið á lofti og varaði Seðlabankinn sl. sumar við ofþenslu- merkjum, svo sem eins og miklum viðskiptahalla. Bill Clinton Bandaríkjaforseti varaði í síðustu viku við mestu efnahagshættu heims í hálfa öld, sem birtist í samdrætti efnahagslífsins í Japan og öðrum Asíuríkjum. Hann hvatti helztu iðnríki heims til þess að bregðast við og taka saman höndum um aðgerðir til að auka hagvöxt og bregðast þannig við þeirri samdráttarsveiflu, sem gengið hefði yfir fjármálamarkaði heimsins að undanförnu, og ógni vel- gengni efnahagslífsins, sem einkennt hefur forsetatíð hans. íslendingar þurfa að hafa varann á og eiga varaforða upp á að hlaupa magnist sá samdráttur í efnahagslífi um- heimsins, sem þegar er tekið að brydda á. Náttúrufarsbreytingar og áhrif þeirra í Norður-Atlantshafí Lykilhlut- verk í hnattræn- um ferlum Norður-Atlantshafssvæðið gegnir lykilhlut- verki í hnattrænum ferlum hafstrauma og veðurfars en samspil breytinga á náttúrunni og áhrif þeirra eru flókið viðfangsefni. Karl Blöndal fylgdist með ráðstefnu um málið, sem nú er haldin í Reykjavík. Morgunblaðið/Ásdís RÁÐSTEFNUGESTIR fylgdust grannt með umræðum um náttúrufarsbreytingar og áhrif þeirra á Norður-Atl- antshafi. Fremst á myndinni situr dr. Peter Wadhams, sem starfar við Scott-heimskautarannsóknarstofnunina við Cambridge-háskóla. Hann talaði í gær um Odden-ístunguna, sem árlega myndast út frá ísnum austur af Græn- landi og hverfur á ný. SAMSPIL breytinga á náttúr- unni og áhrif þeirra á Norður- Atlantshafí er flókið og ekki auðvelt að segja fyrir um þau að því er fram kom á fyrsta degi fjög- urra daga ráðstefnu um efnið, sem hófst í gær á Grand Hóteli í Reykja- vík. Svæðið gegnir hins vegar lykil- hlutverki í hnattrænum ferlum. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra ávarpaði ráðstefnuna og kvaðst hafa hvatt til þess að hún yrði haldin af tveimur ástæðum. Annars vegar væri ljóst að auknar og efldar rann- sóknir á svæðinu umhverfis ísland myndu veita svör við fjölda spurn- inga, sem skiptu máli um allan heim, og hins vegar vegna þess að ómetan- legt væri að bandarískir og evrópskir vísindamenn kæmu saman til að ræða þessi mál. Athyglin beinist að N-Atlantshafí Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs Is- lands, sagði í gær að athygli vísinda- manna vestan hafs væri nú mjög að beinast að Norður-Atlantshafi eftir að hafa verið bundin við veðuríyrirbærið E1 Nino í Kyrrahafi. „Bandaríkjamenn vilja beina meira athyglinni að þessu svæði vegna þess að það er talið gegna lykilhlutverki í þessum hnattrænu ferlum,“ sagði hann. „Hlutverk okkar er að leiða hópana saman og hér verður mjög spennandi umræða.“ Á ráðstefnunni eru vísindamenn frá Evrópu og Norður-Ameríku. Vil- hjálmur kvaðst mjög ánægður með það hversu vel hefði tekist til með ráðstefnuna. „Þetta er það fólk, sem er hvað fremst í fræðunum," sagði hann. „Við stefnum fyrst og fremst að því að skil- greina verkefni næstu ára. Þetta er ekki ráðstefna þar sem birtar eru greinar og miðað við útgáfu, heldur bera menn saman bækur sínar og leggja mat á stöðuna með tilliti til þess hvað þurfi að skoða næst, hvern- ig eigi að fara að því, hvers konar samvinnu eigi að leggja út í austan hafs og vestan.“ Hvöttu Rannsóknarráð Hann sagði að bandarískir aðilar hefðu, í fyrra haust, hvatt Rannsókn- arráð til þess að beina athyglinni að Norður-Atlantshafinu. „Tilgangurinn með svona fundi er að leiða hóp manna saman, sem koma hver úr sinni áttinni og jafnvel hver af sínu fagsviðinu, og fá þá til að bera saman bækur sínar,“ sagði Vil- hjálmur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs Islands, sem skipuleggur ráðstefnuna. „Sumt af því sem fram kemur virðist vera mis- vísandi og get ég þar til dæmis nefnt að það virðist vera að kólna á 'íslandi um leið og heimurinn er að hitna. Hver er skýringin á því? Menn horfa á það hver upptaka hafsins á koltví- sýringi er og hvar svæðin, þar sem koltvísýringsupptakan fer fram, séu. Svæðið í kringum okkur er eitt mikil- vægasta svæði jarðar í þeim efnum, en hvað þýðir það og hvað verður um þennan koltvísýring og hvaða áhrif hefur það á lífríkið? Sú spurning var borin upp, en það var ekkert svar við henni.“ Vilhjálmur sagði að spurningar af þessu tagi skiptu mjög miklu máli, ætti að túlka það sem gerðist í lífrík- inu. Hann benti einnig á fyrirlestur Roberts Dickmans um hina svoköll- uðu Norður-Atlantshafssveiflu, fyrir- bæri, sem virtist breytast með nokk- urra áratuga millibili, en gæti einnig verið tengd aldasveiflu. „Spurningin er hvort þetta sé ein- hlítt og í hve miklum mæli það er reglubundið, og hvort það fari jafnvel stækkandi," sagði hann. „Það mátti skilja á þremur síðustu sveiflum að þær færu stækkandi." Hann sagði að sveiflan snerist bæði um andrúmsloft og sjó: „Það er svæði á Norður-Atlantshafi, sem færist til, frá Suðvestur-Atlantshafi, norður til okkar og allt að Labradorströndum. Ákveðinn hluti svæðisins er kaldur og ákveðinn hluti heitur. Við erum nú í heita hlutanum og Labrador í kuldan- um. Spurningin er hvernig þessi svæði hreyfast, hvort við lendum aft- ur í kuldanum og þá hvenær, eða eins og gefið var til kynna að það virðist fara hitnandi norður með ströndum Noregs og austur með strönd Síberíu. Hvað þýðir það?“ Vilhjálmur sagði að talað væri um einangrunarlag milli íshellunnar og hlýsjávar djúpt undir. Nú væri talið að þetta millilag hefði þynnst og hvað myndi gerast ef það leiddi til þess að íshellan hyrfi. Um þessar mundir eru að verða miklar breytingar á möguleikum til rannsókna. „Nú er hægt að nota miklu fleiri tæki og tól,“ sagði Vil- hjálmur. „Gervitungl, baujur, raf- eindatækni og upplýsingatækni, sem hægt er að beita til að safna gögnum, opnar mikla möguleika." Vilhjálmur sagði að ráðstefnan snerti mörg rannsóknarsvið, jarð- fræði, fornveðurfræði, hagfræði, veð- urfræði og líffræði hafs og lands um leið og hún varðaði nýtingu auðlinda á landi og í sjó. „Og við Islendingar erum auðvitað meira en nokkur önnur þjóð háðir þessum umhverfisskilyrðum vegna þess hvernig okkar atvinnuvegir eru uppbyggðir og hvar við eram stödd,“ sagði hann. „Við erum staðsett á markalínunni, átakalínunum milli norðurskauts og tempraða beltisins þar sem hafstraumarnir mætast og fara hvor í sína áttina; kaldi straum- urinn meðfram Grænlandsströnd suð- ur og hlýir straumar sunnan úr höfum í kringum okkur austan megin. Þá era einnig yfirborðsstraumar, sem fara norður, saltlitlir og hlýir, og djúp- straumar, sem fara suður, kaldir og saltir." Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Vísindastofnun Bandaríkjanna og framkvæmdastjóm Evrópusambands- ins og stendur til 26. september. HVER eru áhrif umhverfisins á fiskaseiði? Ransom Myers, doktor í líffræði við Dalhousie-háskóla f Halifax í Nova Scotia í Kanada, Ijallaði í gær um málið á ráðstefnu um náttúrufarsbreytingar og áhrif þeirra á Norður-Atlantshafi og lýsti þar allsheijargreiningu, sem hann hefði gert á viðgangi fiskstofna út frá umhverfisþáttum. Myers sagði í samtali við Morgun- blaðið að margar rannsóknir hefðu verið gerðar og oft virtist sem við það að nýjar upplýsingar bættust við hyrfi samband, sem áður hefði virst vera fyrir hendi. Gerði allsherjargreiningu „Ég ákvað því að gera allsherjar- greiningu,“ sagði hann. „Hún er fólgin í því að taka allar kannanir, sem birtar hafa verið um efnið. Það má líkja þessu við það þegar sjúk- lingur fer til læknis. Meðferð hans er byggð á allsherjargreiningu í þeim skilningi að gerðar hafa verið margar rannsóknir og menn hafa komist að ákveðinni niðurstöðu. Þetta er sama hugmyndin." Myers kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að aðeins væri mögulegt að segja til um viðgang stofna út frá umhverfísþáttum við jaðaraðstæður. „Á svæði þar sem loftslagið er frekar milt og gott eins og við Is- land er mjög erfitt að segja fyrir um nýliðun," sagði hann. „Hins vegar hefur þorskstofninn hér verið mjög stöðugur miðað við önnur svæði. I Eystrasaltinu gætir hins vegar þess- ara jaðaraðstæðna. Þegar sjór, sem er hár í seltumagni og auðugur að súrefni, kemur inn í Barentshaf- ið úr Atlantshafi í stað súrefuislauss og meng- aðs sjávar verður meira um þorsk. Þar liefur umhverfið mælanleg áhrif á nýliðun.“ Jafnvel þar væru seiðamælingar betri vísbending um nýliðun en mælingar á um- hverfisþáttum. Áhrif á sardínur og rækjur Myers rannsakaði einnig áhrif hitabreyt- inga á sardínur undan Kaliforniu og rækjur norður af Ástralíu þar sem komu fram sterk áhrif el Nino. Hann sagði að hitastig sjávar hefði tvíþætt áhrif. Annars vegar væru áhrifin á vöxt einstakra fiska og hins vegar á stofninn. Eftir því sem kólnaði meira væru áhrifin meiri. Myers kvaðst í raun fara bil beggja. Annars vegar væru þeir, sem héldu fram að það væri tímasóun að nota um- hverfisþætti til að segja fyrir um þessa hluti, og hins vegar þeir, sem teldu að það væri eina leiðin. „Eg er að reyna að benda á aðra grein- ingaraðferð, sem geti komið að notum,“ sagði hann. Hættu að veiða þegar enginn fiskur var eftir Myers hefur rannsak- að hrun þorskstofnsins undan Nýfundnalandi talsvert. Hann hefur skoðað skrár, sem ná aftur um 500 ár. „Áður fyrr virðist aflinn ekki hafa breyst þótt loftslagið breyttist tals- vert, nema kannski í kringum 1715,“ sagði hann. „Nýliðunin virtist stöðug þótt mjög kólnaði eins og til dæmis gerðist í lok síðustu aldar og upphafi þessarar." Myers sagði að hrun þorskstofns- ins við Nýfundnaland og Labrador hefði alfarið verið af mannavölduni og umhverfísáhrif ættu þar engan hlut að máli. Sá hluti stofnsins, sem væri nyrst á því svæði, sýndi engin merki um að ætla að ná sér og það gæti hæglega verið vegna umhverf- isþátta. Sunnar mætti merkja að stofninn hefði tekið örlítið við sér, en sú ákvörðun kanadískra sljórn- valda að leyfa þar veiðar að nýju lýsti algeru ábyrgðarleysi. „Ég hef gagnrýnt kanadísk stjórnvöld harkalega fyrir að gera þetta," sagði hann. „Ég starfa við háskóla og það er hlutverk mitt að gagnrýna opinberlega eftir vand- lega greiningu heimskulegar að- gerðir sljórnvalda um leið og mér ber að hrósa skynsamlegum ákvörð- unum. En það er engin leið að koma á framfæri hrósi, aðeins gagnrýni," bætir hann við og hlær. Hann kvaðst af og til veita kanadískum stjórnvöldum ráð og stundum væri lilustað og stundum ekki. Stjórnvöld hefðu liins vegar staðið sig illa í aðgerðum sínum. Legið á upplýsingum „Það var ákveðið að hætta fisk- veiðum þegar enginn fiskur var eft- ir til að veiða,“ sagði hann. „En það er ekki það versta. Þeir höfðu upp- lýsingar um að álíka illa væri komið fyrir þorskstofninum, sem væri sunnar, en embættismenn stjórnar- innar komu í veg fyrir að þær upp- lýsingar væru veittar ráðgjafanefnd stjórnarinnar, hver sem ástæðan var. Bannað var að veiða úr fimm þorskstofnum til viðbótar vegna þess að upplýsingarnar höfðu ekki verið veittar nefndinni ári áður.“ Fjallað hefur verið um þetta mál í bók, sem nefnist „Harmur hafsins, sönn glæpasaga" eftir Michael Harris og kom út fyrir hálfu ári. Myers sagði að þetta væri versta dæmið um öfgarnar í þessu máli í Kanada og hann hefði tekið það upp fyrir þingnefnd. Hótað með málshöfðun „En ég ætti að bæta við að ég var áður vísindamaður hjá hinu opin- bera og þá var reynt að fela niður- stöður mínar,“ sagði hann. „Eftir að ég fór að vinna við háskóla komu fram hótanir um að stefna mér, sem er dæmigerð aðferð til að þagga niður í fólki, en þeir munu aldrei stefna vegna þess að ég hef sagt sannleikann." Myers sagði að betur væri staðið að verndun fiskstofna en á íslandi. Sennilega væri það vegna þess að á Islandi væri meira í húfi ef fiskveið- in brygðist. I Kanada væri sjávarút- vegur hins vegar það lítil hluti hag- kerfisins. Umhverfísþættir og nýliðun fískstofna Mestra áhrifa gætir við iaðaraðstæður Ransom Myers Torstein Egeland yfírlæknir á Ríkisspítalanum í Osl<> að- stoðar Islendinga við að undirbúa beinmergsgjafaskrá Islendingar yrðu gefendur, ekki bara þiggjendur Morgunblaðið/Ásdís TORSTEIN Egeland yfirmaður norsku beinmergsgjafaskrárinnar er í samstarfi við Blóðbankann að undirbúa íslenska beinmergsgjafaskrá. Torstein Egeland yfir- maður norsku bein- mergsgj afaskrárinnar --------7--------------- veitir Isléndingum að- stoð við að koma á ís- lenskri beinmergsgjafa- skrá. Arna Schram ræddi við hann og komst m.a. að því að með slíkri ------------7----------- skrá gætu Islendingar orðið ekki bara þiggj- endur heldur líka gef- endur í alþjóðlegu bein- mergsgj afasamstarfi. BEINMERGSGJAFASKRÁ er samansafn af upplýs- ingum um vefjaflokka ein- staklinga sem eru reiðu- búnir að gefa beinmerg (stofnfrum- ur) til óskyldra einstaklinga sem þess þurfa. Beinmergsgjafaskrár af þessu tagi hafa verið reknar í um átta ár á hinum Norðurlöndunum, en nærri þrjátíu ár eru síðan fyrsta beinmergsgjafaskráin var notuð á Bretlandi. Nú er svo komið að búið er að koma upp beinmergsgjafa- skrám í öllum heimsálfum og þar á meðal í flestum löndum Evrópu. Beinmergsgjafaskrár allra þessara landa fylgja ákveðnum alþjóðlegum stöðlum um gæði og þjónustu og hafa löndin samstarf sín á mílli um beinmergsgjafir. íslendingar hafa hingað til fengið að njóta góðs af beinmergsgjafaskrám í öðrum lönd- um en hafa ekki getað gefið bein- merg eða veitt slíka þjónustu á sama hátt, þar sem ekki er búið að koma upp slíkri skrá hér á landi. Undanfarna mánuði hafa hins vegar staðið yfir viðræður við Torstein Egeland yfirlækni á Ríkisspítalan- um í Ósló í Noregi og yfirmann norsku beinmergsgjafaskrárinnar um að hann aðstoði Blóðbankann við að koma á íslenskri beinmergs- gjafaskrá. Egeland segir í samtali við Morg- unblaðið að þeir sjúklingar sem þurfi að fá stofnfrumur úr beinmerg annarra séu í langflestum tilvikum sjúklingar með hvítblæði eða aðra illkynja sjúkdóma þar sem bein- mergsflutningar (stofnfrumumeð- ferð) gefa langtímabót eða lækn- ingu. Egeland segir að um það bil 30% af þeim sjúklingum sem þurfi stofnfrumur úr beinmerg geti feng- ið beinmerg hjá einhverjum í fjöl- skyldunni, en að sama skapi þurfi um 70% sjúklinganna að leita annað eftir beinmergsgjöfum. Beinmergs- gjafaskrár nýtist einmitt þeim sjúk- lingum, en að sögn Egeland er búið að vefjaflokka 5,2 milljónir bein- mergsgjafa út um allan heim. 16.500 beinmergs- gjafar í Noregi Norska beinmergsgjafaski’áin þykir hafa reynst vel en þar eru um 16.500 beinmergsgjafar á skrá. Samtals eru hins vegar um 100.000 gjafar á beinmergsgjafaskrám á öll- um Norðurlöndunum. Egeland seg- ir að yfirleitt megi búast við því að af hverjum þúsund sem séu á skrá gefi einn til tveir beinmerg á ári hverju og bætir því við að í árslok sé gert ráð fyrir því að um 30 norskir beinmergsgjafar hafi gefið bein- merg á þessu ári. Egeland segir ennfremur að allh’ beinmergsgjafar í Noregi komi úr hópi virkra blóð- gjafa. Því séu starfsmenn norsku beinmergsgjafaskrárinnar í stöðugu sambandi við 65 blóðbanka út um allan Noreg, sem hvetji blóðgjafa sína til þess að vera með í bein- mergsgj afaskránni. Egeland segir aðspurður að þeg- ar blóðgjafi gefi sig fram og segist reiðubúinn til að gefa beinmerg sé útskýrt fyrir honum hvað felist í slíkri þátttöku. Að því búnu sé blóð- sýni gjafans vefjaflokkað og upplýs- ingar skráðar í beinmergsgjafaskrá. Komi síðan upp sú staða að vefja- flokkar gjafans verði þeir sömu og ákveðins sjúklings getur verið að haft verði samband við gjafann. Egeland tekur fram að áhætta beinmergsgjafa sé lítil og að um sjálfboðastarf sé að ræða eins og við blóðgjöf. Hins vegar séu laun gi’eidd fyrir þá daga sem gjafinn sé frá vinnu vegna beinmergstökunnar, en hún taki ekki langan tíma. Bein- mergsgjafinn sé svæfður á meðan hún stendur yfir en daginn eftir fær hann að fara heim. Hins vegar geti hann fengið slæma verki eftir á, en þeh’ hverfi að fullu eftir nokkra daga. „Allir beinmergsgjafai’ eru hins vegar mjög ánægðir eftir að hafa gefið beinmerg og sú tilfinning er sterk vegna þess að gjafinn er sá eini sem gat gefið við- komandi sjúklingi beinmerg," segir hann. Fylgja alþjóðlegum reglum Egeland tekur fram að norsku beinmergsgjafaskránni hafi verið komið á samkvæmt ákveðnum regl- um og lögum í Noregi og að upplýs- ingar í henni séu einungis notaðar í þeim eina tilgangi að geta gefið beinmerg. „Okkur berast mjög oft óskh’ um ákveðnar upplýsingar úr skránni vegna ýmissa rannsókna, en svar okkar við þeim beiðnum er ávallt nei,“ segir Egeland. Að sögn Egelands þarf norska beinmergsgjafaskráin einnig að fylgja ákveðnum alþjóðlegum stöðl- um til þess að hljóta samþykki á al- þjóðlegum vettvangi og þá staðla þurfi beinmergsgjafaskrár í öðrum löndum einnig að uppfylla. Egeland nefnir sem dæmi að þeir sem starfi að slíkri beinmergsgjafaskrá þurfi að geta sýnt fram á ákveðna lág- markshæfni við vefjaflokkun, ákveðna reynslu af að taka bein-. merg og af því að sjá um beinmergs- flutning, svo dæmi séu nefnd. Með því að uppfylla slíkar lágmarkskröf- ur er verið að tryggja ákveðin gæði, segir Egeland. Að sögn Sveins Guðmundssonar forstöðulæknis Blóðbankans við Barónsstíg má ætla að þegar íslensk beinmergsgjafaskrá verði fullmótuð með um það bil 2.500 beinmergsgjöf- um geti tveh’ til fimm Islendingar gefið beinmerg til óskyldra aðila á ári hverju. Hann segir að kostirnir við slíka skrá hér á landi séu margir, m.a. sá að hún geti styrkt verulega þá vefjaflokkunarþjónustu sem þeg- ar sé fyrir hendi í Blóðbankanum. Sveinn segir að hugmyndir um ís- lenska beinmergsgjafaslu’á hafi ver- ið kynntar íslenskum læknum, heil- brigðisyfii’völdum og Landlæknis- embættinu og að undir- tektir hafi verið hvetjandi um áframhaldandi undir- búning. „Ef allir eru sam- mála um að koma á slíkri beinmergsgjafaskrá hér á landi getum við farið að skrá ís- lenska blóðgjafa inn á beinmergs- gjafaskrá að ári. Einhverjum miss- erum eftir það gætu íslenskh’ blóð- gjafar farið að verða beinmergsgjaf- ar, annaðhvort fyrir íslenska sjúk- linga eða erlenda," segir Sveinn. Aðspurður segir Sveinn að upp- bygging slíkrar skrár gæti kostað eitthvað til að byrja með, eða á með- an verið sé að vefjaflokka blóðgjafa, en að nokkrum tíma liðnum sé stefnt að því að beinmergsgjafa- skráin verði sjálfbær í eðli sínu, því þau lönd sem noti sér þjónustuna borgi hana á endanum. Allir bein- mergsgjafar mjög ánægðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.