Morgunblaðið - 24.09.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Konur með 16%
lægri laun
LAUNAKANNANIR
sýna að konur hafa allt
að 16% lægri laun en
karlar. Hér er um að
ræða kynbundinn launa-
mun sem er ekki hægt
að skýra með mismun-
andi menntun, mun á
vinnutíma eða öðrum
skýringum sem oft er
reynt að grípa til. Kyn-
bundnum launamun
þarf að eyða. Sam-
kvæmt lögum á að
borga körlum og konum
jöfn laun fyrh' jafnverð-
mæt og sambærileg
störf. Margir hafa spurt
sig hvaða störf í raun
geti talist jafnverðmæt og sambæri-
leg. Til að leggja mat á það er unnt
að grípa til starfsmats. Starfsmat er
aðferð til að leggja kerfisbundið
mat á starf þar sem metið er hvaða
hæfni, ábyrgð, áreynsla og vinnu-
skilyrði íylgja starfinu. Starfið sjálft
er metið til stiga, en ekki starfsmað-
urinn sem sinnir starfinu. Kynhlut-
laust starfsmat er mat þar sem
reynt er að gera þáttum sem ein-
kenna hefðbundin kvennastörf jafn-
hátt undir höfði og þáttum sem ein-
kenna störf karla.
Kostir og gallar starfsmats
Margir kostir felast í að ákveða
verðmæti starfa með starfsmati.
Með matinu má samræma launaá-
kvarðanir innan fyrirtækja og gera
þær markvissari. Launakerfið verð-
ur sýnilegra og hægt er að fylgjast
með þróun launa. Þá hefur það sýnt
sig að þar sem laun hafa verið
ákveðin með starfsmati hefur það
orðið hefðbundnum
lcvennastörfum til
framdráttar. Helstu
gallar starfsmats eru
að það er viðamikil og
vandasöm aðgerð og
það tekur ekki sjálf-
krafa á þeim launa-
mun sem er tilkominn
vegna yfirborgana og
ýmiss konar hlunn-
indagreiðslna.
Ríkisspítalar og
borgarstofnanir
í mati
Starfshópur um
starfsmat sem var
skipaður af félags-
málaráðherra 1995 hefur unnið að
framkvæmd tilraunaverkefnis um
starfsmat. Tilgangur verkefnisins
Margir kostir felast í
að ákveða verðmæti
starfa með starfsmati,
segír Siv Friðleifsdótt-
ir. Með því má sam-
ræma launaákvarðanir
innan fyrirtækja og
gera þær markvissari.
er að nota kynhlutlaust starfsmats-
kerfi til að raða störfum innbyrðis á
hverjum vinnustað. Við val á stofn-
unum í verkefnið var hugað að fjöl-
breytileika starfa og því að á vinnu-
staðnum væru bæði hefðbundin
Siv
Friðleifsdóttir
karla- og kvennastörf. Með verkefn-
inu er ætlunin að skoða innbyrðis
vægi starfa, en ekki tengja niður-
stöður þess gildandi kjarasamning-
um. Ríkisspítalar, Hitaveita
Reykjavíkur og Félagsmálastofnun
borgarinnar voru valin til að taka
þátt í verkefninu. Þrír starfsmenn
aðstoða starfshóp um starfsmat og
framangi’eindar stofnanir við gerð
starfsmatsins.
Fjöldi starfsmanna í verkefninu
Framkvæmd starfsmatsins hefur
gengið vel. Ferlið er nokkuð þungt í
vöfum þar sem margir aðilar þurfa
að koma að málum svo framkvæmd-
in verði vönduð. Niðurstöður verk-
efnisins munu því birtast seinna en
ráð var fyrir gert í upphafi. Nú þeg-
ar er búið að gera starfslýsingar á 16
störfum á Ríkisspítulum bæði hjá
Lyflækningasviði og Tækni- og
rekstrarsviði. Hjá Reykjavíkurborg
voru gerðar starfslýsingar á 16
störfum hjá Hitaveitunni og Félags-
málastofnun. Framundan er vinna
við að ganga frá vigtun starfsmats-
kerfisins og sjálfu matinu á störfun-
um þar sem stuðst er við starfslýs-
ingarnar. Fjöldi starfsmanna þeirra
stofnana sem voru valdar í tilraunina
hafa lagt til mikla og óeigingjarna
vinnu við framkvæmd hennar.
Niðurstöður framundan
Bráðlega munu birtast niðurstöð-
ur tilraunaverkefnis um starfsmat.
Hugsanlega vilja einhverjar stofn-
anir eða fyrirtæki semja um að nota
starfsmat til að ákvarða laun í kjöl-
farið. Verði það gert með það að
markmiði að endurmeta störf og
jafna laun kvenna og karla þarf
einnig að taka ákvörðun um hvernig
launajöfnunin eigi að fara fram, þ.e.
hvaða laun eigi að hækka fyrst og
hvort hækka eigi launin í einum
áfanga eða á einhverju árabili.
Höfundur er alþingismaður og
formaður starfshóps um starfsmat.
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
JJillicwi
irupj,u
Eftirtaldir hlutu vinning í verðlaunagetraun Lystadún
Snælands sem haldin var á sýningu Meistarafélags
bólstrara í Perlunni dagana 12.-13. sept.
30.000 kr. vöruúttekt hjá LS
Ólafur Sverrisson
Unufelli 46
Reykjavík
•ssrsr
til mánaðarmota-
^^/inningur jvejr heilsukoddar
Þórunn Sólveig
Suðurvangi 13
Hafnarfirði
Þökkum frábærar viðtökur
VERSLUNIN
Skútuvogi 11* Sími 568 5588
Góður svefn gcfur góðart dag
Skúlagata 59 • Sími 540 5400 • www.raesir.is
Daihatsu Charade 1978 ... í góðu ástandi..."
Frá því að Brimborg flutti inn fyrsta Daihatsu Charade bílinn árið 1978
hafa þúsundir íslendinga fengið að kynnast kostum hans. Charade er
landsþekktur fyrir sparneytni, góða endingu, lítið viðhald og auðvelda
endursölu. Charade hefur vaxið og dafnað frá því hann fyrst nam land
og er núna boðinn í þremur útfærslum.
Daihatsu Charade er sérsniðinn fyrir daglegan borgarakstur. Ökumenn
finna líflegt viðbragð, einstaka snúningslipurð og frábæra stýrissvörun.
Farþegar kunna að meta mikið rými, þægileg sæti og gott útsýni.
Farangursrýmið er einnig notadrjúgt og hægt er að stækka það í öllum
bílunum með því að fella niður aftursætisbökin.
Af staðalbúnaði Charade má nefna vökvastýri, rafdrifnar
rúður, samlæsingu, útvarp og segulband, snúningshraðamæli,
höfuðpúða að framan og aftan, ræsitengda þjófavörn, loftpúða
og styrktarbita í hurðum. Sjálfskiptingin hefur fjóra gíra og
stillingu fyrir þrenns konar akstursmáta.
Allir bílar frá Daihatsu eru með þriggja ára almenna ábyrgð
og sex ára ryðvarnarábyrgð. Sölumenn veita nánari
upplýsingar um Fislétta fjármögnun og uppítöku eldri bíla.
Dyr Vél Hö./Tog 5 gíra Sjálfskiptur
Charade TX 3 1,3i 16v 84/105 1.098.000 1.218.000
Charade CX 5 1,3i 16v 84/105 1.148.000 1.268.000
Charade SX 4 1,5i 16v 90/119 1.178.000 1.298.000
Brimborg-Þórshamar
Tryggvabraut 5 • Akureyri
Sími 462 2700
BRIMBORG
Faxafeni 8 • Sími 515 7010
Bflasala Keflavíkur
Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ
Sími 421 4444
Bíley
Búðareyri 33 • Reyðarfirði
Sími 474 1453
3 ára ábyrgð
Betri bílasalan
Hrísmýri 2a • Selfossi
Sími 482 3100
Tvisturinn
Faxastg 36 • Vestmannaeyjum
Sfmi 481 3141
DAIHATSU
fínn í rekstri