Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 44

Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 44
'44 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐIN þekkir lík- lega vel til þeirrar gamansemi sem jafnan umleikur Davíð Odds- son. Ekki bregst fyndnin þegar ígrund- uð málefnagagnrýnin brestur. Það sem for- sætisráðherra les t.d. úr jafnréttiskafla fé- lagshyggjuflokkanna "'Kirðar hann svo skemmtilega svona í viðtali við Morgun- blaðið; „Það eina sem Kvennalistinn fær út úr þessu er að stofnað verði jafnréttisráðu- neyti. Ef tillaga kemur fram um að við hefjum hvalveiðar þá á að fara fram jafnréttismat á því, væntanlega til að athuga hvað marga hvali af hvoru kyni á að veiða.“ Fyrir nú utan skrítluna rennur orðalagið „fær út úr,“ sem smjör úr tungutaki ráðherrans enda líklegt að orðavalið komi úr orðabók sérhagsmunavörslunnar. Og hann /rn/" Attalus Plasthúðun - Allur véla- og tækjabúnaður - Vönduð vara - góð verð fer áfram á kostum; „En þeir taka eina setningu úr minni stefnuræðu um að halda stöðugleika, föstu gengi og lágum vöxtum. Síðan boða þeir efna- hagsstefnu sem gengur þvert á þetta. Þarna eru endalausir óskalist- ar um aukin útgjöld, sem slá má á að kosti 40-60 milljarða á ári. Það þýðir að í staðinn fyrir að vera að borga niður skuldir ríkissjóðs um 20 milljarða á tveimur árum á að stór- auka útgjöldin sem myndi stefna efnahagslífinu í öng- þveiti.“ Ráðherra veit að þjóðarsáttar- samningarnir sem verkalýðshreyf- ingin stóð að áttu stærstan þátt í að Samfylking til framtíð- ar er nýtt afl í íslenskri pólitík, segir Skúli Thoroddsen, afl sem getur tekist á við þann vanda að auka hagkvæmni velferðar- kerfisins. skapa stöðugleika í efnahagsmálum svo og góðærið. Ríkisstjórnin sjálf hefur átt í basli við að ná tökum á ríkisútgjöldum og hana hefur auð- vitað skort vilja til að auka tekjur ríkissjóðs á kostnað þeirra sérhags- muna sem „fá má út úr“ ríkisstjóm Davíðs. A öðrum sviðum er ríkis- stjórnin dáðlaus. Heilbrigðismál eru t.d. kostnaðarsamasti málaflokkur ríkissjóðs. Þar er lítið að gerast. Ríkissjóður hefur hriplekið um heil- brigðiskerfið á undanförnum árum, ekki vegna þess að heilbrigðisþjón- ustan sé svo fullkomin heldur vegna skorts á pólitískum vilja til að stoppa í götin. Skemmst er að minn- ast vanda spítalanna eða þá lyfjaof- notkunar Hagkaupsmanna og ann- arra lyfsala þegar þeir buðu ókeypis lyf á kostnað ríkissjóðs þegar lyfja- verslunin var gefin frjáls eins og það var kallað. Sérfræðingakei’fi læknanna er einnig of dýrt og margt bendir til þess að sköpuð hafi verið ofþörf fyrir ýmsa læknisþjón- ustu. A Reykjavíkursvæðinu eru t.d. starfandi tíu húðsjúkdómalækn- ar, meðan Hollendingar láta sér nægja einn á hverja sjötíu þúsund íbúa. Með uppstokkun í heilbrigðis- kerfinu og pólitískri skynsemi má bæta heilbrigðisþjónustuna, auka hana og spara almannafé. Eg nefni dæmi; Tannlæknar eru sérfræðing- ar sem starfa núna að mestu utan almannatryggingakerfisins en í Lúxemborg, Þýskalandi, Svíþjóð og víðar eru tannlækningar endur- greiddar að hluta af tryggingunum og eru undir eftirliti þeirra. Þetta er talið þjóðhagslega hagkvæmt. Á ís- landi er þetta einnig hægt án þess að stefni í öngþveiti í efnahagsmál- um eins og Davíð Oddsson virðist halda. Pólitík snýst um það hvort ríkis- valdinu er beitt í þágu fólksins eða sérhagsmunanna, hvort heilbrigðis- kerfið er i þágu fólksins eða lyfsal- anna og sérfræðinganna. Það er kjarni málsins. Samfylking til fram- tíðar er nýtt afl í íslenskri pólitík, afl sem getur tekist á við þann vanda að auka hagkvæmni velferð- arkerfisins í víðastri merkingu og tryggja varanleika þess. Samfylk- ingin getur einnig skapað það traust sem er nauðsynleg forsenda þess að árangur náist, jafnvel þótt Davíð Oddsson geri að gamni sínu núna og skemmti sér. Höfundur er lögfræðingur og se'r- fræðingur h já framkvæmdnstjóm Evrópusambandsins á sviði heil- brigðismála. Forsætisráðherra skemmtir sér Skúli Thoroddsen »■ ■ vegna af hitastýrðum og baðtækjum oðsmenn ui NORMANN Sameining gegn sérhyggju NÝLEGA hlýddi ég á viðtal á rás 2 við Hörpu Njálsdóttur fé- lagsfræðing í tilefni þess að hún hafði birt niðurstöðu rannsókn- ar sinnar á fátækt á Islandi. Mér fannst ótrúlegt að frétta að nú í lok 20. aldar er hlutfall þeirra sem þurfa að heita á hurðir opinberra aðila sér til framfærslu svo til hið sama og í byrjun ald- arinnar eða 6-8 af hundraði. Ekki er síð- ur merkilegt hve sam- setning þeirra hópa er nú þurfa aðstoðar við er lík því sem gerðist fyrr á öldinni en það eru tekjulágar barnafjölskyldur, at- vinnulaust fólk og sjúklingar. Líklega hefur aldrei verið eins mikill munur og nú, segir Sigríður Jóhannesddttir, á lífs- kjörum þeirra sem bet- ur mega sín og hinna sem minnst bera úr býtum. Harpa, sem þekkir kjör þessara hópa betur en margir aðrir, segir að um sé að ræða fólk sem eigi ekki fyrir mat út mánuðinn og hafi það litla peninga til framfærslu að jafn- vel það að þiggja tilboð verkalýðs- félaganna um vikudvöl í sumarhúsi, sem er nú einhver ódýrasti sumar- leyfismunaður sem kostur er á, sé fjölskyldunni með öllu ofviða. Aug- ljóst er hvílíkt reiðarslag slíkri fjöl- skyldu er að þurfa að greiða lyfja- kostnað vegna veikinda að ég nú ekki tali um tannlækningar. Skyldi ekki fleirum hafa farið líkt og mér að þeim hafi hnykkt illa við er þeir hlýddu á þetta viðtal. Er það virkilega svo að nú þegar við veltum okkur upp úr vellystingum í góðærinu miðju og þegar umræðan snýst aðallega um hvernig draga megi úr þensluáhrifum góðærisins sé næstum 10. hver íslendingur sem ekki sér fram úr því hvernig hann eigi að kaupa mat út mánuð- inn? Það er dapurleg staðreynd að líklega hefur aldrei verið eins mikill munur og nú á lífskjörum þeirra sem betur mega sín og hinna sem minnst bera úr býtum. Sem þingmaður stjórnarandstöð- unnar hef ég fylgst með því á AI- þingi með vaxandi hi-yllingi hvernig stjórnarflokkarnir hafa farið fram gegn hagsmunum almennings í skjóli mikils þingmeirihluta. Það hefur verið þrengt að starfi verka- lýðsfélaga og með þeim hætti skertir möguleikar þeirra til þess að rétta hlut félagsmanna sinna. Áður voru atvinnuleysisbætur, elli- lífeyrir óg örorkubætur tengd við SÍlkÍbolír - Margir litir " ' Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854 ákveðinn launaflokk umsaminna dagvinnu- launa og hækkuðu því sjálfkrafa með launa- hækkunum. Tengsl slíkra bóta við laun hafa nú verið afnumin og bótaþegar gerðir að bónbjargarmönnum sem eiga alla afkomu sína undir duttlungum stjórnvalda á hverjum tíma. Það getur hver séð sjálfan sig við þær aðstæður að lifa af 53 þúsundum króna á mánuði. Séu öryrkjar í þeirri stöðu að eiga maka sem nýtur at- vinnutekna verða þeir að þola þá svívirðu að vera að stórum hluta sviptir bótum. Nú síðast voru svo eyðilagðir möguleikai' þein-a tekju- lægstu til að eignast félagslega eignaríbúð og þeim vísað á leigu- markað sem ekki er til. Á sama tíma og þannig hefur verið þrengt að þeim sem minna mega sín er rennt í gegnum þingið hverju frumvarpinu á fætur öðru til að tryggja hag gróðaaflanna í land- inu. Með framferði sínu í fiskveiði- stjórnunarmálum stefnir ríkis- stjórnin að því að koma einkarétti til fiskveiða á Islandsmiðum á fárra hendur. Afleiðingin af þessum stjórnunarháttum er svo sú að sí- fellt fámennari en fjárhagslega sterkari klíka fer með æ meiri völd í efnahags- og atvinnumálum okkar en hinn almenni launamaður ræður stöðugt minna um örlög sín. Margir voru þeirrar skoðunar að til að berjast gegn þessari þróun þyrfti að sameina vinstrihreyfing- una þannig að hún hefði meiri slag- kraft til að gera hugmyndir sínar að veruleika því sundraðir litlir flokkar hafa löngum átt við ofurefli að etja á Alþingi. Nú þessa dagana hefur dregið til þeirra stórtíðinda í íslenski-i pólitík að A-flokkarnir og Kvennalistinn hafa lagt fram sameiginlega drög að málefnagrunni þar sem sam- komulag hefur náðst um þær leiðir sem hægt er að fara til að koma hér á þjóðfélagi jafnréttis og félags- hyggju og ég hygg að fleirum hafi farið eins og mér að þeir hafi verið ánægðir með hversu vel hefur tek- ist að samræma sjónarmið þessara þriggja flokka. En þeir eru til sem mætt hafa þessum tíðindum á fremur drunga- legan hátt. Þótt bent sé á að í plaggi því sem kynnt var á dögun- um sé sett fram framtíðarsýn okkar sem að því stöndum en ekki lof- orðalisti varðandi næsta kjörtíma- bil þá spyr forsætisráðherra rétt eins og fúll endurskoðandi. Hvað kostar þetta? Þegar sagt er: Við viljum sjá til þess að öryrkjar eigi fyi’ir mat þá er dreginn upp vasa- reiknir og sagt: Milljónir. Þegar sagt er að við viljum að veikt fólk geti keypt lyf er tekinn fram reikni- stokkur og sagt: Milljarðar. Þegar sagt er við viljum ekki að auðlindir þjóðarinnar séu gefnar útvöldum þá horfa ráðamenn á okkur ofan úr hásölum peningavitsins og segja: Óraunsætt. Það kann vel að vera að stjómar- liðar séu sáttir við þá staðreynd að það sé aðeins helmingur þjóðarinn- ar sem hefur orðið var við góðærið margnefnt. Við erum ekki svo lítil- þæg en menn geta treyst því að þegar kemur að kosningastefnu- skrá munum við reikna út hverju er unnt að breyta á næstu fjórum ár- um og hvað verður að bíða betri tíma og ekki síst kostnaðinn. Okkur vinstrimönnum hefur alltaf verið ljóst að það er dýrt að hafa hug- sjónir, hitt vitum við líka að skortur á þeim er samfélaginu mun dýrari. Höfundur er þingmaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjaneskjördæmi. Sigríður Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.