Morgunblaðið - 24.09.1998, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 53 L
FRÉTTIR
Nýr framkvæmda-
stjóri Gídeonfélagsins
FRAMKVÆMDASTJÓRASKIPTI hafa
farið fram hjá Gídeonfélaginu á Islandi.
Sigurbjöm Þorkelsson, sem verið hefur
framkvæmdastjóri félagsins sl. 12 ár, hefur
verið kallaður til, og hafið störf frá 1. ágúst
sl., sem framkvæmdastjóri KFUM og
KFUK í Reykjavík.
Hinn nýi framkvæmdastjóri Gídeonfé-
lagsins heitir Jogvan Purkhus. Hann er
Færeyingur að uppruna, en hefur búið á Is-
landi í yfir þrjátíu ár og verið liðsmaður
Gídeonfélagsins í yfir tuttugu ár. Jogvan
bjó lengst af á Akureyri eftir að hann flutti
til íslands, en hefur verið búsettur í
Reykjavík sl. tvö ár.
Gídeonfélagið var stofnað í Bandaríkjun-
um árið 1899, _og verður félagið því 100 ára
á næsta ári. ísland var þriðja landið, þar
sem Gídeonfélag var stofnað, árið 1945, en í
dag starfar félagið í 172 löndum.
Sigurbjörn Þorkelsson fráfarandi fram-
kvæmdastjóri félagsins var beðinn að segja
frá Gídeonfélaginu og starfi þess á þessum
tímamótum.
„Gídeonfélagið er eins og framlengdur
armur kirkjunnar. Við færum einstakling-
um Nýja testamentið með skipulögðum
hætti og komum því einnig fyrir við hinar
ýmsu þjóðbrautir lífsins eins og á sjúkra-
húsum, hótelum, elliheimilum, í fangelsum,
skipum og víðar.“
Hvað með gjafir félagsins á Nýja testa-
mentinu til skólabarna?
,Á hverju hausti heimsækjum við alla
skóla landsins, sem hafa 10 ára börn eða 5.
bekk. Þeim árgangi er fært Nýja testament-
ið að gjöf svo að þessu hausti loknu ættu
flestir Islendingar 10-56 ára að hafa fengið
Nýja testamentið að gjöf frá félaginu.“
Hvað hafið þið gefið mörg Nýja testa-
menti?
„Við höfum komið í umferð um 265.000
eintökum af Nýja testamentum og Biblíum
frá upphafi ef allir þættir dreifingarinnar
eru teknir með.“
Hvert er markmiðið, hvers vegna eruð
þið að þessu?
„Markmiðið er að kynna orð Guðs í Nýja
testamentinu fyi'ir fólki svo það læri að
þekkja Jesú Krist, sem sinn persónulega
vin og frelsara."
Nýja testamentið
hjálpar mörgum
Geturðu gefið dæmi um viðbrögð fólks?
„Já, já, ég get það svo sannarlega. í
augnablikinu kemur mér maður í hug, sem
settist inn á skrifstofu félagsins á Vestur-
götunni og sagði eitthvað á þessa leið:
„Ég fékk Nýja testamentið að gjöf rétt
fyrir fermingu, ef ég man rétt. Bókin var
mér mjög sérstök, því þetta var fyrsta bók-
in, sem ég eignaðist. Þetta var líka fyrsta
bókin sem ég las í af einhverju gagni. Mér
þótti afar vænt um bókina og þykir reyndar
enn. Hún hefur fært mér frið og ró og orð
hennar hafa veitt mér styrk og uppörvun i
lífinu.
Ég var á sjónum í nokkur ár, og fór þá að
fikta við að drekka áfengi, eins og svo alltof
margir, því miður. Með Guðs hjálp og
góðra manna tókst mér loks að hætta
drykkjunni, og hef nú verið þuir í ein tíu
ár. í mínum huga er það fyrst og fremst
Guði að þakka og hefur Nýja testamentið
leikið lykilhlutverk í því sambandi. Það er
svo gott að leita styrks í trúnni á Jesú, og
leyfa orði Guðs að leika um mann og
styrkja. Ég segi fyrir mig, að í þessu sam-
bandi var það Guð, trú mín á hann og Nýja
testamentið sem hafði allt að segja“.“
Hvert er helzta starf framkvæmdastjóra
Gídeonfélagsins?
„Það er margþætt, skal ég segja þér.
Framkvæmdastjórinn sinnir viðveru og af-
greiðslu á skrifstofu félagsins á Vesturgötu
40 og sinnir öllum daglegum rekstri félags-
ins. Hann skipuleggur félagsstarfið, veitir
upplýsingar, skipuleggur dreifingu á Nýja
testamentinu, hvaða deildir félagsins sjái
um hvað landssvæði og fleira í þeim dúr.
Hann heimsækir félagsdeildir, sem nú era
sextán alls á landinu. Hann gefm- út frétta-
blöð, gögn og skrár til leiðbeiningar í starf-
GÍDEONFÉLAGiD
Á ÍSLANDI
Morgunblaðið/pþ
SIGURBJÖRN Þorkelsson, fráfarandi
framkvæmdastjóri, felur Jogvan Purk-
hus, núverandi framkvæmdastjóra, að
halda merki Gídeonfélagsins á loft.
inu, sem að öðru leyti er algjörlega unnið í
sjálfboðavinnu. Þetta er svona hluti af
starfinu, en of langt mál yrði að gera frek-
ari grein fyrir þvf hér.“
Getum þakkað fyrir okkur
með framlögum erlendis
Hvernig er þetta starf fjármagnað?
„Stai’fið er fyrst og fremst fjármagnað
með frjálsum framlögum félagsmanna
sjálfra og nokkurra velunnara félagsins. Þá
hafa kirkjan og ýmsir söfnuðir hennar
einnig lagt okkur mikilvægt lið. Þess má
geta að á undanförnum tíu árum höfum við
lagt fram fé til kaupa á Biblíum og Nýja
testamentum, sem dreift hefur verið á
tungumálum innfæddra á meðal þjóða, þar
sem innfæddir Gídeonfélagar ná ekki að
standa straum af kostnaði sjálfir, en þannig
mun farið í um 150 löndum af þeim 172 sem
félagið starfar í.
Þess má einnig geta að allt fram til ársins
1980 þurftum við á styrk að halda frá al-
þjóða Biblíusjóði Gídeonfélagsins til að geta
gefið íslenzkum skólabörnum Nýja testa-
mentið, þannig að segja má að við séum
eins og að þakka fyrir okkur nú. A allra síð-
ustu áram höfum við sent 25.000 dollara
eða tæpar tvær milljónir íslenzkra króna til
kaupa á Biblíum og Nýja testamentum til
dreifingar á meðal annarra þjóða, jafnframt
því sem við kaupum og dreifum 8.000 til
10.000 eintökum hérlendis.“
Erað þið ekki með minningarkort einnig?
„Jú, það er rétt, og ekki aðeins minning-
arkort heldur einnig heillaóskakort. Kortin
er að finna í anddyrum flestra kirkna á
landinu í sérstaklega merktum veggvösum.
Samúðarkortin nota menn að sjálfsögðu
þegar við á, en heillaóskakortin er hægt að
nota í tilefni alls konar tyllidaga og hátíða.
Allur ágóði fer til kaupa á Biblíum og Nýja
testamentum."
Og nú lætur þú af störfum sem fram-
kvæmdastjóri Gídeonfélagsins eftir 12 ára
starf. Hvemig er tilfinningin?
„Tilfinningin er mjög sérstök, jafnvel
óþægileg. Tólf ár eru langur tími af lífi
ungs manns. Ég hef lagt mig fram í þessu
starfi, hef lagt hjarta mitt í það. Þetta hefur
eiginlega ekki eingöngu verið mér sem
starf heldur hreinlega lífið sjálft. Ég hef
gefið af mér, og nú er eins og verið sé að
slíta hluta af hjartanu úr mér. Svona er nú
lífið. Það er ekki bæði sleppt og haldið, allt
hefur sinn tíma og ég hef nú verið fenginn
til að koma að mikilvægum störfum sem
framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, sem
verða 100 ára á næsta ári og gegna mikil-
vægu hlutverki í þjóðfélaginu, sérstaklega
á meðal barna og unglinga.
Það er stöðug og ný þörf fyrir dreifingu á
Nýja testamentinu og því verður það veiga-
mikla og þýðingarmikla starf að halda
áfram. Það era forréttindi fyrir þjóðina, að
heill árgangur hennar skuli eignast Guðs
lifandi orð á hverju ári, nýr árgangur, nýjar
dýrmætar sálir, sem þurfa að læra að elska
Guð, sem skapaði þau og frelsaði. Læra að
elska náungann og bera virðingu fyrir allri
sköpun Guðs. Læra að biðja til Guðs og
þakka allar góðar gjafir hans.
Það skiptir öllu máli fyrir okkur öll að
hafa traustan grunn til að byggja lífið okk-
ar á. Við þurfum festu og holl gildi. Við
þurfum að læra að byggja líf okkar á bjarg-
inu óbifanlega og trausta sem er frelsarinn
sjálfur, Jesú Kristur."
Námskeið
Biblíu-
skólans
BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg
byi-jar haustmisserið á laugardag-
inn kemur, 26. september, með
námskeiði þar sem fjallað verður
um sálgæslu og fyrirbæn. Er það
sérstaklega ætlað þeim sem taka
þátt í sálgæslu og fyrirbænastarfi í
kristilegu æskulýðs- og fullorðins-
starfi og stendur yfir frá kl. 9.30 til
15.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson pró-
fastur fjallar um sorgarviðbrögð og
fyrirbænir og sr. Bragi Skúlason
sjúkrahúsprestur um það að hlusta
og koma rétt fram við þá sem leita
leiðsagnar og fyrirbæna. Einnig
verður á námskeiðinu rætt um
hvernig leiða á aðra til trúar. Nám-
skeiðsgjald er kr. 2.000 og er matur
innifalinn.
Miðvikudaginn 30. september
hefst Alfa-námskeið í húsnæði skól-
ans á Holtavegi 28 í Reykjavík.
Alfa-námskeiðin eru orðin nokkuð
þekkt hér á landi en árlega sækja
hundruð þúsunda manna slík nám-
skeið víða um heim. Fjallað er um
lykilatriði kristinnar tráar á ein-
faldan hátt og reynt að svara
spurningum þátttakenda. Kennt
verður á miðvikudagskvöldum til
25. nóvember og hefst hvert kvöld
með sameiginlegum kvöldverði kl.
19.15. Námskeiðsgjald er kr. 3.900
og kennari sr. Kjartan Jónsson
kristniboði.
Allar nánari upplýsingar um
námskeið Biblíuskólans veitir skrif-
stofa skólans, Holtavegi 28, og þar
fer einnig fram skráning. Skrán-
ingu á sálgæslu- og fyrirbænanám-
skeiðið 26. september lýkur í dag,
fimmtudaginn 24. september.
Eins árs ábyrgð og
ryðvörn innifalin í verði
Orfáir bílar til
afgreiðslu strax
Kof“Pi IU|R ■ Rpf'Fa ifpm
DCU I IVIUywU DClrl Cl Vwl U
Finndu muninn á buddunni
Umboðsmaður ),Þ. bíl;
Selfossi, sími 482 3893
Bttastúdíó hf.
Faxafeni 14, 108 Reykjavík,
sími 568 5555, fax 568 5554.
Opið kl. 10-19 mán.-föst., kl. 11-14 laugard
/O