Morgunblaðið - 24.09.1998, Qupperneq 56
- 56 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
KIRKJUSTARF
I DAG
Háteigskirkja
Safnaðarstarf
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 14-17.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, íhugun, altaris-
ganga. Léttur málsverður í safnað-
arheimili eftir stundina.
Háteigskirkja. Kvöldsöngur með
taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun,
endurnæring. Allir velkomnir.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12.10. Orgeltónlist frá kl. 12.
Léttur málsverður að stundinni
lokinni. Samvera eldri borgara kl.
14 í umsjá sóknarprests og þjón-
ustuhóps kirkjunnar.
Breiðholtskirkja. Mömmumorg-
unn á föstudögum ki. 10-12.
Digraneskirkja. Mömmumorgnar
kl. 10-12. Bæna- og kyrrðarstund
kl. 18. Bænarefnum má koma til
sóknarprests eða kirkjuvarðar,
einnig má setja bænarefni í bæna-
kassa í anddyri kirkjunnar.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
11-12 ára kl. 16.
Grafarvogskirkja. Mömmumorgn-
ar kl. 10. Dagskráin í vetur verður
fjölbreytt og boðið upp á áhuga-
verða fyrirlestra og skemmtilegar
samverustundir. Æskulýðsfélagið,
10. bekkur kl. 20-22.
Kópavogskirkja. Starf eldri borg-
ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheim-
ilinu Borgum. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefn-
um má koma til prests eða kirkju-
varðar.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 10-12 ára böm frá kl.
17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linn-
etstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 22, kaffi og létt meðlæti á
eftir.
Viðistaðakirkja. Foreldramorgunn
milli kl. 10 og 12. Opið hús fyrir
10-12 ára böm kl. 17-18.30.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund
kl. 18.30. Fyrirbænaefnum skal
komið á framfæri við sóknarprest á
viðtalstíma hans í safnaðarheimil-
inu (sími 431-3290).
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía.
Bænastund kl. 20. Allir hjartanlega
velkomnir.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Opið hús unglinga í KFUM og K-
húsinu.
Fríkirkjan Vegurinn. Konukvöld:
Föstudaginn 25. sept. kl. 20.30
verður „dekurkvöld" fyrir konur í
Fríkirkjunni Veginum. Allar konur
velkomnar. Karlamorgunn: Laug-
ardaginn 26. september kl. 10
verður svo karlastarfið með sinn
mánaðarlega fund. Allir karlar vel-
komnir.
Hjálpræðisherinn. í kvöld kl. 20.30
ísraelssamkoma. Ólafur Jóhanns-
son sýnir skuggamyndir frá Israel.
Allir hjartanlega velkomnir.
VELVAKANPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Af hverjum er myndin?
GUNNAR hafði samband við Velvakanda og bað um birt-
ingu á myndum af ættingjum sínum. Ef einhver þekkir
fólkið á þessum myndum þá vmsamlega hafið samband við:
Gunnar Jakobsen,
Botngaten 24,
5500 Haugesund, Norge.
ísland í dag
ÉG ER vön að horfa alltaf
á Island í dag, þættina hjá
Stöð 2, en ég get bara ekki
stillt mig um að skrifa og
spyrja forsvarsmenn þátt-
anna hvort þeir hafí nú
ekki gengið of langt und-
anfarið. Oft og mörgum
sinnum hafa þeir sýnt efni
sem mér finnst alls ekki
hæfa á þessum tíma dags-
ins þar sem börn eru
gjaman framan við sjón-
varpið, t.d. fyrir nokkru
þegar þeir sýndu frá nekt-
ardansklúbbi í borginni og
þar var ekkert verið að
klippa filmuna. Svo núna
voru hrossin á fullu og sem
fyrri daginn var allt sýnt
og ekki nóg með það held-
ur spyr Þorsteinn J. hvort
hann hafi verið að „fá
það“! Daginn eftir var
Svavar Örn að velta fyrir
sér brjóstastækkunum og
segist aldrei hafa „káfað á
svona brjóstum áður“ sem
i hans tilfelli er sennilega
rétt, en alveg óþarfi að
segja svona fyrir framan
heila þjóð! Hvað næst?!
Þeir hafa áður sýnt sköpun
konunnar þannig að nú er
sennilega komið að körlun-
um! Eru þeir kynóðir eða
með kynlíf á heilanum
þessir starfsmenn á Stöð
2? Ef þeir telji sig nauð-
synlega þm-fa að koma
þess konar efni írá sér,
geta þeir þá ekki haft
þetta í lok 22.30 ft-éttanna
þegar börnin eru þá von-
andi farin í rúmið?
Þar sem ég er nú þegar
að kvarta undan Stöð 2,
langar mig að athuga
hvort ekki megi fara að
hvíla þá Jón Arsæl og Þor-
stein J. Mér finnst þeir al-
veg rosalegir egóistar og
yrði fegin að fá einhverja
pásu frá þeim. Nú undi'ast
eflaust margir hvers vegna
ég bara sleppi ekki að
horfa á ísland í dag fyrst
þetta fer svona fyrir
brjóstið á mér, en málið er
að mér hefur oft þótt gam-
an að þáttunum og fylgist
þar af leiðandi með til að
sjá um hvað er fjallað, en
eins og ég segi finnst mér
þeta hafa gengið of langt
undanfarið. Mergur máls-
ins er, að íslenskt þjóðfé-
lag hefur upp á margt ann-
að að bjóða en það sem ís-
land í dag hefur verið að
sýna landsmönnum undan-
farið. Með þökk fyrir bút-
inguna.
Áhorfandi.
Tapað/fundið
Gleraug'u í
óskilum
GLERAUGU í svörtu
hulstri fundust hjá Vall-
hólma í Kópavogi um miðj-
an september. Upplýsing-
ar í síma 554 3465.
Dýrahald
Svartur skógar-
köttur týndist
SVARTUR skógarköttur
(læða) týndist í Vestur-
bænum sl. sunnudag. Hún
er ómerkt og ólarlaus. Þeii-
sem hafa orðið hennar var-
ir hafi samband í síma
552 8337 eða 699 3969.
Kettlingur óskast
ÓSKUM eftir kettlingi,
annaðhvort hreim’æktuð-
um a.m.k. að hálfu leyti,
persneskum, helst tveggja
mánaða, á gott heimili í
Reykjavík. Upplýsingar í
síma 551 3162.
SKAK
llmsjón Margeir
Pétnrsson
ÞEIR Gary Kasparov
(2.815) og Jan Tiniman
(2.655) háðu nýlega sex
skáka einvígi í Prag í Tékk-
landi. Þessi staða kom upp í
þriðju skákinni. Kasparov
hafði hvitt og átti leik: 20. c4!
- Bc6 21. Hxd7! - Bxd7 22.
Rxf6+ - Kg7 23. Rxd7 - ffi
24. Ke2 - Hc8 25. Hcl - Hc7
26. Rb8 og Timman gafst
upp.
Kasparov sigraði mjög ör-
ugglega í einvíginu, með fjór-
um vinningum gegn tveimur.
Haustmót Taflfélags
Reykjavíkur hefst á sunnu-
daginn, 27. september. Teflt
er á sunnudögum kl. 14-18.30
og miðvikudags- og föstu-
dagskvöldum frá kl. 19.30-24.
Keppendum er skipt í riðla
með tilliti til styrkleika.
Verðlaun í A flokki eru 60
þús., 35 þús. og 20 þús.
Mótið er öllum opið og
skráning stendur yfir í síma
TR 568-1690. Lokaskráning
er á laugardaginn til kl. 20.
Einnig er hægt að skrá sig
með tölvupósti til rz@itn.is.
HVÍTUR
leikur og
vinnur.
Víkverji skrifar...
ARSSKYRSLA Háskóla Islands
fyrir árið 1997 kom nýlega fyrir
augu Víkverja, myndarlegt 64 síðna
rit þar sem víða er komið við. At-
hyglisvert er að lesa kafla um fjölg-
un nema við HÍ, en undir millifyrir-
sögninni „Vaxandi fjöldi" segir svo
meðal annars:
„Hin síðari ár hefur aðsókn að
Háskólanum aukist mikið. Fjöldi
nemenda hefur fimmfaldast á þrem-
ur áratugum og mun vaxa enn frek-
ar þegar til lengri tíma er litið, þótt
hægt hafi á vextinum hin síðari ár.
Aðstæður sem áhrif hafa á aðsókn
hafa tekið miklum breytingum sl. 30
ár, framhaldsskólum sem útskrifa
stúdenta hefur fjölgað úr fjórum í
26 og háskólum hefur einnig fjölg-
að. Hins vegar taka þeir flestir tak-
markaðan fjölda inn og námssætum
í þeim hefur ekki fjölgað í neinu
hlutfalli við vaxandi íjölda þeirra
sem brautskrást með stúdentspróf.
Hlutfall þeirra sem ljúka stúd-
entsprófí af hverjum fæðingarár-
gangi hefur farið stigvaxandi og
nálgast nú 40%. Hlutfall kvenna
sem lýkur stúdentsprófi er hærra
en karla eða um 50% og teljast þær
nú um 56-57% af stúdentum Há-
skólans - urðu í fyrsta skipti fleiri
en karlar 1986.
xxx
NOKKRU síðar í skýrslunni er
fjallað um virkni stúdenta og
dreifingu í námsgreinar og þar seg-
ir: „Frá árinu 1988 hefur stúdentum
við Háskólann fjölgað úr 4.294 í
5.826 háskólaárið 1996-1997. Virkni
þeirra er um 70%, en með virkni er
átt við hversu stór hluti stúdenta
skilar fullu námi ár hvert. Þannig
var hlutfall virkra nemenda 67% af
heildarfjölda árið 1988 og 70% árið
1996.“
I kafla um kennsluhúsnæði segir
meðal annars: „Hin öra fjölgun
stúdenta hefer kallað á aukið
kennsluhúsnæði. Tekist hefur með
herkjum að hýsa kennsluna en
ljóst er að hinn þröngi stakkur hús-
næðis sem kennslunni er víða snið-
inn hefur áhrif til hins verra á
kennslu og nám svo og vinnutíma
kennara og stúdenta. Stundatöflur
einstakra hópa eru tíðum sundur-
slitnar og kennsla sett í óhentugt
húsnæði eða nánast óviðunandi. Þá
er með naumindum unnt að koma
skriflegum prófum fyrir á próf-
tímabilum, einkum í desember, og
hefur þessi skortur húsnæðis iðu-
lega áhrif á próftöflur nemenda til
hins verra.“
Loks er gripið niður í málsgrein
um kennslu í lokakafla skýrslunnar,
en þar segir: „Rekstur Háskóla ís-
lands á árinu 1997 varð erfiðari en
áður vegna þeirrar þenslu, sem er í
efnahagslífi landsins. Háskólinn
hefur átt erfitt með að greiða laun
sem eru sambærileg við það sem
aðrar stofnanir í ríkiskerfinu og
hinn frjálsi vinnumarkaður greiðir
fyrir vel menntað starfsfólk. Kenn-
arar í lykilgreinum eins og tölvun-
arfræði hafa hætt vegna bágra
launa og erfiðlega gengur að ráða í
aðrar stöður svo sem viðskiptafræði
og sjúkraþjálfun.“
xxx
*
AFUNDI í Noregi nýlega hafði
Norðmaður sem skrifari ræddi
við orð á því hversu vakandi ís-
lendingar væru fyi'ir vernd tungu-
málsins. Þeir gættu sérstaklega vel
að því að því að finna íslensk orð
yfir hugtök sem tilheyrðu nýrri
tækni.
Nefndi maðurinn sem dæmi að á
fundi fyrir nokkrum árum hefði
norskur ræðumaður á ráðstefnu
notað orðið „transparent" um
glærur. íslendingur, sem lengi hef-
ur búið í Noregi, gerði athugasemd
við orðavalið, og benti ræðumanni
á að Norðmenn ættu orðið
„lysark", sem væri norskt og miklu
betra. Hann sagði að Norðmenn
ættu að sjá sóma sinn í að halda
málinu hreinu þar sem þess væri
framast kostur.
Fleiri dæmi sagðist viðmælandi
Víkverja geta nefnt um árvekni ís-
lendinga. Það væri líka eins gott að
einhverjir væru vakandi og sagði að
Norðmenn mættu taka sig á í þess-
um efnum.