Morgunblaðið - 24.09.1998, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 24.09.1998, Qupperneq 60
v60 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga barnamyndina Paulie, mynd um talandi páfagauk sem er í vanda. MARIE og Paulie. Merkilegur páfagaukur MEÐAL þeirra sem Paulie kynnist á leiðinni er Igancio, sem Cheech Marin leikur. PAULIE er páfagaukur sem kann að tala. Ekki bara herma eftir öðr- um heldur halda uppi samræðum. Vandamálið er að þótt hann kunni að tala kann hann ekki alltaf að þegja þegar það á við. Hann kemst að því að stundum getur það komið manni í bobba að tala og mikið. Fyrsti eigandi Paulie er lítil stelpa sem heitir Marie (Hallie Kate Eisenberg). Hún ól hann upp frá því hann var lítill ungi og Paulie fínnst afskaplega vænt um hana. Samræður við hann hjálpa Mary að sigrast á erfiðu stami en samt sem áður hika foreldrar hennar ekki við að senda Paulie burt þegar þeim finnst dóttir sín orðin of nákomin fuglinum. Litli páfagaukurinn lætur það hins vegar ekkert aftra sér frá því að leggja upp í hættulega ferð yfir landið endilangt til þess að hafa upp á litlu vinkonu sinni. Á leiðinni kynnist hann ails konar fólki, sumir vilja hjálpa honum en sumir ætla að græða á þessum ein- staka fugli. Meðal leikenda í þessari barna- mynd frá BreamWorks, fyrirtæki Steven Spielbergs, eru Gena Rowlands, Jay Mohr, sem talar fyr- ir páfagaukinn, Bruce Davidson og Cheech Marin. Aniston og Pitt trú- lofuð? ►EF TIL vill eru þau „bara vin- ir“ en breska blaðið Sun greinir frá því að Brad Pitt og Jennifer Aniston séu tnilofuð. Aniston sem leikur í gamanþáttunum Vinum og kvikmyndastjarnan Pitt hafa verið í nánu sambandi undanfarna mánuði en neitað því að þau ættu í ástarsam- bandi. Sun greinir hins vegar frá því að þau hafi greint for- eldrum sínum frá því að þau séu trúlofuð. Talsmaður Aniston neitaði þessum fregnum í sam- tali við New York Daily News. Hann sagði að Pitt og Aniston væru í „sambandi" og að það væri aðeins á „byrjunarstigi". Réðst á vinalega ínynda- vél REIÐUR ökumaður í Sviss náðist af lögreglunni þar sem hann var að reyna að taka filmu úr eftirlits- myndavél nálægt borginni Ziirich. Ökumaðurinn var í óða önn að reyna að fjar- lægja sönnun fyrir því að hann hefði keyrt á miklum hraða, þegar lögreglan kom að honum. Lögreglan í Sviss fær oft ábendingar frá ökumönnum um óvandaðan akstur eða umferðarlagabrot og sú var raunin í þessu tilfelli. Lög- reglan segir þó afar sjald- gæft að ökumenn ráðist á eftirlitsmyndavélarnar enda séu þær vinalegar í útliti, málaðar með ostamunstri, eða skjöldóttar eins og vænstu mjólkurkýr. JENNIFER Aniston og Brad Pitt hafa lítið sést opinberlega og hún mætti með mótleikara sínum Paul Rudd á frumsýn- ingu „The Object of my Affect- ion“ í apríl síðastliðnum. Yfirheyrslan á mynd- bandi ►UNNIÐ var hörðum hönduni að því í Kaliforníu í fyrradag að fjölfalda myndbönd með réttar- haldinu yfir Clinton sem sýnt var í sjónvarpi 21. september síðast- liðinn. Myndbandið er kallað „Tlie President’s Testimony" eða Framburður forsetans. Áætlað er að myndbandið komi í verslanir í dag í Bandaríkjunum. 1.-3. október ERADA6AR BERINGER Hótel Holt og Austurbakki hf. kynna Beringer Vineyards í Napa Valley California. Vínfræðingar Austurbakka ásamt Charles Humbert frá Beringer verða með móttöku fyrir matargesti frá kl. 18:00 til kl. 20:00 alla dagana. með Beringer vínum ásamt kaffi, koníak og líkjör. 7.500 KR. Takmarkaður gestafjöldi hvert kvöld. Borðapantanir ísíma 552 5700 N ótt auglýsingaætanna SUNLIGHT-sápufyrirtækið lét gera kvikmynd árið 1898 af tveimur konum að þvo þvott og telst það vera A þessari öld hefur auglýsinga- iðnaðurinn þróast í há- tækniiðnað fyrsta kvik- myndaða aug- lýsingin. I til- efni af aldaraf- mæli auglýs- ingakvikmynd- arinnar verður farandsýningin „Nótt auglýsingaætanna" sýnd 3. október næstkomandi í Há- skólabiói. Hægt er að sjá Sunlight-aug- lýsinguna frá 1898 á vefnum: www.nuitdespublivores.com eða www.adeaters.com. „Þar sést hve auglýsinga- kvikmyndin er komin langan veg frá upphafi sínu,“ segir Benóný Ægisson, einn af að- standendum sýningarinnar. „Sjónarhornið er aðeins eitt, engar nærmyndir og myndefnið er hversdagslegt: Kona stendur við þvottabala úr tré og þvær, önnur hengir upp þvott og tvö börn skottast í kring. Á þessari öld hefur auglýs- ingaiðnaðurinn þróast í há- tækniiðnað þar sem hugvitið er virkjað til að selja vöru, reka áróður eða vekja athygli á mál- MYNDSKEIÐ úr fyrstu auglýsingamyndinni sem nefnist Sólarljós eða „Sunlight" og var gerð árið 1898. efnum. Listamenn úr öllum list- greinum vinna með markaðs- fólki við gerð auglýsinga, myndlistarmenn, rithöfundar, leikarar, tónlistarmenn og kvik- myndagerðarmenn og er gerð auglýsinga oft leið þeirra til að vinna sér inn fyrir salti í graut- inn. Sjónvarpsauglýsingin er snar þáttur í tilveru manna og hvaða skoðun sem þeir kunna að hafa á þeim er vert að minnast þess að auglýsingaiðnaðurinn veitir fjölda skapandi fólks atvinnu og auglýsingarnar greiða fyrir annarri dagskrárgerð í sjón- varpi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.