Morgunblaðið - 24.09.1998, Qupperneq 68
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPINKERFIHF
Whpt hewlett
mfCM PACKARO
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SIMI5691100, SIMBRÉF 5691181 F'TA/rA/rTTTlV A PTTD OA ÖI7DTT? A/TUT?T) 1 OOQ
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 -T llVUVl I UJJAYjrUrt Oil/r i JlllVXJÖillXV X»»0
Reiknistofu ber
að innheimta
virðisaukaskatt
Morgunblaðið/Ásdís
Haust norðanlands
og sunnan
SAMKEPPNISRÁÐ beinir þeim
eindregnu tilmælum til ríkisskatt-
stjóra að séð verði til þess að úr-
skurði embættisins verði framfylgt
um að Reiknistofa bankanna inn-
heimti virðisaukaskatt af ákveðinni
þjónustu, sem hún veitir í samkeppni
við fyrirtæki á almennum markaði.
Upphaf málsins má rekja til
kvörtunar frá fyrirtæki vegna
Reiknistofu bankanna, sem ekki
hefur innheimt virðisaukaskatt af
sambærilegri þjónustu og fyrirtæk-
inu er gert að innheimta skattinn af.
í áliti samkeppnisráðs segir að
Reiknistofa bankanna hafí upplýst
FARMANNA- og fiskimannasam-
band Islands stóð í gær fyrir ráð-
stefnu um veiðar og nýtingu úthafs-
rækjustofnsins. Á fundinum komu
Nýtt stjórnskipulag
Islandsbanka
Bankastjóri
ræður aðra
stjórnendur
BANKARÁÐ íslandsbanka
hefur ákveðið breytingar á
stjórnskipulagi bankans og taka
þær gildi 1. desember næst-
komandi. Bankaráð mun hér
eftir aðeins ráða bankastjóra
sem æðsta stjórnanda bankans
en hann ræður aðra yfírmenn
og hefur bankaráðið ráðið Val
Valsson til að gegna starfí
bankastjóra í hinu nýja skipu-
lagi. Meðal annarra breytinga
má nefna að upplýsingatækni
verður gerð að sérstöku
stoðsviði og dótturfélögin Glitn-
ir hf. og VIB hf. tekin beint inn
í stjórnkerfi bankans.
Islandsbanki mun skiptast í
fjögur afkomusvið og þrjú stoð-
svið. Afkomusviðin eru útibúa-
svið, fyrirtækjasvið, Glitnir hf.
og VIB hf. Stoðsviðin eru
áhættustjórnun, rekstur og
upplýsingatækni. Stofnuð verð-
ur þróunardeild og mun hún
heyra undir bankastjóra.
Hér eftir mun bankaráð að-
eins ráða bankastjóra sem
æðsta stjórnanda en hann ræð-
ur aðra yfírmenn. Fjölskipuð
bankastjórn verður þar með
lögð niður. Bankastjóri og
framkvæmdastjórar sviða
munu mynda framkvæmda-
stjórn íslandsbanka.
Kristján Ragnarsson, for-
maður bankaráðs Islandsbanka,
kveðst binda miklar vonir við
skipulagsbreytingarnar. „Fyrir
erum við bestir og skilum
mestri arðsemi allra banka. Við
ætlum okkur að gera enn bet-
ur,“ segir hann.
■ Bankaráð ræður/B8
að hún leggi ekki virðisaukaskatt á
þá þjónustu sem um ræðir og að það
sé gert í fullu samráði við embætti
ríkisskattstjóra. Enn fremur að
embætti ríkisskattstjóra hafi lagt
fram gögn því til stuðnings að emb-
ættið hafi upplýst Reiknistofu í nóv-
ember 1996 um að sú þjónusta stof-
unnar sem fjallað væri um væri virð-
isaukaskattskyld.
Kvartandi greiddi virðisaukaskatt
af þeirri þjónustu sem hann seldi,
eins og lög gerðu ráð fyrir, en það
gerði Reiknistofa hins vegar ekki
þrátt fyrir ábendingar frá embætti
ríkisskattstjóra.
fram áhyggjur yfir þróun veiðanna
og voru stjórnvöld hvött til að draga
verulega úr kvótaúthlutunum í út-
hafsrækju.
Um tuttugu skipstjórar og skip-
stjórnarmenn sóttu ráðstefnuna,
ásamt Unni Skúladóttur, fískifræð-
ingi Hafrannsóknastofnunar, og
Gunnari Karlssyni frá veiðieftirliti
Fiskistofu. Guðjón A. Kristjánsson,
formaður FFSI, segir að menn hafi
almennt verið sammála um að leyfð-
ar hafi verið of miklar veiðar úr út-
hafsrækjustofninum.
Hafrannsóknastofnun hafi lagt til
að úthafsrækjuveiði færi ekki fram
úr 60 þúsund tonnum á þessu fisk-
veiðiári en með millifærslum á
rækjukvóta frá síðasta fískveiðiári
megi ætla að leyfileg veiði verði
hátt í 75 þúsund tonn á fískveiðiár-
inu. ,Á- fundinum létu menn í ljós þá
skoðun sína að skera þurfí niður út-
hafsrækjukvótann um fjórðung. Pá
eru allir sammála um að aukin
þorskgengd á veiðisvæðinu hafí haft
veruleg áhrif á rækjuveiðamar.
Sjómenn hafa bent á það síðustu
ár að uppsveiflunni í þorskstofnin-
um hafí ekki verið fylgt nægilega
vel eftir og menn eru sammála um
að auka verði þorskveiðarnar til að
komast hjá hruni í öðmm stofnum,“
segir Guðjón.
LEIÐA má líkum að því að verð-
tryggðar skuldir heimilanna í land-
inu séu um tveimur milljörðum
króna lægri nú í september en þær
vom fyrir þremur mánuðum í júní-
mánuði vegna lækkunar vísitölu
neysluverðs á þessu tímabili.
Vísitalan lækkaði bæði í júlímán-
uði og ágúst og hækkaði síðan örlít-
ið á nýjan leik í september, en
lækkunin á þessu þriggja mánaða
tímabili nemur engu að síður 0,6
prósentustigum. Þannig lækkaði
vísitala neysluverðs um 0,2% í júlí
EKKI fer framhjá landsmönnum
að haustið er komið; gróðurinn
tekinn að láta á sjá, skólarnir
byrjaðir og hefðbundin haust-
verk hafin.
Tvö óbrigðul merki haustkom-
unnar; hlýlega klætt skólafólk á
ferli og eldrauða gljámispils-
runna mátti sjá við Tjörnina í
Reykjavík í gær.
Norðanlands fara margir til
berja á hverju einasta hausti og í
þeirra hópi eru bræðurnir Hinrik
og um 0,6% til viðbótar í ágústmán-
uði, en hækkaði síðan á nýjan leik
um 0,1% í september. Verðbreyt-
ingar á þennan mælikvarða hafa
verið ótrúlega litlar undanfarin
misseri og ef litið er til vísitölu.
neysluverðs án húsnæðis kemur í
ljós að hún hefur einungis hækkað
um 0,2% síðastliðið ár eða frá sept-
embermánuði í fyrra.
407 milljarða skuldir
Samkvæmt upplýsingum Seðla-
bankans námu skuldir heimilanna
og Óli Hjálmar, en þeir komust í
beijamó í vikunni og höfðu
nokkra lítra af girnilegum blá-
beijum upp úr krafsinu. Nóg er
af beijum í Fremstafellslandi í
Ljósavatnshreppi þar sem þeir
voru og þótt sjái á lynginu eru
berin ágætlega þroskuð og ljóm-
andi góð. Hins vegar er heldur
Ioftkalt til að vera lengi við
beijatínsluna og því er eina von-
in að ekki fijósi alveg á næstunni
svo hægt sé að fara aftur.
Vinnuslys á
Sultartanga
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var
kölluð út á áttunda tímanum í gær
til að sækja slasaðan starfsmann
Fossvirkis á Sultartanga. Maðurinn
var að bora fyrir boltum í göngum
Sultartangavirkjunar þegar steinn
hrundi úr lofti ganganna og lenti á
honum.
Maðurinn rotaðist, en komst
fljótt til meðvitundar. Að sögn vakt-
hafandi læknis á slysadeild Borgar-
spítalans reyndust áverkar manns-
ins ekki eins miklir og íyrst var
talið, en eftir var að meta útlima-
brot.
--------------
Stærsta svína-
bú landsins
byggt upp
UNNIÐ er að stækkun svínabúsins
í Brautarholti á Kjalarnesi með
byggingu nýs 5.000 fermetra svína-
og aðstöðuhúss. Búið verður
langstærsta svínabú landsins þegar
það verður komið með fulla fram-
leiðslu.
Svínabúið Brautarholti ehf. sem
er í eigu Jóns Olafssonar bónda og
fjögurra sona hans stendur að
byggingu nýja svínahússins. Fram-
kvæmdum lýkur í vetur en fyrstu
grísirnir eru þegar komnir inn í full-
gerðan hluta þess.
■ Gert ráð fyrir/B4
-------♦-♦-♦------
FÍB býður
fleiri trygg-
ingar
FÉLAG íslenzkra bifreiðaeigenda
hefur samið við Alþjóðlega miðlun
hf. um að félagsmenn FÍB geti átt
kost á heimilistryggingum, bruna-
tiyggingum og húseigendatrygg-
ingum, auk bílatrygginga.
Nýju tryggingaflokkarnir voru
kynntir í gær og segja forsvars-
menn FÍB að iðgjöld af trygging-
unum geti orðið 12-18% lægri en
þau sem önnur tryggingafélög
bjóða nú.
■ FÍB-félögum/10
Morgunblaðið/Hólmfríður S. Haraldsdóttir
Lækkun visitölu neysluverðs á undanförnu þrigg;ja mánaða tímabili
Yerðtryggðar skuldir heimil-
anna lækkuðu um 2 milljarða
407 milljörðum króna um mitt þetta
ár og sundurliðuðust þannig að
skuldir við bankakerfið námu 85,7
milljörðum króna, við íbúðalána-
sjóði 225 milljörðum króna, við líf-
eyrissjóði 39,9 milljörðum króna,
við tryggingafélög 8,3 milljörðum
króna, við lánasjóði ríkisins, þar á
meðal Lánasjóð íslenskra náms-
manna, 40,1 milljarði króna, við
eignaleigufyrirtæki 8,3 milljörðum
króna og við verðbréfasjóði 0,1
milljarði króna.
Langstærstur hluti þessarar 407
milljarða skuldar heimilanna í land-
inu við lánastofnanir er verðtryggð-
ur. Það á til dæmis við um skuldir
við íbúðalánasjóði og lífeyrissjóði og
einnig að stórum hluta um skuldir
við bankakerfi og tryggingafélög.
Varlega áætlað má gera ráð fyrir að
verðtryggðar skuldir séu ekki lægri
en 300-350 milljarðar króna og mið-
að við það má gera ráð fyrir að verð-
hjöðnunin undanfarna þrjá mánuði
hafí lækkað verðtryggðar skuldir al-
mennings um nálægt tveimur millj-
örðum króna í það heila tekið.
Dregið verði úr
rækj uk vótanum