Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Sláturfélag Suðurlands kaupir helming hlutafjár í ísfugli Vilja taka virkati þátt í þró- un kjúklingamarkaðarins Búnaðar- bankinn lækkar vexti BÚNAÐARBANKI íslands hf. hefur ákveðið að lækka óverð- tryggð vaxtakjör skuldabréfa um 0,25 prósentustig og verðtryggð vaxtakjör um 0,10 prósentustig. Kjörvextir óverðtryggðra skuidabréfalána verða 8,50% og hafa þá lækkað um 75 punkta á síðustu 2 mánuðum. Kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa verða 5,75% en voru til samanburðar 6,15% í upphafi árs og hafa þannig lækkað um 40 punkta á árinu. Jafnframt lækka vextir innlána um 0,05-0,10 prósentu- stig í tilfelli helstu innlánsreikn- inga bankans. Að sögn Sigurjóns Þ. Arna- sonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs, er bankinn með þessum aðgerðum fyrst og fremst að laga sig að þeim vaxtalækkunum sem hafa verið að eiga sér stað bæði hér á landi og erlendis. T.a.m. hafi menn gengið útfrá þvl í upphafi ársins að verðbólga yrði hér um 3% en nú væri útlit fyrir að verðbólgan í ár verði helmingi minni eða um 1,5%. Þá hafi gengi krónunnar styrkst frá áramótum og haldið aftur af verðhækkunum auk þess sem mikil samkeppni á neytendamarkaði hefur valdið því að launahækkanir hafa skil- að sér hlutfallslega minna út í verðlag en á árum áður. Transatlantic Lines sigla GUÐMUNDUR Kjærnested, eigandi skipafélaganna Atlants- skip og Transatlantic Lines LCC í Connecticut, vill ekki tjá sig um ásakanir forstjóra Van Ommeren sem greint var frá í Morgunblaðinu á fostudaginn sl. þess efnis að hann hefði náð samningum við flutningadeild bandaríska hersins um flutninga fyrir Varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli á íolskum forsendum. I samtali við blaðamann í gær sagði Guðmundur einungis að fé- lagið stæði við öll ákvæði samn- ingsins og að skip Transatlantic Lines myndi hefja siglingar frá Norfolk 5. nóvember næstkom- andi og koma til íslands tíu dög- um síðar. SLÁTURFÉLAG Suðurlands hef- ur keypt helming hlutafjár í ísfugli hf., en Isfugl er, samkvæmt frétta- tilkynningu frá félaginu, fullkomið alifuglasláturhús ásamt vinnslu, til húsa að Reykjavegi 36 í Mosfells- bæ. Fyrirtækið varð til við samein- ingu þríggja félaga, Reykjavegar 36 hf., Isfugls hf. og Mark- aðskjúklinga ehf. en samkomulag um sameiningu þeirra var undir- ritað í gær. Um leið var samþykkt að auka hlutafé í fyrirtækinu og keypti Sláturfélagið helming hlutafjár. Framkvæmdastjóri sameinaðs félags, sem eftir samrunann mun HAGNAÐUR Norræna fjárfest- ingarbankans (NIB)á fyrri hluta ársins nam 78 milljónum ECU (6.224 milljónum íslenskra króna) samanborið við 80 milljónir ECU á sama tíma í fyrra (6.400 m.ísl.kr.). Vaxtamunur fyrstu átta mánaða ársins var ECU 91 milljón (7.262 m.ísl.kr.) en samsvarandi tala fyrra árs var ECU 87 milljónir (6.960 bera heitið ísfugl, er Logi Þór Jónsson. í tilkynningu frá SS segir að á undanförnum árum hafi neysla kjúklinga aukist verulega hér á landi og Sláturfélagið vilji með kaupum sínum taka virkari þátt í þeirri þróun. Rökrétt framhald Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélagsins, segir að fyrirtæk- ið hafi fyrir allnokkru tekið þá stefnu að einskorða sig við fram- leiðslu og verslun á heildsölustig- inu og því sé það rökrétt framhald að leita sóknarfæra þar sem styrk- leiki fyrirtækisins nýtist. Hann m.ísl.kr.). Niðurstaða efnahags- reiknings í ágústlok reyndist ECU segir að fyrirséður vöxtur sé í sölu á kjúklingum hér á landi. „Við þekkjum vel til í vinnslu á kjöti og þekking okkar og inn- kaupasambönd nýtast vel á þessu sviði,“ sagði Steinþór í samtali við Morgunblaðið. Ágætir möguleikar á markaðnum Hann segir að fyrirtækið hafi um nokkurt skeið verið að þreifa fyrir sér á þessu sviði og gott sam- komulag hafi tekist við eigendur Isfugls um kaupin á hlutafénu í hinu sameinaða fyrirtæki. Aðspurður um stöðu fyrirtækis- ins á markaðnum segir Steinþór 10,7 milljarðar í lok tímabilsins en var 10,0 á sama tíma í fyrra. Að sögn Jóns Sigurðssonar, að- albankastjóra NIB, er afkoman í árshlutauppgjörinu mjög svipuð og í fyn-a og horfur á að rekstraraf- gangur ársins verði næiri því sem sést hefur síðastliðin 3-4 ár. Hann telur framtíðarhorfur bankans góð- ar til lengri tíma litið, þrátt fyrir þann samdrátt sem orðið hefur á Asíumörkuðum undanfarið: „Þótt langtímahorfumar séu góðar þá era óneitanlega blikur á lofti í al- mennum efnahagsmálum sem kunna að hafa áhrif á eftirspurn eftir fjárfestingarlánum í kjölfar þeirra vandamála sem skapast hafa í Asíu. Þrátt fyrir að stór hluti af viðskiptum okkar utan Norður- landa fari fram í þeim heimshluta, þá höfum við ekki beðið neitt tjón af efnahagsvandanum sem þar rík- ir og allir okkar viðskiptavinir hafa ísfúgl eiga ágæta möguleika á markaðnum enda sé Isfugl annað af tveimur helstu kjúklingaslátur- húsum á landinu. Von á ýmsum nýjungum Að hans sögn er von á ýmsum nýjungum í kjölfar kaupanna og er einkum stefnt að því að þróa vörar sem neytandinn fær tilbúnar í hendurnar, eins og Steinþór orðar það, annars vegar tilbúnar til neyslu eða þá t.d. forsteiktar eða sérkryddaðar vörur. Þegar framleiðir Sláturfélagið m.a. kjúklingarétti undir vöralín- unni 1944. til þessa staðið í skilum með endur- greiðslu lána og vaxta.“ Hagræðing með evrunni Jón segir að með vaxandi starf- semi NIB á alþjóðlegum vettvangi utan Norðurlanda hafi aðildarríkin: Danmörk, Finnland, ísland, Noreg- ur og Sviþjóð, ákveðið að gera nauð- synlegar ráðstafanir til að styrkja stöðu hans gagnvart öðram fjöl- þjóðlegum fjármálastofnunum: „Noiræna ráðherranefndin hefur samþykkt að auka stofnfé bankans úr ECU 2.809 milljónum í 4.000 milljónir frá ársbyi’jun 1999, sem samsvai’ar ríflega 95 milljörðum ísl. kr. Þá verður lánsfé hans utan Norðurlanda rýmkað úr ECU 2.000 milljónum í 3.000 milljónir. Þetta mun auka heildarsvigrúm okkar til útlána úr 9-10 milljörðum ECU í 14 milljarða. Önnur mikilvæg breyting felst í því að frá og með næstu ára- mótum mun evran leysa ECU ein- inguna af hólmi sem reikningsein- ing fyi-ir bankann. Þetta kemur til með að einfalda alla fjárstýringu því samtímis verður einnig byrjað að miða útlána- ramma og ábyrgðh' vegna lána utan Norðurlanda við fjárhæðir í evram,“ sagði Jón. Hagnaður hjá Norræna fjárfestingarbankanum Stofnfé aukið um 95 milljarða HÁDEGISVERÐARFUNDUR Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 12:00 í salnum Skála á Hótel Sögu Tetra Pak í dag og í framtíðmui - framtíðarstefna og tækni í þróun neytendaumbúða Tetra Pak today & tomorrow -packaging of consumer products, trends and technology Ræðumaður: Göran Nilsson sölustjóri hjá Tetra Pak AB Fyrirtækið er leiðandi í heiminuin á sviði þróunar framleiðsluaðferða, umbúða og kerfa fyrir dreyfingu drykkjarfanga. Göran rmin m.a. ræða um mikilvægi umbúða í markaðssetningu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Fundargjald er kr. 2000,- (hádegisverður innifalinn). Fundurinn er öllum opinn en vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrirfram í síma 520 1230 hjá Ola Sjöberg. *l W ÍSLENSK/SÆNSKA VERSLUNAR.RÁÐIÐ Rúmfata- lagerinn stækk- aður UMFANGSMIKLAR breytingar standa ytlr á verslunarhúsnæði Rúmfatalagersins í Skeifunni 16 þessa dagana. Verslunin sem hingað til hefur verið rekin í um 600 fermetra rými mun stækka um helming eftir að ráðist var í kaup á húsnæði Hurða hf. sem flytja starfsemi sína upp á Höfða. Að sögn Jakobs Purkhus, framkvæmdastjóra Rúmfata- lagersins, var farið að þrengja verulega að rekstrinum og því tímabært að stækka við sig: „Við erum nú að vinna að umfangs- miklum breytingum og stefnum að því að opna verslunina að nýju hinn 24. október." Jakob segir breytingamar gera þeim kleift að bæta vömúrval og framsetn- ingu í Skeifunni til muna frá því sem áður var, viðskiptavinum og starfsfólki til bóta. Fjórir starfs- menn hafa verið ráðnir til versl- unarinnar til viðbótar við þá tíu sem fyrir vom. Ráðstefna um nýsköpun Ahættufé í þágu atvinnulífsins RÁÐSTEFNA verður haldin um nýsköpun í atvinnulífinu með til- liti til áhættufjármagns í þágu fyrirtækja og tækniyfirfærslu fimmtudaginn 15. október á Grand Hóteli Reykjavík. Þar verða m.a. kynnt ný aðgerðaá- ætlun Evrópusambandsins til að efla nýsköpun í atvinnulífi Evr- ópu og á EES-svæðinu. Ráð- stefnan hefst kl. 8:30 árdegis og ber að kynna þátttöku til Iðn- tæknistofnunar fyrirfram. Ráðstefnan er haldin á vegum Iðntæknistofnunar, Nfysköpunar- sjóðs atvinnulífsins, Ataks til at- vinnusköpunar og KER. Hún er aðallega ætluð þeim sem tengjast rekstri fyrirtækja og vilja fylgj- ast með nýjungum varðandi fyr- irtækjarekstur að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Aðgerðaáætluninni er skipt í nokkur svið og að lokinni kynn- ingu á sjálfri áætluninni verður fjallað sérstaklega um tvö þess- ara sviða. Áhættufjármögnun og tækniyfirfærslu. José R. Tiscar fulltrúi fram- kvæmdastjórnar ESB, kynnir nýja áætlun sem á að leiða til öfl- ugri nýsköpunar hjá evrópskum fyrirtækjum. í áætluninni felast fjölmargar aðgerðir í þágu fyrir- tækja og frumkvöðla. Einnig mun Emil B. Karlsson, íslenskur stjórnarnefndarmaður í Nýsköp- unaráætlun ESB, kynna nokkur þeirra íslensku verkefna sem Nýsköpunaráætlun ESB hefur styrkt. I öðrum hluta ráðstefnunnar verður rætt um áhættufé og leið- ir sem hafa reynst fyrirtækjum vænlegar til að afla fjármagns í áhættusöm verkefni. í þriðja hluta ráðstefnunnar verður fjallað um tækniyfir- færslu. Talið er að ein skil- virkasta leiðin til nýsköpunar sé yfirfærsla á tækni eða þekkingu frá einni atvinnugi'ein til annarr- ar eða milli fyrirtækja á mismun- andi landsvæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.