Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 50
P§0 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hvernig* má auka eignadreifinguna? HER Á landi sem annars staðar fara fram miklar umræður um hvemig auka megi dreifingu eigna í þjóðfé- laginu. Breytingar á uppbyggingu atvinnu- lífsins hafa knúið á um þetta mál. Uti í hinum stóra heimi fjalla menn ^im hvemig bregðast skuh við þeim breyttu aðstæðum sem menn sjá í atvinnulífinu og upp- byggingu þess. Hér á landi hefur þessi um- ræða orðið meiri nú en oft áður. Bæði vegna sölu á hlut ríldsins í bönkunum, en einnig vegna þeirrar umræðu sem hefur farið fram um sjávarútvegsmálin. Nýleg sala á 15 prósenta hlut í Landsbankanum til rúmlega tólf þús- und einstaklinga og hugmynd for- sætisráðherra um að auðvelda al- menningi að eignast aukna hlutdeild í hinum stærri sjávarútvegsfyrirtækj- jrai hefur enn skerpt þessa umræðu. Stækkun fyrirtækja Flest bendir til þess að sú þróun haldi áfram að fyrirtæki stækki, en að jafnframt bætist í hópinn ný fyrir- tæki. Samkeppni atvinnulífsins fer vaxandi. Sú samkeppni þekkir engin landamæri. Aiþjóðlegir samningar opna fyrir aukna alþjóðavæðingu. Vemd fjarlægðarinnar er fyrir löngu úr sögunni, stækkun markaðanna . eykur samkeppni og fyrirtækin verða i að bregðast við. Stöðugt eykst krafan m^jim aukið hagi-æði, lægri tilkostnað • og skilvirkari starfsemi. Fyrirtæki sameinast því til þess að samnýta kraftana betur og draga úr kostnaði 1 á hverja selda einingu. Gildir það [ jafnt um framleiðslufyrirtæki og þjónustufyrirtæki.Við þekkjum fjöl- mörg dæmi um þetta hér á landi. Þeirra sér stað í sjávarútvegi, flutn- ingastarfsemi, tryggingastarfsemi, fjölmiðlun, fjármálastarfsemi og víð- ar. Hefðbundin skil á milli atvinnu- 1 greina eru líka orðin óskýrari en áð- ur. Hvenær hættir fyrirtæki til dæm- | is að starfa í sjávarútvegi og verður | iðnfyrirtæki við framleiðslu á afurð- um úr sjávarfangi? Sama má segja um aðrar atvinnugreinar. Hvar -»-draga menn nú til dags mörkin á milli fjölmiðlunar og fjarskipta? Eru : heimasíður fyrirtækja og einstak- \ linga á netinu, fjölmiðlunarstarfsemi eða hluti af fjarskiptum, svo dæmi * séu tekin. Hvernig á að bregðast við? | Sú spuming hefur því orðið æ áleitnari hvernig eigi að bregðast við þróun í átt til samþjöppunar sem > stafar oft af óhjákvæmilegum sam- runa fyrirtækja, af því tagi sem hér j> hefur verið lýst. Oft er ennfremur i spurt hvemig megi auka eignardreif- l inguna í þjóðfélaginu og bæta þannig j almenna efnahagslega velferð, sem flestir geta verið sammála um. Við þekkjum hvert hið hefðbundna svar »*llefur verið. Annars vegar hafa menn reynt að breyta tekju- og eignar- [ skiptingunni í þjóðfélaginu í kjara- samningum á almenn- um og opinberum markaði. Hins vegar hefur verið leitast við að jafna kjör og auka eign- Ýmsar leiðir eru færar til þess að ná hinu mik- ilvæga markmiði að FYRR á tíð, meðan ekki voru komnar al- mennar tryggingar til sögunnar, var það hefð, að gamalmenni W 1» Sf kÆm ai'dreifinguna með ! skattalegum aðgerðum í og í gegn um velferðar- kei-fið eins og við öll þekkjum. Um þetta eru lang flestir sammála. 1 Það er almennur stuðn- I ingur við velferðarkerf- I ið. Og um það deilir auka eignadreifingu í landinu og hvetja til eyddu síðustu árum ævi sinnar í skjóli af- komenda eða annarra skyldmenna. Þar nutu þau verð- skuldaðrar umönnun- ar og þakklætis fyrir langt og erilsamt ævi- starf. Þeir sm ekki áttu því láni að fagna að meiri sparnaðar. Einar K. Guðfinnsson fjallar hér um hvernig auka 1 ; -vf ví-v - f SsfíSœl 1 enginn að samnings- | réttinn beri að varð- 3 veita, þannig að laun megi dreifingu eigna. Einar K. ráðist í samningum Guðfinnsson vinnuveitenda og laun- þega. Komið að ákveðnum endimörkum Það er ljóst að íslenska skattkerfið jafnar kjörin meira en skattkerfi al- mennt í öðram löndum. Opinberar hagtölur segja líka að tekjudreifingin hér á landi sé sú jafnasta í löndum OECD. Margt bendir hins vegar til þess að hér eins og annars staðar sé komið að ákveðnum endimörkum í þessum efnum. Sú eignadreifing sem menn vilja tryggja, næst ekki með hefðbundnum opinberam aðgerðum svo sem í gegn um skattkerfið eða al- mannatryggingakerfið. Þær ógöngur sem við erum komin í með jaðaráhrif skatta- og almannatryggingakerfisins sýna þetta best. Þar þurfa aðrir þætt- ir þess vegna að koma til. Bandarískur hagfræðingur - vinstri sinnaður að eigin sögn - sem ritaði fyrir nokkru í þarlent vikurit, Business Week, komst að þeirri nið- urstöðu að áhrifaríkasta leiðin til þess að auka eignadreifíngu væri að gera fólki auðveldara að eignast hlut í fyr- irtækjunum; eignast þannig hlutdeild í auðmynduninni í landinu. I þessum efnum sagði hann vinstri menn á borð við sjálfan sig og hægri menn geta sameinast. Tugir þúsunda hafa keypt hlutabréf Margar leiðir eru til að þessu markmiði. Hér á landi hefur sköttum verið beitt til þess að örva hlutafj'ár- kaup almennings, með góðum ár- angri. Mjög stór hópur fólks hefur ár- lega keypt hlutabréf og þannig öðlast hlutdeild í atvinnulífinu. Á árunum 1995 til 1997 keyptu 16 til 30 þúsund manns árlega hlutabréf til þess að nýta sér skattalegt hagræði. Þetta er ótrúlega mikill fjöldi í Ijósi þess að skattgreiðendur era aðeins lítið eitt fleiri eða um 50 þúsund einstaklingar. Það er þess vegna alveg ljóst að eig- endur hlutabréfa hér á landi era ekki aðeins litill hópur kaupsýslumanna, eins og stundum er látið í veðri vaka. Öðru nær. Aðferð til aukinnar eignadreifingar Öðram aðferðum en hinum skatta- legu má líka beita. Þannig hefur und- irritaður tíl dæmis flutt þingsályktun- artillögu sem fól í sér hugmynd sem beitt hefur verið með árangri erlend- is, tO dæmis í Bretlandi. Markmiðið er að efla spamað, auka hlutdeild al- B arnamyndir Líka þegar maður er lítill B A RN A ILSKYLDU LJOSMYNDIR Ármúla 38 • sími 588-7644 Gunnar Leifur Jónasson Fegurðin kemur innan fró Ællna light mennings í atvinnurekstri og dreifa þannig eignaraðild í atvinnulífinu. í tillögugreininni segir orðrétt: „I því skyni verði starfsfólki fyrirtækja sem skráð era á hlutabréfamarkaði eða hafa verið einkavædd, boðið að stofna sérstaka spamaðarreikninga með hæstu ávöxtun, sem bundnir verða til þriggja eða sjö ára hjá viðskipta- banka viðkomandi fyrirtækis. Reikn- ingamir verði á nafni starfsmanna og verði föst fjárhæð af launum þeirra lögð inn á þá. Að loknum umsömdum binditíma eigi starfsmaðurinn rétt á að nýta sér það fé sem safnast hefur til þess að kaupa hlutabréf í fyrirtæk- inu sem hann vinnur hjá á því gengi sem var á hlutabréfum þess þegar spamaðartímabilið hófst. Kjósi hann hins vegar að veija fénu til annama nota verði honum það frjálst.“ Þar sem þessi leið hefur verið farin hefur hún leitt til mjög almennra hlutafjárkaupa almennings. Aðhald að stjórnendum eykst, af augljósum ástæðum. Áhættan sem fylgir þessari leið er lítíl, en hagnaðarvonin tals- verð, ef vel gengur í rekstri fyrir- tækjanna. Menn eiga þess kost að taka út spamaðinn með góðum vöxt- um, ef þeim líst ekki á að kaupa hluta- bréfin. En hækki gengi þessara bréfa leysa starfsmennirnir inn mikinn hagnað sér til handa. Ýmsar leiðir færar Þessa aðferð mætti augljóslega þróa frekar. Vel mætti hugsa sér, að fjölga þeim sem ættu kost á hluta- bréfakaupum á þessum kjöram og takmarka þann hóp ekki bara við starfsmenn viðkomandi fyrirtækja. Þó sú aðferð sé nokkru flóknari, er ástæðulaust annað en að skoða hana nánar. Hún hefur Hka ýmsa kostí um- fram þá að beita skattalegum hvata. Þannig er hún útlátalaus fyrir ríkið og nær einnig til þeirra sem ekki greiða beina skatta. Hækkun hluta- bréfa, vegna aukinnar eftirspumar, mun jafnframt skila sér strax til al- mennings í formi aukinnar eigna- myndunar. Þannig má sjá að það eru ýmsar leiðir færar til þess að ná hinu mikil- væga markmiði, að auka eignadreif- ingu í landinu og hvetja til meiri spamaðar. Hvort tveggja er afar mikilvægt við þessar aðstæður. Því er ástæða til þess að fagna þeirri um- ræðu sem nú er hafin og sem vonandi leiðir til aukinnar þátttöku og vaxandi eignarhalds almennings í atvinnulíf- inu. Höfundur er alþingismaður. Hornrekur þjóðarinnar eiga framfærendur Ingólfur lentu á framfæri sveit- Aðalsteinsson arinnar. Þeir fengu út- hlutað dvalarstað hjá þeim sem lægsta greiðslu tók fyrir fram- færsluna. Þeir voru, ásamt öðrum munaðarleysingjum, hinir svoköll- uðu „niðursetningar“. Það lætur að líkum að slíkir voru ekki forgangsaðilar á heimil- inu, hvorki í mat né öðru viður- væri. Þeir voru hinar svokölluðu „hornrekur" heimilisins. í dag eru margir aldraðir komn- ir á framfæri Tryggingstofnunar ríkisins. Þeir hafa óneitanlega ver- ið drjúgir þátttakendur í uppbygg- Er það ekki deginum ljósara, spyr Ingólfur Aðalsteinsson, að stjórnarherrar þessa lands telja þjóðina ekki hafa efni á því að veita öldruðum sanngjarna meðhöndlun? ingu þjóðarhags frá allsleysi fyrri- hluta aldarinnar til þeirrar vel- megunar, sem stjórnmálamenn þakka sér. Með réttu ætti allt þetta fólk að hljóta nafnbótina „heiðursborgari" og njóta allra hlunninda samkvæmt því! Það mætti sannarlega álykta að viðurværi þeirra væri þar með borgið. En er það svo? Eg hygg að ekki verði hægt að neita því að í dag eru allir þeir, sem þurfa að hafa framfæri sitt frá almanna- tryggingum orðnir „hornrekur" þjóðfélagsins. Undanfarna mánuði og ár hafa fulltrúar ellilífeyrisþega birt fjöld- ann allan af blaðagreinum, þar sem þeir sýna fram á með óhrekj- anlegum rökum, að ellilífeyrisþeg- ar eru „hornrekur" þjóðarinnar. Annar stjórnarflokkanna hafði sem slagorð fyrir síðustu kosning- ar: „Fólk í fyrirrúmi"! Nú vita ellilífeyrisþegar að inn- an þess flokks eru þeir ekki taldir með fólki! Enginn ábyrgur aðili virðir aldraða svars! Þar er augljóslega tekið upp Herra- undirföt máltæki frá dögum mðursetninganna: „Ömerk eru ómaga- orð“! Það verður að vera fullt samræmi í hlutunum! En hvað heyrist frá stjórnar- herrum þjóðarinnar að öðru leyti um hag aldraðra? Endrum og sinnum birtast hagtölur, sem sýna að trygginga- greiðslur hafi aukist um örfá prósent. Auk þess er reynt að sýna að aldraðir á íslandi þurfi ekki að kvarta, þar sem þeir hafi það enn betra en aldraðir í öðrum löndum! Þetta er simpill áróður. Augljóst er að það er hægt að benda á að milljónir gamalmenna deyja úr sulti úti um allan heim! Á íslandi vilja ellilífeyrisþegar njóta sömu hagsældar og aðrir í land- inu, önnur lönd eru þeim óviðkom- andi. Benda má á, í þessu sam- bandi, að fyrir nokkrum árum voru ákvæði í lögum um það, að ti-yggingabætur skyldu hækka um sömu prósentustig og lægstu laun. Nú gerist það, að láglaunamenn krefjast kjarabóta og fylgja þeirri kröfu fast eftir. Hvað gerðu stjórnarherrar þá? Þeir kipptu úr sambandi tengslum tryggingabóta og launa. Lægstu laun hækkuðu um 25-30%, en tryggingarætur stóðu í stað. Margar fleiri staðreyndir sanna, að ellilífeyrisþegar eru hornrekur. Nokkur dæmi: í fyrsta lagi: Ellilífeyrisþegi, sem hefur greitt í lífeyrissjóð og þar með verið að undirbúa tryggan efnahag í ellinni, tapar umsvifa- laust meirihluta ellilífeyris um leið og hann byrjar að fá greiðslur úr lífeyrissjóði! Auk þess eru lífeyris- greiðslur skattlagðar sem launa- tekjur! Þar með er skattlagning lífeyristekna orðin allt að 70%. Áugljóslega eiga greiðslur úr líf- eyrissjóð að njóta sömu skattlagn- ingar og eignatekjur. I öðru lagi: Ellilífeyrisþegi, sem reynir að drýgja tekjur sínar með smávegis vinnutekjum, tapar um- svifalaust meirihluta ellilífeyris!. I þriðja lagi: Tryggingastofnun hefir á undanfórnum árum veitt öryrkjum nokkurn styrk til bif- reiðakaupa. Nú hefir sú virðulega stofnun ákveðið að sá styrkur verði ekki veittur eftir sjötíu ára aldur.! Er ekki augljóst samræmi í öll- um aðgerðum gagnvart öldruðum? Nú spyr ég: Er það ekki degin- um ljósara að stjórnarherrar þessa lands telja þjóðina alls ekki hafa efni á því að veita öldruðum sann- gjarna meðhöndlun? Aldraðir eru ekki að biða um forréttindi, þeir vilja jafnrétti! Höfundur er ellilífeyrisþegi. I Jgf — |jn \ \ Dömu- ogherra- náttföt KRINGLUNNI \c3«JÍ~<~7 SÍMI 553 7355 www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.