Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 33
LISTIR
LEIKLIST
ÞjóiJIeikliúsið
SOLVEIG
eftir Ragnar Arnalds. Leikstjóri: Þór-
hallur Sigurðsson. Leikarar: Vigdís
Gunnarsdóttir, Þröstur Leó Gunnars-
son, Pálmi Gestsson, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson,
Baldur Trausti Hreinsson, Lilja Guð-
rún Þorvaldsdóttir og Sigurður
Skúlason. Leikmynd og bún-
ingar: Grétar Reynisson. Lýs-
ing: Björn Bergsteinn Guð-
mundsson. Tónlistarumsjón
og hljóðstjórn: Sigurður
Bjóla. Stóra sviðið laugar-
daginn 10. október.
SAGAN af Miklabæjar-
Solveigu og hvarfí séra
Odds hefur lifað með þjóð-
inni í rúmar tvær aldir og
hafa margir sótt til hennar
efnivið og innblástur til list-
sköpunar. Einna þekktast
er líklega magnað kvæði
Einars Benediktssonar sem
hann orti um hvarf Odds í
upphafi skáldferils síns, að-
eins tuttugu og fimm ára
gamall. Ragnar Arnalds
notfærir sér þessa ágengu
og dularfullu sögu og skáld-
ar af list í allar eyðurnar
sem þjóðsagan og munn-
mælin skilja eftir um sam-
band þeirra Solveigar og
Odds. Merkingarbær
„eyða“ blash’ við þegar
skoðuð er kirkjubók Mikla-
bæjarkirkju frá þeim tíma
sem þau Solveig og Odd
voru uppi, en nöfn þeirra
tveggja hafa verið máð úr bókinni:
Dauða séra Odds er hvergi getið og
þar sem nafn Solveigar ætti að
standa er gat, klippt hefur verið lít-
ið stykki úr einu blaði bókarinnar.
Slík tilraun til að afmá tilveru
ungrar konu sem elskaði í trássi við
lög og reis upp gegn kirkju og yfir-
valdi með því að taka líf sitt (og
seinna líf séra Odds, samkvæmt
þjóðtrúnni) gefur sannarlega rúm
fyrir hugarflug og túlkun af ýmsum
toga - eins og dæmin sanna. Sú
túlkunarleið sem Ragnar Arnalds
fer í verki sínu er bæði eftirtektar-
verð og spennandi um leið og hún
lýtur lögmálum klassískra sagna-
munstra. Hann dregur upp mynd
af ástum tveggja einstaklinga sem
ná út yfir gröf og dauða; ástum sem
umhverfi og yfirvaldi tekst ekki að
bæla þrátt fyrir harkalega valdbeit-
ingu og kúgun. I því „drama“ er
Solveig aðalpersónan, sú sem býður
valdinu byrginn og lætur fyrir líf
sitt. En þrá hennar er sterkari en
svo að jarðardauðinn fái bælt hana,
því dauð skal hún njóta séra Odds
ef ekki kvik.
Þessi þráður ofinn úr þrá og
þráa er sá gildasti í verki Ragnars
og sá sem er í forgrunni. Hér er
stillt upp einstaklingi gagnvart
valdi, konu og ástinni gagnvart
refsandi feðraveldi, en saman við
þann sterka þráð eru ofnir aðrir
þræðir sem kalla fram mynd af at-
hyglisverðum tíma í sögu þjóðar-
„Dauð skal ég
njóta þín
SAMLEIKUR þeirra Þrastar Leós og Vigdísar er mjög góður, segir m.a. í umsögninni.
Morgunblaðið/Þorkell
innar. Þetta er tími umskipta í
hugsunarhætti og aldarfari, tími
þar sem upplýsingin og trúin á
framfarir mætir afturhaldi og hjá-
trú. I bakgrunni búa svo hinar
landlægu hörmungar, fátækt og
farsóttir, kuldatíð, hungursneyð og
hinn óhjákvæmilegi dauði sem ógn-
aði meiri hluta þjóðarinnar á síðari
hluta 18. aldar. Ragnar Arnalds fer
vel með þennan frjóa efnivið verks
síns. Texti hans er bæði þéttur og
djúpur og býr yfir ýmsum tákn-
rænum skírskotunum. Ragnar hef-
ur skrifað leikrit sem ég trúi að
eigi ágætt framhaldslíf fyrir hönd-
um.
Uppsetning Þjóðleikhússins á
Solveigu er í flesta staði vel heppn-
uð. Með titilhlutverkið fer Vigdís
Gunnarsdóttir og er túlkun hennar
á Solveigu mjög sannfærandi og
áhrifarík. Vigdísi tekst að skapa
persónu sem er trúverðug í ást
sinni og von sem og í örvæntingu
sinni og sturlun. Þetta er flókið og
erfitt hlutverk sem spilar á alla
strengi tilfinningaskalans og sýnir
Vigdís vel hvers hún er megnug
með leik sínum. Þröstur Leó Gunn-
arsson hefur oft sýnt að hann á
heima í úrvalshópi íslenskra leik-
ara. Hann fer fagmannlega með
hlutverk séra Odds, en örlítið trufl-
aði það undirritaða hversu útlit
hans og burðir stangast á við þá
mynd sem þjóðsagan dregur upp af
Oddi („heljarmenni að burðum"),
svo og handrit Ragnars („hár og
mikill maður“). Þröstur Leó túlkaði
hins vegar vel vanmátt séra Odds
gegn valdi kirkju og fóðurs - og síð-
ar eiginkonu sinnar - og þann ótta
sem heldur honum í heljargreipum
eftir að Solka fer að ásækja hann
afturgengin og allt þar til hann
sameinast henni í eilífðinni. Sam-
leikur þeirra Þrastar Leó og Vig-
dísar var og mjög góður.
Það er hins vegar í samskiptum
Solveigar og Vigfúss sýslumanns
sem átök í verki og leik kristallast
hvað best. Pálmi Gunnarsson leikur
Vigfús og er hlutverkið bæði
skemmtilegt og þakklátt. Vigfús er
kostuleg týpa frá höfundarins
hendi; hann er hinn bjartsýni upp-
lýsingarmaður 18. aldarinnar holdi
klæddur um leið og hann lætur
stjórnast fullkomlega af samfélags-
legu valdi konungs og trúarlegum
kreddum. Og áður en lýkur hefur
hann einnig smitast af draugatrú
almennings sem hann keppist við
að hæðast að og fordæma framan
af. I persónu sýslumanns er einnig
fólgið kómískt mótvægi við harm-
rænan þráð verksins sem eykur
bæði breidd þess og skemmtigildi.
Pálmi náði vel utan um hina skop-
legu hlið persónunnar (sem engan
skyldi undra) og ekki var hann síðri
í túlkun á harðneskjulegri fram-
komu sýslumanns gagnvart hinni
lánlausu Solveigu, framkomu sem á
rætur sínar að rekja til persónu-
legra forsendna framar öllum lag-
anna bókstaf.
Hjalti Rögnvaldsson fer með
hlutverk Hólabiskups, fóður Odds,
og er fagnaðarefni að sjá hann á
stóra sviði Þjóðleikhússins eftir all
langt hlé. Hjalti hefur einstaka
nærveru á sviði og hljómmikla rödd
og hvort tveggja nýtist honum
ákaflega vel þegar túlka skal sjálft
feðraveldið holdi klætt, eins og hér
um ræðir. Hjalti var frábær í hlut-
verki hins valdamikla biskups og
einnig sýndi hann vel þau sálrænu
átök sem verða á milli fóðurtilfinn-
inganna, annars vegar, og hins
fonnlega hlutverks yfirvaldsins,
hins vegar, þegar hann stendur
frammi fyrir hvarfi einkasonar síns
og þeim sögusögnum sem því
fylgja.
Olafía Hrönn Jónsdóttir leikur
Guðrúnu eiginkonu Odds. Guðrún
er samkvæmt handriti þó nokkru
eldri en eiginmaðurinn og hefur
hann valið hana sem konuefni gegn
ráðum fóður sínum, honum til
storkunar, þar sem hann fékk ekki
að eiga Solveigu: Fremur versta
kostinn en þann næst besta. Þór-
hallur Sigurðsson, leikstjóri, velur
að leggja hlutverk Guðrúnar upp á
skoplegan máta (handritið hefur
ekki þessa áherslu) og í þeim anda
sjáum við hjónaband þeirra Odds.
Þau verða n.k. „litli og stóri“, kunn-
ugt par ándstæðna úr skopleikjum
þar sem stóra, feita konan (stærð
og þyngd hennar aukin með því að
hafa hana kasólétta mestan part
leiksins) kúgar hinn pasturslitla og
óttaslegna maka sinn. Ólafía Hrönn
leikur hlutverkið átakalaust og er
ekki laust við að hún felli það um of
að þeim gríntýpum sem hún er
kunn fyrir úr dægurskemmtibrans-
anum. Þetta á sérstaklega við um
leik Ólafíu framan af en bráir nokk-
uð af henni undir lok leiksins, þar
tókst henni að dýpka persónuna til
muna.
Nokkuð undir sömu sök
seld eru hlutverk vinnukon-
unnar Imbu (Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir), vinnumann-
anna Þorvalds (Sigurður
Skúlason) og Sigurjóns
(Baldur Trausti Hreinsson).
Sá síðamefni sækir gervi
sitt nokkuð til kolbítsímynd-
ar þjóðsagnanna um leið og
hann reynir að rísa upp
gegn valdi sem er honum þó
ofviða. Imba gamla er klass-
ísk klisja íslenskra bók-
mennta, Grasa-Guddan hjá-
trúarfulla, hokna og hlægi-
lega, og gerir Lilja Guðrún
vel innan þess ramma sem
henni er úthlutaður. Sigurð-
ur Skúlason og Baldur
Trausti náðu ágætlega að
draga fram hversu vinnu-
hjúin eru ofurseld duttlung-
um húsbændanna.
Þótt finna megi að því
hvernig leikstjórinn leggur
upp einstök (auka)hlutverk
er heildarútkoman áhrifa-
rík. Sérstaklega er magnað-
ur draugagangurinn og
hygg ég að flestum leikhús-
gestum hafi runnið kalt vatn milli
skinns og hörunds þegar Solveig
fer íyrst á kreik eftir dauðann. Hér
hefur mikið vægi geysilega vel
heppnuð tónlistarhönnun Sigurðar
Bjólu svo og lýsing Björns Berg-
steins Guðmundssonar. Hvort
draugagangurinn er „raunveruleg-
ur“ eða „voveifleg mynd - vakin af
mannsins minni“ (eins og Einar
Ben. orðar það) er opið til túlkunar.
Fyrst og fremst er hann þó kannski
tákn um það hvernig bældar tilfinn-
ingar brjótast í gegn um vitund
manna og valdboð samfélags.
Búningar Gretars Reynissonar
hafa sterkan heildarsvip og tákn-
rænan, svarti liturinn er allsráð-
andi. Eg gæti trúað að stílfærð leik-
mynd Gretars færi hins vegar
nokkuð fyrir brjóstið á þeim sem
eru hallir undir natúralisma og
raunsæi í umgjörð. Fyrir mitt leyti
virkaði sviðsmyndin vel, sérstak-
lega kom vel út baksviðið sem gaf
ágæta tilfinningu fyrir dýpt á svið-
inu. Einstaka senur voru flottai’
fyrir augað ekki síður en önnur
skilningarvit.
Solveig er mikilvægur áfangi á
rithöfundarferli Ragnars Arnalds
og sýning Þjóðleikhússins er
áhrifarík og vekur alls konar til-
finningar og hugleiðingar. Þetta er
ennfremur sýning sem ætti að geta
höfðað til ólíkra áhorfendahópa og
ólíkra kynslóða.
Soffía Auður Birgisdóttir
Námskeið
um ritlist
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Háskóla íslands heldur námskeið
um ritlist næstu sjö fímmtudaga og
hefst það fyrsta 15. otkóber kl.
20.15.
Námskeiðið er ætlað þeim sem
vilja kynnast aðferðum skáldskap-
arins. Farið verður yfir grundvall-
aratriði frásagnarlistar. Eðli og
áhrif mismunandi frásagnaraðferða
(1. pers. eða 3. persónufrásögn), far-
ið í gegnum hefðbundna byggingu
verks i lausu máli, persónusköpun,
stíl og málnotkun. Lesnar smásög-
ur, sögukaflar og greinar til útskýi’-
ingar og innblásturs. Þátttakendur
gera uppkast að sögu og ræða rit-
smíðar hversannars.
Kennari verður Rúnar Helgi
Vignisson rithöfundur.
Nýjar hljdmplötur
Ljóð Steins Steinars
• HEIMURINN og
ég hefur uð geymu 12
lög við Ijóð Steins
Steinars. Hún er gef-
in út í tilefni þess að í
dag, 13. október, hefði
Steinn Steinair orðið
90 ára. A plötunni ei'u
tólf lög, þar af fimm
ný. Auk laganna voru
felldar inn upptökur
áðurgefnar út á plöt-
unni Tíminn og vatnið
þarsem Steinn les
ljóð sín Tíminn og
vatnið, Landsýn, Col-
umbus, Malbik og í
kirkjugarðinum.
Steinn Steinarr
A plötunni syngja
KK og Magnús
Eiríksson lagið Hud-
son bey. Helgi
Björnsson syngur
lagið Þjóðin og ég.
Ellen Kristjánsdóttir
syngur nýtt lag eftir
Jón Ólafsson við
Passíusálm no. 51.
Björn Jr. Friðbjörns-
son syngur lagið
Ræfilskvæði. Páll
Rósinkranz syngur
nýtt lag eftir Steinar
Berg Isleifsson við
Ijóðið Heimurinn og
ég og eldra lag við
ljóðið Barn. Valgeir Guðjónsson
syngur nýtt lag efth- sig við ljóðið
Vísur að vestan. Valgerður Guðna-
dóttw syngur nýtt lag eftir Jón
Ólafsson við ljóðið Lát huggast.
Helgi Björnsson syngur lagið Mið-
vikudagur. Pálmi Gunnarsson
syngur lagið Verkamaður. Edda
Heiðrún Backman syngur lagið
Það vex eitt blóm fyrir vestan og
Björn Jr. Friðbjörnsson syngur
nýtt lag sitt við ljóðið I kirkju-
garði.
Heimurinn og ég er gefin út af
Spor ehf. Jón Olafsson stjórnaði
upptökum. Verð 2.099 kr. „Tíminn
og vatnið" (Steinn Steinarr les eig-
in ljóð) var áður gefið út af SG.
Nýjar bækur
• ÍSLENSKIR fuglar er meðal út-
gáfubóka Vöku-Helgafells, en höf-
undar eru Ævar Petersen, fugla-
fræðingur og forstöðumaður
Reykjavíkurseturs Náttúrufræði-
stofnunar Islands og Jón Baldur
Hlíðberg, myndlistarmaður.
í kynningu segir að unnið hafi
verið að bókinni allt frá árinu 1987
og er þetta langviðamesta útgáfu-
verk forlagsins til þessa. í bókinni
eru lýsingar á 108 tegundum villtra
fugla á Islandi. Þetta er fyrsta yfir-
litsrit sem íslenskur vísindamaður á
sviði fuglafræða ritar og þar er að
finna allar tegundir fugla sem verpa
reglulega eða hafa orpið í landinu.
Bókina prýða yfir 400 vatnslita-
myndir af fuglum. Aldrei fyrr hefm-
verið gefið út jafnviðamikið og heil-
steypt safn teikninga af íslenskum
fuglum og hér kemur fyi’ir almenn-
ingssjónir, segir ennfremur í kynn-
ingu.