Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Morgunblaðið/Jón Stefánsson
JÓHANN Sigurjónsson bæjarstjóri ávarpaði gesti við vígslu nýja íþróttahússins á Varmá í Mosfellsbæ.
NÝTT íþróttahús á Varmá í Mos-
fellsbæ var vígt um helgina og er
það tekið í notkun nær þremur
mánuðum fyrr en ráðgert var.
Nýja byggingin getur rúmað tvo
handboltavelli, sex blakvelli,
Qórtán badmintonvelli og tvo
tennisvelli ásamt leikfímigryfju
og minni 85 fermetra sal sem
tengist gryfjunni.
Að sögn Sigurðar Guðmunds-
sonar íþróttafulltrúa, verður
með nýju húsi hægt að fjölga
æfingum hjá börnum og ung-
lingum með tilkomu hússins
auk þess sem aðstaðan mun
flýta fyrir einsetningu grunn-
skólans þegar hægt er að kenna
leikfimi í þremur sölum sam-
tímis. „Svo fá nýjar íþróttgrein-
ar aðstöðu í húsinu," sagði
hann. „Það er meiningin að
setja upp aðstöðu fyrir golfara
og klifurvegg fyrir skáta og
björgunarsveitina auk þess sem
Nýtt
íþróttahús
vígt í Mos-
fellsbæ
hér er sérstakur salur í nýbygg-
ingunni fyrir karate.“
Tveir handboltavellir
hlið við hlið
Ákvörðun um byggingu húss-
ins var tekin árið 1997 og var
fyrsta skóflustungan tekin í
ágúst sama ár. Húsið stendur
sunnan við núverandi fþróttahús
og eru þau tengd með tengigöng-
um. í nýja húsinu er tvöfaldur
salur 49x50 metrar að stærð en
það eru rúmlega tveir handbolta-
vellir hlið við hlið og verður þeim
skipt með hljóðeinangruðu tjaldi
en einnig verður hægt að skipta
húsinu í fjóra sali með tjöldum.
Nýja húsið er rúmlega helmingi
stærra en eldra húsið. í húsið
vantar færanlega áhorfendapalla
sem settir verða upp síðar.
Verktaki hússins er bygginga-
fyrirtækið Byrgi í Kópavogi en
arkitektar eru Finnur Björgvins-
son og Hilmar Þór Björnsson.
VSÓ Ráðgjöf sá um burðarþol og
lagnir, Rafvirki ehf., um raflagn-
ir, Múrgæði ehf., um múrverk,
Bunustokkur um pípulögn,
Sfjörnublikk um loftræstingu,
Arnar Óskarsson og Finka ehf.,
um málun, Á. Óskarsson ehf., um
gólf og búnað, Fagtún um
þakeingar og ET-verktakar um
jarðvinnu. Umsjón og eftirlit var
í höndum tæknideildar Mosfells-
bæjar.
Biðtími eftir meðferð fyrir unga vímuefnaneytendur hefur
margfaldast eftir hækkun sjálfræðisaldurs
Búið að kollvarpa
meðferðarkerfinu
Faraldur í neyslu harðra fíkniefna gengur
yfir meðal unglinga. A sama tíma hefur
biðtími eftir meðferð fyrir unglinga lengst
úr 53 dögum á árinu 19971240 daga, eða 8
mánuði, á árinu sem er að líða.
BRAGI Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, segir hækkun
sjálfræðisaldurs í 18 ár um síðast-
liðin áramót kollvarpa tilvist núver-
andi meðferðarkerfis ríkisins fyrir
ungmenni. Við hækkun sjálfræðis-
aldursins bætast tveir árgangar við
skjólstæðingahópinn og biðtími eft-
ir meðferð fyrir unglinga hefur
margfaldast; lengst úr 53 dögum á
árinu 1997 í 240 daga, eða 8 mánuði,
á árinu sem er að líða.
Bragi segir að á sama tíma og
þetta gerist gangi yfir faraldur í
neyslu amfetamíns og hass í yngsta
neysluhópnum.
„Við erum að sjá á biðlista hjá
okkur unglinga niður í 14 ára aldur,
sem eru í reglubundinni neyslu am-
fetamíns," segir Bragi.
Bragi segir að það hafi verið fyr-
irséð þegar tekin var ákvörðun um
að hækka sjálfræðisaldurinn að
óbreytt kerfi mundi ekki anna eftir-
spurn eftir meðferð. Þá hefði legið
fyrir það álit Bamavemdarstofu að
hækkunin kallaði á tvöfóldun með-
ferðarkerfisins en 14 og 15 ára ung-
lingar fylltu öll þau 35-40 meðferð-
arrými sem kerfið hafði yfir að
ráða.
Sérhæfða meðferð fyrir unglinga
16-18 ára skorti og fram til síðustu
áramóta vom ekki önnur úrræði
fyrir þann hóp en áfengismeðferð
með fullorðnum á vegum Landspít-
ala eða SÁÁ fyrir þá unglinga sem
leituðu sjálfir meðferðar. Meðferð á
vegum barnavemdarstofu er hins
vegar meðferð sem foreldrar eða
barnavemdamefndir sækja um fyr-
ir ósjálfráða ungling.
Greining og eftirmeðferð
Meðferðarkerfí Bamaverndar-
stofu skiptist í greiningarmeðferð á
greiningarstöðinni Stuðlum og eft-
irmeðferð á meðferðarheimilum
víða um landið.
Greiningarmeðferðin tekur 3-4
mánuði og er þá unnið að greiningu
á vanda hvers einstaklings en Bragi
segir að auk þess sem þeir séu langt
leiddir í vímuefnaneyslu búi oft
undír vandamál á borð við ofvirkni,
athyglisbrest og misþroska sem
þurfi að greina áður en hægt er að
veita markvissa meðferð.
Um helmingur unglinganna fer
heim til sín að lokinni greiningar-
meðferð en um helmingur fer til
framhaldsmeðferðar á meðferðar-
heimilin Torfastaði í Biskupstung-
um, Árbót í Aðaldal, Varpholt í
Eyjafirði, Bakkaflöt í Skagafirði eða
hið nýja heimili að Hvítárbakka í
Borgarfirði en hvert þeirra hefur
rými fyrir um það bil 6 unglinga. Að
auki er heimili að Geldingalæk í
Rangárvallasýslu fyrir börn undir
12 ára aldri.
Bragi segir að þrátt fyrir að með-
ferðarkerfíð sé í raun sprungið
reyni menn þar að sporna við fæti
og nýta möguleika á að taka eftir
fóngum þá einstaklinga sem verst
eru staddir í neyðarvistun. Um
helmingur rýma á Stuðlum er vegna
neyðarvistunar, þar sem hægt er að
vista unglinga gegn eigin vilja en þó
ekki lengur en í 14 daga.
Arðbær fjárfesting
Bragi segir að tillögur Barna-
vemdarstofu gangi út á að hætta
neyðarvistun á Stuðlum og flytja
hana í sérstakt húsnæði. í staðinn
verði hægt að auka greiningarmeð-
ferð á Stuðlum um helming. Auk
þess þurfi að fjölga meðferðarheim-
ilum um a.m.k. 2-3 næstu ár. Hann
segist áætla að uppbygging kerfis-
ins í viðunandi horf geti kallað á
uppundir 200 milljónir króna í auk-
inn rekstrarkostnað.
„Þegar upp er staðið held ég að
þetta væri arðbær fjárfesting," seg-
ir Bragi. „Það er óhemjukostnaður
sem fellur á samfélagið vegna þess-
ara unglinga í dag í formi löggæslu,
kostnaðar vegna dómstóla, sjúkra-
húsvistana, slysa, skemmda og
tjóns sem borgaramir verða fyrir.
Þegar menn líta á dæmið í heild tel
ég að þetta sé arðbær fjárfesting,"
segir Bragi Guðbrandsson um úr-
bætur í meðferðar- og vistunarmál-
um þeirra unglinga sem hafa orðið
vímuefnaneyslu og afbrotum að
bráð.
Andlát
ASTA B.
ÞORSTEINSDÓTTIR
ALÞIN GISM AÐUR
ÁSTA B. Þorsteins-
dóttir, alþingismaður
og varaformaður Al-
þýðuflokksins, lést í
gær eftir baráttu við
illvígan sjúkdóm. Hún
var 52 ára að aldri.
Ásta fæddist 1. des-
ember 1945 í Reykja-
vík og vom foreldrar
hennar Ásdís Eyjólfs-
dóttir skrifstofumaður
og Þorsteinn Þor-
steinsson, sjómaður og
fisksali. Hún lauk
gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar 1962 og prófi frá Norfolk
High School í Norfolk í Nebraska,
Bandaríkjunum, 1963. Hún útskrif-
aðist sem hjúkmnarfræðingur frá
Hjúkmnarskóla íslands 1968 og
stundaði framhaldsnám í hjúkmn-
arstjómun við Nýja hjúkmnarskól-
ann 1987 til 1988. Þá nam hún
skurðhjúkmn á Islandi og í Dan-
mörku.
Ásta var skurðhjúkmnarfræð-
ingur á Borgarspítalanum 1968 til
1969. Hún starfaði sem hjúkmnar-
fræðingur í Danmörku frá 1971-80,
lengst af sem skurð-
hjúkrunarfræðingur
við Árhus Kommune-
hospital. Hún var
hjúkmnarfræðingur
við Landspítalann frá
1980, þar af við skurð-
deild kvennadeildar
1982-88 og hjúkranar-
framkvæmdastjóri frá
1988-97.
Ásta var í stjóm
Landssamtakanna
Þroskahjálpar frá
1985-95 og formaður
1987-95. Um árabil sat
hún í stjórnum nor-
rænna hagsmunasamtaka fatlaðra,
meðal annars norrænna samtaka
foreldra fatlaðra og var hún m.a.
varaformaður NFPU (Norrænu
samtakanna um málefni þroska-
heftra). Hún var varaformaður Al-
þýðuflokksins frá 1996 og 1. vara-
þingmaður flokksins í Reykjavikur-
kjördæmi frá 1995 til janúar 1998,
en þá tók hún fast sæti á Alþingi í
stað Jóns Baldvins Hannibalssonai’.
Ásta lætur eftir sig eiginmann,
Ástráð B. Hreiðarsson lækni, og
þrjú börn.
JÓHANNES
JÓHANNESSON
LISTMÁLARI
JÓHANNES Jóhann-
esson listmálari lést á
Landspítalanum í gær,
77 ára að aldri.
Jóhannes fæddist í
Reykjavík 27. maí 1921
og vom foreldrar hans
hjónin Jóhannes Bárð-
arson, sjómaður í
Reykjavík, og Hall-
gríma Margrét Jóns-
dóttir. Hann stundaði
iðnskólanám í Reykja-
vík og lauk prófi í gull-
og silfursmíði árið
1945. Eftir það stund-
aði hann myndlistar-
nám við Bames Foundation í
Bandaríkjunum 1945-46 og á Ítalíu
og í Frakklandi 1949 og 1951.
Jóhannes var listmálari í
Reykjavík en hann starfaði auk
þess meira og minna við gull- og
silfursmíði 1953-68.
Hélt hann sýningar á
eigin vegum auk þess
sem hann tók þátt í
fjölda samsýninga inn-
an lands og utan. Hann
var einn stofnenda
Septembersýningar-
innar 1947, formaður
Félags íslenskra
myndlistarmanna 1951
og 1952 og fulltrúi fé-
lagsins í Bandalagi ís-
lenskra listamanna
1959 og 1960. Hann
var fulltrúi í Listasafni
íslands um langt skeið
frá 1971 og í safnráði safnsins
1965-73.
Eiginkona Jóhannesar var Áf-
heiður Kjartansdóttir þýðandi, en
hún lést í fyrra. Þau áttu fjögur
börn saman.
RAGNAR
BJÖRNSSON
ORGANISTI
RAGNAR Björnsson
skólastjóri og organ-
leikari er látinn, 72 ára
að aldri.
Ragnar fæddist 27.
mars 1926 á Torfustöð-
um í Torfustaðahreppi,
Vestur-Húnavatns-
sýslu, sonur Sigrúnar
Jónsdóttur húsmóður,
hjúkrunarkonu og
klæðskera og Bjöms
G. Bjömssonar, tré-
smiðs og organleikara.
Hann lauk einleikara-
prófi á orgel frá Tón-
listarskólanum í
Reykjavík árið 1947 og einleikara-
prófi á píanó frá sama skóla 1950.
Hann lauk prófi í hljómsveitar-
stjórn frá Tónlistarháskólanum í
Vínarborg árið 1954. Ragnar var
skólastjóri Tónlistarskóla Keflavík-
ur frá 1956-1976 og dómorganleik-
ari í Reykjavík frá
1968-1978.
Hann stofnaði Nýja
tónlistarskólann í
Reykjavík árið 1978 og
stýrði honum til
dauðadags. Á starfs-
ferli sínum hélt Ragn-
ar fjölda einleikstón-
leika á orgel innan-
lands sem utan og
liggja eftir hann tón-
smíðar fyrir orgel og
karlakór auk annarra
verka.
Eftirlifandi eigin-
kona Ragnars er Sig-
rún Björnsdóttir dagskrárgerðar-
kona og lætur hann eftir sig fimm
uppkomnar dætur.
Ragnar Björnsson var um árabil
tónlistargagnrýnandi við Morgun-
blaðið og þakkar blaðið það sam-
starf að leiðarlokum.
I