Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 25 Aukið fé til höfuðs Rushdie SJÁLFSTÆÐ stofnun heit- trúarmanna í Iran hefur hækkað fjárupphæðina, sem hún hefur sett til höfuðs rit- höfundinum Salman Rushdie fyrir meint guðlast í bókinni „Söngvum Satans“, úr 2,5 milljónum Bandaríkjadala í 2,8 milljónir. Frá þessu var greint í íranska dagblaðinu Jomhuri Eslami í gær og hef- ur í kjölfarið verið ákveðið að Rushdie njóti áfram vemdar lífvarða. Aliyev sakað- ur um svindl HAYDAR Aliyev, forseti Aserbaídsjan, var endurkjör- inn til fimm ára í forsetakosn- ingum í gær en helsti keppinautur hans, Etibar Mamedov, sakaði Aliyev, sem er 75 ára, um kosninga- svindl og sagði nauð- synlegt að halda aðra umferð, þar sem kosið yrði milli þeirra tveggja. Fulltrúar Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sem eftirlit hafði með kosningunum, staðfestu að kosningarnar hefðu ekki stað- ist alþjóðakröfur. Aliyev hlaut 75% fylgi en Mamedov 11% í kosningunum ef marka má bráðabirgðatölur stjórnvalda. Engin afvopn- un UVF FULLTRÚAR PUP-flokks- ins, sem er stjómmálaannur öfgahóps sambandssinna (UVF) á N-írlandi, sögðu um helgina að UVF hefði ekki í hyggju að afvopnast. Fornir fjendur UVF í írska lýðveldis- hernum (IRA) hafa einnig neitað að afvopnast en af þeim sökum hefur David Trimble, forsætisráðhema N-írlands, neitað að setja á fót ríkisstjórn með aðild Sinn Féin, stjórn- málaarms IRA. Segja frétta- skýrendur því að yfirlýsing UVF létti í raun þrýstingi af IRA og reyndar fékk Sinn Féin óvæntan stuðning frá David Ervine, leiðtoga PUP, þegar hann hvatti Trimble til að setja ríkisstjórn á fót nú þegar, og með þátttöku Sinn Féin, jafnvel þótt IRA hafi ekki hafið afvopnun. Berisha íhug- ar stefnu- breytingu SALI Berisha, leiðtogi alb- önsku stjórnarandstöðunnar, sagði í gær að flokkur sinn, Lýðræðisilokkurinn, væri reiðubúinn til að endurskoða stefnu sína ef önnur stjórn- málaöfl gerðu slíkt hið sama. Berisha og flokkur hans hefur hunsað þjóðþing Albaníu lung- ann af þessu ári en alþjóða- stofnanir hvöttu hann nýlega til að vera samvinnuþýðari og taka uppbyggilegi’i þátt í stjómmálum landsins. Aliyev ERLENT Gyðingur tekinn í dýrlingatölu Páfi sakaður um að vanvirða minningu fórnarlamba nasista Páfagarði. Reuters. JÓHANNES Páll páfi lýsti því yfir á sunnudag að nunna, Edith Stein, sem var komin af gyðingum og lét lífið í útrýmingarbúðum nasista, hefði verið tekin í dýrlingatölu. Leiðtogar gyðinga mótmæltu yfir- lýsingunni harðlega og sökuðu páfa um að vanvirða minningu gyðinga sem voru drepnir í útrýmingarher- ferð nasista. „Þetta er hneyksli,“ sagði Efraim Zuroff, yfirmaður skrifstofu Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í Jer- úsalem. „Með þessu sendir páfi mjög neikvæð skilaboð til gyðinga og þau eru að bestu gyðingarnir séu þeir sem taka kaþólska trú.“ Páfi notaði þó tækifærið til að hvetja heimsbyggðina til að tryggja að atburðir eins og útrýmingarher- ferð nasista endurtækju sig aldrei. Hann lýsti Stein sem „mikilhæfri dóttur Israels og dyggri dóttur kirkjunnar" og sagði að dagurinn, sem yrði helgaður henni sem dýr- lingi, ætti að minna heimsbyggðina á „þá dýrslegu áætlun um að út- rýma heillri þjóð, sem kostaði millj- ónir gyðinga lífið“. Of lítið gert úr uppruua nunnunnar? Páfi viðurkenndi að nunnan hefði verið flutt í útrýmingarbúðimar vegna þess að hún var gyðingur en David Rosen, rabbíni í Israel, sagði að páfi hefði gert of lítið úr uppruna hennar. „Hún var ekki drepin vegna þess að hún var kaþólikki," sagði hann. „Hún var drepin vegna þess að foreldrar hennar voru gyðingar og á það þarf að leggja áherslu í öll- um yfirlýsingum um dauða hennar. Á það var ekki lögð næg áhersla." Stein fæddist í Breslau í Þýska- landi (nú Wroclaw í Póllandi) árið 1891 og varð trúleysingi þegar hún var fjórtán ára. Síðar skrifaði hún bækur um heimspeki og gat sér gott orð sem fræðimaður. Hún snerist til kaþólskrar trúar þegar hún var 29 ára og varð nunna 1934, árið eftir að Hitler komst til valda. Þar sem hún var komin af gyð- ingum var ákveðið að senda hana með leynd til Hollands, því yfir- menn hennar töldu hana öruggari þar en í Þýskalandi. Gestapo-menn handtóku hana í ágúst 1942 og fluttu hana til Ausehwitz, þar sem hún var kæfð með gasi ásamt fleiri gyðingum. Kaþólska kirkjan lítur svo á að nunnan hafi ekki aðeins verið drepin vegna þess að hún var gyðingur, heldur einnig vegna and- stöðu kirkjunnar í Hollandi við gyð- ingahatur nasista. Kaþólska kirkjan telur að Stein sé fyrsti gyðingurinn sem tekinn hefur verið í dýrlingatölu frá tímum postulana. Hún viðurkennir þó að það sé ekki alveg víst því nokkrir þeirra, sem voru teknir í dýrlinga- tölu á miðöldum, kunni að hafa ver- ið gyðingar. Reuters JOHANNES Páll páfi í kirkjuathöfninni á sunnudag þegar Edith Stein var tekin í dýrlingatölu. BRIMBORG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 Nóbelsverðlaunin í læknisfræði Viagra byggt á uppgötv- unum verðlaunahafanna Stokkhólmi. Reuters. ÞRÍR bandarískir lyfjafræðingar, einnig hjarta- og æðasjúkdómum, Robert Furchgott, Ferid Murad og Louis Ignarro hljóta Nóbelsverð- launin í læknisfræði í ár. Lyfið Vi- agra, sem notað er við getuleysi, er m.a. byggð á uppgötvunum þre- menninganna. Hljóta þeir að laun- um 7,6 milljónir sænskra króna, rúmlega 65 milljónir ísl. króna, fyrir að hafa sýnt fram á gagnsemi nit- uroxíðs sem boðberandi sameindar í hjarta- og æðakerfinu en í tilkynn- ingu Karólínsku stofnunarinnar, sem útdeilir verðlaununum, segir að uppgötvun þessi hafi ekki einungis áhiTf á meðferð við getuleysi heldur losti og jafnvel krabbameini. Nit- uroxíð er loftegund sem sendir boð um líkamann þannig að hægt er að stýra blóðþrýstingi og blóðflæði. Heimur gröfunnar er harður og óvæginn. Gröfumar frá Volvo standast ýtmstu kröfur um kraft, nákvæmni, lipurð, þægindi og áreiðanleika. Fullkomin hönnun, sterkasta gæðastál, öflugt vökvakerfi og háþróaður tölvubúnaður tryggja ekki aðeins hámarksafköst heldur einnig meira öryggi, lengri endingu og hagkvæmari rekstur. Volvo með skömmum fyrirvara. Volvo er í hópi þriegja stærstu vinnuvélaframleiðenda í heimi. Verksmiðjumar em í Evrópu og það gerir alla þjónustu auðveldari og ódýrari. Sölumenn Brimborgar veita finekari upplýsingar um vinnuvélar og vörubila frá VoIvq Eigum á lager: Volvo EC280 beltagröfu 29 tonn. Volvo/Pel Job EB 200 XTV smágröfu 1,7 tonn. ecco Gangur lífsins STEINAR WAAGE Kringlunni 8-12. Sími: 568 9212 Egilsgötu 3. Sími: 551 8519
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.