Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR STEFAN LÚÐVÍKSSON + Stefán Lúðvíks- son var fæddur 23. mars 1980. Hann lést 4. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 9. októ- ber. Vissirðu hvað mér þótti vænt um þig? Vissirðu hvað mig langaði að hjálpa þér mikið? Vissirðu hvað ég hugsaði mikið til þín? Vissirðu hvað þú varst mér góður vinur? Og þú munt alltaf vera það allt mitt líf, þótt þú sért ekki héma hjá mér. (Berglind Heiða.) Elsku Stebbi minn. Nú ertu kom- inn á þann stað þar sem við öll hitt- umst um síðir. Ég trúi því ekki að þú sért farinn og ég eigi aldrei eftir að hitta þig eða tala við þig í síma. Þú varst ný- búinn að hringja í mig nokkrum dögum áður en þetta hörmulega slys varð, og þá varstu svo hress og kátur og fyndinn eins og þú varst alltaf. Þú gast alltaf komið manni í gott skap, því þú varst alltaf svo hress og kátur. Ég á eftir að sakna þess mikið að fá aldrei að heyra í þér aftur og heyra hlátur þinn og gleði yfir lífinu. En ég veit og trúi því að við eigum eftir að hittast aft- ur, þegar mínu lífi lýkur hér á jörð, og þá veit ég að við höfum um margt að spjalla. Það var svo gott að tala við þig og ræða málin, elsku vinur, ég geymi allar góðu minning- arnar um þig í hjarta mínu og þær stundir sem við áttum saman. Ég bið Guð að geyma þig og varð- veita, elsku Stebbi minn. Ég bið Guð að blessa foreldra þína og systkini og elsku litla drenginn þinn og gefa þeim styrk og kraft í þeirra miklu sorg. Við sjáumst síðar. Guð geymi þig alltaf, elsku vinur. Þín vinkona, Berglind Heiða. Ég get ekki lýst því hvernig mér leið þegar Denna móð- ir þín hringdi í mig og tilkynnti mér lát þitt. Þá byrjaði ég að rifja upp gamlar minningar. Manstu eftir því þegar við vor- um yngri og á leiðinni í skólann þegar þú vaknaðir klukkan 5 og hljópst til mín og varst svo æstur yfir því að við værum að verða of sein í skólann og pabbi svaraði ýkt pirraður þegar þú komst og sagði að þú ættir nú að fara heim og sofa því klukkan væri bara fimm, þú stóðst alltaf hálfsofandi í dyrunum. Og stundum komstu klukkan sjö, þá bauð pabbi þér inn og bauð þér upp á morgunmat og þú þáðir það. Ég man líka að þú varst sá fyrsti sem ég kynntist þegar ég var ein og ný. Þú varst mjög hress og skemmtilegur leikfélagi þótt þú gætir nú stundum verið algjört „pain“ en enginn er fullkominn, er það nokkuð? Ég sé núna hvað lífið getur verið fáránlega stutt og maður ætti kannski að fara að njóta þess meira að vera til. Ég mun sakna þess að geta ekki hitt þig aftur og spjallað við þig. En nú hefurðu það ábyggilega æðislega gott á öðrum stað og fylgist með litlu krúsidúllunni þinni og henni Lindu þinni. Elsku Denna, Dóri, Sigurrós og Elli, Lúðvik og fjölskylda þín. Þið hafið alla mína samúð. Jónea Haraldsdóttir. Ég ætlaði aldrei að trúa þessu og get varla ennþá, því mér finnst þú ekki vera farinn, heldur að ég þurfi bara að drífa mig í að hringja í þig og athuga hvernig þér líður. Er ég hugsa til þín verða tilfinningarnar dofnar og ég fæ engan botn í þetta, sama hversu mikið ég hugsa um þig- Stebbi nágranni sem kom alltaf yfir til að spjalla og sprella, fá lánuð Andrésblöð eða hreinlega til að létta á hjartanu og hjálpa mér að létta á mínu. Ég man hvað mamma var alltaf að reyna að fá þig til að banka á undan þér, en þú glottir bara á þinn einstaka hátt, því þú vissir jafnvel og ég og mamma að þetta var eins og þitt annað heimili hjá okkur í Snæfelli og þú varst alltaf velkom- inn. En leiðh- okkar allra liggja í margar áttir og eins var með okkar leiðir, sem lágu hvor í sína áttina, en alltaf trúði ég að þær myndu liggja saman aftur og við yrðum eins og þegar við vorum í grunn- skóla, en það verður víst ekki í þessu lífi. Dauðinn kom til þín án þess að banka á undan sér, óvelkominn og tók þig frá okkur alltof fljótt. Ég mun alltaf sakna þín og biðja fyrir þér. Ég votta Lindu, syni þínum, for- eldrum og öllum nákomnum mína dýpstu samúð og vO segja þeim að mín eina huggun er, að þeir deyja víst ungir sem guðirnir elska. Þín vinkona, Nanna María. ÍRIS EGGERTSDÓTTIR + íris Eggertsdóttir fæddist á Akranesi hinn 24. nóvember 1971. Hún andaðist á Heilbrigð- isstofnun Suðumesja 5. október og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 10. október. Ég man það mjög vel er ég hitti Irisi í fyrsta sinn fyrir rúmum tveimur árum. Ég stjórnaði þá breytingum á versluninni Járn og skip í BYKO Suðurnes, en þar hafði Iris starfað frá því á unglingsárum að frátöldum þeim tíma er hún eignaðist son sinn og vann eitt misseri í Apótekinu í Keflavík. En gamli samheldni og eldhressi sam- starfshópurinn togaði Irisi aftur til sín. Ég skynjaði bæði ánægju og tilhlökkun gömlu vinnufélaganna vegna endurkomu írisar. Og þarna var hún komin í heimsókn með son sinn Einar Má; ljóshærð og falleg, hress og tíguleg. Ég tók strax efth- því að hún var einstaklega snyrtileg og hældi því hversu snyrtilegur drengurinn væri, en í kuldakastinu sem þá var voru flest sandkassa- börn með menjar kvefs um allt and- lit. Það hnussaði í Irisi og um leið og hún reyndi að leyna glottinu hreytti hún í mig að það væri nú skárri aumingjaskapurinn að hirða ekki almennilega um bömin. Þetta var kannski eitt megineinkenni Irisar, hrein og bein og sagði skoð- un sína umbúðalaust. Það gerði hún svo skemmtilega að við vinnufélag- ar hennar og fastir viðskiptavinir verslunaiinnar sóttum í félagsskap hennar. Við skutum á hana jafnvel óprenthæfum athugasemdum um eitt og annað til þess að fá skemmtileg andsvör hennar, sem aldrei stóð á. Iris var mikil dama í sér en þó svo mikill húmoristi að henni tókst ekki að leyna glottinu þrátt fyrir að hún þættist stór- hneyksluð. Þar sem BYKO var að hefja rekstur á nýjum slóðum var það hvalreki að fá hana til starfa vegna mikillar þekkingar á starf- seminni og heimamönnum. Iris var gjaldkeri og frábærlega hæf í því starfi, afskaplega samviskusöm, ná- kvæm og vildi hafa allt snyrtilegt og í röð og reglu. Við vinnufélag- arnir fengum það líka óþvegið, með hennar hætti, hvaða skoðun hún hafði á umgengni okkar á kaffistof- unni og annars staðar og hvernig hún héldi að það væri að búa með okkur og hversu mikið hún vor- kenndi konunum okkar. Að öðrum ólöstuðum treysti ég henni best allra á staðnum tii að halda utan um lánsviðskiptin og allt pappírs- flóðið í kringum það. Iris reyndist traustsins verð og allt sem hún gerði tók ég gilt eins og það kæmi frá löggiltum endurskoðanda. Sam- an settum við vinnufélagarnir upp glæsilega stórverslun á mettíma en vinnudagurinn var langur og því kynntumst við vel. Þetta var mjög skemmtilegur tími en svo dró ský fyrir sólu. Aldrei gleymist mér sá dagur íyrir rúmu ári þegar íris settist inn á skiúfstofu til mín og sagðist þurfa í veikindaleyfi því hún hefði fengið slæma læknisskoðun og væri ef til vill með krabbamein. Hún var furðulega róleg og yfirveg- uð en samt ljóst hver hætta henni var búin. Við ræddum lengi saman og vonuðum að ef hún reyndist með krabbamein, þá yrði það skurðtækt og síðan úr sögunni. Því miður er nú annað komið á daginn. Eins og venjulega var samviskusemin söm við sig og hún virtist þá jafnvel hafa meiri áhyggjur af því hvernig starf- seminni reiddi af á meðan hún væri í burtu. Meh-a að segja daginn sem hún fékk hina þungbæru greiningu lét hún mann sinn færa mér frétt- irnar með þeim orðum að strax þyrfti að gera viðeigandi ráðstafan- h’ í starfsmannamálum. Slík var samviskusemin. Ég veit að írisar verður sárt saknað af vinnustað af viðskiptavin- um og vinnufélögum. Við hin sem kynntumst henni en hurfum til ann- ara starfa sendum einnig hlýjar hugsanir til Sigga og Einars Más sonar þeirra og annarra aðstand- enda. Blessuð sé minning Irisar Eggertsdóttur. Viggó Jörgensson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekm- afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundai’ eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru bh-tar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 53 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Barna- og unglingastarf í Neskirkju EINS og undanfarin ár verður fjöl- breytt barna- og unglingastarf í Neskirkju í vetur. Barnaguðsþjónustur eða sunnu- dagaskólinn er á hverjum sunnu- degi kl. 11 en kirkjan opnar kl. 10 og er þá aðstaða fyrir börnin til að lita og fóndra. A sama tíma er í kirkjunni starf fyrir átta til níu ára börn og er það sniðið sérstaklega fyrir þarfir þess aldurshóps og aðgreint frá sunnu- dagaskólanum. I þessum hóp er far- ið í leiki, sungið, föndrað og jafnvel farið í ferðir. Þá er einnig hafið á mánudögum kl. 17 í kirkjunni starf TTT sem er starf fyrir níu til tólf ára eins og skammstöfunin segir til um, eins og með hina hópana er reynt að höfða sérstaklega til þeirra aldurs og starfið haft fjölbreytt og lifandi. Starfsfólk bamastarfs Neskirkju hefur allt langa og mikla reynslu í starfi með börnum og vinnur ötul- lega í þessum mikilvæga málaflokki, en öll böm á þessum aldri eru hjart- anlega boðin velkomin til starfsins og jafnframt hvött til að mæta. All- ar nánari upplýsingar era veittar í Neskirkju. Kirkjukrakkar í Grafarvogs- kirkju KRISTNU bamastarfi fyrir böm 7-9 ára (2.-4. bekkur) hefur verið hleypt af stokkunum í Grafarvogs- sókn. Starf þetta er á þriðjudögum frá kl. 17-18 í Rimaskóla. Ætlunin er að hafa forvarnir í ýmsum mynd- um sem aðalefni vetrarins. Á fund- unum er sungið, spjallað, farið í leiki og gestir koma í heimsókn. Þannig er efni hvers fundar fært í skemmtilegan búning fyrir krakk- ana. Um er að ræða góða og upp- byggilega skemmtun krökkunum að kostnaðarlausu. Allir velkomnir, sjáumst hress á þriðjudögum. Islenska Krists- kirkjan með námskeið ÍSLENSKA Kristskirkjan mun halda námskeið um hjónaband og sambúð að Bíldshöfða 10, Reykja- vík, næstu 3 fimmtudagskvöld kl. 20-23. Svipuð námskeið hafa á und- anförnum árum verið haldin á veg- um Fjölskyldufræðslunnar (Ungs fólks með hlutverk) víða um land með norska fjölskylduráðgjafanum Eivind Fröen. Efni þessa nám- skeiðs verður svipað. Kennt verður hvernig við getum talað saman án þess að særa hvert annað. Fjallað um tilfinningar og mun á körlum og konum. Hvað um væntingar til makans sem ekki ganga eftir? Hvað orsakar leiða í kynh'finu? Hver era tengslin milli ástar og þess að mæta þörfum hvort annars? Hvernig má forðast hjónaskilnað? Kennslan fer fram í fyrirlestrum, tveimur hvert kvöld. Milli fyrir- lestranna er kaffihlé. Tækifæri gefst til fyrirspurna. Enginn þátt- takenda þarf að tjá sig um eigið hjónaband. Öllum er heimil þátt- taka, giftu fólki, fólki í óvígðri sam- búð, fráskildum og þeim sem aldrei _ hafa gengið í hjónaband. Nám- skeiðsgjald er 1.000 kr. á mann, veitingar og námskeiðsgögn innifal- in. Skráning í síma 567 8800. Upp- lýsingar um námskeiðið er einnig hægt að nálgast á heimasíðu ís- lensku Ki-istskirkjunnar: http://www.mmedia.is/kristskirkjan. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð- ur. Samverustund foreldra ungra barna kl. 14-16. Fundur í æskulýðs- félaginu kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf kl. 20.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn kl. 17. Laugarneskirkja. Fullorðins- fræðsla kl. 20. „Þriðjudagur með Þorvaldi" kl. 21. Lofgjörðar- og bænastund. Seltjarnarneskirkja. For- eldramorgunn kl. 10-12. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimili kl. 10-12. Æsku- lýðsfundur 10. bekkjar og eldri kl. 20-22. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi, léttur hádegisverð- ur, helgistund og fleira. Æskulýðs- starf kl. 20. Feila- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 17.30. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar, opið hús kl. 13.30. Söngur, spil, spjall og veitingar. „Kirkjukrakkar" í Rimaskóla. Börn 7-9 ára kl. 17.30- 18.30. KFUM fyrir drengi 9- 12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðs- starf fyrir 8. og 9. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15 í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðai’heimihnu Borgum í dag kl. 10- 12. Fríkirkjan í Hafnarfírði. Opið hús fyrir 7-9 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri . borgara í Kirkjuhvoli milli kl. 13-16 alla þriðjudaga í sumar. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Ilafnarfjarðarkirkja. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30 í Vonar- höfn Strandbergs. Kristin íhugun í Stafni, Kapellu Strandbergs kl. 21.30- 22. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 14-16. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarund- irbúningur kl. 14.30-15.55 í Kirkju- lundi. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 16.15-17 kirkjuprakkarar. Kirkju- starf sjö til níu ára krakka. Kl. 17 æfingar hjá Litlum lærisveinum. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, SIGURÐAR HJARTAR BENEDIKTSSONAR, Frostafold 14. Porbjörg Erla Sigurðardóttir, Elín Sigurðardóttir, Benedikt Sigurðsson, Eiríkur Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.