Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR s Jón Asgeirsson, tónskáld, kennari og gagnrýnandi, stendur nú á sjötugu. Af því tilefni birtir Morgunblaðið þessar tvær greinar TÓNSKÁLD og flytjendur hyllt að lokinni frumsýningu á Galdra - Lofti. JON ASGEIRSSON TONSKALD Hér eru iífið og til- veran undir HANN gengur innum dyrnar og það leikur enginn vafi á hver kominn er í húsið. Glaðvær og hávær vindur hann sér inn úr gættinni, stórstígum skref- um, þungum og ákveðnum og býð- ur góðan daginn, svo hressilega, að undir tekur í jámbentum veggjun- um. Og ef hann bætir við: „Er ekk- ert að frétta,“ sem hann gerir gjarnan, þá veit það á gott spjall. Jón Asgeirsson tónskáld er hér lif- andi kominn - og jú, iifandi er hann. Á augabragði eru viðstaddir komnir á kaf í fjörugar samræður um atburði líðandi stundar, um tónlistina, um heimspekileg hugð- arefni, um barnaböm, um söngv- ara, um menn og málefni. Og auð- vitað er ekki undankomu auðið, - hér em lífið og tilveran undir; - annað sýsl virðist harla ómerkilegt í samanburði við þetta samtal við gestinn, og er lagt til hliðar um hríð; þátttaka í þessari samræðu er ætíð brýn. Nú er Jón Ásgeirsson orðinn sjötugur, - og lífsneistinn sem hann ber í brjósti er skíðlog- andi bál. Reyndar er Jón Ásgeirs- son þeirrar náttúru að honum virð- ist vaxa lífsþróttur eftir því sem ár- unum fjölgar, hvemig svo sem á því stendur. Sjálfur kveðst hann vera svona seinþroska. Alltaf hefur hann haft mörg jám í eldinum, og áhugamálin hafa verið mörg; - líka innan tónlistarinnar sem hann hef- ur helgað líf sitt. Jón er yngstur sjö barna Jó- hönnu Amalíu Jónsdóttur ljósmóð- ur og sjómannskonu á Isafirði. Jó- hanna hafði misst tvo eiginmenn sína í sjóinn. En þótt kjörin hafi verið afar kröpp fólst mikið ríki- dæmi í músíkelskunni sem ljós- móðirin ól í brjósti barna sinna, og hvað Jón varðar, fylgdi henni óeirð og þrá til að læra. Um leið og færi gafst, þegar lítið harmóníum kom inn á heimilið, fór Jón upp á eigin spýtur að leggja drög að ferli sín- um í tónlistinni. Ekki fór þó svo að hann kæmist ekki undir hendur þar til menntaðra fagmanna. Reyndar var hann svo lánsamur að eiga þess kost að nema af helstu tónlistarmönnum okkar á þeim tíma, Páli ísólfssyni, sem var há- menntaður og víðfórull músíkant, Victori Urbancic, sem einnig var bæði hámenntaður og viðsýnn tón- listarmaður, með djúpar rætur í evrópskri tónlistarhefð og Jóni Þórarinssyni, sem var þá nýkominn heim úr námi í New York. Það voru námsfýsin og þráin til að víkka sjþndeildarhringinn sem leiddu Jón Ásgeirsson til Skotlands í framhaldsnám að loknu tónsmíða- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1955. Þar knúði hann dyra í Konunglegu skosku tónlistarakademíunni, og nam það sem hugurinn bauð; tónsmíðar. Seinnameir lagðist hann enn í vík- ing til Engla og Saxa og settist á skólabekk annars mikils metins tónlistarskóla; Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum. Þetta er þó ekki öll sagan af þekk- ingarleit Jóns, því í millitíðinni hafði hann enn sest á skólabekk Tónlistarskólans í Reykjavík, - nú til að ljúka kennaraprófi. Jón Ásgeirsson hefur aldrei get- að hamið áhuga sinn og bundið einu sviði tónlistarinnar öðru frem- ur. Guði sé lof fyrir það. Einhverj- um hefði nú sennilega orðið lítið úr verki með athyglina bundna jafn víða og Jón hefur kosið sér. Vett- vangur hans í tónhstinni er stór. Meðaljóninn lætur sér nú jafnan nægja eitt ævistarf, en Jón Ás- geirsson hefur sinnt mörgum, sem hvert og eitt hefði dugað venjuleg- um jóni. Og hvarvetna hefur erindi hans verið þýðingarmikið. Bróðurpart starfsævinnar hefur Jón Ásgeirsson starfað sem kenn- ari; í Tónlistarskólanum í Reykja- vík, í Söngskólanum í Reykjavík, en mest þó í Kennaraháskólanum. Þar hefur hann lagt grunn að tón- listarkennaradeild þeirri sem þar er nú starfrækt og kennt fjölda nemenda á þeim þrjátíu og sex ár- um sem liðin eru frá því hann hóf þar störf. Það er ekki svo lítil ábyrgð, sem Jón ber á tónlistar- námi á landi hér og uppeldi tónlist- arkennara. Ahrif hans á þeim vett- vangi eru mikil. Og allt hefur þetta verið unnið á kappinu og áhuganum. Það er gaman að skoða þær náms- bækur sem hann samdi fyrir yngstu börnin og voru gefnar út á fyrstu árum sjöunda áratugarins. Þær bera vitni natni hans og hugkvæmni í kennarastarfinu. Það er stutt leið frá kennslu til fræðimennskunnar, - og þar hefur Jón líka litið við. Hann samdi ekki bara kennsluefni fyrir yngstu bömin, heldur hefur hann, samið, þýtt og staðfært alls kyns rit ætluð til tónlistarkennslu á öllum stigum. Þar ber sennilega hæst .Sögu vestrænnar tónlistar eftir Ch. Headington, sem kom út í þýðingu Jóns árið 1987. Samhliða kennslustörfum hóf Jón Ásgeirsson feril sem stjóm- andi. Hann stjómaði bæði Lúðra- sveit Verkalýðsins og Lúðrasveit Hafnarfjarðar um tíma á sjötta ára- tugnum, og stjórnaði Karlakór Keflavíkur og Karlakómum Fóst- bræðram á áttunda áratugnum. Áð- ur hafði hann stofnað blandaðan kór, Liljukórinn, og þar hófst sam- starf stjómandans Jóns Ásgeirs- sonar við útsetjarann Jón Ásgeirs- son. Það samstarf varð bæði drjúgt og dýrmætt. Þjóðlagaútsetningar Jóns Ásgeirssonar eru meðal dýr- ustu perla íslenskrar kórtónlistar, og nægir þar að nefna lög eins og Krummi kmnkar úti, Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatnsenda-Rósu og Gloria tibi. Það er enginn kór meðal kóra sem hefur þessi lög ekki á hraðbergi hvenær sem á þarf að halda. Og hver man ekki stemmn- inguna yfir borðum á gamlárskvöld, þegar upphefst úr Utvarpi Reykja- vík söngurinn Ljósið kemur langt og mjótt í flutningi kórs og hljóm- sveitar undir stjórn Jóns Ásgeirs- sonar í herlegri syrpu þjóðlegra stefja sem Jón hefur útsett. í þess- ari grein hefur Jón Ásgeirsson sýnt íslenskum tónlistararfi mikinn sóma og oft kveðið dýrt. Tónsmíðalisti Jóns Ásgeirssonar er langur, og þar er að finna allar tegundir verka. Þó er áberandi þegar verkalistinn er skoðaður hversu Jón hefur unnað sönglist- inni. Ekki að undra. Þar er að finna rætur tónlistarmenningar okkar, sem Jón hefur ætíð borið mikla virðingu fyrir og grandvöll tónlist- ariðkunar íslenskrar alþýðu. Sönglög hans síga á annað hundraðið, og ber þar hæst Maí- stjömuna við Ijóð Halldórs Lax- ness, lagið sem þjóðinni hefur orðið svo hjartfólgið og tamt á vörum á síðustu árum að heita má að hvert mannsbarn kunni. Og ekki þurfti mikið prjál í tónsmíðalegu tilliti til að svo vel tækist til. Lagið er ein- falt og auðsungið, en með tignar- legu risi sem lyftir því í hæðir. í sönglagaflokknum Svartálfadansi við ljóð Stefáns Harðar Grímsson- ar dregur Jón upp litríkai’ og stemmningsfullar myndir í flókn- ara tónmáli. Kórverkin era ótal- mörg auk allra þjóðlagaútsetning- anna sem fyrr er getið, og fjöl- breytt að gerð. Söngdrápan Tíminn og vatnið við ljóð Steins Steinarrs er þeim minnisstæð sem heyrðu í flutningi Hamrahlíðarkórsins í Gamla bíói hér um árið og Ragnar pokamaður, sem Jón hreppti verð- laun fyrir í tónskáldakeppni í Vín- arborg árið 1952, er, verðskuldað, enn meðal þaulsætnustu laga á efn- isskrám karlakóranna í landinu. Hljóðfæramúsík Jóns Ásgeirs- sonar er fjölbreytt og spannar allt frá litlum einleiksverkum fyrir pí- anó til einleikskonserta og ball- etttónlistar. Þá eru ótaldar óperur hans, Þrymskviða frá 1974 og Galdra-Loftur sem sýnd var á Listahátíð 1996. Sú ópera hefur nú verið hljóðrituð til útgáfu á geisla- diski. Helstu hljómsveitarverk Jóns era Sjöstrengjaljóð frá 1967, rapsódían Lilja frá 1970 og Fornir dansar frá 1969; ballettinn Blindis- leikur frá 1980, Sellókonsert frá 1983, Hornkonsert frá 1987 og Kl- arinettukonsert sem saminn var á þessu ári. Það er til marks um frjó- an hug Jóns Ásgeirssonar nú þegar hann stendur á sjötugu, að í ár hef- ur hann líka lokið við annan blásarakvintett sinn; - sá fyrri var saminn 1971. Ekki nóg með þetta, því fyrr á árinu samdi hann verk fyrir baritonsöngvara og hljóm- sveit við Ijóðið Söknuð eftir Jóhann Jónsson í minningu vinar síns og kollega, Leifs Þórarinssonar. Þá er Jón líka að leggja lokahönd á þriðju óperana, Möttulssögu, sem byggð er á þáttum úr Fornaldar- sögum Norðurlanda. Þetta er nú ærin upptalning, en ekki nema lítið brot af því sem Jón hefur fengist við í tónsmíðum. Það hefur ævinlega verið áber- andi hversu tónsmíðastíll Jóns hef- ur verið persónulegur. Að vissu leyti hefur hann verið einfari meðal íslenskra tónskálda, og hvorki straumar né stefnur, hvað þá tísku- fyrirbæri í tónlistinni, hafa raskað hugarró hans. Áhrif þjóðlega arfs- ins era þó augljós hvert sem litið er, ekki bara í viðfangsefni tón- verkanna, heldur líka í innviðum tónlistarinnar sjálfrar og andblæ. Þegar minnst er á vegtyllur er víst að innilegur hlátur Jóns verði bæði mikill og hvellur. Það er af hógværð. Vegtyllur og viðurkenn- ingar hafa fallið honum í skaut á ýmsum sviðum. Þar ber hæst er hann var skipaður prófessor í tón- list við Kennaraháskóla Islands ár- ið 1996, og varð þar með fyrsti pró- fessorinn í listgreinum á Islandi. Sama ár var hann útnefndur Borg- arlistamaður Reykjavíkur. Hann hreppti menningarverðlaun DV fyrir Galdra-Loft árið 1997, og hafði hlotnast sömu verðlaun árið 1979 fyrir ballettinn Blindisleik. Hann fékk fyrstu verðlaun í óperu- samkeppni Þjóðleikhússins árið 1973 fyrir Þrymskviðu. Tilefnið var landnámshátíðin 1974. Enn er órakinn ferill Jóns Ás- geirssonar við Morgunblaðið. Frá árinu 1970 hefur hann sótt mörg hundrað tónleika, kvöld og helgar og fjallað um þá á síðum blaðsins af fag- mennsku og þekkingu. Hann hefur gefið lesendum innsýn í heim tónlist- arinnar og íslenskt tónlistarlíf. Sýn hans sjálfs yfir þann vettvang er orð- in einstök, og þar með þekking hans á tónlistarsögu samtíma okkar. Jón Ásgeirsson snarar sér inn úr dyragættinni og spyr frétta. Hann segir sögur; hrífur okkur hin með sér. Hann er glaður. Hann er ung- ur. Hann er sjötugur. Honum er ámað heUla. Bergþóra Jónsdóttir „Þið sjáið, strákar, að þetta er einfalt mál“ LEIÐIR okkar Jóns lágu fyrst saman í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Ég var flettari og hann spUaði Beethoven D-dúr-sónötuna, op. 10 nr. 3, á nemendatón- leikum í Þrúðvangi. Það var upphefð fyrir mig. Jón lék af innlifun og rumdi eftirminni- lega, ef einhver fingurinn tók sér skálda- leyfi. Þarna var greinilega upprennandi skáld á ferðinni. Á þessum námsárum sýndi Jón líka, að hann var fæddur kennari. Hnan var örlátur að segja okkur, smáfólkinu, frá því, sem hann var sjálfur að læra. Enginn komst heldur hjá því að heyra hljómmikla röddina hans. Hann sagði okur frá Stravinski, sem við þekktum bara af afspum, eða úr Fantasíu í Gamla Bíói. „Þarna er vel skipulagt tón- skáld,“ sagði Jón, „með svo fallega rithönd. Þegar hann er búinn að hreinrita 10 takta (á dag) býður hann vinum sínum heim upp á kampavín." Við vorum bara agndofa og orð- laus yfír þvílíkum fréttum utan úr heimi. Ég man enn eina „kennslustund“, sem endaði eftir krókótt labb um Þingholtin upp á Óð- instorg, seint um kvöld. Jón var upptendraður eftir tíma hjá dr. Urbancic. Hann útlistaði fyrir okkur fúguna með ýmsu áhrifamiklu móti, mikilli rödd, látbragði og „hönd Guidos“, og klykkti svo út með: „Þið sjáið, strákar, að þetta er ein- falt mál.“ Við, pattamir, lölluðum glaðir heim, sann- færðir um, að við gætum lært svona nokkuð líka, þegar og ef að því kæmi. Þannig vakti Jón með okkur ýmiss konar bjartsýni. Síðan hafa okkar leiðir legið saman á ýmsa vegu, og ekki alltaf jafn eftirminnilega. Ekki höf- um við heldur verið oft á sama máli um heimilishaldið hjá músunum okkar. Jón hef- ur verið samkvæmur sjálfum sér. Þegar hann er hrifinn, þá er hann hrifinn. Þegar honum geðjast eitthvað lítið, þá er það lítils eða einskis virði. Jón hefur staðfastlega haldið áfram að kenna og segja frá því, sem hann hefur heyrt. Og um sl. 30 ár hefur hann ekki þurft að beita sinni miklu rödd, því að prentuð orðin hans á þessum margfólduðu síðum Moggans hafa náð um allt land og sagt tón- listarsögu okkar í mannsaldur. Það verður vitnað til þeirra um ókomin ár. (Jón hefur sagt mér, að hann sé ósammála: „Hver held- urðu að lesi þetta og leggi á minnið“?) Hvað segir maður við tónskáld á tímamót- um annað en: mundu eftir Verdi, starfsbróð- ur þínum, og hvað hann gerði á þínum aldri: 14 radda fúgu, m.a. „Tutto nel mondo e burla“. Era ekki bestu óperarnar enn ósamdar? Við treystum því, strákar, að næstu ár verði þér hamingjusöm og „einfóld mál“. Þorkell Sigurbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.