Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 41 Eðli spunans vegna Morgunblaðið/Golli „ÞAÐ ER reginmunur á túlkun [Halldóru] og Bergs,“ segir Sveinn Haraldsson m.a. í gagnrýni sinni. Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson sem Barbara og Úlfar. LEIKI.IST Kaffileikhúsið ng Leikhús — heiinsend- íngarþjónusta BARBARA OG ÚLFAR Höfundar: Bergur Þór Ingólfsson, Evripídes, Halldóra Geirharðs- dóttir, Jökull Jakobsson, Lúkas o.fl. Áhrifavaidur: Mario Gonz- ales. Ljós- og hljóðmeistari: Egill Ingibergsson. Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson og Halldóra Geir- harðsdóttir. Sunnudagur 11. október. ÞAÐ ER ríkjandi misskilningur hér á landi að trúðleikur sé einung- is fyrir yngstu leikhúsgestina. Á frumsýningu var hluti áhorfenda einmitt börn á forskólaaldri og er að vona að þau hafi notið þess sem upp á var boðið, sem borgaralegar sálir myndu eflaust kalla guðlast og hvatningu til fíkniefnaneyslu. Lágur meðalaldur áhorfenda- hópsins setti mikinn og oft og tíðum skemmtilegan svip á frumsýning- una en heldur kárnaði gamanið í hléi þegar nokkiir áhorfenda sett- ust að snæðingi innan um stóran hóp fjöi-mikilla barna sem slepptu fram af sér beislinu í leik og hlaup- um gersamlega óátalið af forráða- mönnum sem virtust þurfa hvfld eftir að hafa þurft að hafa ofan af fyi'ir þeim meðan á sýningunni stóð enda eflaust mikið af því sem fram fór gersamlega fyrir ofan skilning barnanna. Sýningin byggist á spuna. Áður en hún hefst ákveða leikararnir hvaða texta þeir fara með og síðan er unnið út frá honum og ofið í kringum hann eftir því sem þeim er blásið í brjóst af máttarvöldunum (ef þau fyriríinnast einhver). Á sunnudagskvöldið fór Bergur í gervi Úlfars með jólaguðspjallið og var ótrúlegt hve þessi texti er mikil náma fyrir kímni og útúrsnúning. Bergur lék líka á als oddi við dans, söng og leik og sýndi töluverða hugkvæmni við að spinna upp af- brigði við efnið. Halldóra aðstoðaði Berg að sjálfsögðu við flutning guðsorðsins og var stórkostleg sem skrímslisengillinn sem ristir upp fjárhirðinn og finnur þar guð. Halldóra er mjög sérstakur leik- ari. Annars vegar er henni gefin þessi sérstaka blanda af sjálfsör- yggi og auðsæranleika sem hefur reynst efni í margai' stærstu stjörnur leiklistarsögunnar. Hún virðist búa að ótæmandi ímyndun- arafli og endalausri hugkvæmni sem kemur henni vel þegar spinna þarf upp úr texta og aðstæðum. Hins vegar er andinn ekki alltaf yfir henni og hún þarf að sæta lagi til að setja sig inn í hlut- verkin og það þarf ekki mikið til að slá hana út af laginu. Á sunnudagskvöld voru aðstæður erf- iðar; ókyrrð meðal áhorfenda og frammíköll bættust við hefðbundinn frumsýningar- skjálfta. Þar af leiðandi missti margt marks, end- urtaka varð sumt og annað varð endasleppt. Þrátt fyrir þessa annmarka er anda- gift og sviðsnálægð Halldóru slík að það er alltaf sér- stök upplifun að fylgjast með henni við þessar aðstæð- ur. Hún lagði út af einræðu Sifjar úr Dómínó eftir Jökul Jakobsson, en hún lék hlutverkið í B orgarleikhúsinu undir stjórn Krist- ínar Jóhannesdótt- ur á næstsíðasta leikári. Það var sér- staklega áhugavert að fylgjast með Halldóru setja sig í stellingar og reyna að einbeita sér áður en lagt var í textann. Tilfinn- ingaflóðið sem skall svo á að því er virtist nær stjórnlaust gerði henni kleift að sýna ótrúlega dýpt í túlk- uninni. Eins og hún sjálf ýjaði að á hún það til að slá hlutunum upp í grín við aðstæður þar sem hún finnur fyrir óöryggi. Þetta bragð notaði hún líka stundum sem flóttaleið á sunnu- dagskvöldið einmitt þegar hún hafði leyft áhorfendum að skyggnast inn í sálardjúpið. Það hlýtur á stundum að vera erfitt fyrir leikara búinn jafn sérstökum hæfileikum og Halldóra er að ná þvílíkri stjóm á tilfinning- um sínum að hún geti framkallað þær á sama hátt kvöld eftir kvöld, sýningu eftir sýningu. Það er reginmunur á túlkun hennar og Bergs Þórs Ingólfsson- ar. Hann valdi texta sem er í eðli sínu frásögn, alþekkt en ópersónu- leg, og tókst vel upp. Hann er fynd- inn án þess að ná dýpri áhrifum. Halldóra valdi afar persónulegan texta, hún varð Sif í Dómínó eða Ifí- genía í Ális, sem kallaði fram sterk- ar tilfinningar jafnt hjá henni sem áhorfendum. Jafnvel Faðirvorið (eftir að bömin höfðu fengið að fara með það í kór) varð í hennar munni bæn um áheyrn en ekki utanaðbók- arþulinn texti. Egill Ingibergsson spilar út frá sjálfum sér á ljós og hljóð og á þannig ríkan þátt í sýningunni. Áhrifamikil hljómlistin gefur tóninn fyrir ýmis atriði og setur sterkan svip á sýninguna. Eðli spunans vegna verður þessi sýning alltaf ný og fersk í mjög sér- stökum flutningi Bergs og Hall- dóru. Það er því hægt að mæta á allar sýningarnar og á undan þeim njóta góðs matar við kertaljós og vonandi meira næði en gafst á sunnudagskvöldið. Sveinn Haraldsson I mömmuleit vélum, kertaljósum útum allt, gömlu húsi í Grjótaþorpinu; ekk- ert vantaði nema efnismeiri texta og persónusköpun af hálfu höf- undar. Linda Ásgeirsdóttir og Edda Björg Eyjólfsdóttir fluttu þetta tveggja manna tal af mikilli elju, en svona hversdagslegt samtal og keimlíkar persónur gefa ekki til- efni til að samleikur geti risið undir nafni. Báðar léku þær nánast á ein- um tóni frá upphafi til enda, Linda virtist þó heldur verr sett með grátstafinn í kverkunum allan tím- ann. Hvort leikstjórn hefði þar bætt eitthvað úr er óvíst. Þetta verk ber það með sér að þama hefði átt að styðja betur við bakið á höfundinum, vinna hug- myndina lengur og betur áður en henni var hleypt áfram. Höfundum er enginn greiði gerður með þessu lagi, útkoman verður of tilviljana- kennd til að geta talist viðunandi. Sjónvarpið verður að setja sér skýr viðmið og fylgja þeim eftir af hörku; samkeppnin um áhorfendur er of mikil til að tilviljun megi ráða hvemig til tekst. Hávar Sigurjónsson LEIKLIST Sögnsvuntan HVAR ER MAMMA MÍN? eftir Hallveigu Thorlacius. Leikstjóri: Bernd Ogrodnik. Leik- ari: Hallveig Thorlacius. Hörpu- leikari: Marion Herrera. Leikmynd og brúður: Petr Matásek. Gerðu- berg, sunnudagur 11. október. HÉRNA er komin stutt leiksýn- ing ætluð allra yngsta áhorfenda- hópnum. Hér er um að ræða sögu ættaða úr Sögusvuntu Hallveigar Thorlacius, sem hún segir sjálf með aðstoð hörpuleikarans Marion Her- rera, auk brúða og annarra leik- muna. Sagan fjallar um lítinn unga sem skríður úr eggi og leitar mömmu sinnar. Hann sér móður sína í öllu umhverfis sig, jafnt lifandi verum sem og hlutum. Hallveig höfðar óspart til hinna ungu áhorfenda og fær þá í lið með sér við að leita að móður ungans. Þetta er einföld saga og auðskiljanleg litlum sálum. Það er annars umhugsunaivert hversu þessi saga um aðskilnað ung- viðis og móður er fyrirferðarmikil í því efni sem ætlað er börnum til af- þreyingar. Það vita allir þeir sem lesið hafa barnabækur og horft á barnaefni sjónvarpsins, t.a.m. síð- astliðin ár. Hérna er í raun höfðað til grundvallarótta í sálarlífi hvers barns; að vera eitt og yfirgefið, að týna mömmu sinni. Því meiri verður gleði barnanna þegar unginn nær á áfangastað, undir væng móður sinn- ar, í hlýjuna og öryggið. Leikmynd, brúður og leikmunir eru hönnuð af Tékkanum Petr Ma- tásek og er hér bæði um einfalda og sniðuga hönnun að ræða, sem hæfir söguefni Hallveigar vel. Hörpuleik- ur Marion Herrera var einnig skemmtilega samofinn sögunni. Sýning á borð við þessa er ágæt innvígsla yngstu kynslóðarinnar í heim leiklistarinnar. Börnin sem vonj á sýningunni á sunnudaginn skemmtu sér öll prýðilega og héldu athyglinni allan tímann, enda tekur hún ekki nema hálftíma í flutningi. Soffía Auður Birgisdóttir Váspá feigðarinnar TOÍMIJST Bústaðakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Camerartica hópurinn flutti verk eftir Sjostakovítsj, Þorkel Sigurbjörnsson og Johannes Brahrns. 11. október, 1998. Kammennúsíkklúbburinn hélt sína aðra tónleika á þessum vetri sl. sunnudag í Bústaðakirkju og það var Camerartica, ásamt Guðrúnu Þórarinsdóttur, er flutti verk eftir Sjostakovítsj, Brahms og Þorkel Sigurbjöms- son. I Camerartica eru Hildigunnur Halldórsdóttir, Sig- urlaug Eðvaldsdóttir, Guðmund- ur Kristmundsson, Sigurður Halldórsson, Hallfríður Ólafs- dóttir og Ármann Helgason en þessi hópur hefur í nokkur ár ræktað sig til flutnings kammer- tónlistar. Allir félagarnir era gott tónlistarfólk og kammer- samleikur verður þá fyrst góður, að flytjendur hafi lengi leitað samlags í tónmyndun og túlkun, sem er það er tekur við, þá sam- virkni í leik er náð. Tónleikarnir hófust á 5. strengjakvartettinum eftir Sjostakovítsj, er hann semur 1952, 46 ára, og hafði þá m.a. samið 9 sinfóníur. Kvartettarnir urðu honum kærara túlkunar- form er á leið og í þeim var tón- mál hans oft sérlega persónu- legt, tíðum ofið með tilfmninga- þrungnum tilvísunum í stefbrot úr verkum eldri snillinga! Það sem gerir tónmálið hjá Sjosta- kovítsj sérlega áhugavert, um- fram það er snýr að tækni, er skáldleg túlkun og næi'vera höf- undar, sem spyr og leitar svara við þeim óræðu spurningum, er öllum liggur á hjarta en enginn á svar við og er andvaka hugans. Þessa stemmningu náðu ungu fiytjendurnir að túlka sérlega vel, einkum í hæga þættinum, þar sem heyra má þriggja tóna stefbrot, þrjá fyrstu tónana í adagio þætti C-dúr kvintettsins eftir Schubert, bera við himin eins og undursamlegt stundar- blik. í heild var flutningur Cam- erartica sönnun þess að félag- arnir eru á réttri leið, því flutn- ingurinn var með því besta sem undirritaður man héðra í flutn- ingi kammertónlistar, bæði er varðar agað samspil og þá ekki síst innilega og fallega túlkun. Annað verkið á efnisskránni, Örlagafugl, eftir Þorkel Sigur- bjömsson, var hér frumflutt í nýrri gerð en í þessu verki er Þorkell að leika sér með frásögn- ina, er Egill Skallagrímsson er fanginn og yrkir höfuðlausn. Verkið er samið fyrir strengja- kvartett, flautu og klarinett og á flautan trúlega að tákna svöluna, er hélt vöku fyrir Agli. Þetta skemmtilega verk var mjög vel flutt en í því má heyra nokkur stefbrot þjóðlaga, eins t.d upp- hafsstefið, sem minnfl' á Aldur- inn þótt ei sé hár og móthug- myndina, sem er eins og tónferl- ið i Misjöfn lýða mjög er tíð og var skemmtilega unnið úr þess- um stefbrotum. í miðþættinum verður „klak svölunnar“ nokkuð hávært og er hljóðnar um morg- uninn heyrist aftur stefbrotið Aldurinn þótt ei sé hár. Eins og fyrr segir var þetta fallega verk mjög vel flutt, allar tónhug- myndir vel útfærðar með góðu jafnvægi í styrk. Líklega leikur tíminn nokkurt hlutverk varðandi skilning manna á tónlist, því bæði nú- tímaverkin voru sérlega vel flutt en lágfiðlukvintettinn eftir Bra- hms vantaði að ýmsu leyti nauð- synlega yfirvegun, sem trúlega er vegna þess að nokkurrar firrðar gæti í skilningi flytjenda á rómantískri hugsun. Þar er fyrst til að taka, að ofgert var á köflum í styrk og einnig vantaði á, að staldrað væri við einstaka tónhugmyndir, þó oft mætti heyra mjög fallega mótaðar tón- línur, sérstaklega í hæga þættin- um. Þrunginn leikur þarf ekki ávallt að vera sterkur og styrk- leikinn tengist oft þéttum vefn- aði hjá Brahms, þannig að út- koman verður mikill hljómur, án þess að reynt sé um of á hljóm- þol hljóðfæranna. Túlkun Cam- erartica á þessu þungbúna verki meistarans var gædd óþoli æsk- unnar en vantaði íhugun þá er reynslan færir fólki en oft er gott það er gamlir kveða, var einu sinni haft á orði og enn þarf því að bíða þess, að tíminn og þrosk- inn taki höndum saman í starfi Camerartica. Vel má skilja það, því Lágfiðlukvintettinn eftir Brahms og C-dúr sellókvintett- inn eftir Schubert eru að því leyti skyldir, að í báðum er að heyra, þá feigðin les þeim fyrir váspá sína. Jón Ásgeirsson a Hjartavernd Vinningar í Happdrætti Hjartaverndar Útdráttur 10. október 1998. Vinningar féllu þannig: 1. Toyota Land Cruiser 90 VX sjálfsk. ..................kr. 3.725.000 nr. 74442 2. Toyota Avensis Sedan Sol sjálfsk. ..................kr. 2.089.000 nr. 102001 3. -5. Ævintýraferð eða skemmtisigling með Úrval/Útsýn....kr. 500.000 (hver) nr. 42964, nr. 53686, nr. 98720 6.-25. Ferð með Úrval/Útsýn eða tölvupakki frá Tæknivali....kr. 275.000 (hver) nr. 574, 3445, 7395, 9922,15786,18352, 31774, 52958, 54117, 55336, 56712, 58472, 59959, 69624, 78243, 85133, 95758, 97180, 98020,102329. Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. h., Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.