Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Holbrooke og Milosevic funduðu í
Belgrad á laugardag og sunnudag
Samningalota
helgarinnar
„átakamikir‘
Belgrad, Brussel, Aviano, London. Reuters.
The Daily Telegraph.
VIÐBUNAÐUR NATO VEGNA KOSOVO-DEILUNNAR
Sex bandarískar B-52 sprengjullugvélar
sem hver um sig getur borið 20 eldflaugar
komu til Bretlands á sunnudag
B-52 sprengjuflugvél
Flugþol: 12.000 km
Burðargeta: 22 tonn
HERNAÐARFfíAMLAG
NA TO-RÍKJANNA
BANDARÍKIN
260 flugvélar
KANADA
6CF-18orustuþotur
og skriðdrekar
ÞÝSKALAND
14 Tornado-orustuþotur
AÐRAR NATO-ÞJOÐIR
• ísland, eina aðildarþjóöin sem ekki
hefur her, styður hemaðaraðgerðir
• l’talía og Lúxemborg, vilja stuðnings-
yfirtýsingu SÞ áður en gripið verði
til hernaðaraðgerða
• Grikkland er andvígt hern.aðgerðum
• Tyrkland hefurekki tekið afstöðu
ÞJÓÐIR UTAN NATO
• Rússar hafa varað við afleiðingum
hernaðaraðgerða NATO og kunna
að rjúfa vopnasölubann SÞ á Serba.
• Kínverjar eru andvígir
hemaðarafskiptum
• Albanar og Búlgarar hafa fallist á
að leyfa orustuþotum NATO
að fara um lofthelgi sína.
SPANN
4 orustuþotur, 1 skriðdreki
Samningamaður Bandarrkjanna á Balkanskaga
Semur vel við Milosevic
ÞRATT fyrir stíf fundahöld um
helgina náðist lítill sem enginn ár-
angur í viðræðum Richards Hol-
brookes, sérlegs samningamanns
Bandaríkjanna, og Slobodans Milos-
evic, forseta Júgóslavíu, sambands-
ríkis Serbíu og Svartfjallalands. A
sama tíma og viðræður stóðu bjuggu
herir Atlantshafsbandalagsins,
NATO, sig undir átök, m.a. með því
að flytja fjölda orustuþotna og
sprengjuflugvéla nær Balkanskaga
og verða sér úti um leyfi til að fara
um lofthelgi nágrannaríkjanna
Búlgaríu og Albaniu.
Holbrooke þótti þreytulegur er
hann hóf enn eina fundalotuna með
Milosevic í gærmorgun, en hann
átti rúmlega 11 klukkustunda fundi
með Milosevic um helgina; einn á
laugardagskvöld og annan á sunnu-
dag. Á laugardag hitti hann enn-
fremur Ibraim Rugova, leiðtoga
Kosovo-AIbana, í Pristina, höfuð-
stað Kosovo, og hafði átt fund með
Milosevic deginum áður.
Áður en fundurinn í gærmorgun
hófst sagði Holbrooke samningalotu
helgarinnar hafa verið „átakamikla"
og „á köflum mjög ákafa“. Daginn
áður sagði Holbrooke um gang við-
ræðnanna: „Ekkert hefur breyst og
staðan er enn mjög alvarleg.“ Engu
að síður myndi hann halda áfram
viðræðum við Milosevic svo lengi
sem þær virtust geta skilað ein-
hverjum árangri.
Vill ekki alþjóðalið til Kosovo
Serbar virtust á sunnudag ekki á
sama máli og Holbrooke, Tanjug-
fréttastofan fullyrti í fréttaskeyti að
„öll nauðskynleg skilyrði" væru til
að svara „opnum spumingum með
pólitískum aðferðum". Milosevic
heldur því ennfremur fram að
serbneskar sérsveitir hafi verið
kallaðar heim frá Kosovo í sam-
ræmi við kröfur öryggisráðs Sa-
meinuðu þjóðanna, þrátt fyrir vís-
bendingar um að sú sé ekki raunin.
Fréttamaður The Daily Tel-
egraph fullyrti um helgina að sér-
sveitir lögreglunnar hefðu aukið
viðbúnað sinn í Kosovo og byggðu
nú byrgi við helstu vegi. Auk sér-
sveitarmanna ynnu þúsundir nýliða
í lögreglunni við að hlaða byrgin og
grafa skotgrafír.
Heimildir herma að Milosevic
hafi fallist á flestar kröfumar sem
gerðar hafa verið til að komist verði
hjá loftárásum. Er hann sagður
hafa samþykkt að kalla herlið heim
frá Kosovo, leyfa neyðaraðstoð við
flóttamenn og sjá til þess að hafnar
verði viðræður um að komið verði á
einhvers konar sjálfsstjóm í
Kosovo. Hins vegar munu samn-
ingaviðræður Holbrookes og Milos-
evic einkum hafa strandað á kröfu
þess fyrrnefnda um að alþjóðlegu
liði verði komið fyrir í Kosovo en
það geti Milosevic ekki fallist á.
Sandy Berger, öryggisráðgjafi
Bandaríkjaforseta, lagði hins vegar
á það áherslu um helgina að hið al-
þjóðlega lið yrði „einkum skipað
Evrópumönnum" og yrði borgara-
legt. Ekki væri ætlunin að senda
þangað herlið.
400 þotur og skip
Á sama tíma og Holbrooke og
Milosevic ræddust við stóðu yfir
flutningar omstuþotna NATO til
Bretlands og Ítalíu. Sex B-52-
sprengjuvélar lentu á herflugvelli í
Bretlandi á sunnudag og jafnmarg-
ar A-10 Thunderbolt II-omstuþotur
lentu á herflugvelli á Norður-Italíu.
Þá er flugmóðurskipið USS Eisen-
hower ásamt fleiri herskipum við
æfingar á Miðjarðarhafi og fjórar
breskar Harrier-þotur eru komnar
til Ítalíu.
Serbar vömðu um helgina ná-
grannaþjóðir sínar við því að hafa
afskipti af Kosovo-deilunni. Engu
að síður hafa Búlgarar orðið við
beiðni NATO um að fá að fljúga um
lofthelgi þeirra og Albanar hafa
formlega boðið bandalaginu afnot af
hemaðarmannvirkjum sínum. Felur
boðið í sér leyfi til að nota flugvelli
og hafnir til ársloka.
Alls mun yfirmaður herafla
NATO hafa yfir að ráða um 400 or-
ustuþotum og skipum sem hægt er
að senda flugskeyti frá. Ekki hefur
verið uppgefið hversu langur tími
mun líða frá því að leyfi verður gefið
fyrir loftárásum og þar til þær hefj-
ast, en það getur verið allt frá
nokkmm klukkustundum og til ein-
hverra daga. Þá er ekki víst hversu
lengi þær standa, en skotmörkin
verða íyrst og fremst hernaðar-
mannvirki Serba.
Síðast en ekki síst er óljóst hvað
við tekur eftir loftárásimar. Komið
getur til greina að senda allt að
25.000 manna landher til Serbíu en
Bandaríkjamenn eru sagðir vilja
komast hjá því í lengstu lög. Taki
þeir ekki þátt í slíkum aðgerðum
dregur mjög úr áhuga Evrópuþjóða
á að standa í slíkum hemaði.
RICHARD Holbrooke, samninga-
maður Bandaríkjanna á Balkan-
skaga, á langa reynslu að baki við að
reyna að finna lausn á deilum þjóð-
anna þar. Hann átti einna stærstan
þátt í því að Dayton-samkomulagið
um lok Bosníustríðsins var undirrit-
að og kynntist þá Slobodan Milos-
evic, forseta Júgóslavíu, sem hann
hefur átt fjölda funda með undan-
farnar vikur til að leysa Kosovo-deil-
una í Serbíu. Sagt er að Milosevic og
Holbrooke komi ágætlega saman og
að þeir ávarpi hvor annan með skírn-
arnöfnum, þótt lítið hafi fregnast af
samkomulaginu á löngum og ströng-
um fundum þeirra í Belgrad að und-
anfómu.
Holbrooke er 57 ára, kominn af
þýskum gyðingum. Hann hóf íyrst
störf hjá bandarísku utanrikisþjón-
ustunni árið 1962 og starfaði fyrst í
Víetnam. Holbrooke var m.a. aðstoð-
arutanríkisráðherra í stjómartíð
Jimmy Carters og sendiherra í
Þýskalandi í rúmt ár. Árið 1994 hóf
Holbrooke afskipti af Bosníustríðinu
og undir árslok 1995 var Dayton-
samkomulagið undirritað, en Hol-
brooke átti stóran þátt í gerð þess.
„Jarðýtan“
Holbrooke er sagður maður metn-
aðarfullur, vel gefinn, hreinskilinn og
gefa skýr svör og nýtur því vinsælda
hjá fréttamönnum. Því fer hins vegar
fjarri að hann sé óumdeildur og inn-
an utanríkisþjónustunnar og á meðal
samstarfsmanna í Evrópu hafa stór
orð verið höfð um starfsaðferðir
hans. Holbrooke hefur verið líkt við
fíl í postulínsbúð, hann kallaður
,jarðýtan“ og „óði tuddinn“. Sagt er
að enginn annar komist að á þeim
fundum sem hann sitji og hann hefur
margsinnis reitt viðmælendur sína til
reiði, t.d. segir sagan að Milosevic
hafi eitt sinn öskrað á Holbrooke í
Dayton-viðræðunum: „Ég treysti þér
og þú reyndir að svindla á mér.“
Annars fór að mestu vel á með
Holbrooke og Milosevic í viðræðun-
um, þeir drukku saman perusnafs að
morgni dags, fóru saman í langar
gönguferðir og sagt er að Milosevic
hafi efnt til 11 stunda matarboðs til
heiðurs Holbrooke í Belgrad.
Um samskipti þeirra hefur Hol-
Stór orð hafa verið
höfð um Richard
Holbrooke og hann
er umdeildur mað-
ur, í heimalandinu
sem og Evrópu.
brooke haft þau orð að hann hafi
engar siðferðilegar efasemdir um
það að eiga viðræður við „siðlaust
fólk“. Sé hægt að koma í veg fyrir
dauða einhverra sé það ekki vanvirð-
ing við þá sem látið hafi lífið.
Holbrooke undir smásjánni
Nafn Holbrookes var oft nefnt þeg-
ar rætt var um eftirmann Warrens
Christophers í embætti utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna árið 1997 en
Madeleine Albright, sendiherra hjá
Sameinuðu þjóðunum, hreppti emb-
ættið.
Eftir að afskiptum Holbrookes af
Bosníumálunum lauk hefur hann
TYRKIR sögðust í gær sja merki
um að ef til vill yrði hægt að binda
endi á deilu Tyrkja og Sýrlendinga
með friðsamlegum hætti. Sagði Is-
mail Cem, utanríkisráðherra Tyrk-
lands, eftir fund með Amr Moussa,
utanríkisráðherra Egyptalands, að
svo virtist sem Sýrlendingar hefðu
uppi viðleitni til að koma til móts
við kröfur Tyrkja. „Við fögnum
þessum tíðindum og munum nú
vega og meta stöðuna," sagði Cem.
Gert var ráð fyrir því í gær að
Moussa héldi rakleiðis til Dama-
skus í Sýrlandi að loknum fundin-
um með Cem og Suleyman Dem-
starfað í einka-
geiranum, aðal-
lega að málefnum
er varða
Balkanskagann,
og einnig sinnt
einstökum verk-
efnum fyrir
bandaríska utan-
ríkisráðuneytið.
Reyndi hann m.a.
að miðla málum í Kýpurdeilu
Grikkja og Tyrkja en hafði ekki ár-
angur sem erfiði.
Fyrr á þessu ári útnefndi Bill
Clinton Bandaríkjaforseti Holbrooke
sem næsta sendiherra Bandaríkj-
anna hjá SÞ en tilnefningin hefur
ekki enn verið lögð fyrir þingið tii
staðfestingar. Ástæðan er, að sögn
BBC, bréf frá ónefndum manni sem
segist vera starfsmaður utanríkis-
ráðuneytisins. í því er ýjað að ólög-
legum afskiptum Holbrookes af
keppni alþjóðlegs banka, við banda-
rískt fyrirtæki um stóran viðskipta-
samning við Ungverja árið 1995. Var
Holbrooke skipaður varastjómarfor-
maður bankans skömmu eftir að
samningurinn náðist.
irel, forseta Tyrklands, þar sem
Moussa flutti Tyrkjum skilaboð frá
Hosni Mubarak, forseta Egypta-
lands, sem tekið hefur að sér milli-
göngu í deilunni.
Tyrkir hafa haft í hótunum við
sýrlensk stjórnvöld sem þeir saka
um að styðja við bak Verkamanna-
flokks Kúrda (PKK) sem berst fyr-
ir fullveldi Kúrda í Suðaustur-
Tyrklandi. Varaði Mesut Yilmaz,
forsætisráðherra Tyrklands, Sýr-
lendinga á sunnudag við því að
hætta stuðningi við PKK eða
horfast í augu við afleiðingarnar
ella.
Tölvuþjálfun
Windows • Word
Internet • Excel
Það er aldrei of seint að byrja!
60 stunda námskeið þar sem þátttakendur
kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu
og fá hagnýta þjáifun.
Vönduð kennslubók innifalin í verði.
Innritun stendur yfir.
Fjárfestu í framtíðinni!
Tölvuskóli íslands
BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 567 1466
Deila Tyrkja og Sýrlendinga
Egyptar reyna enn
að miðla málum
Ankura, Kaíró. Reuters.