Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 44
^4 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Leikskólakennaranám Nám leikskólakennara miðast að drjúgum hluta að því að kenna verðandi leikskóla- kennurum að nota leik til að örva þroska leikskólabarna og álykta um líðan þeirra og hugarástand. María Hrönn Gunnarsdóttir leit inn hjá leikskólaskor KHI og sá m.a. skugga- og brúðuleiksýningar annars árs nema. Leikur og listir Ú Leikur og skapandi starf er stór þátt- ur í öllu leikskólastarfí. • Leikskólabörn tjá sig frekar með hegðan og atferli en orðum. ANNARS árs nemendur við leikskólaskor Kenn- araháskóla íslands ein- beittu sér að því í síðustu viku að kynna sér hvernig nota má leik og listir í leikskólastarfi. Var ^gjlri vikunni varið í þemað og myndlist, leiklist, tónlist og fleiri listgreinum fléttað saman við leik bama á leikskólaaldri. „Leikur og skapandi starf er gíf- urlega stór þáttur í öllu leikskóla- starfi," segir Jóhanna Einarsdóttir, dósent við Kennaraháskóla Islands og skorarstjóri leikskólaskorar, og leggur áherslu á forskeytið leik- í nafni skólastigsins. Um síðustu áramót sameinuðust fjórir skólar, Fósturskólinn, Þroskaþjálfaskólinn, Iþróttakenn- 'áraskólinn og Kennaraháskólinn í nýja stofnun sem einu nafni heitir Kennaraháskóli Islands. „Leikskólakennarar þurfa í meira mæli en aðrir kennarar að huga að öllum þroskaþáttum barn- anna, ekki síst þeim félagslega og tilfínningalega. Eftir því sem böm- in em yngri era þau háðari hinum fullorðnu og síður fær um að tjá til- finningar sínar í orðum og hafa því meiri þörf fyrir aðstoð. Þess vegna þurfa leikskólakennarar að vera færir um að meta tilfínningalega og vitræna stöðu þeirra og hugar- ástand. í leikskólakennaranáminu læra nemendur aðferðir við að at- huga, skrá og draga ályktanir af hegðun barnanna. Eftir því sem bömin eru yngri þeim mun mikil- vægara er hlutverk kennarans við að styðja við þau i samskiptum við önnur börn. Hlutverk leikskóla- kennarans er því mjög víðtækt, hann ber ábyrgð á tilfinningaleg- um, félagslegum, líkamlegum og vitrænum þörfum og þroskaþátt- um bamanna," segir Jóhanna. Kennsla í leikskóla er óbeinni en í grunnskóla „Kennslan í leikskólum er óbeinni en í grannskóla. Leikskólabömin læra í gegnum leik og í gegnum hann örvast þroskaþættir þeirra. I hlutverkaleik fer bamið í hin ýmsu hlutverk, tekur ákvarðanir og leysir vandamál. Bamið hefur samskipti við önnur böm, lærir að sjá hlutina frá sjónarhóli annarra og í leiknum þjálfast málfarsleg fæmi þeirra. Mikilvægi leiksins fyrir þroska barnsins er löngu viðurkennt," seg- ir Jóhanna enn fremur. Námskeiðið Leikur og listir sem annars árs nemamir tóku þátt í í síðustu viku miðaði einmitt að því að samþætta þessa tvo þætti, listir og hinn upp- eldislega þátt sem felst í leiknum. Nemendur leikskólaskorar sækja NEMENDUR nota hugarflug sitt og þá þekkingu og reynslu sem þeir fá af skapandi starfi í leikskólakennaranáminu og vinna verkefni sín út frá því. alla jafnan námskeið í tónlist, myndlist, framsögn og leikrænni tjáningu þar sem lögð er áhersla á þjálfun nemenda og að þeir öðlist fæmi í viðkomandi greinum. Segir Jóhanna að námskeiðin séu tengd starfi leikskólans þar sem stuðst er við kenningar um hvemig böm læra og vaxa. I síðustu viku fékk þessi þáttur námsins aukið vægi í skólastaifi annars árs nema og önn- ur starfsemi lögð til hliðar á meðan. „Ung böm eru skapandi í daglegum leik sínum og starfi og í þeirra aug- um er lífið ein heild. Þau flokka list- greinar ekki niður, eins og fullorðn- h- gera,“ segir Jóhanna enn fremm-. Þess vegna er lögð áhersla á að samþætta listgreinamar í nám- skeiðinu Leikur og listir sem og yf- irleitt í skólastarfi leikskólakenn- araskorar. Sigríðm- Pálmadóttir, lektor í tónmennt, skipulagði og hafði umsjón með námskeiðinu. Flestir leikskólakennarar lands- ins í meira en fimmtíu ár vora Morgunblaðið/Þorkell ÉG LEYFI mér að segja að fyrstu kennarar barnsins séu mikilvægustu og áhrifamestu kennararnir, segir Jóhanna Einarsdóttir. menntaðir í Fósturskólanum, sem sameinaðir. Nú stunda um 300 lagður var niður um síðustu nemendur nám við leikskólaskor, áramót er skólarnir fjórir voru þar af um 90 í fjarnámi. Fjar- Viðskiptavinir Málnmgar athugið: Við höfum flutt söludeild og lager að Dalvegi 18 í Kópavogi Nýtf símanúmer er 580 6000 málninaehf. Kringlan 8-12 • sími 553 3600 Haustlínan komin frá Triumph. Stórkostlegt úrval lita og gerða lympíi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.