Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hvert er vægi þagnarskyldunnar? Breytir 7. grein frumvarps um gagnagrunn einhverju um trúnaöarsambandiö? Gunnar Hersveinn bar saman þætti í frumvarpinu viö siöareglur starfs- stétta og skoðaði ný áhrif stjórnvalda á samband fagfólks og skjólstæöinga. Hann fór einnig á málþing rektors Háskóla íslands, og spuröi Kára Stefánsson um trúnaöarsambandiö. Trúnaðarsam- band læknis og skjólstæðings SJÖUNDA grein í frumvarpi til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði snertir trúnaðarsamband lækna og skjólstæðinga þeirra. Greinin fjallar um aðgegni að upplýsingum úr sjúkraskrám og byrjar svona: „Að fengnu samþykki heilbrigðisstofnana eða sjálfstætt starfandi heilbrigðis- starfsmanna er rekstrarleyfishafa heimilt að fá upplýsingar, sem unnar eru úr sjúkraskrám, til flutnings í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Heil- brigðisstofnanir skulu hafa samráð við læknaráð og faglega stjórnendur viðkomandi stofnunar áður en geng- ið er til samninga við rekstrarieyfis- hafa.“ Nýjungin hér er að áhrifavald stjórnvalda og heilbrigðisstofnana á samband lækna og skjólstæðinga vex. Sóst er eftir efninu í sjúkra- skýrslum í nýjan miðlægan gagna- grunn. En hvert er þetta trúnaðar- samband? Trúnaðurinn er hollusta, traust sem bindur sambandið. En trúnaðar- sambandið milli fagmanns og skjól- stæðings er viðkvæmt. Skjólstæð- ingur ákveður að trúa þeim sem hann leitar til íyrir upplýsingum um hann sjálfan, og hann treystir því að tryggilega sé séð fyrir því að upplýs- ingamar verði ekki óviðkomandi kunnar og hefur fagmaður- inn lofað því með heiti sínu um þagnar- skyldu. INNILEGT samband. Eftir Ghir- landaio: Gamall maður og sonarson- ur hans (1480) Þagnarskylda og trúnaðarbrot Trúnaðarsambandið hefur verið í deiglunni áður, m.a. vegna deilna milli safnaðarmeðlima og presta þjóðkirkjunnar og hefur orðið trún- aðarbrestur hljómað hærra en áður. Trúnaðarbrestur merkir að þagnar- skyidan hafi verið rofin. Trúnaðarbrestur milli starfs- manna í heilbrigðisþjónustunni og sjúklinga hefur ekki verið áberandi enda hefur verið hert á þagnarskyld- unni á stofnunum og því meira því stærri sem þær eru. Dæmi um trúnaðarbrot eða ein- hverskonar rof á þagnarskyldu eru samt ekki óþekkt. Dæmi: Maður sem hafði átt við vímuefnavandamál að stríða þegar hann var 17 ár og gekk til geðlæknis að beiðni foreldra sinna hefur sagt svo frá: „Læknirinn var lengi að vinna trúnaðartraust mitt, en loks sagði ég honum opinskátt frá mínum málum. Stúlka úr sama bæj- arfélagi og ég var læknaritari á stof- unni hjá honum og þekkti fjölskyldu mína. Hún hitti pabba einu sinni á förnum vegi og tekur að vitna í það sem ég sagði lækninum. Pabbi fer svo að spyrja mig út í eitthvað sem hann átti ekki að vita. Eg gekk á hann og kemst að því að stelpan er að blaðra um mín mál sem hún hefur ritað eftir lækninurn," segir hann. Maðurinn þ ó'ó þ öjjf á Dr<b"á ó ö i ö á* 6% éolii öf ó ÖjTöSlf l ■íl-j yyv > iAóéöéllói tók þetta mjög nærri sér og hætti strax hjá geðiækninum. Hann segir að það sé hinsvegar ekki raunhæf hugmynd að vera hjá lækni án þess að treysta honum fyrir vandamálum sínum. Rótgróin hugsjón um þögn Þetta dæmi sýnir mikilvægi þess að skjólstæðingar glati ekki trausti sínu á kerfinu og starfsfólkinu innan þess. Áhyggjur vegna áhrifa gagna- grunns með upplýsingum úr sjúkra- skrám allra landsmanna felast m.a. í þvi að þegar mikið liggi við þurfi sjúklingur að segja við lækninn sinn: „í algerum trúnaði sagt“, „þetta má ekki fara í sjúkraskýrsluna“, og „off the gagnagrunnur“, eða fari að gæta sín á því að segja ekki allt. Það yrði mikii breyting, því hugsjón starfs- manna heilbrigðisþjónustu um trún- að við skjólstæðinga sína er rótgróin í sögunni. Hippokrates, faðir læknavísind- anna, brýnir t.a.m. þagnarskylduna þegar á 4. öld f.Kr: „Á allt það, sem mér kann að bera fyrir augu og að eyi'um, þá er ég að starfi mínu, mun ég líta sem leyndarmál og þegja yfir, sama máli gegnir um það, er ég kann að frétta um lifnað annarra, þá er ég utan starfs, ef eigi varðar alþjóða- heill.“ Trúnaður verði tryggður Þær upplýsingar sem þagnar- skyldan stendur vörð um eru mis- jafnlega viðkvæmar. Sum innstu mál einstaklinga eru heilög. Þau opinber- ast engum, ekki einu sinni mökum eða ástvinum. Önnur mál eru aðeins handa ástvinum. Enn önnur mega fjölskyldur vita, minna fá starfsfé- lagar að upplýsast um og það sem öllum er kunnugt á helst ekki að vera neitt nema staðreyndir. í skjóli þagnarskyldunnar og trúnaðar er einstaka læknum, eða t.d. sálfræð- ingum, þó hleypt í helgustu málin og er það einmitt þess vegna sem engan skugga má bera á þetta faglega sam- band. Enda var lögð áhersla á að „trúnaður við sjúklinga verði tryggð- ur“ í stefnumótun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis í upplýs- ingamálum árið 1997. Það er ítrekað í athugasemdum höfunda að frum- varpinu og lögð áhersla á að tryggja öryggi persónuupplýsinga vegna í SKJÓLI þagnarskyldunnar er læknum hleypt í helgustu mál einstak- linga. Myndin er eftir Otto Dix og heitir Dr. Mayer-Hermann. DROG AÐ FRUMVARPI TIL LAGA UM GAGNAGRUNN Á HEILBRIGÐISSVIÐI 7. gr.: Aðgengi að upplýsingum úr sjúkraskrám AÐ FENGNU samþykki heilbrigðisstofiiana eða sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsmanna er rekstrarleyfishafa heimilt að fá uppiýsingar, sem unnar eru úr sjúkraskrám, til fiutnings í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Heilbrigðisstofnanir skulu hafa samráð við læknaráð og faglega stjómend- ur viðkomandi stofnunar áður en gengið er til samninga við rekstrarleyfis- hafa. Við meðferð skráa, annarra gagna og upplýsinga skal fylgt þeim skilyrð- um sem tölvunefnd metur nauðsynleg hverju sinni. Upplýsingar skulu dulkóðaðar fyrir flutning í gagnagrunninn þannig að tryggt sé að starfs- menn rekstrarleyfíshafa vinni einungis með ópersónugreinanlegar upplýs- ingar. Starfsmenn viðkomandi heilbrigðisstofnana eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna skulu búa upplýsingar til flutnings í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þeir skulu annast dulkóðun heilsufarsuppiýsinga og per- sónuauðkenna. Persónuauðkenni skulu dulkóðuð í eina átt, þ.e. með dulkóð- un sem ekki er hægt að rekja til baka með greiningarlykli. Tölvunefnd skal annast frekari dulkóðun persónuauðkenna og heilsufarsupplýsinga með þeim aðferðum sem hún telur tryggja persónuvernd best. Um aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrám fer að örðu leyti samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga, læknalögum, lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Athugasemdir höfunda um 7. gr.: Aðgengi að upplýsingum úr sjúkraskrám Hér er kveðið á um að rekstrarleyfishafa sé heimilt, að fengnu samþykki heilbrigðisstofnana eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna, að fá til flutnings í gagnagrunn upplýsingar sem unnar eru úr sjúkraskrám. Sé um að ræða sjálfstætt starfandi lækni þarf samþykki hans. Sé um að ræða heil- brigðisstofnun þarf samþykki þeirra sem bærir eru til að taka ákvörðun fyrir þeirra hönd. Hafa skal samráð við læknaráð og faglega stjómendur áður en gengið er til samninga við rekstrarleyfishafa. Gert er ráð fyi'ir að inn í grunninn fari aðallega fiokkaðar og kóðaðar uppiýsingar, sem koma má á tölulegt form. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að í samningum rekstrar- leyfishafa við heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.