Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 29
ERLENT
Schröder bindur enda á innanflokks-
deilu um valdaembætti
Lafontaine
og Scharping
verða ráðherrar
Bonn. Reuters.
Hillary í Sofiu
GERHARD Schröder, verðandi
kanzlari Þýzkalands, sagði í gær að
Oskar Lafontaine og Rudolf
Scharping, sem báðir eru meðal
fremstu forystumanna Jafnaðar-
mannaflokksins SPD, myndu skipa
mikilvæg ráðherraembætti í ríkis-
stjórn sinni, sem til stendur að
mynda með Græningjum.
í því skyni að binda enda á valda-
togstreitu innan flokksins, sem
stefndi í að verða honum skaðlegur,
útnefndi Schröder flokksformann-
inn Lafontaine fjármálaráðherra og
sagði að Scharping, sem undanfarið
kjörtímabil gegndi stöðu þing-
flokksformanns, myndi láta af því
og taka við embætti varnarmálaráð-
herra.
Franz Miintefering, fram-
kvæmdastjóri SPD sem stýrði
kosningabaráttu flokksins sem lauk
með hinum sögulega kosningasigri
yfir Helmut Kohl og flokki hans,
Kristilegum demókrötum, mun
einnig verða ráðherra, en hvaða
ráðuneyti hann tekur við hefur ekki
verið ákveðið, að sögn Schröders.
Hinn verðandi kanzlari hafði áður
lagt áherzlu á, að hann myndi þá
íyrst tilkynna hverjir yrðu ráðherr-
ar í hinni nýju ríkisstjórn þegar
stjórnarmyndunarviðræður hefðu
verið til lykta leiddar. En þegar
stefndi í að innanflokkstogstreita
um hver ætti að skipa hvaða valda-
stöðu varpaði skugga á stjórnar-
myndunarviðræðurnar sjálfar sá
Schröder sig knúinn til að taka til
sinna ráða.
Tekizt á um
þingflokksformanninn
Scharping hafði áður lýst því yfir
að hann hygðist ekki gefa þing-
flokksformennskuna upp á bátinn.
Sagt er að Schröder og Lafontaine
hafí haft mikinn áhuga á því að
Scharping viki úr því hlutverki og
Muntefering tæki við því. Scharp-
ing, sem var kanzlaraefni SPD í
kosningunum 1994, missti flokks-
formennskuna í hendur Lafontaine í
eins konar hallarbyltingu innan
flokksins, sem Schröder m.a. stóð á
bak við. Lafontaine mun sjálfur
hafa hótað því að sækjast eftir þing-
flokksformennskunni ef Scharping
léti hana ekki af hendi sjálfviljugur.
Til þess að forðast frekara skað-
legt umtal í fjölmiðlum létu
Schröder og Lafontaine í gær ekk-
ert uppi um hver þeir kysu að tæki
við þingflokksformennskunni, nú
þegar ljóst er að allir þrír -
Lafontaine, Schai-ping og Mun-
tefering - yrðu ráðhen’ar í stjórn
Schröders.
BÚLGARAR fögnuðu Hillary
Clinton, eiginkonu Bills Clintons
Bandaríkjaforseta, ákaft er hún
kom til Sofiu á sunnudag, ná-
kvæmlega tuttugu og þremur ár-
um eftir að hún og Clinton gengu
í hjónaband. Stungu jafnvel
nokkrir upp á því að hún byði sig
sjálf fram í forsetaembættið.
Hillary sótti í gær kvennaráð-
stefnu en gaf sér í heimsókninni
einnig tíma til að heimsækja
munaðarleysingjahæli í Sofiu,
höfuðborg Búlgaríu.
Frumvarp Japansstjórn-
ar í bankamálum
Getur breytt
stöðunni á
mörkuðum
Tókýó. Reuters.
JAPANSKA stjómin fékk í gær næg-
an stuðning stjómarandstöðunnar við
aðgerðir til bjargar bankakerfmu en
ýmislegt er þó enn á huldu um ýmis
mikilvæg atriði samningsins. Gert er
ráð fyrir gífurlegum fjárframlögum
frá ríkinu og em fjármálasérfræðing-
ar sammála um, að takist vel til, muni
aðgerðimar hafa mikil og jákvæð
áhrif á mörkuðunum.
Keizo Obuchi, forsætisráðherra
Japans, sagði í gær, að aðgerðirnar
væra yfirlýsing um, að Japanir ætl-
uðu ekki að auka á óttann við fjár-
málakreppuna en séríræðingar hafa
varann á og segjast ætla að bíða eftir
að framvarpið liggi endanlega fyrir.
Eftir því hefur lengi verið beðið, að
Japansstjóm komi bankakerfinu til
hjálpar enda er það talin forsenda
fyrir endurnýjuðu trausti á japanska
íjármála- og bankakerfinu. Síðasthðin
átta ár hefur það glímt við vaxandi út-
lánatap með alvarlegum afleiðingum
fyrir hagvöxt í landinu.
Leiðtogar tveggja lítilla stjómar-
andstöðuflokka, Heiwa Kaikaku og
frjálslyndra, sögðu í gærkvöld, að
þeir hefðu ákveðið að styðja Frjáls-
lynda lýðræðisflokkinn í þvi að koma
frumvarpinu í gegnum þingið. Fer
það fyrir neðri deildina í dag og síðan
fyrir öldungadeildina þar sem stjórn-
aifiokkurinn þarf á stuðningi að
halda.
Nokkrir fjármálasérfræðingar
sögðu, að þótt frumvarpið virtist
skynsamlegt, vildu þeir sjá það ger-
ast í raun, að skilið væri á milli illa
staddra en lífvænlegra banka og
þeirra, sem ekki væru það.
VOLVO V70 Station árgerð 1998, ekinn 7 þ. km.
Svartur, sjáltsk., leðurinnr. Einn glæsilegasti
Volvo landsins. Verð kr. 3.490.000.
BMW 520 I árgerð 1989.
Vínrauður, mikiö gegnumtekinn.
Tilboðsverð 790.000.
M. BENZ E 230 Classic árgerð 1997.
Ekinn 13 þ. km, dökkblár, sjálfskiptur, topplúga,
18" AMG-álfelgur ofl. Verð kr. 3.970.000.
NISSAN TERRANO II SE árgerð 1998.
Ekinn 25 þkm. Blár/tvílitur, 31" dekk, topplúga, o.fl.
Verð kr. 2.550.000.
NISSAN MICRALxi árgerö 1998.
Ekinn 4 þ. km. Silfurgrár, rafm.rúður, CD,
þjófavörn ofl.
Verð kr. 950.000.
SSANGYONG MUSSO - NÝR
Turbo diesel intercooler 2,9, silfurgrár, sjálfsk.,
abs, spólvörn o.fl.
Verð kr. 2.980.000.
SUBARU IMPREZA GL 4WD árgerð 1996
Ekinn 38 þ. km., dökkgrænn
Verð kr. 1.450.000.
Ekinn 5-15 þ. km., sjálfskiptur.
Verð kr. 1.550.000. Útborgun adeins 350.000.
MAZDA 323 FGLX árgerö 1998
Ekinn 5 þ. km. Steingrár gullmoli.
Verð kr. 1.380.000.
EINN MESTI GLÆSIVAGN LANDSINS
MERCEDES BENS S 280 árg. 1995
Ek. 76 þ. km, svartur, sjálfskiptur, leðurinnr.
Hlaðinn aukabúnaði. Verð kr. 6.500.000.
BÍLASALAN
SKEIFAN
BÍLDSHÖFÐA 10, 112 REYKJAVÍK
SÍMI 587 10OO, FAX 587 1007
NÝIR BÍLAR
NOTAÐIR BÍLAR
F0RD EC0N0LINE 350 CLUBWAGON
Árgerð 1997, ekinn 17 þ. km, 11 manna, abs,
driflæsing o.fl.
Verð kr. 3.200.000.
R0VER MINI C00PER 1,3 árg. 1995
Ek. 27 þ. km, grænn, álfelgur, viðarinnr.
TILB0ÐSVERÐ kr. 780.000.