Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.10.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Sjálfstæðisflokkurinn á Reykjanesi Ellefu manns taka þátt í prófkjöri ELLEFU einstaklingar hafa gefið kost á sér í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjaneskjördæmi sem fram fer 14. nóvember nk. en fram- boðsfrestur rann út um helgina. Frambjóðendurnir 11 eru: Arni M. Mathiesen, Hafnarfirði, Árni R. Árnason, Kópavogi, Kristján Páls- son, Reykjanesbæ, Sigiíður Anna Þórðardóttir, Mosfellsbæ, Gunnar Ingi Birgisson, Kópavogi, Helga Guðrún Jónasdóttir, Kópavogi, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, Sandgerði, Jón Gunnarsson, Hafn- arfirði, Markús Moller, Hafnarfirði, Stefán Þ. Tómasson, Hafnarfirði, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Hafnarfirði. Síðust tii að gefa kost á sér var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, yfirmaður samfélags- og dægur- máladeildar Ríkisútvarpsins. Hún stefnir að 3.-4. sæti á listanum. Þorgerður Katrín hefur starfað innan Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði, verið í stjóm Stefnis og vara- formaður fulltrúaráðsins. „Efst í huga mér eru annars veg- ar atvinnu- og umhverfismál og hins vegar fjölskyldumálin. Þetta leggst vel í mig. Það er jákvætt hve þátttakan er góð og hve margar konur bjóða sig fram. Þær eru fjór- ar að þessu sinni en síðast voru þær þrjár. Ljóst er að almennur vilji er fyrir því að fleiri konur verði í forystusveit flokksins að þessu sinni,“ segir Þorgerður Katrín. -------------- Brotist inn í bifreiðar AÐFARANÓTT mánudags var brotist inn í fjórar bifreiðar í Breið- holti. Stolið var hljómflutningstækjum úr bifreið að verðmæti 106 þúsund krónur við Þrastarhóla. Þá var brot- ist inn í bifreiðar við Klapparberg, Möðrufell og Hólaberg og stolið hljómflutningstækjum. Lögreglan leggur um þessar mundir sérstaka áherslu á að uppræta slíka þjófnaði, sem hafa verið tíðir í Breiðholti að undanfömu og hvetur jafnframt borgara til að gera sér viðvart ef til innbrotsþjófa sést. FRÉTTIR Þrír slasaðir sjómenn sóttir með TF-LÍF um borð í japanskt túnfískveiðiskip Morgunblaðið/Auðunn Kristinsson VINDUR stóð allhvass af norðvestri og 5-6 metra ölduhæð var á björgunarvettvangi. Hálfa klukkustund tók að hífa sjómennina þrjá um borð. Þeir voru útskrifaðir af skurðdeild í gær. Voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í gær SEGJA má að betur hafi farið en á horfðist þegar japanska túnfisk- veiðiskipið Hauken Mara fékk á sig brot um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags 95 sjómílur suðsuðvestur af Kötlutanga. Fjórir japanskir og tveir indónesískir sjómenn slösuðust þegar alda reið yfir skipið stjóm- borðsmegin og kastaði öllu lauslegu til. Sjómennimir þeyttust til við höggið og lentu bakborðsmegin mis- mikið slasaðir, þó þrír þeirra, sýnu verst. Haukur Friðþjófsson eftirhts- maður frá Hafrannsóknastofnun var um borð í skipinu og kom fyrstur að mönnunum þar sem þeir lágu á dekkinu. Tveir sjómannanna höfðu misst meðvitund en hinir lágu illa á sig komnir að því er virtist. Haukur sat inni í kortaherbergi þegar aldan reið yfir og hljóp til aðstoðar, en leist ekki á blikuna þegar hann sá Alda reið yfír skipið og kastaði öllu lauslegu til sjómennina liggjandi „í hrúgu“, eins og hann orðaði það. „Mér brá mikið og vissi ekki hversu mikið þeir vora slasaðir. Það var líka erfitt að fá greinargóða lýsingu á meiðslum þeirra vegna tungumálaörðugleika," sagði Haukur. Landhelgisgæslunni var strax gert viðvart og kom TF- LIF þyi'la Landhelgisgæslunnar á vettvang um fjórum klukkustundum síðar. Vel heppnaðar aðgerðir þyrluáhafnar Vel gekk að koma hinum slösuðu fyrir á meðan beðið var eftir þyrl- unni og munaði þar mikið um japönskukunnáttu Egils Þórðarson- ar starfsmanns stjórnstöðvar Land- helgisgæslunnar, sem var á vakt um nóttina góðu heilli. Vei gekk að hífa hina slösuðu um borð í þyrluna þrátt fyrir smávægilegan misskiln- ing í upphafi meðal skipverja varð- andi umgengni við sjúkrakörfuna. Um 5-6 metra ölduhæð var þegar áhöfn þyrlunnar athafnaði sig yfir skipinu og um 7 vindstig af norð- vestri, en að sögn Auðuns Kristins- sonar stýrimanns á TF-LÍF gekk hífingin mjög vel miðað við aðstæð- ur. „Við höfðum ætlað okkur klukkustund til að hífa hina slösuðu um borð, en henni lauk á hálftíma,“ sagði hann. Þrír sjómenn, einn Indónesi og tveir Japanii', voru hífð- ir um borð í þyrluna, en hinir urðu eftir í skipinu og eru að braggast. ^ Reykjavík TF-LÍF kom að skipinu kl. 7:20 á sunnudagsmorgun. Þá var norðvestan 7 til 8 vindstig og talsverður til allmikill sjór. Þyrlan flutti síðan þrjá slasaða sjómenn á sjúkrahús. „Það var fargi af mér létt þegar þyi'lan hafði sótt skipverjana, en þangað til hún kom var ég taugaó- styrkur og var feginn þegar ég heyrði að þeir væru ekki alvarlega slasaðir," sagði Haukur. Sjómenn- irnir voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og voru út- skrifaðir af skurðdeild í gær. Skipið skaddaðist ekkert við brot- ið, en flestallt lauslegt, sem var á dekkinu, skemmdist þegar aldan þeytti því til og frá. Sldpið er vænt- anlegt í höfn hinn 26. þessa mánaðar. • • Framkvæmdastjóri Olgerðarinnar Egill Skallagrímsson sýknaður af ákæru um brot á áfengislögum Dómi héraðsdóms verður áfrýjað Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem framkvæmda- stjóri Ölgerðarinnar var sýknaður af ákæru um brot á áfengislögum. Vafí var talinn leika á því að bann við áfengisauglýsingum samrýmdust stj órnarskránni. GEORG Lárasson, settur lögreglustjóri í Reykjavík, segir að lögreglan muni í fram- haldi þessa máls fara með hægð og skoða hvert mál fyrir sig en niðurstaða Héraðsdóms taki þó aðeins til þessa tiltekna máls. Jón Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Ölgerð- arinnar Egils Skallagrímssonar, fagnar niður- stöðu dómsins. Baldvin Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Sólar-Víkings, segir að dómur- inn sé samhljóða afstöðu sem innlendir fram- leiðendur hafi lengi haldið fram. Jón Snorri fagnar því að málinu verði áfrýj- að til Hæstaréttar. „Ég held að það sé nauð- synlegt að skýrar línur fáist í þetta mál. Við viljum einungis sitja við sama borð og keppi- nautarnir. Mikill fjöldi auglýsinga um bjór- tegundir sem fást í ríkinu eru í sjónvarpi þeg- ar sent er frá íþróttaviðburðum erlendis. Eg er ekki í vafa um að þær eigi sinn þátt í því að sala innlendrar framleiðslu hefur minnkað. Það er mjög erfitt að stunda framleiðslu og vöruþróun ef ekki má koma á framfæri við neytendur staðreyndum um nýja vöra á markaði. Um þetta snerust auglýsingar Öl- gerðarinnar sem kærðar vora,“ segir Jón Snorri. Hann segir að ekki sé fyrirhuguð sérstök auglýsingaherferð á vegum fyrirtækisins í kjölfar dóms Héraðsdóms. „Við bregðumst auðvitað við ef keppinautar okkar fara af stað með mikla herferð," segir Jón Snorri. Búast megi við því að þeir sem hafi umboð fyrir útlendan bjór hafi aðgang að markaðs- og auglýsingasjóðum hjá framleiðendum og þeir hafi ekki geta nýtt sér þessa sjóði með neinum hætti hingað til. „Spurningin er því hvort þessir útlendu að- ilar veiti fé sérstaklega til auglýsingaherferð- ar hér á Islandi. Dómurinn getur því verið tví- bentur fyrir innlenda framleiðendur því það getur orðið mjög dýrt að standa í miklu aug- lýsingastríði ef til þess kemur,“ segir Jón Snorri. Hann segir að umboðsmenn útlendra fram- leiðenda hafi auglýst mikið hér að undanförnu og mun meira en innlendu framleiðendurnir. „Margar þessara auglýsinga hefðu líklega ekki fengið sömu meðferð í Héraðsdómi og auglýsing okkar. Ég held að þær hafi brotið sum ákvæði áfengislaga með ótvíræðum hætti.“ „Gat ekki staðist" ,Að okkar mati gat þetta ekki staðist og það er kjaminn í því sem niðurstaða Héraðs- dóms segir okkur,“ segir Baldvin Valdimars- son, framkvæmdastjóri Sólar-Víkings hf. Hann kveðst telja líklegt að dómurinn verði staðfestur í Hæstarétti en ef fari svo ólíklega að honum verði hnekkt kæmi honum ekki á óvart að málið færi fyrir yfirþjóðlegan dóm- stól. „íslensku lögin eru ólög. Það er útilokað að það standist að lög mismuni með svo grófum hætti. Ef dóminum yrði hnekkt í Hæstarétti styddum við keppinaut okkar heils hugar á vettvangi yfirþjóðlegs dómstóls," segir Bald- vin. Hann segir að dómur Héraðsdóms þýði ef til vill það að fyrirtækið fái frið í einhvern tíma með sína auglýsingastarfsemi og geti keppt við innfluttar bjórtegundir á jafnréttis- grandvelli. „Vonandi verður þetta viðvarandi niður- staða. Það gæti þýtt það að staðið verði með öðrum hætti að auglýsingum. Þær hafa verið dulbúnar fram að þessu,“ segir Baldvin. Birgir Hrafnsson, framkvæmdastjóri Lind- ar ehf. sem flytur inn ýmsar áfengistegundir, þ. á m. Holsten bjór, segir að sínar auglýsing- ar hafi ávallt miðast við alkóhóllausan bjór. Hann segir að dómur Héraðsdóms breyti engu um áætlanir fyrirtækisins í auglýsing- um. „Ég lít ekki svo á að heimilt sé að auglýsa áfengi. Ég hef ekki auglýst áfengi heldur óá- fengan bjór. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur hins vegar auglýst sterkan bjór sem er að mínu mati andstætt lögurn," segir Birgir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.